Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er í eldlínunni. Fyrir rúmu ári hafði hún tögl og hagldir í þýskum stjórn- málum og enginn virtist komast með tærnar þar sem hún hafði hælana. Svo opnaði hún landamærin fyrir flóttamönnum. Í kosningum í sam- bandslandinu Mecklenburg- Vorpommern í austurhluta landsins fyrir tæpum tveimur vikum galt flokkur hennar, Kristilegir demó- kratar (CDU), afhroð og fékk undir 20% fylgi. Nýr flokkur, Annar kostur fyrir Þýskaland (AfD), sem lagt hef- ur áherslu á hörku í innflytjenda- málum og andstöðu við evruna,fór upp fyrir CDU og er nú næststærsti flokkurinn í sambandslandinu á eftir Sósíaldemókrötum (SPD). Þetta þyk- ir ekki síst áfall fyrir Merkel vegna þess að kjördæmi hennar er í sam- bandslandinu. Merkel svaraði hins vegar með því að benda á að allir flokkar hefðu tap- að fylgi til AfD og varaði þýska stjórnmálamenn við því að elta mála- flutning flokksins gegn innflytj- endum. Í erlendum fjölmiðlum var talað um að Merkel væri orðin völt í hásæti sínu (Libération) og niðurstaðan væri niðurlæging fyrir kanslarann og uppgjör við ákvörðun hennar um að bjóða flóttamenn velkomna (Neue Zürcher Zeitung). Sögð hafa klofið landið Í forsíðugrein vikublaðsins Der Spiegel um liðna helgi sagði að komið væri haust í valdatíð Merkel. Hún hefði með flóttamannapólitík sinni klofið landið. Þar var hún borin sam- an við forvera sína Konrad Adenauer og Helmut Kohl, sem hvorugur hefði þekkt vitjunartíma sinn. Adenauer hefði ekki viljað víkja vegna þess að hann hefði verið sannfærður um að enginn annar gæti stjórnað landinu og Kohl talið að aðeins hann hefði kraft til þess að innleiða evruna í Evrópu. 1998 beið flokkur Kohls síð- an ósigur í kosningum með hann í fararbroddi. Sagði í Der Spiegel að ósveigjanleiki Merkel í innflytjenda- málum bæri keim af þrákelkni Aden- auers og Kohls. Merkel hefur verið kanslari frá 2005. Hún virðist laus við hégóma en nösk á að finna veikleika andstæð- inga sinna. Sagt hefur verið að hún hafi tekið pólitíkina úr pólitíkinni. Það er hins vegar engin spurning að hún er slyngur stjórnmálamaður og hefur mörgum orðið það á að van- meta hana. Merkel fæddist í Hamborg í Vestur-Þýskalandi árið 1954. Faðir hennar, Horst Kasner, þjónaði í lút- ersku kirkjunni, sem starfaði í báðum hlutum Þýskalands. Hann ákvað að flytja með fjölskylduna yfir til Austur-Þýskalands nokkrum vikum eftir fæðingu Angelu. Þetta var óvenjuleg ákvörðun því að á þessum tíma streymdu flóttamenn frá Austur-Þýskalandi til Vestur- Þýskalands. Merkel hefur sagt að sér hafi aldr- ei liðið eins og hún ætti heima í austur-þýska alþýðulýðveldinu. Hún hafi hins vegar hagað lífi sínu þannig að hún „þyrfti ekki að lifa í stöðugum ágreiningi við ríkið“. Hún hefur einn- ig sagt að hún hefði reynt að flýja land ef kúgunin í Austur-Þýskalandi hefði orðið of þrúgandi. Fjölskylda prestsins úr vestrinu naut forréttinda í Austur-Þýskalandi en mætti um leið tortryggni yfir- valda. Hvað sem því leið gekk Angelu Merkel vel í skóla, hún nam eðlis- fræði í háskóla í Leipzig, lauk doktorsprófi í Berlín og hóf störf við vísindaakademíuna í Austur-Berlín. Henni var í nöp við stjórnkerfið en bar efasemdir sínar ekki utan á sér. Þegar múrinn féll 1989 greip hún hins vegar tækifærið. Afskipti henn- ar í pólitík hófust þegar hún gekk inn í skrifstofur nýrra samtaka, sem köll- uðu sig Lýðræðisvakninguna, og spurði hvort hún gæti orðið að liði. Brátt var hún orðin talsmaður fyrstu lýðræðislega kjörnu stjórnar Austur- Þýskalands. Eftir sameininguna 1990 fór hún til Kristilegra demókrata og var kosin á þing – einmitt í Mecklen- burg-Vorpommern. Kohl fékk auga- stað á henni og gerði hana að ráð- herra 1991. Hann kallaði hana stúlkuna sína, „mein Mädchen“. Merkel kom úr allt öðru umhverfi en flestir aðrir í flokknum en tókst þrátt fyrir það að hasla sér völl. Kristilegir demókratar töpuðu kosn- ingunum 1998 og Gerhard Schröder varð kanslari. Árið eftir skók fjár- málahneyksli flokkinn. Merkel skrif- aði þá blaðagrein þar sem hún sagði að flokkurinn yrði að læra að spjara sig án Kohls. Nokkrum mánuðum síðar var hún orðin leiðtogi flokksins. Kohl var síðar spurður hvað Merkel vildi. „Völd,“ svaraði hann og bætti við að hann hefði greitt „banamanni“ sínum leið og „lagt snák á handlegg“ sér. Merkel þurfti að hafa fyrir því að halda völdum í flokknum. 2002 leit út fyrir að hún myndi tapa atkvæða- greiðslu um kanslaraefni þá um haustið. Frekar en að láta skerast í odda ákvað hún að víkja fyrir Ed- mund Stoiber, leiðtoga CSU, systur- flokks CDU í Bæjaralandi. Stoiber tapaði fyrir Schröder í kosningum þá um haustið en staða Merkel styrktist. Schröder boðaði til kosninga fyrir tímann 2005 og þá var Merkel kansl- araefnið. Kristilegir demókratar unnu nauman sigur og Merkel varð kanslari. 2009 sigruðu Kristilegir demókratar aftur og 2013 unnu þeir stórsigur. 2015 valdi tímaritið Time hana mann ársins. „Hvað er ég að gera hér?“ Í grein um Merkel í blaðinu The New Yorker fyrir tveimur árum seg- ir frá því að eitt sinn hafi hún setið á hótelbar í Mið-Austurlöndum og sagt: „Trúið þið þessu? Hér er ég, kanslarinn! Hvað er ég að gera hér? Þegar ég ólst upp í DDR ímynduðum við okkur kapítalista í síðum, svört- um yfirhöfnum með pípuhatta og vindla og stóra fætur eins og í skrípa- myndum. Og nú er ég hér og þeir þurfa að hlusta á mig!“ Varkárni hefur einkennt valdatíð hennar og tilhneiging með að bíða í lengstu lög með að taka ákvarðanir. Sagt er að í ákvörðunum sínum reyni hún yfirleitt að fylgja almennings- álitinu. Þar til í september í fyrra. Þegar flóttamenn sem höfðu safnast saman á járnbrautarstöð í Búdapest ákváðu að halda fótgangandi til Austurríkis og þaðan til Þýskalands ákvað Merkel að hleypa þeim í gegn frekar en að loka landamærunum. Eftir að tuttugu þúsund flóttamenn höfðu far- ið yfir landamæri Þýskalands á einni helgi sagði Merkel að gæti Þýska- land ekki hjálpað fólki í brýnni neyð væri það „ekki lengur landið mitt“. „Við getum þetta,“ sagði hún þeg- ar flóttamenn tóku að streyma til landsins. Alls kom yfir milljón flótta- manna til Þýskalands í fyrra. Í þessu máli lét Merkel varkárnina lönd og leið. Ef til vill hefur hún hugsað með sér að pólitísk innistæða hennar væri það mikil að það kæmi ekki að sök. Stuðningsmenn hennar líktu henni við móður Teresu en gagnrýnendur sögðu að hún hefði gefið hættulegt fordæmi sem gæti leitt til þess að fjöldi flóttamanna myndi leggjast í lífshættulega för. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði að stefna Merkel gengi ekki til lengdar. Merkel hafði ekki ráðfært sig við aðra leiðtoga í álfunni. Í þessu máli hefur hún ein- angrast. Kosið verður í Þýskalandi á næsta ári. Þegar heyrast raddir í röðum kristilegra demókrata um að Merkel eigi að víkja. Mest er andstaðan hjá CSU, kristilega flokknum í Bæjara- landi. Horst Seehofer, leiðtogi CSU, segir að flokki sínum stafi alvarleg ógn af stöðunni. „Fólkið áttar sig ekki lengur á því hvernig stefna er mótuð í Þýskalandi,“ sagði Seehofer við blaðið Süddeutsche Zeitung. „Því finnst eins og það fái ekki að vera með.“ Fjölmiðlar vilja þó fæstir ganga svo langt að segja að Merkel sé búin að vera þótt orð eins og sólsetur og haust séu notuð í fréttaskýringum um stöðu hennar. Áður en hún opnaði landamærin naut hún velþóknunar 75% kjósenda í Þýskalandi sam- kvæmt könnunum. Samkvæmt skoð- anakönnun sem blaðið Bild am Sonn- tag lét gera í liðinni viku vilja 44% Þjóðverja að Merkel sitji áfram. Það er vissulega ekki meirihluti en eng- inn annar stjórnmálamaður kemst nálægt henni. Næstur er Frank- Walter Steinmeier, utanríkis- ráðherra og leiðtogi sósíaldemókrata, sem var með 38%. Seehofer, helsti gagnrýnandi hennar, var með 26%. Í ljósi þessa er erfitt að sjá að það myndi styrkja stöðu kristilegu flokk- anna að hafna Merkel og tefla fram öðru kanslaraefni. CSU hefur krafist stefnubreytingar í málum flótta- manna en spurningin er hversu langt flokkurinn er tilbúinn að ganga til að knýja hana fram. Staða Merkel hefur veikst en það er ótímabært að af- skrifa hana. Sótt að Angelu Merkel  Kanslarinn sætir gagnrýni úr eigin röðum  Fréttaskýrendur tala um haust í valdatíð Merkel  Enginn stjórnmálamaður nýtur þó jafn mikils trausts kjósenda til að gegna embættinu AFP Keik Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ávarpar þýska þingið. Hún hefur sætt gagnrýni úr eigin röðum vegna stefnu sinnar í innflytjendamálum. ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.