Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
Kínverska popp-
og þjóðlaga-
söngkonan Renqin
Zhuoma frá Tíbet
heldur óvænta tón-
leika á Hilton
Reykjavík Nor-
dica, Vox club, á
morgun, föstudag,
kl. 20:30. „Tónlistin er blanda af
þjóðlegum tónum í angurværum
poppútsetningum,“ segir í tilkynn-
ingu. Þar kemur fram að Zhuoma
sé vel þekkt í suðurhluta Kína „fyr-
ir góðar lagasmíðar sem þykja brúa
bil milli ólíkra menningarheima As-
íu og Vesturlanda“. Með henni leik-
ur hópur hljóðfæraleikara sem
nefna sig KisaKisa.
Kínversk tónlist á Hil-
ton Reykjavík Nordica
Renqin Zhuoma
Konan mín er hjátrúarfull,hún heldur að textarnirmínir spái stundumfram í tímann, segir
tónlistarmaðurinn Nick Cave í
upphafi heimildarmyndarinnar One
More Time With Feeling sem var
sýnd í Bíó Paradís í síðustu viku.
Myndin sem var sýnd kvöldið áður
en ný plata með Nick Cave & The
Bad Seeds, Skeleton Tree, kom út
byrjaði sem heimild um sköp-
unarferli plötunnar. Hún endaði
hinsvegar sem heimild um hvernig
Cave og eiginkona hans glíma við
gífurlegt áfall og sorg. „You fell
from the sky, crash landed in a
field, near the river Adur,“ syngur
Cave í fyrsta laginu sem hann
syngur í kvikmyndinni, og jafn-
framt fyrsta laginu á Skeleton
Tree. Lagið var skrifað áður en
áfallið dundi yfir. Í júlí 2015 féll
fimmtán ára sonur Caves, Arthur,
til bana af klettum í Brighton eftir
að hafa tekið ofskynjunarefnið
LSD.
Í viðtali við ástralska vefritið
Film Inc útskýrir leikstjórinn And-
rew Dominik, sem er vinur fjöl-
skyldunnar, að Cave hafi ætlað að
kynna nýju plötuna. Hann hefði
ekki haft orku né getu til að fara í
viðtöl og svara mögulega áleitnum
spurningum blaðamanna. Og Cave
var þakklátur þeim fjölda manna
sem skrifuðu honum bréf. Fólki
sem hafði upplifað barnsmissi og
áföll og sendi honum kveðjur.
Kvikmyndin, sem var tekin upp án
nokkurs handrits eða skipulags, er
hrá og gríðarlega áhrifamikil. Hún
blandar saman skotum af Cave að
taka upp og flytja lög af Skeleton
Tree og skotum af Cave og eigin-
konu hans, Susie Bick, Warren
Ellis, hljómsveitinni og fleirum og
skapar einhverskonar mósaík af
áhrifum áfalls og sorgar.
„Trauma“ eða áfall er orð sem
Cave notar ítrekað í gegnum
myndina. Hann lýsir bæði í sam-
tölum og í textum líkamlegum og
andlegum áhrifum áfalls. Hann
horfir á sjálfan sig í spegli, sér
bauga undir augunum sem hann
kannast ekki við. Hann kastar upp
í vaskinn. Hann lýsir ferðum út í
matvörubúð þegar allir horfa á
hann meðaumkunaraugum. Kona
hans, fyrirsætan og fatahönnuður-
inn Susie Bick, birtist fyrst feimin
við myndavélina, þetta er óþægi-
legt. Cave gantast við hana og
leikstjórann um hvað þetta sé til-
gerðarlegt, að skjóta mynd í svart-
hvítu og í þrívídd. Syni hans, Earl,
bregður líka fyrir. „Sjáðu, hárið á
mér er orðið dökkt,“ segir hann
við pabba sinn, glaðbeittur. Hann
er fimmtán ára tvíburabróðirinn
sem eftir lifir.
Cave talar um að rödd sín sé
orðin veikburða. Og hún er það,
hún brestur í laginu „Girl in Am-
ber“ og gerir flutninginn enn
meira tilfinningaþrunginn. Það er
sennilega ekki þurrt auga í Bíó
Paradís á þessum örfáu mínútum í
flutningi hans á lagi sem fjallar um
missi, sorg og dauða. Í myndinni
segir Cave að áfallið hafi truflað
sköpunarferlið. „Við vonumst alltaf
eftir einhverju dramatísku í lífi
okkar sem við getum skrifað um,
en þetta áfall hafði mjög eyðileggj-
andi áhrif á sköpunarferlið.“
Kvikmyndin er vissulega erfið
áhorfs, hún er einstaklega hrá, op-
inská, tilfinningaþrungin, en hún
verður aldrei væmin. Leikstjórinn
er meðvitaður um þetta og segir
einmitt í viðtali að þetta hafi verið
línudans, „Hvenær er þetta rétt-
mætt portrett af manneskju að
ganga í gegnum eitthvað og hve-
nær verður þetta sorgarklám? Er
myndin einhvernveginn að gera
harmleikinn minni?“
Undir lok myndarinnar sitja
hjónin hlið við hlið og Bick dregur
upp innrammaða teikningu eftir
son sinn sem hann teiknaði þegar
hann var lítill. Myndina fann hún
eftir dauða hans. Hún er af klett-
unum þar sem hann féll til bana og
hún er römmuð inn í svartan
ramma. Móðirin skilur ekki af
hverju þessi barnslega teikning
var römmuð inn með svörtu fyrir
öllum þessum árum síðan. Og
þannig rammar leikstjórinn inn
kvikmyndina, hún hefst og hún
endar á óljósri hugmynd um
hjátrú og forspá, að þessi hræði-
legi atburður hafi mögulega verið
ákveðinn fyrirfram. Tíminn er
teygjanlegur, segir Cave. „Við get-
um alltaf togað okkur í burtu frá
atburðinum en á ákveðnum tíma
kippir teygjan okkur tilbaka og við
endum aftur á sama stað.“
Tilfinningaþrungin „Kvikmyndin er vissulega erfið áhorfs, hún er einstaklega hrá, opinská, tilfinningaþrungin, en hún verður aldrei væmin. Leikstjórinn
er meðvitaður um þetta og segir einmitt í viðtali að þetta hafi verið línudans,“ segir í rýni um heimildarmyndina One More Time With Feeling.
Bíó Paradís
One More Time With Feeling
bbbbb
Leikstjóri: Andrew Dominik. Í myndinni
koma fram Nick Cave, Warren Ellis, Nick
Cave & The Bad Seeds, Susie Bick og
fleiri. Bandaríkin 2016, 112 mínútur.
ANNA MARGRÉT
BJÖRNSSON
KVIKMYNDIR
Heimild um sonarmissi
sem nístir hjartað
Við trúum því að fegurðin sé lifandi,
sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi.
Alveg eins og náttúran sjálf. Til að
viðhalda æskuljóma húðar þinnar
höfum við tínt saman immortelle,
blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar.
Divine Cream fegrar svipbrigði þín og
hjálpar við að lagfæra helstu ummerki
öldrunar. Húðin virðist sléttari,
*Ánægja prófuð hjá
95 konum í 6 mánuði.
Húðin virðist unglegri
Mimi Thorisson er
franskur matarbloggari.
Divine Cream með Immortelle blómum
HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ
FYRIR LIFANDI FEGURÐ
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland
EIÐURINN 5:40, 8, 10:25
KUBO 2D ÍSL.TAL 5:50
WAR DOGS 8
HELL OR HIGH WATER 8
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 5:50
JASON BOURNE 10:10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar