Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 83
MENNING 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
rænt framlag í myndinni, annars
styrkir Kvikmyndasjóður ekki
verkefnið.“
Hjálmtýr segir að alls staðar
hafi verið sparað. „Maður gat ekki
ráðið í hvert einasta skipsrúm, það
voru ekki peningar til í það. Auk
þess að vera meðframleiðandi var
ég líka það sem kallast „location
manager“ og hafði umsjón með
hvað gerðist á hverjum stað. Og
konan mín, Anna Kristín Kristjáns-
dóttir, valdi alla íslensku leikarana
en hún er sjálf áhugaleikari og
þekkir því vel til á þeim vettvangi.
Hún sá einnig um velferð leik-
aranna og starfsliðsins, það varð
alltaf að vera til nesti og heitt kaffi
á tökustað, enda veður fremur
óhagstætt.“
Morð til að breiða yfir glæp
Sagan sem sögð er í myndinni er
ákaflega sorgleg en 31 Baski var
drepinn með köldu blóði. Hjálmtýr
segir að hræðsla við útlendinga
ásamt glæpum Ara í Ögra hafi ver-
ið orsök morðanna. „Það var
ákveðinn ótti í fólki og menn vissu
aldrei hvað var í vændum þegar
segl sást við sjóndeildarhring. Fólk
flúði jafnvel til fjalla þótt það væru
bara vinveittir fiskimenn,“ segir
hann.
Baskar tóku að venja komur sín-
ar hingað til hvalveiða á þessum
tíma, sem var mjög ábatasöm at-
vinnugrein. „Í lok vertíðarinnar
fórust skip þeirra í óveðri og þá
voru komnir á land 83 skipbrots-
menn. Sumir þeirra lentu hjá góðu
fólk sem hjálpaði þeim og það gekk
vel. En meðal Baskanna voru einn-
ig nokkrir ribbaldar sem stálu frá
Íslendingunum og þá urðu illindi.
Ari í Ögri veitti þeim leyfi til að
veiða hvali, án leyfis frá dönskum
yfirvöldum. Þetta voru því fölsuð
leyfisbréf. Þegar Ari safnar síðan
liði og drepur Baskana er hann í
raun að breiða yfir eigin glæpi. Jón
lærði Guðmundsson skrifaði um
þessa atburði og fékk bágt fyrir.
Hann var sendur í útlegð,“ út-
skýrir Hjálmtýr, en leiðarstef kvik-
myndarinnar er samtímaheimild
Jóns lærða. „Þetta eru einu fjölda-
morðin sem Íslendingar fremja,
æstur múgur myrti Baskana með
hroðalegum hætti. Þeir voru ýmist
skotnir eða höggnir.“
Afkomendur sættast í lokin
Er þetta ekki svartur blettur á
Íslandssögunni?
„Jú, þetta er það,“ segir Hjálm-
týr. „En í lok myndarinnar eru
sættir. Í fyrra voru 400 ár síðan
þetta gerðist og það var settur upp
minningarsteinn á Hólmavík. Illugi
menntamálaráðherra mætti ásamt
Jónasi Guðmundssyni, sýslumanni
Vestfjarða, og ýmsum gestum auk
fulltrúa frá Baskalandi. Þar er
lokasena myndarinnar kvikmynduð,
þegar einn af afkomendum Bask-
anna sem voru drepnir tekur í
hönd afkomanda eins morðingj-
ans,“ segir hann.
Talið víkur að þeim fimmtíu
basknesku skipbrotsmönnum sem
voru ekki myrtir með löndum sín-
um. „Það er ekkert vitað hvað varð
um þá. Þeir voru klókir og réðust á
enskt skip og stálu því til að sigla
heim. En þeir virðast aldrei hafa
skilað sér.“
Heiður að vera á
San Sebastian
Hjálmtýr segir vinnuna hafa ver-
ið ákaflega skemmtilega og verk-
efnin fjölbreytt sem vinna þurfti.
„Ég hafði gaman af því að vinna
þessa tegund af verki,“ segir hann
og á við að hafa leikið efni með í
bland við viðtöl. „Leitin að töku-
stöðum spannaði allt landið. Í byrj-
un voru Spánverjarnir spenntir
fyrir húsum sem eru í víkingastíl.
Ég byrjaði á að koma þeim af
þeirri braut þar sem þessir atburð-
ir gerðust á allt öðrum tíma,“ segir
hann en vel tókst til að lokum.
Hjálmtýr segir það mikinn heiður
að komast með myndina á stórar
kvikmyndahátíðir eins og San Seb-
astian-hátíðina. „Það er áfangi og
hún keppir þar til verðlauna,“ segir
Hjálmtýr sem hlakkar til að fara á
hátíðina ásamt konu sinni, Önnu
Kristínu.
Útlendingahræðsla Ármann Guðmundsson er í hlutverki Ara í Ögri sem
safnar liði og drepur Baskana er til að breiða yfir eigin glæpi.
Útlegð Jón lærði Guðmundsson skrifaði um þessa atburði og fékk bágt fyrir
og var sendur í útlegð en hann er leikinn af Sigurði H. Pálssyni.
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Það var ákveðin meðferð fólgin í
þessu – að endurgera sýninguna ná-
kvæmlega eins og hún var áður en
ég missti allt í brunanum,“ segir
Halldór Ragnarsson myndlistar-
maður, sem opnar sýninguna End-
urgerðir laugardaginn 17. sept-
ember næstkomandi kl. 17 í
Listamenn Gallerí að Skúlagötu 32.
„Ég vann að sýningunni í eitt til
tvö ár en hún var tilbúin og hefði
verið sýnd í maí síðastliðnum. Það
tók mig svo sex mánuði að end-
urgera hana,“ segir Halldór en eldur
kviknaði í vinnustofu hans við Grett-
isgötu fyrr á árinu sem varð til þess
að allar hans eigur og fyrri listaverk
brunnu til kaldra kola. „Ég hef unn-
ið að endurgerðinni myrkranna á
milli en þegar maður ákveður að
gera eitthvað svona þá vill maður
klára það sem fyrst – sýningin er því
í raun ákveðin uppskeruhátíð,“ bæt-
ir hann við en að þessari sýningu
lokinni geti hann loksins sagt end-
anlega skilið við brunann.
„Kjarni sýningarinnar er endur-
tekningar en ég nota tungumálið og
kem hugmyndum mínum í ákveðinn
farveg. Ég nota margræðni tungu-
málsins til að skoða nærumhverfi
mitt og mína persónulegu sýn á
hversdagsleikann,“ segir hann en
textarnir í myndunum séu mjög al-
mennir. Hann snúi hins vegar upp á
þá með þeim hætti að tungumálið
endi á að fjalla um sig sjálft. „Mig
langar ekki að gefa of mikið upp um
þetta heldur vil ég frekar að fólk
komi og sjái – þá nær það betur sam-
henginu sem ég er að setja fram.“
Andstæðurnar fara saman
Í einu verka Halldórs notast hann
við tvíræðni tungumálsins á per-
sónulegan máta þar sem andstæður
eins og vonir og vonbrigði fara sam-
an. „Pælingin er að ég skrifa sömu
setninguna aftur og aftur, til dæmis
„það er alveg að fara að koma pása“
en í henni er fólgin vonin um að það
sé að koma pása en hún kemur aldr-
ei – verkið snýst um að skrifa þang-
að til verkið eða blaðið er búið,“ seg-
ir hann en þannig leiki hann sér með
kaldhæðnina, vonina, vonbrigðin og
lygina líka.
Verkin eru fjölbreytt að formi til
en Halldór sýnir málverk, stórar
teikningar, stimplaðar myndir með
handstimpli og „print“.
„Mig langaði að fá tíma í verkin;
að það sjáist að það tók tíma að gera
þau,“ segir hann en það sé ákveðinn
taktur í verkunum þar sem hann
handskrifar setningar. Hann ákvað
að nota einnig handstimpilinn því
hann passi vel við taktinn en hann
stimplar eitt orð í einu. „Ég er því
ekki að tala um tímamótaverk, held-
ur tímaverk,“ segir hann léttur í
bragði.
Meira fólgið í tungumálinu
Aðspurður hver hafi verið kveikj-
an að sýningunni segir Halldór að
hann hafi byrjað að vinna með
tungumálið strax í BA-námi sínu.
„Ég tók eitt og hálft ár í náminu í að
teikna öll orð sem byrja á A í orða-
bókinni,“ bætir hann við en það hafi
endað í 3.400 teikningum. „Þá fór ég
að velta fyrir mér merkingu orðanna
og hvað þau geta haft margar mein-
ingar og breytur í sér. Tungumálið
er meira en við höldum fyrst í stað.“
Halldór lauk BA-prófi árið 2007
og meistaragráðu árið 2014 frá
myndlistardeild Listaháskóla Ís-
lands eftir að hafa áður numið heim-
speki. Þetta er áttunda einkasýning
hans en hann hefur tekið þátt í sam-
sýningum bæði hér og erlendis.
Framundan er svo önnur sýning í
desember. „Þá get ég loksins farið
að hugsa um eitthvað annað.“
Endurgerði listaverk eftir eldsvoða
Morgunblaðið/RAX
Endurgerðir Halldór endurgerði öll verkin á sýningu sinni eftir mikinn eldsvoða á vinnustofu hans á Grettisgötu.
Halldór Ragn-
arsson opnar sýn-
ingu í Listamenn
Gallerí á laugardag
Bandaríska tónlistarkonan Sharon
Robinson heldur tónleika á Rosen-
berg í kvöld, fimmtudag. Þetta
eru síðustu tónleikarnir á hennar
fyrsta Evróputúr.
Robinson hefur lengi starfað
með kanadíska söngvaskáldinu
Leonard Cohen, bæði sem meðhöf-
undur og flytjandi. Hún hefur
unnið til Grammy-verðlauna og
samið fyrir og starfað með heims-
þekktum listamönnum á borð við
The Pointer Sisters, Aaron Ne-
ville, Brenda Russell, Diana Ross,
Don Henley, Michael Bolton,
Randy Crawford, Patti LaBelle,
Roberta Flack og The Tempta-
tions.
Sharon Robinson syngur á Rosenberg
Ljósmynd/Jilian Edelstein
Félagar Sharon Robinson og Leonard Cohen störfuðu saman um árabil.
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 16/9 kl. 20:00 86. sýn Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s.
Lau 17/9 kl. 20:00 87. sýn Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s.
Sun 18/9 kl. 20:00 88. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s.
Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Fim 27/10 kl. 20:00 107. s.
Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s.
Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s.
Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Sun 30/10 kl. 20:00
Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Fim 3/11 kl. 20:00
Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fös 4/11 kl. 20:00
Gleðisprengjan heldur áfram!
Blái hnötturinn (Stóra sviðið)
Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn
Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00
Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar
Sending (Nýja sviðið)
Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 7. sýn
Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 20:00 8. sýn
Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00
Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00
Hannes og Smári (Litla sviðið)
Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn
Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn
Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar