Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 ÞEGAR GÆÐIN SKIPTA MÁLI CROWN TRÉRENNIJÁRN, STUBAI ÚTSKURÐARJÁRN, TORMEK HVERFISTEINAR, SJÖBERGS HEFILBEKKIR & MORA TÁLGUHNÍFAR Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Hópur tónlistarmanna hyggst með tónleikum minnast þess að 50 ár eru liðin síðan Bítlarnir sendu frá sér plötuna Revolver. Áður hefur hóp- urinn spilað Hvíta albúmið og Abbey Road í heild sinni á tónleikum hér- lendis. Tónleikarnir verða í Græna herberginu í Reykjavík í kvöld kl. 22 og á Græna hattinum á Akureyri annað kvöld kl. 22. „Eins og alltaf leikum við plötuna í heild sinni fyrir hlé og spilum svo sæg af perlum Bítlanna í seinni hálf- leik,“ segir í tilkynningu frá hópn- um. Hann skipa Hlynur Ben, Hannes Friðbjarnarson, Þorgils Björg- vinsson, Birgir Þórisson, Brynjar Páll Björnsson og Ingvar Val- geirsson. Revolver kom út 5. ágúst 1966 og þótti endurskilgreina rokktónlist- ina. „Þessi stærsta rokkhljómsveit heims kom aðdáendum sínum í opna skjöldu með framúrstefnulegum út- setningum og lagasmíðum sem fólk hafði ekki vanist fram að því. Ári áð- ur höfðu þeir gefið út Rubber Soul sem hafði sett nýjan tón hvað laga- smíðar og yrkisefni varðaði en nú höfðu þeir kollvarpað öllum lög- málum popp- og rokktónlistar. Tón- listarmenn fóru að hugsa og skapa á annan hátt en áður því fyrst Bítl- arnir komust upp með það þá hlutu þeir að geta það líka. Þannig breyttu fjórmenningarnir frá Liver- pool tónlistarsögunni enn á ný með 14 ólíkum og ótrúlegum lögum,“ segir í tilkynningu, en meðal laga plötunnar eru „Taxman“, „Eleanor Rigby“, „Here, There and Everyw- here“, „Yellow Submarine“, „Good Day Sunshine“, „And Your Bird Can Sing“ og „For No One“. Ljósmynd/Parlophone Music Sweden Bítlarnir Ringo Starr, George Harrison, John Lennon og Paul McCartney á tónleikaferðalaginu Magical Mystery Tour á sjöunda áratugnum. Revolver flutt í heild Heimildarmyndin Garnfjallar um róttæka hug-sjónalistamenn semtengjast tryggðaböndum í gegnum listsköpun sína og ást á vefnaði. Myndin dregur upp svip- myndir af fjórum listakonum af ólík- um uppruna. Hver um sig hefur vak- ið athygli fyrir óhefðbundnar og frumlegar aðferðir við að koma vefn- aðarlist sinni á framfæri. Garn er lit- ríkt og alþjóðlegt ferðalag sem hefst á Íslandi þar sem fræi hennar var sáð í heimahögum leikstjóranna Unu Lorenzen, Þórðar Jónssonar og Heather Millards. Myndin leitast við að kollvarpa gamalgrónum hug- myndum um eðli hekls og prjóna- mennsku og sýnir þessar fornu iðnir frekar í ljósi vinsællar og byltingar- kenndrar nútímalistar sem miðar að því að tengja mannfólkið á einn eða annan hátt. Boðskapurinn er sá að þessi gerð vefnaðar þarf hvorki að vera eingöngu nytjalist né hann- yrðir, þótt það sé heldur ekki kapps- mál að hann verði jafn stofnana- væddur og fagurfræðilega hábornar sjónlistir eða hátískuhönnun. Um- fram allt bendir myndin á að vefn- aður er ekki og hefur aldrei verið einhver ómerkileg kvennaiðn sem er boðleg lítillækkandi yfirsjón. Slík ábending er þörf því afskriftir á verðleikum og listfengi kvenna hafa löngum verið ráðandi í sögulegum skilningi. Þær má meira að segja rekja aftur í grísk/rómversku goða- fræðina og söguna um Aröknu, ein- staklega handlagna almúgakonu sem stóð staðfastlega á því að sinn metn- aðarfulli vefnaður væri engu síðri en verk hannyrða- og viskugyðjunnar Aþenu. Sagan segir að hrokafullri gyðjunni hafi svo misboðið fram- hleypni Aröknu að hún breytti henni í könguló og dæmdi hana og niðja hennar til þess að spinna einungis nytjavef um ókomna tíð. Listakonurnar fjórar sem myndin segir af hafa allar mætt ákveðnum afskriftum og samfélagslegu mót- læti, hvort sem það tengist mis- munun ólíkra listgreina, kynjamis- rétti eða synjun á nýtingu borgar- landslagsins, en mótlætið virðist aðeins styrkja listsköpun þeirra og hugsjónir. Tinna Þórudóttir Þor- valdar er fyrst kynnt til sögunnar. Hún eltir íslensku kindina upp á heiði og kynnir áhorfendur fyrir ull- argarninu. Tinna er femínisti og sjálfstætt starfandi heklari sem bendir á þá plagandi hugsana- skekkju að ekkert þyki eðlilegra en að konur sinni hannyrðum en ef karl- maður tekur upp á prjóna þá vekur það undrun og jafnvel aðdáun. Tinna notar list sína til að klæða borgar- landslagið, sem að hennar mati er karllægt, móðurlegri hlýju með hekl- graffití. Aðgerðasinninn Olek er öllu róttækari en Tinna. Olek er fædd og uppalin í Póllandi en náði ekki að láta ljós sitt skína í sósíalismanum þar svo hún flutti sig um set og tók New York með trompi. Hún hylur gjarn- an þekktar byggingar, skúlptúra og fólk með hekli í súrrealískum gjörn- ingum. List hennar er einnig farin að ryðja sér til rúms í hefðbundnum sýningarrýmum þar sem hún skákar gjarnan æðsta stigi sjónlista, mál- aralistinni, en Olek telur þá listgrein vera sterklega litaða af karlrembu. Japaninn Toshiko MacAdam lætur kynjapólitíkina lönd og leið en er engu að síður framsækin í sinni list. Hún er þekktust fyrir risastóra vefs- kúlptúra sem fyrst um sinn voru settir á stöpla og sýndir í hefð- bundnum sýningarrýmum en með tímanum hefur hún fært listsköpun sína út í borgarlandslagið með gagn- virkum netskúlptúra-leiktækjum fyrir börn, hekluðum úr stórgerðum og skærlitum nælonþráðum. Vefn- aðarlist Norðmannsins Tilde Björ- fors á minnstu samleiðina með hin- um áðurnefndu. Hún er höfundur sirkusverksins Knitting Peace þar sem útgangspunkturinn var garn og spuni, jafnt í sviðsmynd sem og efn- islega. Í verkinu stíga á svið áhuga- verðir gjörningslistamenn sem upp- lifað hafa persónulegar krísur eða mótlæti og vilja miðla reynslu sinni af því hvernig þeir spunnu sér leið að sjálfsþekkingu og hugarró til áhorf- enda. Fleiri spunalistakonur koma við sögu myndarinnar. Bandaríska skáldið Barbara Kingsolver fer með prósaverk sitt „Where It Begins“ sem sögumaður myndarinnar en verkið fjallar um garn og spuna með öllu sem því viðkemur. Mjög magn- aðar hreyfimyndir og grafískar myndfléttur leikstjórans Unu Lo- renzen hjálpa einnig til við að binda myndina saman. Í þeim eru ýmist gamlar ljósmyndir af spinnandi kon- um eða sérlega eftirtektarverðar stillimyndir af garni á lífrænu ferða- lagi, grunnur að hreyfimyndasögum sem binda saman ólíka frásagnar- þætti, jafnt í tíma sem rúmi. Garn er pólitísk mynd um listir, hugheila samstöðu og löngu tíma- bærar tilfærslur. Stundum er hljóð myndarinnar ekki alveg nógu gott og á stöku stað kemur örlítið of mikill slaki á söguþráðinn. Textinn er oft tónaður um of niður, sérstaklega undir skrautlegum og á tíðum kald- hæðnum orðaflaumi Tinnu. Myndin er glettin, hún sýnir og sannar að niðjar Aröknu halda áfram að spinna sinn vefnað af mikilli kostgæfni og láta ekki viðkvæmt dramb feðraveld- isins og fagurfræðilegs listahefðar- veldis á sig fá. Framsæknir spunameistarar láta ekki að sér hæða Vefur „Myndin er glettin, hún sýnir og sannar að niðjar Aröknu halda áfram að spinna sinn vefnað af mikilli kost- gæfni og láta ekki viðkvæmt dramb feðraveldisins og fagurfræðilegs listahefðarveldis á sig fá,“ segir um Garn. Bíó Paradís Garn/Yarn bbbmn Leikstjórn og hreyfimyndasköpun: Una Lorenzen. Leikstjórn og framleiðsla: Þórður Jónsson og Heather Millard. Handrit: Krishan Arora. Sögumaður og höfundur sögumannsprósa: Barbara Kingsolver. Kvikmyndataka: Iga Mikler. Klipping: Þórunn Hafstad. Tónlist: Örn Eldjárn og Samuel ‘LoopTok’ And- ersson. Heimildarmynd. 77 mín. Ísland, 2016. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Hekl-graffití „Tinna notar list sína til að klæða borgarlandslagið, sem að hennar mati er karllægt, móðurlegri hlýju með hekl-graffití,“ segir í rýni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.