Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 14
Drag-sýningar eru ævinlega líflegar í meira lagi, fyndnar og ýktar í alla staði, þar sem drottningar og kóngar fara á kostum. Nú blæs Drag Súgur í tíunda sinn til slíkrar sýningar á morgun, föstudag, á Gauknum við Tryggvagötu í Reykjavík. Húsið verð- ur opnað kl. 20.30 en sýningin hefst kl. 21. Fyrir þá sem vilja tryggja sér borð er um að gera að mæta snemma. Gestgjafi kvöldsins verður hinn fyndni og frábæri Jonathan Duffy, en fram koma Aurora Borealis, Drama Tík, Miss Gloria Hole, Gógó Starr, Jenny Purr, Pixy Strike, Ragna Rök, Russel Brund, Turner Strait, Ur- sula Vanity og Wonda Starr. Gaman! Á Gauknum verður gleði Jenny Purr Ein af þeim sem ætla að koma fram á Gauknum á morgun. Dragsúgur með glimmeri 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Lilja Katrín Gunnarsdóttir elskar að baka og hún hefur haldið úti mögn- uðu bökunarbloggi og afar vinsælu á slóðinni www.blaka.is þar sem hún bakar eins og enginn sé morgundag- urinn. Og nú hefur hún ákveðið að blása til bökunarmarþons þar sem hún ein ætlar að baka samfellt í sólarhring, eða 24 tíma, og bjóða hverjum sem vill að koma og bragða á því sem hún bakar. En megintil- gangurinn er að safna peningum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Þeir sem koma til hennar geta lagt til frjáls framlög til samtakanna, svo þetta er svokallaður góðgerðarviðburður. Lilja Katrín ætl- ar að byrja bakstursmaraþonið kl. 12 á hádegi næstkomandi laugardag, 17. september, og síðasta kakan fer inn í ofn hjá henni kl. 12 á hádegi daginn eftir, sunnudaginn 18. september. Hún segir alla velkomna í kaffi og með’í á heimili hennar sem er í Mel- gerði 21 í Kópavogi, og er fólk hvatt til að styrkja Kraft á staðnum eða leggja inn á bankareikning félagsins. Sérstakir styrktarbaukar verða í kaffisamsætinu. Og eðli málsins samkvæmt rennur allur ágóði til Krafts. Hægt verður að fylgjast með þessu skemmtilega framtaki á Facebook- og Instagram-síðu Blaka, og líka á snapchattinu hennar: liljagunn. Lilja Katrín ætlar að setja allar uppskriftir sem hún bakar eftir í maraþoninu inn á blaka.is. Hún segir á viðburðasíðunni að kannski eigi hún eftir að sofna með andlitið ofan í smjörkremi en hún muni ekki láta það á sig fá, gleðin verði við völd. Hún hvetur fólk til að koma, hóa saman vinum og fjöl- skyldu og kíkja í kaffi til hennar og styrkja gott málefni í leiðinni. Hún lofar að nóg verði af syndsamlega góðu gúmmelaði á boðstólum og að andrúmsloftið verði kolvetnaþrungið. Allir velkomnir á góðgerðarviðburðinn Bökunarmaraþonið Lilja Katrín kökubloggari ætlar að baka samfleytt í sólarhring Lilja Katrín Hún elskar að baka. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, semur einn texta á nýrri plötu Guðna Bragasonar, sem fengið hefur heitið XL. Jóhann er þekktari fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum en hann gerði Þór/KA að Íslandsmeisturum árið 2012. Hann hefur þó oft ort ljóð og texta en aldrei birt opinberlega. Hann er í góðum félagsskap textasmiða á plötunni þar sem Guðni spilar á flest hljóðfæri sjálfur. Benedikt Bóas benedik@mbl.is Trúlega kannast fleiri viðafrek Jóhanns KristinsGunnarssonar, þjálfaraÞórs/KA, á hliðarlínum knattspyrnuvalla en í ljóðalist og textasmíð. Jóhann hefur stýrt Þór/ KA meðal annars til Íslandsmeist- aratitils árið 2012 og í kjölfarið var hann valinn þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna. Jóhann er einn af textasmið- um á nýrri plötu Guðna Bragason- ar, tónlistarkennara frá Húsavík, sem kallast XL. Þar eru nokkrir landsliðsmenn í textasmíð fengnir til að setja orð við lög Guðna, meðal annars Skálmeldingurinn Snæbjörn Ragnarsson og Ljótu hálfvitarnir Oddur Bjarni Þorkels- son og Sævar Sigurgeirsson. „Mér er enginn greiði gerður með því að vera í þessum hópi. Þetta eru agalegir landsliðsmenn sem þarna yrkja,“ segir Jóhann Kristinn sem samdi textann fyrir nokkrum árum. Ættingjar og vinir hafa lengi fengið að njóta orð- heppni hans en aldrei hefur neitt opinberlega komið út fyrr en nú. „Það er mjög langt síðan hann fékk mig til að gera þetta. Hann var að leika sér að semja lög með útgáfu í huga fyrir þó nokkru síðan. Svo hálfpartinn gleymdi maður þessu en hann var alltaf að vinna í lagasmíðum. Ég hef aldrei gert neitt svona, ég er stundum beðinn um að gera eitthvert tækifærisdæmi fyrir fjölskyldu, vini og vanda- menn. Þetta liggur ágætlega fyrir manni og það var lítið mál að henda upp einum texta fyrir Guðna.“ Ekki endilega niðurstaðan Jóhann gerði reyndar fleiri texta en þennan eina sem rataði á plötuna, meðal annars á ensku, sem Guðni hefur spilað á tón- leikum. „Þegar hann bað mig um að gera texta átti það að vera um eitthvað ákveðið. Við munum reyndar hvorugur hvort það var niðurstaðan en þetta lag kom út og er niðurstaðan. Guðni fékk okkur sem skrif- uðum textana á plötunni hans til að setja niður nokkrar línur, um hvað textinn okkar væri. Þá varð ég að fá textann minn aftur til að lesa hann yfir því það var svo langt síðan ég hafði ort hann og var löngu búinn að gleyma um hvað hann var. Guðni semur lögin með rugl-lensku. Raular einhverja laglínu og bullar með. Hann lét mig hafa þannig demó þar sem hann var með kassagítarinn og raulaði laglínuna með einhverjum óskiljanlegum orðum. Þetta átti að vera texti um nostalgíska og syk- urhúðaða minningu um eitthvað sem var og rættist kannski og kannski ekki. Eitthvað sem flestir ættu kannast við. Ég held að ég hafi meira að segja dottið í smá rómantík með textann.“ Textasmíð virðist eiga vel við Jóhann Kristin þrátt fyrir að ekk- ert hafi komið út eftir hann fyrr. „Ég geri of lítið af því að yrkja, eiginlega bara þegar ég er beðinn um það. Ég get vel trúað því að það sé stórkostleg skemmtun til dæmis að mæta á hagyrðingakvöld og þó að ég skoði alltaf auglýs- ingar um slík kvöld hef ég enn ekki mætt.“ Guðni Bragason er rótgróinn Húsvíkingur og hálfgert tónlistar- undur enda spilar hann á öll hljóð- færi inn á plötuna XL sem kom út í ágúst s.l, nema rafmagnsgítar. Hann kennir tónlist við Þingeyjar- skóla og var í hljómsveitinni Kalk, sem Skálmeldingarnir Þráinn Árni Baldvinsson og Jón Geir Jóhanns- son voru í ásamt Braga Valdimar Skúlasyni svo nokkrir séu nefndir. Upphafið? Spurður um framhaldið, hvort von sé á fleiri textum frá Jóhanni, segir hann að þetta gæti verið upphafspunktur. „Ég er ekkert að gefa mig út fyrir þetta. Við Guðni erum búnir að þekkjast lengi og hann hafði hjálpað mér þegar ég var að skrifa leikrit fyrir mörgum árum. Hann hjálpaði mér þá með lögin sem voru í leikritinu. Hann vissi alveg að ég gæti þetta en það eru ekkert fleiri textar í pípunum. Ekki í bili allavega. Fyrst þarf að klára tímabilið með Þór/KA.“ Íslandsmeistari semur texta Snæbjörn Hann á texta á plötunni. Textasmiðir Sævar Sigurgeirsson og Oddur Bjarni Þorkelsson. Stór G uðni B ragaso n gaf út diskinn XL. Ég get vel trúað því að það sé stórkostleg skemmtun til dæmis að mæta á hagyrð- ingakvöld. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Liðtækur Jóhann Kristinn hefur lengi haft orð á sér að vera orð- heppinn maður. Nú er hans fyrsta opinbera verk komið út og aldrei að vita nema fleiri fylgi í kjölfarið. Íslandsmeistari Jóhann Kristinn (til hægri) heldur betur kátur þar sem hann kyssir bikarinn árið 2012 þegar Þór/KA hafði unnið deildina. Morgunblaðið/Styrmir Kári Í tilefni af því að fjörutíu ár eru liðin frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett og fimm manna Jafnréttisráð skipað til að annast framkvæmd þeirra er boðað til ráðstefnu í dag kl. 11 og er hún haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í tengslum við árlegan landsfund sveitarfélaga um jafnrétt- ismál. Í tilkynningu kemur fram að á ráðstefnunni verði farið yfir þróun jafnréttislaga, stöðuna í dag og hvað sé brýnast að gera. Ráðstefnan er öll- um opin og eru upplýsingar um dag- skrá og skráning á heimasíðu Jafnréttisstofu: www.jafnretti.is. Í Hofi á Akureyri Ráðstefna um jafnrétti Morgunblaðið/Eggert Jafnrétti Það er stöðug barátta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.