Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 AT H YG LI -O kt ób er 20 15 Klettagörðum5 | 104 Reykjavík | stolpigamar.is ÍtölskuMABER vinnulyfturnar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður á undanförnumárum. MABERvinnulyftur ÝMSAR TEGUNDIR AF VINNULYFTUM, S.S. VÖRU-, FÓLKS- OG VINNUPALLALYFTUR. Hafðu samband 5680100 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kraftur hefur verið í framkvæmdum í Urriðaholti síðustu misseri og eftir erfiða fæðingu er nú áætlað að hverf- ið verði fullbyggt eftir 5-7 ár. Þar eins og í fleiri hverfum á höfuðborg- arsvæðinu teygja byggingarkranar sig upp í loft, iðnaðarmenn eru á þön- um og húsin verða íbúðarhæf hvert af öðru. Jón Pálmi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Urriðaholts ehf., áætl- ar að 1.500-1.600 íbúðir verði í holtinu og miðað við þrjá íbúa í hverri íbúð gæti íbúafjöldinn í heild orðið allt að fimm þúsund manns. Til sam- anburðar má nefna að 4.693 manns voru skráðir með búsetu í Fjarða- byggð 1. júní í sumar, en þar eru m.a. bæirnir Neskaupstaður, Eskifjörður og Fáskrúðsfjörður. Búið er að reisa hús með 248 íbúð- um í Urriðaholti sem ýmist hefur ver- ið flutt inn eða eru í lokafrágangi. Ver- ið er að reisa hús með 356 íbúðir þar til viðbótar og á næstu mánuðum verður byrjað á húsum með 39 íbúðum. Í skipulagsferli eru svo 315 íbúðir þar sem framkvæmdir hefjast á næsta ári. Alls gera þetta 958 íbúðir. „Það er vissulega mikið að gerast í Urriðaholti og tölur um hátt í þúsund íbúðir á 3-4 árum í nýju hverfi tala sínu máli,“ seg- ir Jón Pálmi. Urriðaholt ehf. var stofnað í árs- byrjun 2005 í þeim tilgangi að þróa uppbyggingu í Urriðaholti í Garðabæ. Félagið er í eigu Oddfellow-reglunnar á Íslandi og Viskusteins ehf., eign- arhaldsfélags í eigu Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Fyrirtækið er eigandi allra lóða í Urriðaholti og selur þær til bygging- arfyrirtækja og einstaklinga. Garða- bær byggir upp innviði í þessu nýja hverfi og hófst sú uppbygging árið 2007. Á þessu ári hefur sveitarfélagið lagt um 400 milljónir í gatnagerð og 350 milljónir í leik- og grunnskóla í Urriðaholti, sem verður tekinn í notk- un í ágúst á næsta ári. Fjölbýlishús með litlar leiguíbúðir Í skipulagi Urriðaholts er lögð áhersla á fjölbreytni í íbúðaformum. Jón Pálmi segir að til þessa hafi held- ur færra barnafólk flutt í hverfið en ráð hafi verið fyrir gert. Það skýrist meðal annars af því að í byrjun hafi meira framboð verið af eignum sem frekar hafi hentað eldra fólki. Nú er í skipulagsferli hjá Garðabæ bygging fjölbýlishúss með litlar íbúðir, 25-45 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir 36 leiguíbúðum í húsinu og eru ströng skilyrði um bygginguna, m.a. um eignarhald þannig að stakar íbúðir verði ekki seldar í húsinu. Þessi til- raun hefur fengið jákvæð viðbrögð bæjaryfirvalda að sögn Jóns Pálma. Lögð er áhersla á sjálfbærni og að Urriðaholt sé umhverfisvæn byggð í grennd við Urriðavatn. Skipulag hverfisins hefur fengið alþjóðlega vistvottun og ýmsar viðurkenningar. Með þessa þætti í huga hefur verið reynt að nýta innan svæðis sem mest af því grjóti sem fellur til. Efnið er malað niður og unnið fyrir gatnagerð og húsgrunna. Ekki hefur verið hægt að nýta allt efnið í Urriða- holtinu og talsvert verið keyrt út fyrir hverfið og nýtt í byggingarefni ann- ars staðar. Jón Pálmi segir að eigi að síður hafi á þennan hátt tekist að fækka kolefnissporum fram- kvæmdanna. Hátt í þúsund íbúðir á 3-4 árum  Kraftur í framkvæmdum í Urriðaholti  Fullbyggt eftir 5-7 ár  Íbúafjöldi gæti orðið allt að 5.000 Urriðaholt » Skipulag Urriðaholts var samþykkt 2007. » Ýmsir þeirra sem fyrstir festu sér lóðir á svæðinu lentu í erfiðleikum eftir efnahags- hrunið. » Fyrstu íbúarnir fluttu inn í einbýlishús við Keldugötu í apríl 2010. » Fyrstu íbúðirnar í fjölbýli voru afhentar eigendum haust- ið 2014. » Hverfaþjónusta verður efst á holtinu en stutt er í stórversl- anir af ýmsum toga í Kauptúni þar sem Costco opnar í mars á næsta ári. Morgunblaðið/Eggert Urriðaholt Kraftur hefur verið í framkvæmdum á svæðinu síðustu misseri og byggingarkranar verið áberandi. Áhersla er lögð á að í Urriðaholti verði umhverfisvæn byggð. Morgunblaðið/Eggert Mjakast áfram Húsin eru af ýmsum gerðum og mislangt komin. Ljósmynd/Urriðaholt/Helifilms Uppbygging Séð yfir fjölbýlishús við Holtsveg og hluta Urriðaholts úr lofti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.