Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
Elsku tengda-
móðir mín, Edda
Þorsteinsdóttir,
lést 31. ágúst sl.
eftir stutta sjúkralegu. Ekki
átti ég von á því að fá þær
fréttir enda var Edda alltaf
mjög hress og kenndi sér ekki
meins fram að þessu. Eftir að
ástir tókust með mér og Heið-
dísi, elstu dóttur hennar, tók
hún mér af öllu hjarta og urð-
um við fljótlega góðir vinir.
Vænst þótti mér um þegar ég
sagði henni að ég hefði beðið
um hönd Heiðdísar og svarið
var stutt og laggott: „Var ekki
kominn tími til?“ Hún var hrók-
ur alls fagnaðar og var alltaf
glatt á hjalla þegar við hittumst
og mikið spjallað um heima og
geima.
Edda var Akureyringur,
fæddist og ólst þar upp þangað
til hún fluttist suður. En alltaf
hafði hún miklar taugar norður
og dvaldist þar langdvölum.
Þorsteinn faðir hennar býr á
Akureyri og voru þau í góðu
sambandi. Síðustu tvö árin fann
hún ástina aftur þegar hún
kynntist honum Jóni Dan og
voru þau mjög samrýnd. Fram-
tíðin verður mun tómlegri án
þín og ég hlakkaði mikið til
samvistanna við tengdamóður
mína en þær hlutu skjótan og
óvæntan endi. En minningin lif-
ir í hjarta mínu og er ég ríkari
af að hafa kynnst þér, Edda, og
kveð þig í dag með miklum
trega og söknuði.
Þinn tengdasonur,
Almar Eiríksson.
Elsku Edda mín, ég er ekki
tilbúin fyrir þessa kveðjustund í
dag, mig langar að fara að sofa
og vakna upp af þessum draumi
og heyra hláturinn þinn. Þú
komst inn í líf okkar eins og
engill á erfiðri stundu. Það var
ekki auðvelt fyrir þig að taka
við okkur öllum brotnum stuttu
eftir lát mömmu og erfið veik-
indi, en þú, með hlýju þinni og
góðmennsku, vannst hug og
hjörtu okkar á augabragði.
Takk fyrir allar stundirnar okk-
ar þar sem við gátum rætt allt á
milli himins og jarðar, grátið og
hlegið saman. Þakka þér sér-
staklega fyrir þá virðingu sem
þú sýndir mömmu, það var
ómetanlegt að geta minnst
hennar án þess að það yrði
vandræðalegt af þinni hálfu.
Þakka þér hversu góð og hlý þú
varst við dætur mínar og barna-
börn. Get ekki annað en brosað
þegar ég hugsa um atvikið í vor
þegar afi Jón Dan kom einn til
Húsavíkur á hjólinu, Bjarki tek-
ur á móti honum, og þar sem
þeir labba upp stigaganginn
segir sá stutti „afi, hvernig hef-
ur Edda það?“ kannski ekki al-
veg það sem fjögurra ára töff-
arar spyrja að, en hann var
mjög hrifinn af þér, enda varst
þú alltaf til í leik. Þú ert búin að
vera pabba stoð og stytta sl. tvö
ár, það var ómetanlegt að vita
af honum í þínum félagsskap, að
njóta lífsins, eins og þú sagðir
svo oft „við eigum að njóta“ og
„ég ætla að bara að njóta“ og
það gerðuð þið svo sannarlega,
ferðuðust, svo ég tali nú ekki
um tónleikana alla þar sem
sameiginlegt áhugamál blómstr-
aði. Það hefur verið hlegið að
mér óspart fyrir að kalla fólkið
mitt nöfnum sitt á hvað, yf-
irleitt aldrei réttum nöfnum,
Edda
Þorsteinsdóttir
✝ Edda Þor-steinsdóttir
fæddist 8. júní
1944. Hún lést 31.
ágúst 2016.
Útför Eddu fór
fram 12. september
2016.
Karen verður
Dana, Júlía verður
Karen og allt þar á
milli, „ég ætla að
skreppa til pabba
og mömmu … nei
ég meina Eddu“
hef ég ófáum sinn-
um sagt undanfar-
ið, ég las svo grein
um daginn þar sem
svona nafnarugl
var útskýrt.
Heilinn flokkar fólk eftir
tengslum, þú setur í möppur
fjölskylduna þína, vini, vinnu-
félaga og svo framvegis, þú
varst komin í fjölskyldumöpp-
una mína, kæra vina, og þar
verður þú. Mér finnst sárt og
ósanngjarnt að þú fáir ekki að
njóta lífsins lengur og við þín.
Þú ert og verður ætíð í
hjarta mér, hafðu þökk fyrir
yndisleg kynni, þín er sárt
saknað af okkur öllum.
Þín
Rannveig.
Það koma góðar minningar
upp í hugann hjá okkur vinkon-
um þegar Eddu er minnst.
Edda kom í litla Grensuklúbb-
inn okkar og það var lán okkar
hinna sem fyrir vorum.
Hún hafði margt að gefa,
hlýju, umburðarlyndi lífleg og
falleg kona sem eftir var tekið.
Ást til annarra var henni skuld-
binding til þess að hafa æðri
hugsýn, jafnvel eftir að tíminn
og kunnugleikinn hafa markað
hennar spor. Með þakklæti og
virðingu kveðjum við Eddu,
með eftirsjá að hafa ekki komið
í framkvæmd öllu sem við ætl-
uðum að gera saman, með sökn-
uði góðrar vinkonu.
Samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu og vina.
Anna Ragna, Rannveig,
Ólöf (Lólý).
Á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði,
líf mannlegt endar skjótt.
Þessar línur úr sálmi Hall-
gríms Péturssonar komu upp í
huga mér, þegar ég frétti af
óvæntu andláti vinkonu og
skólasystur minnar Eddu.
Fyrir fáeinum dögum sátum
við saman og rifjuðum upp
skemmtilegar minningar frá
æskubæ okkar, Akureyri, og
hið góða samband okkar í gegn-
um tíðina.
Ekki hvarflaði að mér, að
þetta væru síðustu samveru-
stundir okkar.
Edda var sú vinkona sem
alltaf var gaman að hitta, því
hún hafði létta lund og var allt-
af svo jákvæð.
Hún stóð sig vel í þeim störf-
um sem hún tók sér fyrir hend-
ur, enda kom hún vel fyrir, og
var jafnframt dugleg, útsjónar-
söm og fylgin sér. En það sem
ég mat svo mikils í hennar fari
var, hvað hún var ávallt hrein
og bein.
Enda þótt lífið hafi ekki alltaf
borið hana á höndum sér, fann
ég að hún horfði bjartari augum
til framtíðar.
Kæra vinkona, ég kveð þig
með þakklæti fyrir vináttu þína
og trygglyndi alla tíð.
Hvíl í friði við hið eilífa ljós.
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga,
að heilsast og kveðjast.
Það er lífsins saga.
(Páll J. Árdal)
Fjölskyldu og sambýlis-
manni, sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Kristín Ásgeirsdóttir.
Elsku amma
Lilla, ég trúi ekki að
þessi stund sé runn-
in upp. Stundin sem
ég var búin að ákveða að mundi
aldrei koma. Mér finnst asnalegt
að hugsa til þess að ég sé ekki að
fara að koma í kaffi til þín aftur
og við að hlæja og vitleysast. Ég
leyfi mér að efast um að fleiri hafi
átt eins samband við ömmu sína
eins og ég við þig, þú varst ein af
mínum bestu vinkonum.
Það er svo ótal margt sem ég
er þakklát fyrir og svo margs að
minnast núna þegar ég hugsa til
baka. Þú kenndir mér að hafa
áhuga á plöntum og blómum,
fuglum og að læra að þekkja mis-
munandi tegundir. Þú varst
kannski ekki heimsins besti
kokkur, en þú gerðir heimsins
bestu makkarónusúpu og það
gleður mig óskaplega að þú hafir
eldað þannig handa mér í vor
þegar við vorum í pössun hvor
hjá annarri og já, þrátt fyrir að
ég sé að nálgast þrítugt, þá fór ég
samt enn í pössun til ömmu á
morgnana og hún las fyrir mig.
Ég man hvað það var mikilvægt
fyrir mig þegar ég var í grunn-
skóla að fara yfir til þín á kvöldin
og horfa á Kastljósið, jafnvel þó
að ég skildi ekkert hvað væri ver-
ið að tala um, og svo spila einn
þjóf eða veiðimann áður en ég fór
aftur heim að sofa. Ég held að
það séu forréttindi að fá að alast
upp í næstu götu við ömmu og afa
og vera þar alltaf velkomin. Ég
man þegar við fórum í sumarbú-
staðinn nálægt Selfossi þegar ég
var sex ára og við fórum að Sól-
heimum í Grímsnesi og mér var
gefin ein græn paprika. Við fór-
um oft í sund að Ljósafossi í þess-
ari ferð og ég gleymi því aldrei
þegar þú keyptir hárnæringu í
staðinn fyrir sjampó og skildir
svo ekkert í því af hverju sjampó-
ið freyddi ekki. Mér fannst ótrú-
lega gaman að fara með ykkur í
fyrsta skipti til útlanda og hvað
það var margt skemmtilegt sem
við sáum þar og svo þessi tvö
skipti sem ég fór með ykkur til
Englands. Mér finnst svo gott að
hafa verið svona náin þér. Það
Guðlaug Stefanía
Vigfúsdóttir
✝ Guðlaug, eðaLilla Fúsa,
fæddist 9. apríl
1940. Hún lést 4.
september 2016.
Útför hennar fór
fram 11. september
2016.
eru svo margar
hugsanir á sveimi,
ég finn lykt af sign-
um fiski, sláturgerð
og skötu. Þetta er
allt lykt sem mér
fannst ógeðsleg en
við þær tengi ég
samt hluti eins og
hlusta á plötur eins
og Strumpajól,
Verkstæði jóla-
sveins og Pétur og
úlfinn. Svo mátti ekki gleyma að
taka sporið við Fugladansinn.
Ég á minningar af okkur í
gamla brúna sófanum og þú að
syngja fyrir mig „Göngum, göng-
um, göngum upp í gilið“ og að
syngja allskonar aðrar vísur. Þú
varst svo ótrúlega flink að sauma
og það var aldrei neitt vandamál
þegar kom að því að gera eða
græja, eins og þegar mig langaði
svo mikið í Kermit-tuskudýr og
pabbi teiknaði mynd sem þú
saumaðir eftir. Það var reyndar
ekki hægt að hafa kragann eins
og upprunalega svo hann var með
skyrtukraga.
Í einu af okkar síðustu sam-
tölum þá fann ég fyrir svo mikl-
um létti hjá þér. Þú sagðir mér
hvað ég hefði verið lítil og krútt-
leg þegar mamma kom með mig
heim af spítalanum nýfædda og
hvað þér hefði þótt vænt um þeg-
ar ég var látin heita Guðlaug.
Takk fyrir allar stundirnar,
amma, við sjáumst svo bara þeg-
ar minn tími kemur.
Ég elska þig, þín
Guðlaug.
Elsku amma mín.
Ég man þegar ég var að koma í
pössun til þín áður en ég fór í
leikskólann og fór svo með
smekki sem þú hafði saumað fyr-
ir leikskólann. Alla dagana sem
þú bjóst til heimsins besta
makkarónugraut fyrir mig. Öll
þau skipti sem þú neyddist til
þess að spila veiðimann við mig
því ég kunni ekki annað. Þegar
við vorum að lita á endurnýtt
blöð. Það var alltaf jafn gaman að
koma til ykkar afa, jafnvel þótt að
maður sæti bara og horfði út um
gluggann, eða á póstinn Pál eins
og ég gerði nokkuð oft. Þú náðir
alltaf að búa til flottustu grímu-
búninga í heiminum, ég kom allt-
af með blaðið sem kom fyrir
öskudaginn og sýndi þér hvaða
búning ég vildi og þú náðir alltaf
að sauma eins búning, sama
hversu slæm hugmyndin var þá
náðirðu alltaf að búa til eitthvað
og alltaf var ég jafn ánægð með
þá. Eftir að ég byrjaði aftur að
vinna á spítalanum var það síð-
asta sem ég gerði þegar ég var
búin að vinna, að koma og kyssa
þig og afa bless, en elsku amma
mín, ég veit að þér líður betur hjá
ömmu Siggu og afa Fúsa. Ég
elska þig.
Þín
Dóra.
Elsku systir og mágkona!
Minningarnar hvirflast um í
kollinum og mig langar að segja
svo dæmalaust margt.
Við getum aldrei þakkað þér
sem vert væri, allt það sem þú
hefur gert fyrir okkur á liðnum
áratugum. Þú varst óþreytandi
að passa frænku þína þegar for-
eldrarnir voru ekki til staðar og
hún átti alltaf skjól hjá þér. Þú
hlustaðir þegar ég var í vafa um
eitthvað sem ég var að skrifa og
sagðir mér hreinskilnislega álit
þitt á því. Í rauninni var maður
bara svolítið hissa ef þú varst
ekki á þínum stað þegar á þurfti
að halda. Já, þú og fjölskylda þín
hafið verið stór partur af okkar
lífi og við vitum að svo verður
áfram þó nú vanti svo stóran
hluta, sem ekki verður bættur.
Ég ætla ekki að hafa hér of
mörg orð, en ég veit að nú situr
þú í þægilegum stól, í selskap
þeirra sem á undan eru farnir og
hlærð þínum fallega dillandi
hlátri yfir vitleysunni í okkur
hérna niðri og nú geturðu hlaupið
og dansað og gert allt það sem
þig langaði svo mikið til.
Elsku Gunnsi, börn, tengda-
börn og barnabörn, hugur okkar
er hjá ykkur í ykkar sáru sorg.
Grétar og Jóhanna.
Elsku, elsku besta Lilla
frænkan mín, síðan ég frétti að
þú værir farin frá okkur hef ég
endurtekið hugsað um orð sem
fóru okkur oft á milli þegar við
kvöddumst og mér hefur alltaf
þótt svo vænt um.
Þau voru svohljóðandi: Ég:
Mér þykir svo vænt um þig. Þú:
sömuleiðis þó að ég hafi nú oft
skammað þig. Og svo brostum við
oftast báðar.
Í sumar bætti ég svo við „mað-
ur þarf stundum að skamma þá
sem maður elskar“ og þú svar-
aðir „já, ætli það sé ekki rétt hjá
þér“.
Ég er ofsalega glöð og þakklát
fyrir að hafa fengið að vera svona
mikið hjá ykkur Gunnsa í gegn-
um tíðina og fyrir það að þið kom-
uð alltaf fram við mig sem eina af
hópnum ykkar. Ég er þakklát
fyrir að hafa verið elskuð og
skömmuð, fyrir blokkflautuæf-
ingarnar, fyrir lesturinn og söng-
inn og að ógleymdum öllum
stundunum þar sem var setið og
spilað á spil. Óli skans vekur líka
alltaf bros hjá mér og góðar
minningar um hlátur og glens.
Ekki má gleyma þeim Alla, Kalla
og Erlingi sem ætluðu út að sigla,
það var leikþáttur sem ætti að
setja upp aftur.
Hrísgrjónagrautur er líka of-
arlega í minningunum hjá mér og
það að fá að borða hádegismat
með ykkur áður en ég fór í skól-
ann. Ég hugsa líka um bakstur og
hvernig skúffukakan var skorin, í
langar sneiðar og á ská, og svo
um undarennu en það er nú
sennilega því að mér fannst hún
svo góð.
Núna sit ég og brosi, það er
gott að rifja upp.
Allir þessu ósköp venjulegu og
hversdagslegu hlutir eru ómetan-
legar minningar og meira virði en
allar gjafir eða gersemar.
Þú varst og verður alltaf stór
og ómetanlegur hluti af mínu lífi
og ég er glöð að ég náði að segja
þér það síðast þegar ég hitti þig
Megi góðu vættirnir geyma
þig og ég bið að heilsa ömmu
Siggu og afa Fúsa.
Ég elska þig, þín litla frænka
Sigríður Jóns.
Þau eru oft sterk vinaböndin
sem hnýtt eru í bernsku og
bresta ekki enda þótt vík sé milli
vina öll unglings- og fullorðins-
árin.
Þannig var það hjá okkur
Lillu, við eignuðumst snemma
vináttu hvor annarrar, áttum við-
burðarík og skemmtileg
bernskuár og brölluðum ýmislegt
sem gaman var að rifja upp síðar
á ævinni.
Lilla var aðeins eldri en ég og
þegar ég fór 15 ára krakki að
heiman var hún 17 ára ung stúlka
og fljótlega trúlofuð Gunnari sín-
um, æskuvini okkar, og einum úr
krakkahópnum sem lék sér á
Öldunni í gamla daga. Ég var
stopult heima eftir þetta og flutti
alfarin nokkrum árum síðar en
Lilla bjó áfram á Seyðisfirði. Þau
Gunnar giftu sig og nógu var að
sinna næstu árin hjá okkur báð-
um við barnauppeldi og daglegt
amstur.
Við ræktum lítið vináttuna
þessi ár, í mesta lagi að send
væru jólakort, og ferðalög milli
Reykjavíkur og Seyðisfjarðar
voru ekki tíð. En svo kom nýr
kafli í lífinu og við kynntumst á
ný, fullorðið fólk, Lilla og Gunnar
og við Helgi. Þá endurnýjaðist
vináttan og varð gefandi og dýr-
mæt. Saman eignuðumst við
margar góðar stundir, þau komu
oft suður og við fórum nokkrar
ferðir austur á Seyðisfjörð.
Ógleymanleg er dvöl þar árið
1994.
Gunnar stóð þá fyrir dagsferð
til Loðmundarfjarðar, við sigld-
um í sólskini út sléttan fjörðinn,
lentum á klöppinni fyrir neðan
Stakkahlíð, gengum inn að
Klyppstað og áttum góða stund í
litlu kirkjunni, þar sem við m.a.
sungum „Ísland ögrum skorið“.
Þarna voru fleiri æskuvinir og
vinir okkar að sunnan. Við vorum
nokkuð mörg, en Lilla og Gunnar
létu sig ekki muna um að bjóða
öllum hópnum heim í mat að lok-
inni ferð.
Þannig hafa þau alltaf reynst
okkur, gestrisin og hlý. Þegar ég
hugsa um Lillu kemur trygglyndi
hennar fyrst í hugann og hversu
glaðleg, hláturmild og skýr í
hugsun hún var og notalegt að
sitja á spjalli við hana.
Hún hafði áhuga á mörgu, las
alltaf mikið og hafði yndi af tón-
list.
Hún var mjög söngelsk, söng í
samkórnum Bjarma um tíma og
kirkjukórinn naut lengi góðs af
kröftum hennar og einnig var
hún í stjórn Tónlistarfélags Seyð-
isfjarðar um árabil.
Nú er orðið nokkuð um liðið
síðan við sáumst síðast vegna
áfalla sem Lilla varð fyrir og
heilsubrests. Við höfum orðið að
láta símtölin nægja en þau voru
góð og skiptu máli. Við vissum
báðar að hverju dró hjá henni og
enduðum samtalið alltaf á að tjá
kærleika okkar hvor til annarrar
og þakka vináttuna.
Elsku Gunnar og fjölskylda,
við Helgi hefðum viljað vera með
ykkur í dag en sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur frá
Noregi og hugsum austur.
Þakklátum huga blessum við
minningu kærrar vinkonu.
Margrét Erlendsdóttir
(Maggý).
HINSTA KVEÐJA
Úr lindunum djúpu leitar
ást guðs til þín
yfir öll höf.
Hún ferjar þig yfir fljótið
og færir þér lífið að gjöf.
Og söngnum sem eyrað ei nemur
þér andar í brjóst.
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast í nótt.
(Gunnar Dal)
Elsku systir, takk fyrir
allar góðu stundirnar sem
við höfum átt saman.
Þín verður sárt saknað.
Borghildur og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram.
Minningargreinar
• Skattaleg ráðgjöf
• Skattauppgjör dánarbús
og erfingja
• Erfðafjárskýrslugerð
• Önnur þjónusta
Spekt ehf. • S. 587 7600 • Borgartúni 3
jon@spekt.is • petur@spekt.is
Þjónusta við dánarbússkipti