Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFSLÁTTUR
25%
KOMDU NÚNA!
TEMPUR-DAGAR
TEMPUR® HYBRID HEILSUDÝNAN
Frumlegasta hönnun TEMPUR til þessa!
QUICKREFRESH™ ÁKLÆÐI
Rennilás gerir það afar einfalt er að taka
QuickRefresh áklæðið af dýnunni og þvo.
Ekki er hægt að kvarta yfir haustinu enn sem
komið er og ættu þeir sem vinna úti við að una
sér vel í veðurblíðunni.
Von er á svipuðum hita á landinu á morgun og
spáð er í dag, en síðan gengur á með sunnan og
suðvestan átt og skúrum, en úrkomulitlu veðri
norðaustanlands. Veðrið yfir helgina ætti að
verða skaplegt, suðlægar áttir og stöku skúrir,
en þurrt og bjart verður á Norðausturlandi.
Unnið í miðbænum í veðurblíðunni
Morgunblaðið/Golli
Spáð er þokkalegu veðri næstu daga
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Arnarlax og fleiri fyrirtæki í
Vesturbyggð og á Tálknafirði
leggja fram fjármuni til að unnt
verði að koma á almennings-
samgöngum á milli þéttbýlisstað-
anna á sunnanverðum Vestfjörðum.
„Við erum ánægð með að vera kom-
in með þetta í gang. Það hefur verið
skoðað áður, en þá strandaði á fjár-
mögnun. Síðan þá hefur margt
breyst. Hér er mikill uppgangur og
fólk vantar til vinnu og húsnæði
vantar á Bíldudal og víðar,“ segir
Gerður Björk Sveinsdóttir, verk-
efnisstjóri hjá Vesturbyggð.
Þörfin er fyrir hendi og óskað
hefur verið eftir þessari þjónustu.
Gerður bendir á að margir fari á
milli staðanna vegna vinnu, ung-
menni frá öllum stöðunum sæki
nám í framhaldsskóladeildinni á
Patreksfirði og börn sæki íþrótta-
æfingar á Patreksfirði. Þá þurfi
fólk að sækja þjónustu til Patreks-
fjarðar en ekki eigi allir bíl.
Sveitarfélögin Vesturbyggð og
Tálknafjarðarhreppur standa fyrir
strætórekstrinum. Arnarlax kemur
myndarlega inn í verkefnið með því
að greiða þriðjung kostnaðar og
fyrirtæki á svæðinu styrkja Héraðs-
sambandið Hrafna-Flóka til að taka
þátt vegna íþróttaæfinga barnanna.
Áætlunin er sett þannig upp að
fólk sem sækir vinnu á Bíldudal frá
Patreksfirði og Tálknafirði, og öf-
ugt, geti komist þangað á morgn-
ana og framhaldsskólakrakkarnir
komist til skóla í bakaleiðinni. Önn-
ur ferð er um miðjan daginn og sú
þriðja síðdegis. Með þeim getur
fólkið aftur komist til síns heima og
börnin til og frá æfingum.
Strætóinn er tilraunaverkefni til
eins árs. Áætlað er að það kosti 30
milljónir alls. Segir Gerður að í ljós
komi á þessum tíma hvernig fólk
nýti þjónustuna og hver þörfin sé í
raun.
Fyrirtækin taka þátt
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Nú eiga íbúar að
komast greiðlega á milli þorpanna.
Almenningssam-
göngur á sunnan-
verðum Vestfjörðum
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár-
laganefndar Alþingis, kveðst spennt
fyrir því að fá óháða aðila til að fara
yfir skýrslu meirihluta nefndarinnar
um einkavæðingu bankanna hina
síðari og leggja mat á málið. Stingur
hún upp á því að erlendir aðilar verði
fengnir til verksins.
Skýrslan var lögð fram á fundi
fjárlaganefndar í gær. Góð umræða
var um hana, að sögn Vigdísar, þó
aðeins tæknileg en ekki efnisleg.
Ákveðið var að ræða málið síðar.
Vigdís reiknar með að meirihluti
fjárlaganefndar muni koma saman
til að meta það hvað best sé að gera í
framhaldinu.
Gagnrýna tilurð skýrslunnar
Minnihlutinn gagnrýndi tilurð
skýrslunnar og sagði vinnubrögðin
ekki til þess fallin að auka virðingu
Alþingis. „Ég lagði fram, með stuðn-
ingi minnihlutans, spurningar um
samningu skýrslunnar; hver hefði
samið hana, hvaða sérfræðingar
hefðu fengið greitt og fyrir hvaða
vinnu, og um aðkomu annarra í
meirihlutanum en formanns og vara-
formanns. Og síðan hvort þeir sem
eru bornir þungum sökum í skýrsl-
unni hefðu fengið að bera hönd fyrir
höfuð sér eða segja sína hlið,“ sagði
Oddný G. Harðardóttir, formaður
Samfylkingarinnar og fulltrúi í fjár-
laganefnd.
Hún óskaði eftir skriflegum svör-
um og sagði meirihlutann hafa tekið
vel í að málið yrði rætt þegar þau
lægju fyrir.
Vigdís segir það góða hugmynd að
kalla á fund nefndarinnar þá sem
fjallað er um í skýrslunni. Sá fundur
yrði opinn blaðamönnum, eins og við
umræðu um rannsóknarskýrslu um
sparisjóðina. Þá bendir hún á að ef
menn vilji rannsaka málið frekar
mætti taka þingsályktunartillögu
hennar út úr stjórnskipunar- og eft-
irlitsnefnd og hefja þá rannsókn.
Erlendir
aðilar
rannsaki
Bankaskýrsla lögð
fram í fjárlaganefnd
Vigdís
Hauksdóttir
Oddný G.
Harðardóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kostnaður veitingastaða við vinsæla
ferðamannastaði við þrif og kaup á
nauðsynlegum rekstrarvörum vegna
reksturs salerna hefur aukist veru-
lega á síðustu árum vegna fjölgunar
ferðamanna. Þannig hefur kostn-
aður hjá N1 aukist á bilinu 10-30%
frá síðasta ári. Kostnaðurinn er að-
eins mismunandi eftir staðsetningu
stöðvanna.
Tekjur veitingastaðanna aukast
vegna fjölgunar gesta en kostnaður-
inn einnig. Ekki eru allir sem koma
inn á stöðvarnar viðskiptavinir í
þeim skilningi að þeir kaupi vörur
eða þjónustu. „Fólk gerir ráð fyrir
því að komast á salerni á stöðvunum
og það er þjónusta sem við teljum
sjálfsagt að veita,“ segir Guðný Rósa
Þorvarðardóttir, framkvæmdastjóri
einstaklingssviðs N1, og bætir því
við að veitingastaðir séu í flestum
stöðvunum úti á landi og þar sé
skylda að vera með salerni.
Biðraðir myndast
Þeir sem ferðuðust um landið í
sumar komust ekki hjá því að verða
varir við biðraðir við salerni á vin-
sælum viðkomustöðum. Það gerist
ekki síst þegar rútur með fjölmenna
erlenda ferðahópa staldra við. N1
hefur fundið fyrir þessu. Guðný
Rósa nefnir sem dæmi að brugðist
hafi verið við með því að leigja
fullbúinn salernisgám og setja upp
fyrir utan stöð N1 á Hvolsvelli. Að-
staðan innandyra var orðin of lítil.
Hún segir að þessi þjónusta hafi
fengið góðar viðtökur hjá þeim fjöl-
mörgu sem komu við á þeirri stöð.
Auk þess að draga úr biðröðum hafi
þessi viðbótarþjónusta gert starfs-
fólki auðveldara að afgreiða stóra
hópa í veitingasal og verslun.
Bættu við gámi með salernum
Bensínstöðvar við þjóðveginn finna fyrir fjölgun ferðafólks Biðraðir mynd-
ast við salernin Kostnaður hjá N1 hefur aukist á bilinu 10-30% frá síðasta ári
Morgunblaðið/Ómar
Ferðafólk Biðraðir myndast við salerni þar sem stórir hópar koma eða
margar rútur í einu. Kostnaður við salernispappír og þrif eykst.