Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 ✝ Vigdís Páls-dóttir var fædd á Hólum í Hjaltadal 13. jan- úar 1924. Hún lést í Reykjavík 7. sept- ember 2016. Hún var yngst sex barna hjón- anna Guðrúnar Hannesdóttur, f. 11. maí 1881, d. 11. nóvember 1963, og Páls Zóphóníassonar, skóla- stjóra Bændaskólans á Hólum, síðar búnaðarráðunauts, alþing- ismanns og búnaðarmálastjóra, f. 18. nóvember 1886, d. 1. des- ember 1964. Systkini Vigdísar voru Unnur húsfreyja, f. 23. maí 1913, d. 1. janúar 2011, Zóp- hónías, skipulagsstjóri ríkisins, f. 17. apríl 1915, d. 15. maí 2011, Páll Agnar, yfirdýralæknir, f. 9. maí 1919, d. 10. júlí 2003, Hann- es, aðstoðarbankastjóri, f. 5. október 1920, d. 23. júlí 2015, Hjalti, framkvæmdastjóri, f. 1. nóvember 1922, d. 24. október 2002. Fjölskylda Vigdísar flutti frá syni, prentara, leikara og leik- stjóra, 25. ágúst 1951. Baldvin fæddist á Arngerðareyri í Ísa- firði 23. mars 1923, og lést 13. júlí 2007. Börn þeirra eru Páll Baldvin, f. 28. september 1953, Inga Lára, f. 16. febrúar 1956, og Guðrún Jarþrúður, f. 25. nóvember 1960. Heimili Bald- vins og Vigdísar var lengst á Tjarnargötu 38. Vigdís hóf störf í handavinnu- deild Kennaraskóla Íslands fyr- ir áeggjan Valgerðar Briem fyrrum kennara síns 1964 og kenndi þar næstu áratugi uns hún lét af störfum 1989. Nutu nemendur hennar þar yfirgrips- mikillar þekkingar hennar og verkkunnáttu í öllum greinum handíða. Vigdís starfaði um ára- tugaskeið á vettvangi Heimilis- iðnaðarfélags Íslands. Vann þar að stofnun tímaritsins Hugur og hönd og réð miklu um efni þess og útlit í nær tvo áratugi. Vigdís varð bráðkvödd á Elli- heimilinu Grund þar sem hún dvaldi á þriðja misseri við bestu umönnun eftir að henni var ófært að halda heimili á Tjarn- argötu. Útför hennar verður frá Nes- kirkju í Reykjavík í dag, 15. september 2016, kl. 15. Hólum 1928 og sett- ist að í Reykjavík 1930 eftir tveggja ára búskap á Undralandi. Var heimili Páls og Guð- rúnar fyrst á Rán- argötu en frá 1940 bjó fjölskyldan á Sóleyjargötu 7. Stundaði Vigdís nám í Landakots- skóla, Miðbæjar- skóla og lauk þremur bekkjum í Menntaskólanum í Reykjavík en hætti þá námi. Vann hún skrif- stofustörf í Reykjavík næstu ár, en fór til hússtjórnarnáms á Laugalandi veturinn 1942-1943, starfaði í Útvegsbankanum í nokkur ár en hóf nám í Hand- íðaskóla Lúðvíks Guðmunds- sonar og Kurt Zier og var í fyrsta hópi handavinnukennara, sem útskrifaðist úr skólanum vorið 1949. Eftir það starfaði hún við útsaum og kjóla- skreytingar á saumastofu Felds- ins um skeið, en vann aftur í Út- vegsbanka Íslands þar til 1953. Vigdís giftist Baldvin Halldórs- Það var feimin og óörugg menntaskólastúlka sem knúði dyra á Tjarnargötu 38 fyrir rúmum 40 árum. Húsfreyjan, frú Vigdís Pálsdóttir, hafði gert mér boð um að koma í heim- sókn, hún vildi kynnast unnustu einkasonarins frá fyrstu hendi. Það var dæmigert fyrir Vigdísi að ganga ævinlega hreint til verks. Vigdís hafði sterka nærveru, fluggreind og glæsileg. Útlitið var framandi, hún var dökk yf- irlitum með há kinnbein og brún skásett augu. Hún var skaprík kona með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og bjó yf- ir hugrekki til að tjá þær, sem féll ekki alltaf í góðan jarðveg. Skoðanir hennar einkenndust af réttsýni og hún hafði lítið þol fyrir yfirborðsmennsku og fag- urgala. Vigdís var listræn kona og mikill fagurkeri og báru heimili hennar, handverk og listmunir þess glöggt vitni. Vigdís var ör- lát kona á margt, veraldlega hluti, tíma sinn og þekkingu. Vigdís var afar fróð og víðlesin og jafnan með bókastafla sér við hlið með bókum um sögulegan fróðleik og fagurbókmenntir. Undir lokin þegar minnið var farið að gefa sig lét hún ekki af þeirri iðju að lesa. Þegar maður spurði hana um hvað bókin sner- ist sem hún hafði við höndina það sinnið svaraði hún „ég er búin að gleyma því en bókin var góð“. Tilfinning um góða bók sat eftir og það skipti hana máli. Þrátt fyrir allan myndugleik og skapríki Vigdísar var hún aldrei með óþarfa afskiptasemi eða útásetningar við hina ungu og fákunnandi tengdadóttur sína þó ýmsu hafi verið ábótavant í heimilishaldi og matargerð hennar fyrstu árin. Vigdís var vitur kona sem vissi að ungt fólk þyrfti frelsi til að þroskast án af- skiptasemi hinna reyndari. En hún var alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd eða veita góð ráð. Á meðan Baldvins naut við voru þau bæði máttarstólpar í lífi barna sinna, barnabarna og tengdabarna. Ég var tengdadóttir Vigdísar í hartnær aldarfjórðung og náin vinkona til æviloka. Ég er þakk- lát fyrir vináttu okkar sem aldr- ei bar skugga á. Ég er þakklát fyrir umhyggjusemina sem hún sýndi mér og börnum mínum alla tíð. Hún var mikill áhrifa- valdur í lífi okkar. Ragna Ólafsdóttir. Látin er í hárri elli Vigdís Pálsdóttir, föðursystir mín. Dauðans tími kemur okkur manneskjunum alltaf jafn mikið á óvart, jafnvel þótt hans sé að vænta. Manni finnst um stund sem þráður hafi verið dreginn úr lífs- vef okkar og heimurinn sé til muna gisnari og skjólminni en áður. Þegar frá líður sést þó að uppistaðan er sú sama og þræðir minninganna traustir og hlýir. Vigdís var mannkostamann- eskja, greind, minnug og list- feng. Hún var afkastamikil handa- vinnukona og leikni hennar og smekkvísi á því sviði fágæt. Vig- dís hafði mikinn áhuga á bók- menntum og var margfróð, síles- andi og menningarþyrst. Það átti hún sammerkt manni sínum Baldvini Halldórssyni leikara og var að vonum gestkvæmt á hinu fallega heimili þeirra og umræð- ur fjörlegar. Vigdís lá ekki á skoðunum sínum um menn og málefni, skapstór nokkuð og geðrík, stundum viðkvæm úr hófi fram. Mér var hún nákomin, alla tíð gefandi og góð og vil ég þakka henni samfylgdina. Síðustu árin voru henni þungbær eftir að hún gat ekki lengur notið hæfileika sinna. Hún hefði í ævilok án efa getað tekið undir kvöldbæn Sig- urðar frá Brún: Fel þú mig, Svefn, í svörtum, þykkum dúkum, sveipa mig reifum, löngum, breiðum, mjúkum réttu svo strangann þínum þögla bróður. Þá ertu góður. Blessuð sé minning Vigdísar Pálsdóttur. Guðrún Hannesdóttir. Nú er Dísa frænka farin frá okkur síðust systkina hans föður míns. Það hlýtur að vera erfitt að lifa lengi og horfa á eftir fjöl- skyldu og vinum. Dísa frænka var stórbrotin kona, hafði skoðanir á flestu og lá ekki á þeim. Hún var óþrjótandi visku- brunnur sem alltaf var hægt að leita í. Hún hélt til haga öllum gömlum minningum sem er mjög dýrmætt að geta fræðst um, svona fróðleikur liggur ekki á lausu. Hún sagði lifandi frá með mikilli orðkynngi, sem minnisstætt verður þeim sem á hlýddu. Ég átti því láni að fagna einkum síðustu árin sem hún lifði að sækja til hennar fróðleik, þær stundir voru mér afar dýr- mætar. Elsku Palli, Inga og Gunna; hugur minn dvelur með ykkur í sorginni. Guðrún Þóra. Vigdís Pálsdóttir handavinnu- kennari er látin í hárri elli. Það verða aðrir til þess að lýsa lífs- hlaupi hennar og ævi. Ég vil að- eins með örfáum orðum þakka fyrir ógleymanlegar samveru- stundir með henni og Baldvini og fjölskyldunni allri, þar sem oft var í huganum flogið út um víðan völl og sviðsmyndir úr Reykjavík löngu liðinna tíma urðu ljóslifandi. Vigdís hafði víð- tæka þekkingu á bókmenntum og listum og lét skoðanir sína hressilega í ljós. Ung fór hún til náms í Svíþjóð og áttum við margar skemmtilegar spjall- stundir um ýmsar sænskar skáldkonur. Skemmtilegast var þó að heyra hana segja frá mönnum og málefnum hér í Reykjavík á árum áður. Oh, hvað maður hefði oft átt að pára hjá sér, en það er eins og það sé alltaf til morgundagurinn. Börnin þrjú hafa erft frásagn- argáfu móður sinnar og eru næstum því eins uppátektarsöm í sínum ferðalögum og foreldr- arnir þó þau taki ekki leigubíl heim úr berjamó eins og Vigdís og Baldvin gerðu eitt haustið. Vigdísar verður sárt saknað. Innilegar samúðarkveðjur. Elísabet Brekkan. Vigdís Pálsdóttir ✝ Einar ArnþórSnæbjörnsson fæddist 31. mars 1942 í Geitdal í Skriðdal og bjó þar alla tíð. Hann lést á Landspítalanum 10. júlí 2016. Foreldrar Einars voru hjónin Snæ- björn Jónsson bóndi frá Vaði, f. 16. sepember 1902, d. 13. maí 1972, og Gróa Krist- rún Jónsdóttir húsfreyja frá Litla Sandfelli, f. 31. ágúst 1905, d. 24. janúar 1997. Bræður hans eru Jón Snæbjörnsson, f. 6. október 1939, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Bún- aðarsambands Austurlands, og Bjarni Snæbjörns- son, f. 4. febrúar 1941, bóndi í Geit- dal. Fósturbróðir þeirra er Kjartan Runólfsson, f. 31. mars 1932. Útför Einars fór fram frá Þingmúlakirkju 15. júlí 2016. Einar frændi er nú farinn í þá ferð sem ekki er deilt um að við öll förum í fyrr eða síðar. Er ég viss um að honum líður vel þar sem hann er, þess fullviss að annað tekur við á þeim stað. Það voru forréttindi að fá að vera með honum reglulega s.l. ár þar sem hann barðist hetjulega af æðruleysi við sitt erfiða krabba- mein. Einar minnti mann á það að við þurfum ekki alltaf að hafa allt það flottasta og besta af dauðum hlutum í kringum okkur, betra væri að rækta sjálfan sig og móð- ur jörð, enda var hann bóndi alla sína tíð, fæddur og uppalinn aust- ur á héraði í Geitdal í Skriðdal. Hann var víðlesinn um ýmsa hluti sem kom oft fram í skemmtilegum tilsvörum og hann var með skemmtilega sýn á hlutina. Eitt sinn vorum við að spjalla saman á spítalanum við Hringbraut, út um gluggann blasti við Perlan á Öskjuhlíðinni. Ég var að segja honum hvað væri gaman að vera þar og fá sér kaffi og njóta útsýnisins til allra átta, hann hugsar sig um í smá stund og strýkur skeggið og brosir: „þú meinar það sem lítur út eins og kúadella“. Við áttum síðan tvær góðar ferðir upp í Perlu og nutum útsýnis og veitinga. Einar var meira og minna sjálfmenntaður og hafði lesið um ýmsa hluti og málefni. Kom það vel í ljós þegar við fórum saman í góða ferð á Þjóðminjasafnið, þar var gaman að vera með honum, hann var svo fróður um ýmsa hluti þar. Einar var bóndi sem helgaði ævistarf sitt því að halda landinu okkar í byggð með því að fram- leiða mjólk, kjöt og þess háttar, sem er svo mikilvægt fyrir okkur landsmenn að hafa nóg af fyrir okkur öll sem búum á Íslandi og teljum svo sjálfsagt að svo sé. Eitt af því sem við náðum að gera saman var að fara í Hús- dýragarðinn. Þótti honum vel gert hvað íslenskum dýrum voru gerð góð skil í garðinum, og að við sem búum í borginni skyldum fá fróðleik um mikilvægi ís- lenskra dýra fyrir íslenskt sam- félag og mikilvægi þess að halda úti landbúnaði á Íslandi. Einar náði nokkrum sinnum að fara austur milli lyfjagjafa, naut hann þeirra ferða mjög vel. Þá náði hann að vera með bræðr- um sínum sem hann hafði verið með alla sína tíð. Í þessum ferð- um hitti hann oft góða nágranna í sveitinni sem hafa alltaf verið hjálplegir við hann og Bjarna bróður hans. Síðan en ekki síst naut hann þess að vera í sveitinni sinni, Skriðdalnum. Að vera bóndi – ó, guð minn góður! í grænu fanginu á sinni móður og finna ljós hennar leika um sig og lyfta sálinni á hærra stig! (Jóhannes úr Kötlum) Einar var mjög þakklátur fyrir þá umönnun og hjálp sem hann fékk hér í Reykjavík frá öllum ættingjum og vinum. Hann var líka mjög ánægður og ekki síst þakklátur fyrir að fá að vera á 11 G síðasta spölinn í veikindum sín- um, þar fékk hann góða þjónustu og umhyggju frá öllu starfsfólk- inu. Sjáumst síðar, kæri Einar Arnór Snæbjörnsson frændi. Innilegar samúðarkveðjur, Bjarni og pabbi. Einar Örn Jónsson og fjölskylda. Einar Arnþór Snæbjörnsson Þegar við kveðj- um hana Kristjönu okkar Arnardóttur er margs að minn- ast. Krissa, eins og hún var alltaf kölluð, starfaði sem mat- ráður starfsfólks Kársnesskóla við Skólagerði til fjölda ára. Hún var kokkur góður og hafði einstakt lag á að láta matinn bragðast vel. Bökurnar hennar voru mesta hnossgæti og ekki má gleyma að nefna þegar hún eldaði fyrir okkur, rétt fyrir jólin, lærisneiðar í raspi – þá vissum við að jólin voru að koma. Krissa var glaðvær og skemmtileg kona og hláturinn hennar var svo dillandi að hún hreif alla með sér. Oft spunnust skemmtilegar umræður á kaffi- stofunni enda var Krissa op- inská um menn og málefni. Hún var mikil dama, kannski bara svolítil pjattrófa, alltaf vel tilhöfð, oftast í einhverju bleiku Kristjana Arnardóttir ✝ Kristjana Arn-ardóttir fædd- ist 28. apríl 1958. Hún lést 29. ágúst 2016. Útför hennar fór fram 6. september 2016. og með bleika varalitinn. Það kom vel í ljós í veikindum Krissu hversu kjarkmikil og dug- leg hún var og sig- urvissan fleytti henni áfram. Verk- efnið hennar var ekki létt en hún lét engan bilbug á sér finna og hélt lífinu áfram. Krissa átti auðvelt með að tala um veikindi sín, sem var hennar leið til að takast á við þetta erfiða verkefni. Krissa ætlaði sér alltaf að bera sigur úr býtum en að lokum varð hún að lúta í lægra haldi. Það er sárara en tárum taki að þurfa að kveðja þessa elsku en góðar minningar um sterka konu með mikinn baráttuvilja munu ylja okkur um ókomna tíð. Við sendum eiginmanni, syni, foreldrum, systkinum og fjöl- skyldum þeirra okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku Krissa. Fyrir hönd starfsfólks Kárs- nesskóla, Ester Höskuldsdóttir, Sigrún K. Ragnarsdóttir, Sóley Ægisdóttir og Þóra Haraldsdóttir. Okkar ástkæra MARGRÉT JENSDÓTTIR lést 3. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, . Brynhildur, Hrafnhildur og Kolbrún Bjarnadætur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TRYGGVA ÞÓRS JÓNSSONAR rafverktaka, Móabarði 16b, Hafnarfirði. Færum starfsfólki á deild 11E á Landspítalanum þakkir fyrir góða umönnun. . Þorbjörg Ólafsdóttir, Ólafur Tryggvason, Fjóla Ólöf Karlsdóttir, Aðalheiður Tryggvadóttir, Bogi Hjálmtýsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Boðahlein 25, Garðabæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Sigríður Guðmannsdóttir, Þóra Björk Ólafsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Eggert Ó. Bogason, Rut Ólafsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Elísabet Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.