Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 57
hennar, Ólafi Fr. Sigurðssyni, að Vesturgötu 45 og síðast hjá Sigurði Ólafssyni frænda sínum og konu hans Margréti Ármannsdóttur, en þau önnuðust hana af kostgæfni síð- ustu árin sem hún lifði. Gildaskálinn og Hótel Ísland Hans Júlíus Jörgensen, eigin- maður Petreu, var ráðsmaður á Hót- el Íslandi og skipamiðlari, en for- eldrar hans voru Niels gestgjafi Jörgensen og kona hans Dorothea fædd Dietrichsen. Niels, faðir Hans Júlíusar, hafði komið til Íslands með Trampe greifa og var þjónn hans. Hafði greifinn útvegað honum veit- ingaleyfi árið 1857. Í framhaldi af því festi Jörgensen kaup á húsi á horni Aðalstrætis og Austurstrætis árið 1860. Húsið var þá kallað Jafetshús en eftir að Jörgensen eignaðist húsið gekk það undir ýms- um nöfnum, m.a. Greifakráin, Gilda- skálinn eða einfaldlega Krá Jörgen- sens. Þar var „Káetan“, „Svínastían“ og „Almenningur“, en svo voru veit- ingastofurnar nefndar. Jörgensens- kráin var fyrsta hótelið og helsta veitingahús Reykjavíkur um árabil. Nokkuð sukksamt þótti hjá Jörgensen, eins og eftirfarandi vísa eftir Hannes Hafstein ber með sér: Hjá „Jörundi frænda“ sat þreytulegt þing og þagði hjá óminnis-brunni en flaskan gekk alltaf án afláts í hring og offraði á sérhverjum munni. Til er önnur vísa sem gerð var um nokkra af fastagestunum: Heill sé þér Káeta, húsvilltra skjól. Hangir þar blindfullur Símon á Hól – á snaga. Konsúll og Hjörleifur drekka þar dús Drési og Skúli fá brennivínslús – í maga. Níels Jörgensen, Dorothea og Jóhann Halberg Niels Jörgensen sigldi til Kaup- mannahafnar árið 1875 til þess að undirbúa byggingu Hótel Íslands. Í Kaupmannahöfn varð hann fyrir sporvagni og beið bana af. Ekkjan Dorothea hélt þó rekstrinum áfram. Hún giftist árið 1877 Jóhanni Hal- berg, skipstjóra, dönskum manni, og árið eftir, 1878, fær Halberg veit- ingaleyfi og hefjast þau hjón handa við smíði hótels við hliðina á kránni. Árið 1882 er risið myndarlegt gisti- hús við Austurstræti 2 og hlýtur nafnið Hótel Ísland, hið fyrsta hótel hér á landi. Það átti sér langa og við- burðaríka sögu og þar voru m.a. helstu veislur og dansleikir haldnir næstu tvo áratugi. Árið 1901 er það stækkað verulega. Vesturálma þess er reist ásamt turni á mótum Austurstrætis og Aðalstrætis, og er þá komið hið endanlega útlit þess. Í því voru nú fimm salir og 53 gesta- herbergi. Gamla Jörgensenskráin var enn við lýði og skipt í þrjár vistarverur sem, eins og áður sagði, voru kallaðar Almenningur, Káetan og Svínastían, og fór það eftir virð- ingu manna og stétt í þjóðfélaginu hvar þeir drukku. Nokkuð löngu síðar, 2. desember 1928, segir Morgunblaðið að búið sé að opna náðhús fyrir konur í suður- álmu Hótel Íslands, en slíkt var nokkur nýbreytni. Náðhúsið var opnað að tilstuðlan bæjarstjórnar og með þremur klefum. Fram kemur að aðgangseyrir sé tíu aurar og að af- not af mundlaug kosti fimm aura. Er prýðilega frá öllu gengið þarna, eins og segir í blaðinu. Austurstræti 2 Vesturhluti hótelsins var vígður hinn 30. maí 1902; samtímis því að haldið var brúðkaup Hans Júlíusar Jörgensen og Petreu Halldórsdóttur frá Grund á Akranesi, en eins og áð- ur sagði var Hótel Ísland elsta eigin- lega gistihús höfuðstaðarins. Hótelið brann aðfararnótt 1. febrúar 1944 og hafði veitingarekstur verið rekinn þar samfleytt í áttatíu og sjö ár. Gera má ráð fyrir því að Doro- thea, móðir Hans Júlíusar, hafi ætl- að honum að taka við rekstri Hótel Íslands, en hann var orðinn ráðs- maður á hótelinu árið sem hann lést. Petrea hefði þá líklega staðið fyrir veitingarekstrinum, en hún hafði, eins og áður kom fram, stundað mat- reiðslunám í Kaupmannahöfn og hafði löngum umgengist svokallað „hefðarfólk“ þess tíma, bæði danskt sem og íslenskt. Systkini Hans Júlíusar, Anna og Wilhelm Hans Júlíus eiginmaður Petreu átti systur, Önnu Jörgensen. Hún giftist Gunnari Þorbjörnssyni, kaup- manni í Reykjavík, en hann var ætt- aður ofan úr Stafholtstungum í Borgarfirði. Synir þeirra voru Georg Gunnarsson, kallaður „Gíó“ (1902- 1968), og Gunnar Gunnarsson, kall- aður „Bíi“ (1904-1970). Þegar Gunn- ar Þorbjörnsson lést giftist ekkjan Anna Jörgensen þ. 7. desember 1926 Georg Georgssyni lækni á Fá- skrúðsfirði. Georg þessi var sonur Georgs veitingamanns Thorsteins- son á Akranesi, sem byggði Georgshús eða Vertshúsið á Akra- nesi, en hann drukknaði í Hoff- mannsveðrinu 1884. Svona geta ör- lagatengsl skapast; faðir Petreu, Halldór Einarsson á Grund, drukkn- ar í Hoffmannsveðrinu af skipi Pét- urs Hoffmann, en af því skipi drukknar einnig Georg Thorsteins- son, faðir seinni manns Önnu, mág- konu Petreu. Wilhelm Jörgensen, bróðir Hans Júlíusar, varð efnaður úrsmiður í Kaupmannahöfn; hann fæddist í Reykjavík árið 1859 en fluttist til Kaupmannahafnar 12 ára að aldri og dvaldi síðan við framhaldsnám í iðn sinni í Þýskalandi og Sviss í upp undir 30 ár. Wilhelm bar ávallt góð- an hug til Íslands og á árinu 1939 færði hann Alþingi og Háskóla Ís- lands stórgjafir, en það voru tvö mikil listaverk úr eigu Frakkakon- unga. Þetta voru klukkur sem báðar eru miklar gersemar. Alþing- isklukkan er skreytt mislitum marmara með gylltum bronslegg- ingum, en sjálft verkið hin mesta völundarsmíð. Þessi klukka var áður eign greifans af Chambord í Frakk- landi, en hann var sonarsonur Lúð- víks Filips Frakkakonungs er ríkti á árunum 1830-1848 og Jónas Hall- grímsson kallaði séra Filippus. Há- skólaklukkan var hins vegar búin til af hirðúrsmið Lúðvíks 14. Frakka- konungs, Carl André Boulle. Er kassinn meira enn metri á hæð og allur settur mislitum skelplötum, sem inn í milli er lagður fögrum smámyndum. Hafnarstræti 4 og Laufásvegur 9 Eftir að Petrea missti mann sinn Hans Júlíus átti hún heima í Hafn- arstræti 4, hjá mágkonu sinni Önnu Jörgensen og Gunnar Þorbjörnssyni og sonum þeirra Georg og Gunnari; en síðar bjó hún hjá tengdamóður sinni Dorotheu og síðari manni hennar Jóhann Halberg, skipstjóra, hótelhaldara og kaupmanni, á Lauf- ásvegi 9, en Dorothea lést árið 1923 og Halberg 1933. Bæði þessi heimili voru orðlögð menningarheimili og hefur Petrea efalaust stuðlað að því að svo varð, eins mikil gæðakona og heimsmanneskja og hún var. Eins og áður sagði missir Petrea föður sinn, Halldór Einarsson, sem þá var 42ja ára. Faðir Halldórs og afi Petreu, Einar Þorvarðarson út- vegsbóndi, sem var mikill fram- kvæmdamaður á Akranesi á sinni tíð, drukknaði 5. mars 1864 57 ára og með honum tvö af börnum hans, Jón og Þóra. Kona Einars, og amma Petreu, var sú fræga ljósmóðir Gunnhildur Halldórsdóttir, eldri, sem tók á móti yfir 1.000 börnum á Akranesi og nágrenni. Margir for- feður Petreu drukknuðu á þessum árum, eins og reyndar svo margir íbúar sjávarbyggðanna umhverfis Ísland, þegar engir voru vegirnir og bátar litlir og lélegir; m.a. drukknaði faðir Einars, Þorvarður bóndi í Brautarholti, árið 1808 ásamt sr. Hálfdáni bróður sínum Oddssyni presti á Reynivöllum. Ofan í allt þetta missir Petrea svo eiginmann sinn, elskulegan og góðan mann, Hans Júlíus Jörgensen, árið 1908, aðeins 33ja ára að aldri. Árið eftir, þann 11. mars 1909, fæðir syst- ir hennar á Akranesi, Emilía, son sem hún lætur heita í höfuðið á fyrr- verandi eiginmanni systur sinnar, Hans Júlíus, sem var Þórðarson, Ás- mundssonar. Hans Júlíus yngri var um mörg ár útgerðarmaður á Akra- nesi, einnig orðlagður fréttaritari Morgunblaðsins um árabil. Minningarorð um Petreu Ingibjörgu Ragna Jónsdóttir, kennari og eiginkona Ragnars Jóhannessonar skólastjóra, skrifar minningargrein í Morgunblaðið um Petreu Ingibjörgu Jörgensen þann 25. ágúst 1972. Þar segir m.a.: „Petrea var orðin liðlega sjötug þegar ég kynntist henni. Hún bjó þá hjá Emilíu Þorsteinsdóttur systur sinni, ekkju Þórðar Ás- mundssonar, útgerðarmanns. Það var mjög kært með þeim systrum og þær höfðu einstakt lag á því að skapa frísklegt og óþvingað and- rúmsloft á heimili sínu. Það var glatt á hjalla í Grundareldhúsinu á morgnana, yfir rjúkandi kaffi og ilm- andi nýbökuðu brauði. Þar var ekki töluð nein tæpitunga, þar fengu eldri sem yngri að njóta sín, þar þekktist ekki hið svokallaða kynslóðabil. Við hjónin vorum svo lánsöm að eignast þar fastan sess eftir að við fluttumst til Akraness. Emilía andaðist fyrir allmörgum árum, og þá stóðu Petreu allar dyr opnar hjá systurbörnum sínum og börnum þeirra. Síðastliðið ár dvaldi hún á Sjúkrahúsi Akraness. Það var ávinningur að kynnast Petreu og já- kvæðum lífsviðhorfum hennar. Hún prýddi umhverfi sitt, þessi tígulega, glaðværa kona. Það var skemmti- legt og fróðlegt að heyra hana rifja upp endurminningar frá dvöl sinni í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Hún var fundvís á hið besta í fari fólks, en lét ávirðingar þess liggja í lág- inni. Petrea var barnlaus, en litlir frændur og frænkur áttu athvarf hjá henni, sem væru þau hennar eig- in börn, enda voru þau mjög hænd að Petu frænku. – Hún bar hinn háa aldur vel, en síðustu mánuðirnir voru henni erfiðir. Þá brást ekki fremur en fyrri daginn ræktarsemi skyldfólks hennar. Við sendum hin- um stóra hópi aðstandenda inni- legar samúðarkveðjur og gleðjumst með þeim yfir björtum og glöðum minningum um hina látnu heið- urskonu“. Heimildir og myndir: Reykjavík, sögustaður við Sund eftir Pál Líndal. Reykvíkingar, fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg eftir Þorstein Jóns- son. Gestir og gestgjafar eftir Gylfa Grön- dal. Alþýðublaðið, Morgunblaðið og Ljós- myndasafn Akraness. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Á þjóðhátíð Veitingatjald Halbergs á Landakotstúni við Stýrimannaskólann á Þjóðhátíð 1904. Á myndinni talið frá vinstri: Halberg, hóteleigandi, Sighvatur Bjarnason, bankastjóri, Sigríður (Zoëga) Jacobsen, Petrea Halldórsdóttir Jörgensen, Sigríður Snæbjörnsdóttir, kona Þórarins listmála Þorlákssonar, Ragnhildur (Eggerz) Thorlacius, Gunn- ar Þorbjörnsson, kaupmaður frá Steinum, og Jensen, skipstjóri á e.s. Ísafold. Uppstilling Myndin sýnir hvar Júlíus Jörgensen ráðsmaður stendur í dyragættinni á Hótel Ís- landi og fylgist með myndatöku ljósmyndara, sem hann pantaði til að mynda unnustu sína Pet- reu Ingibjörgu og þrjár vinkonur hennar í lystikerru við hótelið. Myndin ber með sér að vera tekin skömmu fyrir aldamótin 1900, því að Hótel Ísland hefur ekki verið stækkað að Aðalstræti, því enn stendur þar húsið sem Einar Jónsson, borgari byggði um 1820. Ljósmynd/Pétur Brynjólfsson Hótel Ísland Eftir 1901. Auglýsingar sýna að allfjöl- breyttur atvinnurekstur hefur verið stundaður í húsinu. Það brann árið 1944. Ekki var byggt aftur á lóðinni. Þar var síðar bílastæði, þá Hallærisplan og nú Ingólfstorg. UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 HVAÐ HENTAR ÞÍNU STARFSFÓLKI? Hjá okkur færðu ljúffengan mat úr fyrsta flokks hráefni. • Fjölbreytta rétti úr fiski, kjöti og grænmeti. • llmandi og nýbökuð brauð, rík af korni og fræjum. • Gómsætar súpur, lagaðar með hollustu að leiðarljósi. • Brakandi fersk salöt og ávexti. • Við komum til móts við ykkar óskir kryddogkaviar.is kryddogkaviar@kryddogkaviar.is Sími 515 0702 og 515 0701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.