Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
Axlar-Björn
glímir enn
við gráa folann
að norðan
og reiðir tros
á helvítinu
þessi fallegi hestur
frísar alltaf
prjónar
og slítur
bölvandi
reytir Axlarbóndi
úfið skeggið
forugur
og þvældur
svo beinast
hvassar sjónir
inn eftir götum
að förufólki
sem nálgast
í kvöldhúminu.
Hann var fimm ára gamall látinn
í fóstur til Orms hins ríka á Knerri.
Það bar þannig til að Ormur rakst á
Björn og bróður hans, Magnús, þar
sem þeir bræður áttu harðan leik á
rekafjöru. Veitti Birni betur, þó
yngri væri. Ormi hugkvæmdist þá
að taka Magnús í fóstur, því hart
var í ári, en foreldrarnir fátækir.
Reið hann því um í Húsanesi og
ræddi við foreldrana. Vildi móðirin
þá heldur að Ormur tæki Björn.
Fór því Björn með Ormi að Knerri.
Síðan segir í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar:
„Björn leggur þar vináttulag við
unglingsmann, fjósamann Orms og
höfðust þeir nálega við nætur og
daga í fjósinu. Það var mikið hús og
í 30 naut. Björn tók fljótum þroska
eftir að hann kom til Orms, en dul-
ur þótti hann í skapi
og harðlyndur.“
Hér er rétt að
staldra við. Dreng-
urinn var dulur, harð-
ur og fáskiptinn.
Hann hefur orðið fyrir
áfalli, þegar móðirin
biður Orm að taka
hann frekar en Magn-
ús. Þessi afneitun ger-
ir tilfinningalífið al-
kula.
Björn litli var því
auðveld bráð fyrir
nautamanninn sem tekur hann al-
veg til sín í fjósið. Þar fékk svo
drengurinn næga mjólk aukalega
og honum fleygir fram líkamlega.
En Björn hefur þurft að gjalda
þessa góðsemi dýru verði og orðið
fyrir misnotkun allan uppvöxtinn.
Það kemur vel í ljós þegar segir frá
hvarfi nautamannsins því þá er
hann sagður lagsmaður (þ.e.
rekkjunautur) Björns.
Þegar Björn er orðinn fullvaxta
er uppgjörið við nautamanninn
óumflýjanlegt. Þá er líka komin ný
persóna til sögunnar, Steinunn
nokkur, vinnukona á Knerri og
þjónusta Björns. Hún leggur ást á
hann og Björn endurgeldur. Þarna
verður barátta sem veldur Birni
áhyggjum og þunglyndi . Hann
brýtur til dæmis óskráð lög fóstra
síns um að allir skyldu kirkju sækja
og liggur í rúmi sínu um messu
þarna á Knerri. En þá dreymir
hann manninn sem vísar honum til
axarinnar á Axlarhyrnu.Var þá ten-
ingunum kastað svo upp kom morð.
Nautamaður hverfur með öllu. Og
viti menn! Þau Björn og Steinunn
giftast og efna til búskapar í Öxl.
Brátt fóru menn að líta tortrygg-
isaugum þangað. Þeir sem bjuggu í
stóðrenni við Öxl tóku eftir því að
hrossum Björns fjölgaði ört. Kom
þá upp grunur um að hann myrti
ferðamenn til fjár. Það er svo mið-
vikudag fyrir páska árið 1596 að
systkinin tvö komu að Öxl í sudda-
veðri undir kvöld og báðust hinnar
örlagaríku gistingar. Björn er svo
handtekinn á páskadag við kirkju á
Knerri. Þau hjónin voru svo bæði
dæmd til dauða á Laugarbrekku-
þingi og Björn líflátinn. Höfðu þau
þá játað á sig morðið á nautamann-
inum og götvun líksins undir fjós-
flórnum og svo öll hin morðin.
Steinunni í Öxl var ekki fisjað
saman. Vanfær horfir hún á lim-
lestingar og líflát bónda síns.
Kemst hún svo allt norður í Svart-
árdal þar sem hún fæddi barnið.
Hún hafði goldið ástina dýru
verði. Það var ekki tilviljun að
nautamaðurinn var myrtur. Þá
varð heldur ekki til baka snúið með
allar brýr brotnar. Og hún studdi
Björn sinn til loka. Sagt var að
Steinunn hefði eftir barnsburðinn
verið tekin af lífi „án þess hún vikn-
aði“.
Heimild: Þjóðs. Jóns Árnasonar sem seg-
ist vitna nær orðrétt í handrit séra Sveins
Nielssonar á Staðarstað
Myrkir dagar morðingjans í Öxl
Eftir Helga
Kristjánsson » Þau hjónin voru svo
bæði dæmd til dauða
á Laugarbrekkuþingi og
Björn líflátinn. Höfðu
þau þá játað á sig morð-
ið á nautamanninum og
götvun líksins undir
fjósflórnum og svo öll
hin morðin.
Helgi Kristjánsson
Höfundur býr í Ólafsvík.
Við verðum að
standa við loforð okkar
frá París. Við getum
margt gert, t.d. að end-
urheimta votlendið sem
bændur voru lokkaðir
til að auka mikið við
undanfarin ár. Ég held
að sumt votlendi hafi
verið eyðilagt í fljót-
færni. Sorglegasta vot-
lendisskemmd sem ég
hef séð er framræsla Glámsflóa á
Snæfellsnesi. Kannski er Glámsflói
mér svo í minni vegna þess að við
komu okkar að Glámsflóa blasti við sá
staður sem ég hafði séð í barnaæsku
sem ólýsanlega vin. Glámsflói er í
landi Stakkhamars í Eyja- og Mikla-
holtshreppi. Á Stakkhamri er ágætis
fólk og hef ég alltaf haldið að
Glámsflói hafi verið ræstur fram af
fljótfærni, að minnsta kosti held ég að
núverandi eigendur myndu ekki ræsa
flóann aftur og væru kannski til í að
veita vatni á hann aftur.
Ég ætla að vísa í grein er ég hef
skrifað um heimsókn okkar Svenna
bróður í Glámsflóann á góðri stundu
1942. Sú grein er í Morgunblaðinu.
Tjörn er stutt frá Glámsflóa en ekki
er mér kunnugt um hvort Stakk-
hamar hefur leyfi til að ráðstafa þess-
ari tjörn þó að vinátta sé góð í
hreppnum. Það er sífellt til umhugs-
unar fyrir bændur og umráðamenn
jarða að byrja nú strax að endur-
heimta votlendi, fuglavinum og öllum
heiminum til ánægju. Þetta er senni-
lega fljótvirkasta að-
ferð okkar til að
minnka gróðurhús-
áhrifin á Íslandi. Nú er
þetta allt greitt, ef
marka má fréttir,
bændur þurfa ekki
lengur að borga þetta
úr eigin vasa. Væri ég
jarðeigandi og yngri
mundi ég vinna stöðugt
að endurheimt votlend-
is. Það getur enginn
ímyndað sér nema sá
sem prófar hve dýrð-
legt er að koma að votlendi sem er
þéttsetið fuglum og öðru lífríki.
Sennilega verður lítið úr verki
nema með miklu átaki margra aðila.
Ekki hafði maður heyrt mikið af
þessu síðan frú Sigrún kom frá París
2015 þangað til forsetinn setti verkið
af stað með Sigrúnu og Land-
græðslustjóra frá Bessastöðum.
Ég skora á bændur og aðra nátt-
úruverndarsinna að láta nú hendur
standa fram úr ermum og hefja
stanslausan áróður fyrir endurheimt
votlendis. Nú er verk að vinna. Senni-
lega þyrfti að koma á sérstakri
skyldu til að endurheimta votlendið
og ríkið borgaði, það borgar hvort
sem er alltaf.
Eftir Karl Jóhann
Ormsson
» Væri ég jarðeigandi
og yngri mundi ég
vinna stöðugt að endur-
heimt votlendis.
Höfundur er fv. deildarstjóri.
Karl Jóhann Ormsson
Náttúruverndarsinn-
ar af stað til starfa –
ekki gleyma!