Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 HAUSTFATNAÐUR Hamraborg 10 – Sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14 Verið velkomin í sjónmælingu Traust og góð þjónusta í 20 ár Ásgeir Ingvarson ai@mbl.is Vöruframboðið hjá Ellingsen er í stöðugri þróun og segir Sölvi Snær Magnússon að í versluninni megi núna finna fatnað sem hentar nánast öllum tegundum útivistar. Sölvi er markaðs- og þjónustustjóri Ellingsen og segir hann að megi sjá á klæða- burði fólks á götum úti hvernig lífs- stíll Íslendinga hefur breyst til batn- aðar upp á síðkastið: „Útivistarfatnaður, sportfatnaður og tíska fléttast saman. Ætti t.d. ekki að koma á óvart að sjá samsetningu á borð við útivistarjakka með tískubux- um og sportskóm. Fólk fer á leikhús- og óperusýningar í veglegum dún- úlpum og skrifstofufólkið klæðir sig í Gore-Tex jakka utan yfir jakkafötin, og margir vilja láta áhugamálin og útivistarlífsstílinn sjást á fatnaðinum sem notaður er hversdags.“ Sorel kuldaskórnir eru strax farnir að seljast Meðal þeirra merkja sem finna má hjá Ellingsen nefnir Sölvi Columbia og Mountain Hardwear. „Svo má ekki gleyma Sorel kuldaskónum sem voru svo vinsælir síðasta vetur að þeir seld- ust upp í nóvember. Við pöntuðum því sérstaklega mikið af skóm í ár og nú þegar eru fyrstu pörin farin að seljast þó að sólin skíni enn.“ Sölvi leggur líka á það áherslu að Ellingsen hugsar vel um þarfir smá- fólksins. „Íslensku börnin eru í raun hinar einu sönnu útivistarhetjur landsins, þurfa að fara fótgangandi til og frá skólanum í hvaða veðri sem er og láta sér líka það vel að fara út í frí- mínútur í öllum veðrum. Fyrir þessa viðskiptavini höfum við mikið úrval af ullarsokkum, ullarundirfötum frá De- vold og kuldagöllum frá framleið- endum á borð við Columbia og Di- driksons.“ Allt sem er á listanum Foreldrar geta stundum átt erfitt með að átta sig á fataþörfum barnanna , og hvað þarf að vera til í fataskápnum áður en veturinn geng- ur í garð. Þar segir Sölvi að hjálpi mjög til að leikskólarnir og skólarnir gefa margir út innkaupalista sem hægt er að fylgja. „Við erum verslun þar sem má kaupa allt á listanum, hvort sem um er að ræða lista frá leikskólanum, eða nýliðalista björg- unarsveitanna. Allt þetta helsta eig- um við til.“ Spurður um nýjungar og framfarir nefnir Sölvi Out/dry-undraefnið frá Columbia. „Þetta er miðlag sem er al- gjörlega vatnshelt en andar samt sem áður. Outdry er meðal annars notað í gönguskóm sem eru miklu léttari en fólk á að venjast.“ En gamla góða ullin stendur líka alltaf fyrir sínu og segir Sölvi til dæmis að undirfatnaður úr ull hafi sjaldan verið vinsælli. „Við höfum selt ullarlínuna frá norska fyrirtækinu Devold í hálfa öld, og alltaf eru fleiri og fleiri að enduruppgötva hvað ullin er frábær.“ Fegrandi og vönduð Framleiðendurnir eru ekki aðeins að þróa ný efni heldur þurfa sniðin og útlitið að falla að kröfum neytenda. Þar sem íþrótta- og útivistarfatnaður verður æ stærri hluti af daglegum klæðnaði fólks þá þurfa fötin að vera klæðileg og fegrandi. „Krafan er að þessi fatnaður sé smart; að hann bæði „fúnkeri“ og sé fallegur. Fólk vill geta farið í sömu flíkinni á Laugaveginn í miðbænum og Laugaveginn við Landmannalaugar.“ „Útivistarfatnaður, sportfatnaður og tíska fléttast saman“  Íslendingar vilja útivistarfatnað sem hentar bæði á Laugaveginn í Reykjavík og Laugaveginn við Landmannalaugar  Nota- gildi og falleg hönnun þurfa að fara saman Morgunblaðið/Ófeigur Hreyfing Sölvi Snær hjá Ellingsen segir hægt að sjá breyttan lífsstíl landsmanna á klæðaburði fólks á götum úti. Mörkin milli útivistar- og íþróttafatnaðar og tískuflíka eru ekki jafn skýr og þau voru áður. Aðstæður Ekki má vera illa klæddur ef á að takast á við íslenska veturinn. Hlýir kuldagallar og skór sem halda táslunum þurrum eru ómissandi. Óstöðvandi „Íslensku börnin eru í raun hinar einu sönnu útivistarhetjur landsins,“ segir Sölvi Snær. Litríkir kuldagallar fyrir útileikina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.