Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 46
46 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Pittsburgh. AFP. | Bandaríska fyrir- tækið Uber byrjaði í gær að bjóða upp á bíla án bílstjóra í leiguakstri. Leigubílafloti Uber í Pittsburgh í Pennsylvaníu er búinn myndavélum, leysibúnaði og öðrum skynjurum, en enginn verður með hendur á stýri. Uber, sem býður þjónustu sína á netinu, tekur þar með forskot á bíla- framleiðendur í Detroit og keppi- nauta í Sílíkondal í þróun tækni sem gæti valdið byltingu í samgöngum. Fjórir blendingsbílar af gerðinni Ford Fusion voru sendir eftir völd- um viðskiptavinum í gær og sýndi fyrirtækið rúmlega tug bíla, sem eru tilbúnir til aksturs, til viðbótar. Þá er samstarf Uber og sænska bílaframleiðandans Volvo um að þróa bíl án bílstjóra vel á veg komið. Vegakerfi Pittsburgh er flókið. Bílarnir og tæknin á bak við þá hefur verið prófuð rækilega á götum borgarinnar undanfarin tvö ár. Í reynsluakstri fyrir gærdaginn reyndust bílarnir ráða við flestar að- stæður og vera eins hæfir og margir ökumenn. Í fyrstu munu reglulegir viðskiptavinir Uber fá tvo fylgdar- menn í bílnum. Einn mun sitja undir stýri tilbúinn að grípa í taumana ef á bjátar en hinn mun fylgjast með „hegðun“ bílsins. Stefnt er að því að fækka tækni- mönnum í bílnum í einn. Hann muni sitja í bílnum tilbúinn að taka við og um leið uppfylla kröfur í Pennsylv- aníu um að ökumaður verði að vera í bíl á ferð. Markmið Uber er að eng- inn tæknimaður verði í bílnum. Uber var þó ekki fyrst í heimi til að bjóða upp á leigubíla án bílstjóra. Fyrirtækið nuTonomy í Singapúr hóf að bjóða slíka þjónustu með fimm bílum í ágúst. Sjálfakandi bílar í leigubílaakstri  Netfyrirtækið Uber ríður á vaðið AFP Sjálfakandi Fyrirferðarmikill bún- aður er á þaki leigubíla Uber. Búrma fær tollaívilnun að nýju Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, lagði til að endurvekja milli- ríkjasamninga um niðurfellingu tolla milli Bandaríkjanna og Búrma í kjöl- far fyrstu heim- sóknar Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma, til Bandaríkjanna eftir að hún vann kosningasigur í Búrma eftir 50 ára herstjórn í landinu. Í bréfi til þingsins sagðist Obama meðal annars ætla að endur- vekja ákveðna tolla fátækari löndum í hag en þeir voru afnumdir fyrir tveimur áratugum í kjölfar mikilla mannréttindabrota í tíð herstjórn- arinnar. Fáar refsiaðgerðir standa nú eftir gagnvart Búrma sem berst við að breyta ásýnd sinni úr herstjórn- arríki í lýðræðisríki. Su Kyi mun einnig hitta Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, og John Kerry, ut- anríkisráðherra. Aung San Suu Kyi Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við virðum ákvörðun Breta og hörm- um hana á sama tíma en Evrópusam- bandið er ekki í hættu,“ sagði Jean- Claude Juncker, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, í ræðu á fundi Evrópuþingsins í gær og tók sérstaklega fram að ESB væri ekki að liðast í sundur en berjast þyrfti gegn sívaxandi lýðskrumi. Þetta segir í frétt AFP. Hann kynnti einnig til leiks ýmsar leiðir til að endurvekja traust á Evr- ópusambandinu eftir Brexit-atkvæða- greiðsluna, þar sem Bretar kusu að ganga úr ESB. Tillögur hans kveða meðal annars á um stofnun varnar- Juncker lagði þó til í gær að tvöfalda fjárfestingu sambandsins í verkefnum sem Evrópski fjárfestingarbankinn telur of áhættusöm, til að örva efna- haginn. Umbylta höfundarréttarlögum Áætlað er einnig að umbylta höf- undarréttarlögum í Evrópu, að sögn Junckers, til að takast á við ný úr- lausnarefni á stafrænni öld og gera sambandið samkeppnishæfara á al- þjóðlegum vettvangi. Gangi þessar tillögur hans eftir hef- ur það mikil áhrif á það hvernig greitt er fyrir netfréttir og afþreyingu. Kvikmyndagerðarmenn og frum- kvöðlar telja þetta hamla nýsköpun og hjálpa fjölmiðlarisum. Bretlands í Slóvakíu til að fara yfir stöðuna eftir að Bretar yfirgefa sam- bandið, en Juncker tilkynnti um Brexit-starfshóp sem myndi sjá um samningaviðræðurnar. Þá gerði hann einnig atlögu að auk- inni þjóðernishyggju og rasisma í ræðu sinni og vísaði til þess að nýlega var pólskur maður myrtur í Bretlandi. „Við Evrópubúar munum aldrei sætta okkur við að pólskir starfsmenn sæti aðkasti, séu beittir ofbeldi eða myrtir á götum Harlow,“ bætti hann við. Ræða hans féll þó í grýttan jarðveg hjá nokkrum leiðtogum á Evrópu- þinginu sem sökuðu sambandið um að mistakast algerlega að bregðast við vandamálum eins og flóttamanna- vandanum og stöðnuðum efnahag. höfuðstöðva, sameinaðs herafla ríkjanna, eflingu landamæraeftirlits og ráðstafanir til að fjölga störfum. „Evrópusambandið býr ekki enn yfir nægilegri sameiningu,“ sagði hann og bætti við að það skipti sköpum að næstu tólf mánuði yrði eitthvað gert í málinu. Líða ekki aðkast og ofbeldi Juncker varaði Breta við því að þeir gætu ekki búist við aðgengi að innri mörkuðum sambandsins án frjálsra fólksflutninga milli Bretlands og ríkja ESB. Bresk stjórnvöld fengju ekki að velja það sem þeim hentaði í sam- skiptum sínum við sambandið. Aðeins tveir dagar eru þar til fulltrúar 27 ríkja ESB hitta fulltrúa Bretar fá ekki að velja og hafna  Jean-Claude Juncker kynnti leiðir til að endurvekja traust á ESB  „Sambandið er ekki í hættu“ AFP Tillögur Jean-Claude Juncker hélt ræðu á fundi Evrópuþingsins í gær. „Ég vil meira en yfirlýsingar um samstöðu,“ sagði Boyko Borissov, forsætisráðherra Búlgaríu, í gær þeg- ar hann hvatti Evrópusambandið til að gefa landi sínu 160 milljónir evra án tafar, en fjármunirnir færu beint í að treysta landamæraeftirlit við landamæri Búlgaríu og Tyrklands. Flóttamenn hafa fjölmennt að landa- mærunum undanfarið á leið sinni inn í ríki Evrópusam- bandsins á flótta frá átökunum í Sýrlandi. Um 13.000 flóttamenn og farandfólk hafa verið skráð í Búlgaríu á árinu og fer fjölgandi. AFP Vill fjárhagsaðstoð í stað yfirlýsinga Saksóknari New York hefur stað- fest að Trump Foundation, góð- gerðarstofnun í eigu Donalds Trump forseta- frambjóðanda Repúblikana- flokksins, sé nú til rannsóknar hjá embættinu vegna óviðeigandi fjárframlaga. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið. Eric Schneiderman, saksóknari, sagði embættið vilja tryggja að stofnunin væri að „fara eftir lögum sem gilda um góðgerðarstofnanir í New York“. Teymi Trumps hefur hafnað öll- um ásökunum sem kosningaáróðri úr herbúðum demókrata en Schnei- derman hefur lýst yfir stuðningi við forsetaframboð Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins. Schneiderman segist hafa áhyggjur af því að einhver framlög Trump Foundation geti talist óviðeigandi. Sérstaklega er tilgreint fjárframlag stofnunarinnar til hóps sem studdi repúblikanann Pam Bondi, saksókn- ara í Flórída árið 2013. FORSETAKOSNINGAR Rannsaka góðgerð- arstofnun Trumps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.