Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Sagan sögð Fararstjóri fræðir hóp ferðamanna um sögufræg hús í Grjótaþorpi í Reykjavík og þeir hlýða áhugasamir á frásögn hans enda ber margt athyglisvert fyrir augu í hverfinu. Ómar Vindkjarni nærri miðnætti Mikil ferð lægðarinnar ýtti upp ölduskafli Hlýtt og rakt loft var komið sunnar úr hitabelti1000 hPa 230 0 k m 95 -9 8 k m/ kls t Skarpt háloftadrag 14. sept. kl. 00 15. sept. kl. 00 16. sept. kl. 00 974 hPa Lægðin kom hratt upp að landinu. Vegna þess bætti mjög í veðurhæðina á afmörkuðu belti austan miðjunnar. 16. september 1936 L L LÁ morgun, 16. september, eru 80 ár frá strandi franska rann- sóknaskipsins Pour- quoi Pas? á Hnokkaflögu utan við Staumfjörð á Mýrum þar sem 39 skipverjar fórust. Aðeins einn bjarg- aðist frá þessum ægilega skipskaða. Í skugga þessa vill gleymast að skaðinn varð meiri og víðtækari. Vélbáturinn Þorkell Máni frá Ólafsfirði týndist og með honum sex menn og þrjá tók út af tveim- ur bátum frá Siglufirði. Enn- fremur fórust þrír sjómenn á Bíldudal og fimm af norsku skipi sem var á Faxaflóa. Þá eru ótaldir gríðarlegir skaðar á mannvirkjum og heyjum sem fuku á haf út. Áhugasömum er bent á ítarlega umfjöllun Gísla Sigurðssonar í Lesbók Morgunblaðsins 31. tbl., 13. september 1986, sem finna má á tímrit.is. Trausti Jónsson veð- urfræðingur gerði stuttu síðar á sama stað (Lesbók, 42 tbl., 29. nóv. 1986) grein fyrir veðrinu sem grandaði Pourquoi Pas? Leifar fellibyls? Stöku sinnum gerist það í sept- ember að á fjörur okkar rekur óvenju krappar og djúpar lægðir sem eru leifar af fellibyljum sunn- an úr höfum. Um fjórar slíkar óveðurslægðir er vitað með nokk- urri vissu síðustu 120 árin eða svo: Kirkjurokið 20. september 1900, 12.-13. september 1906 og óveður kennt við fellibylinn Celio 23. sept- ember 1962. Það sem stendur næst okkur í tíma er Ellenarveðrið 23.-24. september 1973 þar sem margir muna afl þess og tjón. En hvað með lægðina sem kennd er við Porquoi Pas? 1936? Trausti Jónsson rakti aðdraganda lægðarinnar og leitaði fellibylja á Atlantshafinu. Á þessum árum gátu hitibeltislægðir og fellibylir lónað um Atlantshafi fjarri strönd- um án þess að nokkur yrði þeirra var. Niðurstaða Trausta á sínum tíma var sú að lægðin 16. sept- ember 1936 hefði ekki verið af- komandi fellibyls þó ekki hafi ver- ið hægt að útiloka það algjörlega. Á síðustu árum hafa veðurfræðingar við fellibyljamiðstöðina í Miami í Flórída unnið að endurmati á flestu því sem viðkemur hita- beltislægðum og felli- byljum í Atlantshafi á fyrri tíð. Stuðst hefur verið við svokallaðar endurgreiningar þar sem lofthjúpurinn er reiknaður upp á nýtt dag frá degi með samræmdum að- ferðum í hnattrænum tölvu- líkönum. Fyrir tveimur árum var kynnt niðurstaða endurmats fyrir árin 1931-1943 og fundust þá í allt 23 áður óuppgötvaðar hitabelt- islægðir og fellibyljir. En enginn leyndur fellibylur dúkkar upp árið 1936 sem passað gæti við uppruna óveðurslægð- arinnar hér við land 16. septembar það ár. Við getum því með enn frekari vissu en áður haldið fram að Porquoi Pas-veðrið hafi ekki verið af uppruna fellibyls heldur einfaldlega óvenju illskeytt haust- lægð. Lægðinni fylgdi þó vissulega hlýtt loft af hitabeltisuppruna sem nýttist í dýpkunarfasanum þegar það mætti á norðurleið sinni köldu heimskautalofti sem komið var frá Kanada. Stormsveipurinn fór hratt yfir En eftir stendur samt sú áleitna spurning hvernig haustlægð í sept- ember gat valdið þvílíku fárviðri og manntjóni eins og raun bar vitni. Með aðstoð áðurnefndra endurgreininga má geta sér betur til en áður hvar lægðir mynduðust og sóttu sér afl suður í Atlantshafi þegar fremur lítið var um mæl- ingar. Í þessu tilviki náðu veð- urkort að greina þokkalega hvað var á seyði dagana á undan og síð- ari tíma mat bætir þar ekki miklu við. Vel er þekkt að hraðfara storm- sveipir eða lægðir eru skeinuhætt- ari en þau veðurkerfi sem fara hægara yfir. Þar sem vindáttin fellur saman með stefnu kerfisins varðveitist hreyfitregða loftsins og vindur verður hvassari sem því nemur. Lægðir sem fara hratt til norðurs skammt fyrir vestan land- ið eru einmitt þessarar gerðar þar sem S- eða SA-vindröstin austan við miðjuna er nánast samsíða hreyfiásnum. Vestan lægðarinnar þar sem norðanátt blæs á móti stefnunni verður vindur að sama skapi hægari. Um sólarhring áður en fárviðri brast á hér við land var dýpkandi lægðarbylgjan langt suður í hafi. Á miðnætti þann 16. september var miðjan greind suðvestur af Reykjanesi og þá á fleygiferð til norðurs. Auðveldlega má reikna hraða lægðarinnar og að hann hafi verið um 95-98 km/klst. þennan sólarhringinn sem samsvarar 27 m/s. Lægðin sjálf var ekkert sér- staklega djúp og alls ekki miðað við margar af þekktum óveðurs- lægðum sem herja yfir vetrarmán- uðina. Því var það þessi óvenju mikla ferð á veðurkerfinu sem olli þeirri veðurhæð sem raun bar vitni. Flóðalda fylgdi sem „gríðarhár veggur“ Árið 1936 var engum vindmæl- ingum til að dreifa og er í engu bætt hér við samantekt Trausta Jónssonar um veðurhæð í óveðrinu sem hann gerði að umtalsefni fyrir 30 árum. Skömmu eftir miðnætti er álitið að vindur á Faxaflóa hafi náð 35 m/s og mestu vindhviður á Snæfellsnesi og Vestfjörðum á að giska 55 m/s. En það er annað sem fylgir líka hraðfara lægðum og rétt er að gefa frekari gaum. Mik- ill brimskafl ýtist upp austan lægðarmiðjunnar þegar hún fer þetta hratt yfir. Það óvenjulega ástand skapast að hraði öldunnar getur við þær aðstæður orðið mjög nálægt því sá sami og sjálfrar lægðarinnar. Aðdrög þessa mikla brimskafls eru feikimikil sunnan úr Atlantshafi og ljóst að mikið gengur á þegar slíkar öldur berast upp á grunnsævi og oftar en ekki gengur sjór hreinlega á land. Á Rauðasandi var greint frá slíkri flóðöldu sem hefði gengið á land og sást til bylgjunnar eins og „hún væri gríðarhár veggur“. Sem bet- ur fór var háflæði ekki fyrr en seinna um morguninn. Eins og áður er getið náði óveð- urslægðin ekki að verða tiltak- anlega djúp. Í þann mund sem hún fór hjá fyrir vestan land aðfara- nótt 16. september var þrýstingur í miðju sennilega rétt um 975 hPa. Það sem skóp einkum þetta sögu- lega illviðri var sú staðreynd hvað lægðin var hraðfara. Veðurhæðin rétt austan og suðaustan við lægð- armiðjuna tók mið af hraða kerf- isins og mótaði eins þann ölduskafl sem kastaði franska rann- sóknaskipinu upp á Hnokkaflögu við Straumfjörð og braut það í spón. Haustlægðirnar eru betur vaktaðar nú Ofsaveður af þessum styrk með lægð sem fer fyrir vestan land telst harla óvenjulegt þetta snemma í það minnsta þegar leifar fellibylja koma ekki við sögu. Ætla má að svipað fárviðri í september líkt og varð fyrir 80 árum end- urtaki sig á 50-150 ára fresti hér við land. Víst er að í dag yrði í áþekku veðri mikið eignatjón, en þar sem sjá mætti ferðir slíkrar lægðar fyrir með tveggja til þriggja daga fyrirvara með aðstoð reiknaðra veðurspáa ætti að verða hægt að koma í veg fyrir mann- skaða. Áhugavert væri fyrir of- viðrarannsóknir að endurreikna í smáum reiknikvarða þessa sept- emberdaga 1936, m.a. til að átta sig betur á umfangi og fínni drátt- um þessa mikla óveðurs, sem sannarlega kom landsmönnum í opna skjöldu þetta snemma haustsins. 80 ár frá illviðrinu sem kennt er við Pourquoi Pas? Eftir Einar Sveinbjörnsson » Leifar fellibyls eða óvenju illskeytt haustlægð? – Hvernig haustlægð í september gat valdið þvílíku fár- viðri og manntjóni eins og raun bar vitni. Einar Sveinbjörnsson Höfundur er veðurfræðingur. Síðasta myndin Pourquoi Pas? siglir frá Reykjavík í blíðskaparveðri 15. september1936. Þetta er síðasta myndin sem tekin var af skipinu. Þessi mynd birtist í Lesbók Morgunblaðsins í september 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.