Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Helsta einkenni alræðisríkja er að þau reyna að stjórna öllu sem þegnar þeirra gera,“ segir Tunne Kelam, þingmaður Evrópuþingsins fyrir Eistland. En þetta er helsti veikleiki þeirra líka, því það mun alltaf mistakast að ná fullkomnu valdi á fólki. Lítil rispa sést því þegar á gljáfægðu yfirborðinu.“ Kelam var hér á landi í lok síð- asta mánaðar til þess að minnast þess að 25 ár voru liðin frá því að Eystrasaltsríkin fengu sjálfstæði sitt að nýju, eftir að hafa verið und- ir stjórn Sovétríkjanna frá því í júní 1940. Flutti hann meðal ann- ars erindi á Háskólatorgi um reynslu sína og var gerður góður rómur að. Kelam tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Eistlands á sín- um tíma og rifjar upp með stolti þegar hann bætti „nokkrum risp- um við áferð Sovétríkjanna“ árið 1972, en þá sendi hann og félagar hans í tveimur andspyrnuhópnum bréf til Sameinuðu þjóðanna og Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóra alþjóðasamtakanna, og báðu um að Sameinuðu þjóðirnar skipu- legðu frjálsar kosningar í landinu og vísuðu Rauða hernum úr landi. „Eini tilgangur þess var að sýna að Eistar væru ekki allir sáttir við yf- irráð Rússa og að kosningaúrslit, sem sýndu 99% stuðning við Kommúnistaflokkinn, væru röng.“ Vesturlönd veittu líflínu Kelam er sagnfræðingur að mennt, en segist lítið hafa ástundað fræðin, hann hafi meira verið í að skapa söguna sjálfur. Hann segir að í söguvitund Eista hefði alltaf verið mjög sterk tilfinning um að það sem kennt var í ríkisskólunum um að- draganda þess að Sovétríkin tóku Eystrasaltsríkin yfir væri rangt. „Foreldrar og afaforeldrar héldu sögunni á lífi fyrir börnum sínum, en það var ekki án áhættu, því að barn- ið hefði getað staðið upp í skólanum og sagt: „Það sem þú kennir okkur er lygi!“ með alvarlegum afleið- ingum.“ Kelam segir að það hafi verið mikilvægt fyrir Eystrasaltsríkin að Bandaríkin og önnur vestræn ríki viðurkenndu aldrei lögmæti gjörn- ingsins 1940. „Sendiherrar frá Eystrasaltsríkjunum héldu til dæm- is stöðu sinni í Washington og voru hluti af diplómatahópnum þar,“ seg- ir Kelam og bætir við að Bandaríkja- forseti hefði þá markað þjóðhátíðar- dag Eistlands á hverju ári með því að afhenda sendiherranum kveðju sína og óskir um að landið yrði frjálst á ný, sem fór mjög í taug- arnar á Sovétmönnum á þeim tíma. „Það var okkar helsta líflína að fremsta lýðræðisríki heims og flest önnur vestræn ríki viðurkenndu aldrei glæpinn,“ segir Kelam. Snerist fyrst um sannleikann Kelam rifjar upp í þessu samhengi að þegar sjálfstæðisbarátta Eystra- saltsríkjanna hófst af alvöru árið 1987 hafi hún fyrst um sinn snúist um að fá á hreint hvað hefði gerst í aðdraganda þess að Sovétríkin tóku ríkin yfir. „Við héldum stór mótmæli á 48 ára afmæli griðasáttmála Molo- tovs og Ribbentrops og kröfðumst þess að fá að vita hvað hefði gerst, hvort þetta hefði verið hernám, byggt á samkomulagi tveggja ein- ræðisherra, eða var það eins og okk- ur var kennt í skólunum að eistneska þjóðin hefði beðið um að ganga í hin miklu Sovétríki?“ Ári síðar hefði sannleikurinn kom- ið í ljós, þegar Gorbatsjoff, þáver- andi leiðtogi Sovétríkjanna, birti leyndu viðaukana við griðasáttmál- ann, en tilvist þeirra hafði alltaf ver- ið neitað. „Þá er eins og máltækið segir: „Sannleikurinn gerir yður frjálsan“. Það var augljóst af skjöl- unum að við höfðum rétt á frelsi okk- ar, því að við vorum fórnarlömb ólöglegs hernáms og þar af leiddi að þetta var „nauðungarhjónaband“ sem myndi ekki einu sinni krefjast lögformlegs „skilnaðar“,“ segir Ke- lam. Boltinn sem þá hafi farið að rúlla hafi verið óstöðvandi. Kelam segir að verulega hafi skort á uppgjör við kommúnismann eftir fall Sovéríkjanna. Skýr pólitísk og siðferðileg þörf sé á því að for- dæma glæpina sem framdir voru í nafni hans. „Ef slíkt uppgjör hefði átt sér stað fyrir 25 árum þegar Sov- étríkin leystust upp myndum við ekki búa við það vandamál sem Pút- ín og ágengni Rússa er í dag. Getur þú ímyndað þér að fyrrverandi liðs- foringi í Gestapo hefði getað orðið kanslari lýðræðisríkisins Þýska- lands?“ spyr Kelam og svarar því til að það væri óhugsandi, því að glæpir nasismans hefðu verið svo augljósir. „En ofursti í KGB getur ekki bara orðið þjóðhöfðingi Rússlands, heldur eru enn skýr tengsl á milli landsins og Sovétríkjanna. Ef við hefðum for- dæmt glæpi kommúnismans á skýr- an hátt þegar í stað hefði verið hægt að komast hjá þeirri stöðu sem er nú, þar sem menn hafa áhyggjur af því á hverjum einasta degi hvað Pút- ín muni gera og hvernig við getum brugðist við.“ Smáríki geta skipt sköpum Kelam segir að í þeim hnút sem alþjóðamál eru komin í geti lítil ríki eins og Ísland og Eistland skipt sköpum. „Í slíkri stöðu geta lítil ríki tekið skýrari afstöðu en þau stærri, því að þau bera minni byrðar af al- þjóðahagsmunum,“ segir Kelam. Hann segir framgöngu Íslands þeg- ar Eystrasaltsríkin fengu sjálfstæði þar gott dæmi. „Lítil ríki geta minnt hin stærri á hvaða gildi þau standa fyrir, á það hvað eining skiptir miklu máli og á það hvaða áhrif ákvarðanir stærri ríkjanna geta haft til lengri tíma, í staðinn fyrir að einbeita sér að „realpolitik“ dagsins í dag.“ Ke- lam segir það fagnaðarefni í þessu ljósi að Íslendingar minnist enn þess sem gerðist fyrir 25 árum og þess mikilvæga hlutverks sem landið gegndi í sjálfstæðisbaráttu Eystra- saltsríkjanna. Höfum upplifað allt Kelam segir að auðvitað sé litið á Rússa og ágengni þeirra sem ógn í Eystrasaltsríkjunum. „Sú ógn gæti orðið mjög raunhæf, því að Pútín gæti freistast til þess að reyna að veikja Atlantshafsbandalagið eða eyðileggja trúverðugleika þess með því að ráðast á eitt Eystrasaltsríkj- anna,“ segir Kelam. Markmiðið yrði að sýna fram á að bandalagið væri bara pappírstígur eða kjaftabandalag, sem gerði síðan ekkert þegar 50 eða 100 þúsund rússneskir hermenn væru komnir yfir landamærin. „Það myndi ekki snúast um Eystrasaltsríkin heldur Atlantshafsbandalagið, ríkin yrðu bara tæki í höndum Pútíns til að niðurlægja bandalagið.“ Kelam segir þó að íbúar Eystra- saltsríkjanna séu ekki of tauga- strekktir, af einfaldri ástæðu. „Við höfum upplifað allt sem alræðisríki getur gert. Ekkert gæti gerst sem er verra en það. Eystrasaltsríkin hafa aldrei staðið betur í sögunni, við erum í helstu bandalögunum, við eigum vini og tryggingar fyrir vörn- um og sjálfstæði okkar, sem eru ekki bara í orði.“ Refsiaðgerðirnar nauðsyn Kelam leggur áherslu á nauðsyn þess að ríki Vesturlanda standi sam- an gegn ágengni Rússa. „Það hefur verið mikil pressa á þessu ári til þess að létta á refsiaðgerðunum, en Pútín sjálfur hefur staðið sig vel í að rétt- læta áframhaldandi aðgerðir gegn sér,“ segir Kelam. Hann bætir við að margir stjórn- málamenn í Evrópu séu á því að að- gerðirnar virki ekki og að gagn- aðgerðir Pútíns hafi valdið þeim meiri skaða en Rússum. „En ef Evr- ópusambandið og Bandaríkin hefðu ekki tekið aðgerðirnar upp tel ég að Úkraína öll væri undir hervaldi Rússa í dag. Aðgerðirnar veiktu Pútín og drógu mátt úr áformum hans og það er mikið afrek,“ segir Kelam. Hann telur þetta vera spurningu um trúverðugleika vesturveldanna, því aðgerðirnar sýni samstöðu þeirra og andstöðu við ágengni. „Við verðum því að vera staðföst, þetta er taugastríð eins og í pókerspili við mafíósa. Þeir virða bara mátt og staðfestu. Ef enginn er tilbúinn til að standa fyrir sínu, þá virða þeir mann ekki,“ segir Kelam og vísar í hina frægu spurningu Stalíns: „Hversu margar herdeildir hefur páfinn?“ „En það eru ekki bara herdeildir sem skipta máli í þessu samhengi, það er hægt að sýna siðferðilegan styrk líka,“ segir Kelam. Dýrkeyptur lærdómur -En hvaða lærdóm má draga af sögu Eystrasaltsríkjanna og þeirri hálfu öld sem þau voru undir oki Sovétríkjanna? „Ég held að það sé sami lærdómur og hægt er að draga af München-samkomulaginu 1938. Ef þú reynir að forðast átök með því að láta undan ágengni verður verðið sem þarf að borga þúsund sinnum hærra,“ segir Kelam. Það geti reynst dýrkeypt að velta vandamálinu á undan sér með frið- þægingu. „Þetta er svipað og skað- inn sem gagnaðgerðir Rússa valda, já, margir óttast þær og þær valda óþægindum, en skaðinn af þeim er enginn á við þann sem stórstyrjöld getur valdið,“ segir Kelam að lokum. Litlar rispur geta fellt alræðisríki  Tunne Kelam, Evrópuþingmaður fyrir Eistland, vill að glæpir komm- únismans verði gerðir upp Morgunblaðið/Golli Eystrasaltsríkin Tunne Kelam á fyrirlestri sínum um baráttu Eystrasaltsríkjanna fyrir sjálfstæði. Hann segir að skort hafi á uppgjör við Sovétríkin og kommúnismann og segir að ekki megi láta undan ágengni Pútíns og Rússa. Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 www.kemi.is - kemi@kemi.is Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.