Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 70
70 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 ✝ Þorleifur Stef-án Guðmunds- son fæddist 1. febr- úar 1957 í Keflavík. Hann lést eftir erf- ið veikindi á blóðlækningadeild Landspítalans 1. september 2016. Foreldrar Þor- leifs voru Guð- mundur Helgi Gíslason frá Mið- húsum í Garði, f. 7. október 1926, d. 25. febrúar 1998, og Guðfinna Jónsdóttir frá Meið- astöðum í Garði, f. 25. janúar 1930, d. 31. maí 2008. Systkini Þorleifs eru Marta, f. 1950, Ingi- björg Jóhanna, f. 1951, Jón, f. 1953, og Sigrún, f. 1955. Hinn 6. ágúst 1983 kvæntist Þorleifur Ingibjörgu Sigurð- ardóttur, f. 21. júlí 1957. For- eldrar hennar eru Audrey Dou- glass Magnússon, f. 5. janúar 1932, og Sigurður S. Magn- ússon, f. 16. apríl 1927, d. 21. október 1985. Börn Þorleifs og Ingibjargar eru: 1) Sigurður James, f. 20. desember 1980, kvæntur Ólöfu Birnu Mar- eignasölu óslitið til dauðadags. Hann lauk námi til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipa- sala árið 2005 og kenndi síðar nokkur misseri við sömu náms- braut hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands. Hann lauk prófi frá Matsmannaskóla Íslands og sat í stjórn Matsmannafélags Ís- lands frá árinu 2004. Hann var félagi í Oddfellow-reglunni og einnig félagi í Karlakór Graf- arvogs frá stofnun kórsins en tónlist var honum alla tíð hug- leikin. Þorleifur stundaði íþróttir alla sína tíð. Hann var m.a. markvörður meistaraflokks knattspyrnufélagsins Víðis í Garði á árunum 1977-1984 og keppti í meistaraflokki með Íþróttafélagi stúdenta í körfu- knattleik í mörg ár. Hin síðari ár, þegar íþróttameiðsl fóru að gera vart við sig, æfði hann bad- minton með börnum sínum og vinum sér til heilsubótar. Hann var mikill stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins Liver- pool og þær voru ófáar ferð- irnar sem farnar voru á leiki liðsins til þess að hvetja sína menn. Hann hafði einnig ánægju af útiveru, styttri og lengri hjólaferðum sem og smíðum. Þorleifur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, 15. september 2016, og hefst at- höfnin klukkan 15. grétardóttur, f. 31. maí 1980. Börn þeirra eru Ingi- björg Soffía, f. 2009, Stefán Daði, f. 2011, og Margrét Birta, f. 2013. 2) El- ín, f. 21. júlí 1984, unnusti Pétur Rún- ar Sverrisson, f. 12. október 1977. Börn þeirra eru Ásdís Ösp, f. 2007, og Alexandra Fjóla, f. 2010. 3) Kári, f. 21. júlí 1984. 4) Bjarki, f. 22. mars 1993. 5) Bjartur, f. 5. janúar 1995. Þorleifur ólst upp í Garðin- um. Eftir barnaskólagönguna lauk hann landsprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Ólafsfirði og síðan lá leiðin í Menntaskólann að Laugarvatni þaðan sem hann varð stúdent árið 1977. Hann flutti til Reykjavíkur og lauk B.Sc.-námi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1981. Hann starfaði m.a. hjá Íslenskum aðalverktök- um á sínum yngri árum en hóf störf á fasteignasölunni Eigna- miðlun í Reykjavík árið 1981 og starfaði hann þar við fast- Kveðja frá eiginkonu. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig svo lengi sem hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei gleymast, þitt allt, þitt bænamál og hvarms þíns tár. Hvert ráð, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson) Með ást. Þín Inga. Elsku Leifi. Nú ertu farinn frá okkur en eftir standa ótalmargar minning- ar sem hægt er að ylja sér við. Ég hugsa um það þegar við sáumst fyrst. Þú keyrðir okkur Sigga í próflokapartí og það kvöld voru örlögin ráðin. Það leið ekki á löngu þar til ég var orðin fastagestur í Jakaseli. Þar voru einkennandi hlýjar og góðar móttökur ykkar Ingu. Mér var strax tekið sem einni af fjöl- skyldunni og mikið sem mér leið vel hjá ykkur, svo vel að nokkrum mánuðum síðar flutti ég til ykkar. Það var ómetanlegur tími. Allar stundirnar í stofunni og eldhús- inu að spjalla um allt og ekki neitt. Þú, alltaf til í að hlusta og ráð- leggja þegar það átti við. Skilyrð- islaus stuðningur í öllu því sem við Siggi tókum okkur fyrir hend- ur. Það fannst glögglega þegar við Siggi fórum í ferðalagið okkar 2006. Sú ferð var að miklu leyti farin vegna þinnar hvatningar og aftur gátum við reitt okkur á þig þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð, þar var aldeilis ekki komið að tómum kofunum hjá sjálfum fasteignasalanum. Svona mætti lengi telja. Þó að við höfum síðan flutt af landi brott þá varstu áfram okkar helsti bakhjarl og sá sem við leituðum til þegar kom að öllum stærri ákvörðunum í lífi okkar. Alltaf óbilandi stuðningur og alltaf með brosi á vör. Alltaf jákvæður. Talandi um að hafa frábæra fyrirmynd í lífinu. Harð- duglegur og ósérhlífinn, glað- lyndur og alltaf til í að hjálpa öðr- um. Einstakur maður svo ekki sé meira sagt. Heppin ég að hafa fengið að þekkja þig síðastliðin 12 ár þó ég hefði viljað að þau hefðu orðið miklu fleiri. Minningarnar eru margar. Þegar þú gerðir grín að mér þeg- ar ég gerði þetta sérstaka með augunum sem bara þú sást. Þeg- ar þú gerðir grín að ofurskipulag- inu mínu. Allar pönnukökuheim- sóknirnar, ekki séns að ég kæmi í heimsókn nema að fá Leifa- pönnsur. Þegar þú sagðist vera hand- viss um að í hjarta mínu væri ég Liverpool-kona. Þegar þú kallað- ir mig uppáhaldstengdadóttur þína – enda sú eina. Hvað þú varst stoltur af okkur Sigga, það fann maður vel ásamt mikilli væntumþykju. Hvernig afabörnin steinsofn- uðu í afafangi þegar þau voru pínulítil. Hvernig afabörnin sóttu í þig þegar þau voru orðin stærri. Umræðurnar um að ég væri genaferjan þín og þinn 25% hlut- ur í hverju barnabarni. Fylgjast með þér taka á erf- iðum veikindum af ótrúlegu æðruleysi. Frábæra sambandið ykkar Sigga, það verður erfitt, jafnvel ómögulegt, að fylla í það skarð. Sjá þig stoltan fjölskylduföður eiga sérstakt samband við hvern og einn í fjölskyldunni. Frábæru fjölskylduna ykkar sem einkenn- ist af góðu fólki með yndislegt hjartalag. Þar datt ég í lukku- pottinn að verða ein af ykkur. Ég er sorgmædd og leið að kveðja þig. Finnst þetta ósann- gjarnt og tilgangslaust. En sú til- finning sem ég finn líka fyrir er þakklæti. Þakklát fyrir að hafa kynnst þér og haft fyrir augunum flotta fyrirmynd í lífinu. Þakklát fyrir góðar stundir. Þakklát fyrir okk- ar góða samband sem var einlægt og traust. Takk, Leifi, fyrir allt. Mér mun alltaf þykja vænt um þig og söknuðurinn mun aldrei hverfa. Þín Ólöf Birna. Ljúfari og brosmildari maður en afi Leifi er vandfundinn og maður getur ekki annað en hugs- að hversu ósanngjarnt lífið getur verið. Núna eru nokkrir dagar liðnir frá því að þú kvaddir okkur og ég trúi ekki enn að þú sért far- inn. Efst í huga mér eru allar heim- sóknirnar og öll skemmtilegu samtölin sem ég átti við þig. Þú varst alltaf glaður og varst alltaf tilbúinn til þess að hjálpa öðrum. Það að fylgjast með þér takast á við erfið veikindi sýndi mér líka hversu sterkur og ákveðinn þú varst. Það var ótrúlegur heiður að fá að vera partur af fjölskyld- unni ykkar þessi ár og þín verður sárt saknað af öllum sem þig þekktu. Takk fyrir allar stundirnar. Knús, Margrét Sif. Hann Leifi, litli bróðir minn, þurfti að stökkva af lífsvagninum alltof fljótt og hverfa frá öllu sem var honum kærast, henni Ingu sinni, börnum og barnabörnum en alltaf hafði hann verið vakinn og sofinn yfir velferð sinna nán- ustu. Stökkið tók hann af æðruleysi þótt hann hafi aldrei gefið upp vonina um að fá að vera hér í heimi svolítið lengur. Ég átti yndislegan bróður. Hann var hreystin, ákafinn og heilbrigðið uppmálað. Að auki var hann einstakt ljúfmenni, bón- góður, traustur og sannur alla tíð. Sem barn var hann úti frá morgni til kvölds og kastaði sér á eftir boltanum í markinu í tíma og ótíma. Einnig afrekaði hann m.a. að hlaupa heilt maraþon í túnfæt- inum heima og þraukaði hann all- an þann daginn á hlaupum og gafst ekki upp. Þjálfunin skipti hann miklu máli og kappið og ein- beitingin héldu honum gangandi. Svo tóku íþróttafélögin við. Markmaður í fótbolta var hann hjá Víði í Garði og svo iðkaði hann körfubolta hjá ÍS á háskólaárum en þá íþrótt stundaði hann þar til kraftur þvarr. Leifi var sannur og traustur í eðli sínu og minnist ég þess þegar hann reyndi að hughreysta mig eitt sinn er ég horfði á eftir nán- ast öllum sölupeningunum sem ég var með fjúka út í veður og vind. Ég var ellefu ára og hann, einu og hálfu ári yngri. „Segðu bara sannleikann, það er alltaf best, þau verða ekkert reið.“ Hann var þarna að hjálpa mér í brjáluðu veðri að selja „Vikuna“ en hvað sem veðurguðirnir sögðu þá skyldi salan fara fram á fimmtu- dögum. Þarna hafði ég dottið illa af hjólinu mínu, misst peningavesk- ið í götuna, það opnast og því fór sem fór. Mér fannst ég algjörlega hafa brugðist foreldrum mínum þar sem þau voru ábyrg. Hann hughreysti mig alla leið- ina heim og auðvitað hafði hann rétt fyrir sér, foreldrar okkar urðu ekkert reið heldur höfðu fullan skilning á aðstæðum. Þarna hafði hann bróðir minn sannarlega á réttu að standa. Eftir að Leifi lauk líffræðinámi við Háskóla Íslands höguðu ör- lögin því þannig að hann fór að vinna á fasteignasölunni Eigna- miðlun en þaðan varð svo ekki aftur snúið og varð hann síðar einn af eigendum Eignamiðlunar enda traustsins verður. Hann sagði mér eitt sinn að sér hefði ekki leiðst einn einasta dag í vinnunni. Þar var frábært fólk og þar gat hann líka sinnt tölvumál- um, einkum forritun, og hannaði hann söluforrit sem fasteignasöl- ur almennt notuðu til margra ára. Alltaf var Leifi einstaklega greiðvikinn og hjálpfús hvort sem um var að ræða fasteigna- kaup eða aðstoð af ólíkum toga og alltaf var bæði árangursríkt og þægilegt að leita til hans í stóru sem smáu. Leifi hafði einstakt jafnaðar- geð, sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum og var gamansemin aldrei langt undan sem hann kryddaði gjarnan með góðlát- legri stríðni. Stórfjölskyldan, vin- ir og vinnufélagar fengu oftsinnis að njóta þessa húmors Leifa á góðum stundum. Við öll söknum hans sárt en björt minning hans mun lifa og er hugur okkar hjá Ingu og börn- unum öllum. Sigrún. Yndislegur mágur og svili Þor- leifur Stefán Guðmundsson er horfinn frá okkur eftir erfið veik- indi. Við hjónin vorum svo lán- söm að vera samferða Leifa allt frá því að kynni tókust milli þeirra Ingu. Það var ljóst að þar fór drengur góður og mikið mannsefni enda naut hann strax mikillar hylli og trausts innan stórfjölskyldunnar. Leifi var stór vexti eins og hann átti kyn til og öll hans nærvera var sterk. Hann var opinn og jákvæður maður og með afar gott skap. Hann var sérstaklega skemmtilegur og stríðinn, hafði margvísleg áhuga- mál sem og mikinn áhuga á fólki og gaf hann öllum þann tíma sem þurfti þrátt fyrir oft á tíðum mikl- ar annir. Hann valdi sér snemma starf sem krafðist mikilla mann- legra samskipta og þar sem hæfi- leikar hans fengu notið sín enda var starfið honum alla tíð mjög hugleikið. Þau Inga hófu búskap í kjall- araíbúð tengdaforeldra Leifa á Flókagötu 54 í Reykjavík og eignuðust þau þar sitt fyrsta barn, Sigurð James. Fljótlega flutti litla fjölskyldan í Selja- hverfið í Breiðholti þar sem hún hefur búið alla tíð síðan. Hin börnin komu svo eitt af öðru, fyrst tvíburarnir Elín og Kári og síðan Bjarki og loks Bjartur. Leifi var alla tíð mjög stoltur af öllum börnunum sínum og átti náið og ástríkt samband við hvert og eitt þeirra. Inga og Leifi voru einstaklega samstiga og samhent hjón og ber þeirra fallega heimili því glöggt vitni. Inga hefur haldið styrkri hendi um heimilið alla tíð og var hún mikil stoð og stytta Leifa í veikindunum. Leifi studdi okkur hjónin mjög alla tíð og reyndist börnum okkar góður. Vinátta okkar var traust alla tíð og aldrei bar skugga á. Fjölskyldurnar hafa samfléttast á löngum tíma og þau bönd eru sterk. Minningarnar eru ótal margar og bjartar og hefðum við óskað þess að fá enn meiri tíma saman en eigi skal sköpum renna. Dýr- mætar minningarnar styrkja okkur nú. Elsku Inga, Siggi, Elín, Kári, Bjarki og Bjartur, þið voruð björtustu ljósin í lífi Leifa. Við þökkum Leifa samfylgdina og vitum að við hittumst seinna. Blásið, blásið, vindar, í björtu seglin hans. Vísa honum, blástjarna, veg til lands. (Davíð Stefánsson) Guð geymi Leifa og blessuð sé minning hans. Snjólaug og Ragnar (Lóló og Raggi). Leifi mágur minn og vinur yf- irgaf þessa jarðvist 1. september eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Maður á besta aldri sem lifað hefur heilbrigðu lífi, stundað íþróttir alla ævi, er rifinn á brott frá konu, fimm börnum og fimm barnabörnum. Það er grátið, syrgt og saknað. Eftir standa minningar um góðan dreng. Ég kýs að minnast drengsins með hreina hjartað og léttu lund- ina. Og af því hann var alæta á tón- list vil ég líka minnast hans fyrir leitina að hinum hreina tón. Garðar Hólm úr Brekkukotsann- ál fann aldrei hinn hreina tón og kom sér þess vegna alltaf undan að syngja á Íslandi en var sagður heimsfrægur í útlöndum. Leifi kom sér aldrei undan einu eða neinu heldur tókst á við öll verk- efni lífsins, þótt ekki væri hann stórsöngvari frekar en ég. Hvor- ugur okkar varð heimsfrægur. Ég held við höfum báðir áttað okkur á því að okkar sigrar í leit- inni að hinum hreina tón yrðu ekki á tónlistarsviðinu. Hinn hreini tónn á ekki bara við um tónlist heldur líka listina að vera góð manneskja. Að umgangast alla af varfærni og virðingu. Að setja það fordæmi fyrir börnin sín að verða betri manneskjur. Þannig skildi hann eftir góða nærveru, var hvers manns hug- ljúfi og bóngóður. Áhugi Leifa á tónlist náði há- marki í verkum Peter Gabriel. Þuldi hann utanbókar heilu bálk- ana úr textunum, gjarnan með skýringum um merkingu þeirra og aðrar athugasemdir til þess að áheyrendur smituðust af snilld- arverkunum. Hann var svo ein- lægur í þessum áhuga sínum að jaðraði við trúarbrögð. Minningarnar streyma. Okkur varð strax vel til vina þegar ég tengdist fjölskyldunni fyrir meira en fjörutíu árum. Við átt- um ótal góðar stundir, sérstak- lega á árum áður. Leifi bjó m.a. hjá okkur í Svíþjóð heilt sumar, þá um tvítugt. Það var um svipað leyti og hann hafði kynnst Ingu sinni sem nú syrgir mann sinn eftir langt og farsælt hjónaband. Og Leifi hafði sérstakan húm- or; hefði maður sem dæmi spurt hvort sjúkdómurinn ágerðist eða hvort hann væri á hröðum bata- vegi hefði hann getað svarað stutt og laggott: „Já.“ Við sameinuðumst um tíma í leitinni að hinum hreina tón og sungum saman í karlakór. Á leið- inni á æfingar var gjarnan hlust- að á Gabriel eða Sigur Rós enda oftast í hans bíl, sem auðvitað stjórnaði lagavalinu. Þegar okk- ur tókst sem best upp í kórsöng- num fannst okkur við skrefi nær almættinu og hinum hreina tón. Þessi tími færði okkur saman. Ég held við höfum fundið það báðir að leitin að hinum hreina tón gæfi lífinu gildi. Solsbury Hill var fyrsta lag Peter Gabriel eftir skilnað við Genesis. Lagið má túlka sem andlega upplifun, að missa eitt- hvað en fá eitthvað annað í stað- inn. Stefið úr laginu „Son, he sa- id, grab your things I’ve come to take you home“ mættu vera kveðjuorð til Leifa þar sem hann er örugglega á gullnum ökrum með foreldrum sínum sem að handan hafa fylgst með hetju- legri baráttu sonarins undan- farna mánuði. Ótal minningar um góðan dreng styrki fjölskyldu og vini í sorginni og hjálpi til við að takast á við erfiðan missi. Ólafur Örn Ingólfsson. Elsku Leifi stóri, minn kæri frændi og vinur. Það er stórt skarð í hjartanu við fráfall þitt. Minningarnar hrannast upp og sárt er að hugsa til þess að ég fái ekki að tala við þig aftur, hlæja með þér aftur. Ég minnist þess þegar ég var lítil þá baðstu okkur um að teikna á iljarnar á þér og var það mikið sport. Í leiðinni kynntir þú okkur mismunandi tónlist en þó stóð hæst tónlist með Peter Gabriel. Ég skildi ekki alveg þá tónlist, þar sem ég hlustaði meira á Spice Girls á því tímabili en í seinni tíð lærði ég að meta þína tónlist mik- ils. Húmorinn hjá þér var einstak- ur. Það sem þér þótti gaman að segja aulabrandara sem létu mann springa úr hlátri. Þú spurð- ir mig eitt sinn hvort ég gæti staðið á höndum og ég svaraði nei, en þú hélst því fram að það gætir þú. Ég trúði þér ekki og bað þig að sanna það. Um leið beygðir þú þig niður, settir hend- urnar undir iljarnar og sagðir „jú, sjáðu, ég stend á höndum“. Annað eins dæmi er að ef kona var ólétt og ég spurði þig „er hún með strák eða stelpu í maganum“ þá svaraðir þú strax já. Svipurinn á þér þegar þú svaraðir var ómet- anlegur, skælbrosandi. Það var ekki annað hægt en að vera bros- andi og hlæjandi í kringum þig, þú varst með svo góða nærveru. Við fórum á Sigur Rósar-tón- leika einu sinni fyrir mörgum ár- um og þar sem ég er nú ekki stór ákvaðstu að lyfta mér upp. Ég varð svo vandræðaleg enda á gelgjunni og þú hlóst bara og hlóst og hélst mér ennþá lengur uppi. Síðan þá hefur þú nánast alltaf sagt við mig hvenær þú ættir að lyfta mér næst upp og hlóst og hlóst. Í hvert skipti sem nálgaðist af- mælið mitt spurðir þú mig hve- nær þú og pabbi ættuð að mæta og syngja fyrir vini mína. Á yngri árum var svarið frá mér alltaf nei, því ég var ekki að fá frænda minn í afmæli til að gera mig vandræðalega. En á seinni árum fór svarið frá mér að breytast í já og þú værir velkominn hvenær sem er. Þú hlóst alltaf og gafst mér knús í staðinn. Þú rifjaðir reglulega upp þeg- ar þú kenndir mér að tefla skák. Það er lengri saga sem mun lifa í minningunni að eilífu en það sem við gátum hlegið mikið að þeim ógleymanlega degi. Við deildum áhuga á bókum og sögum og þá sérstaklega Lord of the Rings. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þann dag þegar þú bauðst okkur fjölskyldunni heim til að horfa á myndirnar á stóra skjávarpanum og þú hélst klukkutíma fyrirlestur fyrir okk- ur áður um upphaf LOTR. Þar varstu með „slide-show“ og allar upplýsingar og fannst mér þetta svo áhugavert og flott að einhver skyldi deila með mér þessum áhuga. Liverpool var stór hluti af þínu lífi og eru ferðirnar okkar á An- field ógleymanlegar og dýrmæt- ar. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir þær ferðir. Elsku yndislegi frændi minn. Ég kveð þig með miklum sökn- uði. Ég mun reyna að brosa í gegnum tárin og hugsa um allar þær yndislegu minningar sem ég á um þig. Glaðvær, léttur, hlæj- andi og komst öllum í kringum þig til að brosa. You’ll never walk alone. Þín Hrund. Hláturmildi, vinnusemi, já- kvæðni, sagnagleði, hjálpsemi og nægjusemi eru eiginleikar sem einkenndu þau systkini frá Meið- astöðum; Finný, Eika, Rúnu og Huldu. Þeir eiginleikar hafa erfst í mismiklum mæli til næstu kyn- slóðar. Leifi frændi var svo hepp- inn að erfa marga þessara eig- inleika. Leifi frændi var afar hjálp- samur maður. Í hvert sinn sem einhver í fjölskyldunni var í fast- eignahugleiðingum var Leifi boð- inn og búinn að hjálpa. Eitt sinn – fyrir margt löngu – hringdi Ninna í Leifa og sagðist hafa hug á u.þ.b. 100 fermetra íbúð á Sjafnargötu eða Fjölnisvegi. Leifi tók erindinu afar vel, þótt varla sé til sú fasteign sem upp- fylli þessi skilyrði; sagðist myndu hafa hana í huga – en hvort hún Þorleifur Stefán Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.