Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 29
sem er vægast sagt ólík okkar. Ég ákvað strax að hýsa aftur næsta skólaár og þá kom hún Lily frá Þýskalandi til okkar og var hjá okk- ur síðasta vetur“. Jónína segir að þessar tvær stúlkur hafi gefið þeim mikið og kennt þeim margt. ,,Þær voru ólíkar ungar stúlkur og reynsl- an var mjög ólík á milli ára. Ég lít á þær báðar sem dætur mínar og son- ur minn lítur á þær sem systur sínar og þær verða alltaf hluti af okkur. Lily var síðan varla lent heima í Þýskalandi þegar hún bókaði flug til að koma í heimsókn til okkar í jan- úar næstkomandi og við hlökkum al- veg rosalega mikið til að fá hana aft- ur.“ Árið fer vel af stað En aftur að Vesturlandsdeild AFS. Jónína er tengiliður fjöl- skyldna í vetur, en tilgangur þess er að miðla upplýsingum og þétta hóp- inn. „Ég nota reynslu mína sem bæði fyrrverandi skiptinemi og fyrrver- andi fósturfjölskylda til að veita ráð- gjöf til fósturfjölskyldnanna og þeim er velkomið að leita ráða hjá mér.“ Jónína segir að fókus Vesturlands- deildarinnar sé fósturfjölskyldur, en án þeirra væri ekki hægt að standa í nemendaskiptum. „Ég hef brenn- andi áhuga á uppbyggingu starfsins í kringum fjölskyldurnar. Þaðan kem- ur grunnurinn að hugmyndinni um fjölskylduhelgi AFS sem og titlinum „tengiliður fjölskyldna“. Skiptinema- árið fer vel af stað, segir Jónína, og fjölskyldurnar eru nú þegar farnar að kynnast nokkuð vel. ,,Við erum með opinn Facebook-hóp, Vest- urlandsdeild AFS, sem við tölum saman á, deilum upplifun okkar og myndum og leitum ráða hvert hjá öðru. Í vetur ætlum við að hittast með nemunum á Vesturlandi en einnig leitum við að fleiri sjálf- boðaliðum hér sem eru til í að taka þátt í starfinu.“ Á Vesturlandi eru núna sex skipti- nemar. Í Dalabyggð eru þrír nemar, stelpur frá Frakklandi og Danmörku og strákur frá Brasilíu. Í Grund- arfirði er strákur frá Bandaríkjunum og tveir strákar eru frá Ítalíu, annar á Akranesi og Niccoló í Borgarfirði. Í fyrra voru þrír nemar á Vesturlandi og er Jónína mjög ánægð með þessa fjölgun nema í landshlutanum. ,,Á landinu öllu eru 34 skiptinemar þetta skólaárið sem komu til landsins 19. ágúst. Af þessum 34 nemum eru fjór- ir í svokölluðu ECTP-prógrammi sem er í þrjá mánuði, hinir 30 dvelja í 10 mánuði hjá fósturfjölskyldum sín- um á Íslandi og ganga í skóla með ís- lenskum krökkum. Flestir eru í framhaldsskólum víðs vegar um landið en sumir nemar fara í 10. bekk grunnskóla. Það er gert þegar áhugasamar fjölskyldur búa á svæð- um þar sem ekki eru framhalds- skólar í nágrenninu.“ Allt sem AFS stendur fyrir segir Jónína að sér þyki mjög áhugavert og að hennar eigin skiptinemadvöl hafi verið ein besta reynsla lífs síns. ,,Dvölin var erfið, ég gekk í gegnum mikinn rússíbana en komst í gegnum árið. Þetta er ekki allt dans á rósum og skiptinemar þurfa að takast á við ýmislegt erfitt. T.d. er menning- arsjokk óumflýjanlegur fylgifiskur þess að vera skiptinemi og það fer ekki alltaf eftir fjarlægð milli land- anna eða hver fer í ólíkustu menn- inguna hversu mikið menningar- sjokk nemar fá, heldur hversu vel undirbúnir og opnir þeir eru fyrir þessu nýja lífi. Reynsla hvers og eins er eins ólík og skiptinemarnir eru margir. En þegar upp er staðið situr eftir lífsreynsla sem skilur eftir frá- bærar minningar og ómetanlega reynslu þar sem maður lærir að þekkja sjálfan sig betur, aðra menn- ingu sem og eigin menningu.“ Jón- ína telur að hún geti talað fyrir flesta ef ekki alla fyrrverandi skiptinema að þessari lífsreynslu myndi maður hvað síðast skipta út fyrir eitthvað annað. „Maður býr að þessu alla ævi, maður eignast fjölskyldu og vini í hýsingarlandinu sínu og það land verður alltaf manns annað heima- land. Ég held ég hafi einfaldlega ekki orðaforða til að lýsa því hversu þakklát ég er fyrir að hafa fengið tækifæri til að vera skiptinemi og fá svo að halda áfram að vera hluti af þeirri menningu sem AFS er.“ FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Forráðamenn lögaðila, sem enn hafa ekki staðið skil á skattframtali 2016 ásamt ársreikningi, eru hvattir til að annast skil hið allra fyrsta. Skráður lögaðili skal ætíð skila skattframtali vegna undangengins reikningsárs þrátt fyrir að engin eiginleg starfsemi eða rekstur hafi átt sér stað á reikningsárinu. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Skattframtali og ársreikningi ber að skila rafrænt á skattur.is. Álagning opinberra gjalda 2016 á lögaðila vegna rekstrarársins 2015 fer fram í október nk. Framtalsfrestur lögaðila er liðinn Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2016 442 1000 Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is skattur.is Sigurður Ægisson Siglufirði Í blíðskaparveðri 3. september síð- astliðinn fór Björn Z. Ásgrímsson ásamt þeim Ásgrími Angantýssyni og Hannibal Jónssyni út í Nesskrið- ur í norðaustanverðum Siglufirði þeirra erinda að gera skriðurnar auðveldari yfirferðar. Að sögn Björns var verkefnið tvíþætt, ann- arsvegar að endurbæta það sem gert var í fyrra og hinsvegar að auðvelda aðgengi í fleiri giljum. „Við nutum einnig aðstoðar Skúla Jónssonar við undirbúning verkefn- isins og Hjálmar Jóhannesson á bátnum Gústa sigldi með menn og búnað að Nesskriðum,“ segir Björn. Settar voru upp stikur á nokkrum stöðum svo heppileg gönguleið verði meira áberandi. Miklar breytingar urðu í giljunum eftir gríðarleg skriðuföll í lok ágúst í fyrra og þá sérstaklega við gilið sunnan við svo- nefndan Helluhrygg, sem er mjög erfitt yfirferðar. Þeir félagar komu þar fyrir keðjum á báðum gilbörm- um sem mun veita aukið öryggi og nauðsynlegan stuðning þegar farið er ofan í og upp úr gilinu. Við næsta gil til suðurs var settur kaðall og áberandi stika. Þetta gil er það fyrsta sem komið er að ef gengið er frá Siglufirði. Í tveimur minni giljum norðan Helluhryggjar var borað fyr- ir stuttum keðjum í klettaveggjum sem eru einskonar höldur sem hægt að grípa til þegar skotist er fyrir gil- in. Eftir framkvæmdirnar ætti þessi ágæta gönguleið að vera auðveldari og öruggari, að sögn Björns, en auð- vitað þarf að fara varlega þar sem leiðin verður seint hættulaus. Samgöngubætur í Nesskriðum  Setja keðjur og kaðla á gilbarma við Helluhrygg og stikur á nokkrum stöðum Keðjur Hannibal Jónsson gengur frá keðjum við Helluhrygg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.