Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Listasafn Reykjavíkur vinnur nú að sýningu á verkum Yoko Ono sem verður opnuð í Hafnarhúsinu 7. október. „Mörg verka listakon- unnar verða til með þátttöku sýn- ingargesta, bæði fyrir sýninguna og eins á meðan á henni stendur. Eitt verkanna, „Upprisa“, saman- stendur af sögum kvenna sem orðið hafa fyrir hverskyns ofbeldi sem rekja má til þess að þær eru konur,“ segir í tilkynningu. Fyrir hönd listakonunnar biðja skipuleggjendur sýningarinnar konur að skrifa sögu sína og senda til safnsins ásamt ljósmynd af aug- um sínum, en hægt er að senda þær í pósti merktar: Upprisa, Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi, Tryggva- götu 17, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á: arising@reykjavik.is. „„Upprisa“ er marglaga verk sem lætur lítið yfir sér í uppbygg- ingu og frásögn. Það reiðir sig á framlag þátttakenda til að mynda kraftmikinn samhljóm frásagna sem í senn tjá sögu einstaklingsins og margradda sögu samfélagsins. Verkið ber með sér áleitna pólitíska og samfélagslega skírskotun og minnir okkur á að samfélög okkar stjórnast enn af „frumskógarlög- málinu“ og í þeim er gríðarlega þjáningu að finna. Verkið er hvatn- ing til jafnréttis, friðar og hóp- aðgerða, og til þess að efla meðvit- und um eigin tilvist og tengsl við aðra. Upprisa verður þannig nokk- urs konar áminning og boð um að taka ábyrga, siðferðilega og gagn- rýna afstöðu. Konur um allan heim hafa áður tekið þátt í þessu verki og það er von okkar nú að konur sem hafa slíkar sögur að segja séu tilbúnar að deila þeim með okkur og taka þannig þátt í að skapa verk- ið „Upprisu“.“ Morgunblaðið/Golli Sýn Sýning á verkum Yoko Ono verður opnuð í Hafnarhúsinu í október. Yoko Ono vill heyra sögur kvenna Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sýningin T E X T I verður opnuð í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20, en á henni eru sýnd textaverk um þrjátíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistar- manna. Verkin á sýningunni eru val- in úr um þúsund verka safneign Pét- urs Arasonar og Rögnu Róberts- dóttur. „Sýningin er í stærsta salnum í safninu. Þetta eru um fimm- tíu verk eftir um þrjátíu listamenn sem við sýnum,“ segir Birta Guð- jónsdóttir sýningarstjóri, en verkin voru valin úr um 200 textaverkum í safninu. „Langstærsti hluti verk- anna er eftir erlenda listamenn, sjö íslenskir listamenn eiga verk á sýn- ingunni. Í gegnum samstarf mitt við Pétur og Rögnu síðastliðinn áratug þekki ég safneign þeirra nokkuð vel og vissi að okkur gæfist með sýning- unni tækifæri til að sýna ekki aðeins áhugaverð verk heldur líka að gefa góða innsýn inn í notkun texta sem kima í samtímalistinni,“ segir hún. „Verkin á sýningunni spanna tímabilið frá byrjun sjöunda áratug- arins fram til dagsins í dag, sem er um leið tímabilið sem safneignin spannar,“ útskýrir hún. „Meirihluti verkanna er eftir vel þekkta listamenn en valið helgast mest af því að geta sýnt þessa breidd í notkun samtímalistamanna á texta í myndlist. Það fer allt frá því að nota tölur þar sem listamenn eru að fást við tímann og tímamælingar yfir í ljóðatexta sem í senn er settur upp myndrænt, yfir í að vera verk sem eru unnin sem rýmisbundin texta- verk.“ Æðstipáfi konseptlistamanna Einhver þekktasti listamaðurinn sem á verk á sýningunni er Banda- ríkjamaðurinn Lawrence Weiner. „Við settum fyrir skömmu upp verk eftir hann utan á safnbygg- inguna. Það er verk sem er frekar dæmigert fyrir þennan listamann. Það má segja að hann sé æðstipáfi konseptlistamanna, en hann hóf feril snemma sinn á sjöunda áratugnum og er starfandi enn í dag. Hann hefur sýnt í mörgum helstu söfnum heims og á Feneyjatvíæringnum,“ segir hún, en verkið verður utan á safninu í að minnsta kosti þá fjóra mánuði sem sýningin stendur yfir. „Það er útfært sérstaklega fyrir þetta rými sem framhliðin er,“ segir hún. Fleiri verk eftir Weiner eru á sýn- ingunni og ítrekar Birta að hann sé einn allra mikilvægasti og áhrifa- mesti listamaðurinn í heiminum í dag sem vinni með texta. Birta hefur áður verið sýningar- stjóri á tveimur öðrum sýningum á verkum úr safneign Péturs og Rögnu í opinberum söfnum í Reykja- vík. Sú fyrsta var á Kjarvalsstöðum 2010 og önnur var árið 2012 í Hafn- arhúsinu. Mynda þessar þrjár sýn- ingar því einhvers konar þríleik. Fjöldi listamanna er með verk á sýningunni nú og má þar nefna Birgi Andrésson, Sigurð Guðmundsson, Roni Horn og Yoko Ono. Darboven enduruppgötvuð Birta bendir þó aðspurð á nokkra listamenn til viðbótar við Weiner sem eigi stór og áberandi verk á sýn- ingunni, sem hún vill sérstaklega vekja athygli á. Má þar fyrst nefna Hanne Darboven, en á sýningunni er 365 ramma myndröð eftir hana. „Þetta er listakona sem lést fyrir nokkrum árum. Hún er einn af þekktustu samtímalistamönnum Þjóðverja. Hún hefur verið endur- uppgötvuð að einhverju leyti. Á síð- ustu tíu árum hafa verið stórar sýn- ingar á verkum hennar í mikilvægum listasöfnum í Evrópu. Það er ánægjulegt að geta sýnt verk hennar hér,“ segir hún og vekur jafnframt athygli á umfangsmikilli seríu eftir pólsk-franska listamann- inn Roman Opalka, sem lést fyrir tveimur árum. „Hann er einn af þessum þekktari listamönnum frá Austur-Evrópu, átti stóran feril utan heimalandsins og hafði mjög mikil áhrif í númeralist,“ segir Birta, sem að lokum vill minnast á einn íslensk- an listamann. Tungumálið sem fyrirbæri „Við erum með á sýningunni verk eftir Bjarna H. Þórarinsson, sem margir þekkja en hefur ekki mikið verið sýndur í stærri listasöfnum á Íslandi. Það er því mikilvægt að kynna verk hans hér í þjóðarlista- safninu því þetta er listamaður sem vinnur á afar merkilegan hátt með hið myndræna og hrynjandi í tungu- máli, bæði íslensku og öðrum tungu- málum, og með tungumálið sem menningarfyrirbæri.“ Morgunblaðið/Ófeigur Texti á vegg Textaverk eftir Lawrence Weiner. Myndin er tekin við uppsetningu sýningarinnar í Listasafni Íslands. Myndröð Sýningin er í stærsta sal safnsins. Verkið beint fyrir aftan Birtu Guðjónsdóttur sýningarstjóra er eftir þýsku listakonuna Hanne Darboven. Texti sem kimi af samtímalistinni  Sýningin T E X T I opnuð í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20  Verkin á sýningunni spanna tímabilið frá byrjun sjöunda áratugarins fram til dagsins í dag  Sýnd eru fimmtíu verk eftir þrjátíu listamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.