Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 majubud.is „Nóttin er skemmtilegur tími í sólar- hringnum og gæðatími blaðberans. Nú í vikunni var gaman að sjá stjörnurnar og norðurljósin dansa á himninum og þegar klukkan nálg- aðist sex kom dagsbirtan. Það var gaman að fylgjast með þessu,“ segir Elín G. Ingvarsdóttir í Kópavogi. Hún dreifir Morgunblaðinu við göt- urnar Arnarsmára og Bollasmára en þegar best lætur er dagskammt- urinn þar um 170 blöð. Einnig ber Elín blaðið út í hús við ýmsar aðrar götur í bænum, eftir því sem dreif- ingardeild Árvakurs þarf hverju sinni. „Ég er komin úr húsi fljótlega eft- ir kl. fjögur á morgnana en blað- burðinum á að vera lokið um klukk- an sjö. Yfirleitt gengur þetta vel og ég er búin að vera í þessu starfi í tíu ár,“ segir Elín sem er leikskólakenn- ari og starfar sem slík við leikskól- ann Arnarsmára í Kópavogi. Blaðburðurinn er góður fyrir lík- ama og sál, segir Elín. Hreyfingin sé góð fyrir líkamann og beinlínis nauðsynleg og næturröltið nýtist líka vel til að skipuleggja verkefni framundan. „Ég mæli með því að fólk finni sér laust hverfi og fari að bera út blöð. Það munar líka um tekjurnar í þessu starfi, þetta eru peningar sem væru ekki gripnir upp úr götunni að öðr- um kosti. Þegar ég þurfti að kaupa þvottavél komu þessir peningar sér vel og þegar bíllinn fór á verkstæði. Þá hafa skemmtilegar utanlands- ferðir dottið inn og blaðburðurinn borgað þær,“ segir Elín að síðustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Aðalstarfið Elín G. Ingvarsdóttir er kennari í leikskólanum Arnarsmára. Blaðberinn sér norðurljós dansa  Dreifir Morgunblaðinu í Kópavogi Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Það eru áætlanir um að byggja þarna 78 íbúðir í lágreistri byggð, á skandínavíska vísu með opnum garði, en svo er eitt hús stærra sem vísar út á sjó, sem er í takt við umhverfið,“ segir Gísli Örn Bjarnhéðinsson, fram- kvæmdastjóri Búseta. Húsnæðissam- vinnufélaginu Búseta var á dögunum úthlutað lóð við Keilugranda 1 í Reykjavík, en borgarstjórn Reykja- víkurborgar greiddi atkvæði um mál- ið í byrjun september. Deiliskipulagshönnun tekur mið af því að hægt sé að bjóða upp á fleiri litlar einingar að sögn Gísla og því standi til að byggja minni og ódýrari íbúðir. „Við erum með íbúðir allt nið- ur í 35 fm á teikniborðinu, en það er alveg nýtt hér á landi,“ bætir hann við, en þannig vilji Búseti tryggja ákveðna breidd og leggja áherslu á fjölbreytta byggð. „Það er vonandi já- kvætt að yngri kynslóðin og ákveðinn hluti þjóðarinnar hafi meira val.“ Hefja framkvæmdir vorið 2017 Um 10% íbúðanna sem þarna verða byggðar fara til Félagsbústaða, en það var hluti af samkomulagi Búseta við borgina þegar lóðinni var úthlut- að. „Við borgum fyrir lóðina og nið- urrif og kostum alla deiliskipulags- hönnun þannig að við fáum þetta ekki frítt eins og margir halda – lóðin kost- ar vel á fjórða hundrað milljónir,“ segir hann, en fyrirhugað er að hefja framkvæmdir á vordögum 2017. Íbúðirnar eru háðar búseturétti og því mitt á milli kaups og leigu að sögn Gísla. Andstaða var í borgarstjórn við út- hlutun lóðarinnar til Búseta, en minnihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina vildi skilgreina reitinn sem íþrótta- og úti- vistarsvæði. Gísli telur hins vegar ákvörðun meirihlutans hluta af al- þjóðlegri þróun þar sem blöndun byggðar sé tryggð í höfuðborgum með húsnæði til eignar, leigu og bú- seturéttar ásamt félagslegu húsnæði. Ódýrari og minni íbúð- ir við Keilugranda  Búseti byggir 35 fm íbúðir  Hluti af alþjóðlegri þróun Nýtt Keilugrandi 1, svokallaður SÍF-reitur, verður nýttur til uppbyggingar fjölbreyttra íbúða á vegum Búseta sem býður upp á búseturéttaríbúðir. Bjóða hagstæðar íbúðir » Reykjavíkurborg úthlutaði Búseta lóðina að Keilugranda 1 » Búseti hefur byggingu ódýrra og minni íbúða á svæð- inu ásamt 78 íbúðum í lág- reistri byggð á vordögum 2017 » Ekki er krafa um stæði í bíla- stæðakjallara á lóðinni, sem gerir Búseta kleift að bjóða upp á hagstæðari íbúðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.