Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 ✝ HrafnkellHilmar fæddist í Reykjavík 12. júlí 1946. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík 1. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Sigrún Þórð- ardóttir húsmóðir og vökukona, f. 5. júní 1926, d. 13. mars 2014, og Kristján Alex- andersson kjötiðnaðarmaður, f. 2. maí 1924, d. 3. apríl 2014. Systkini Hrafnkels eru Þórður, f. 6. nóvember 1944, Svan- fríður, f. 10. ágúst 1952, Birna, f. 4. ágúst 1955, og Alexander, f. 2. október 1957. Hrafnkell Hilmar kvæntist Bryndísi Sigurgeirsdóttur 27. júní 1970. Börn Hrafnkels og Hrafnkelsdóttir, f. 20. ágúst 1982. Eiginmaður hennar er Sigmar Ingi Kristmundsson. Helena Rós á þrjá syni, elstur er Hjörtur Hilmar og synir þeirra Sigmars eru Magnús Ingi og Aron Ingi. Hrafnkell stundaði ýmis störf á sínum yngri árum. Hann sótti sjóinn um tíma, var á bátum frá Grindavík og Keflavík og á síld frá Ólafsvík. Hann lagði líka stund á smíðar og var á samningi í þeirri iðn- grein á tímabili. Eftir það fór hann að vinna í kjötvinnslunni Búrfelli við hlið föður síns, sem var kjötiðnaðarmaður, en síðan hóf hann störf hjá Jarð- borunum ríkisins. Hjónin fluttu austur á Egilsstaði 1979 þar sem Hrafnkell starfaði við múrverk í skamman tíma en lengst af starfaði hann hjá Raf- magnsveitum ríkisins á Austur- landi sem línumaður og síðar sem vörubílstjóri. Hrafnkell bjó á Egilsstöðum til æviloka. Útför Hrafnkels fór fram 10. september 2016 frá Egilsstaða- kirkju. Bryndísar eru: 1) Sigurgeir Hrafn- kelsson, f. 28. mars 1969. Sam- býliskona hans er Sigríður Sigurð- ardóttir. Sigurgeir á fjögur börn, elst eru Bryndís, Anna, Ólöf og Hrafnkell Hilmar en synir þeirra Sigríðar eru Sigurður Alex og Baldur Þór. 2) Kristján Hrafnkelsson, f. 16. ágúst 1972. Unnusta hans er Guð- björg Helga Jónsdóttir. 3) Íris Hrafnkelsdóttir, f. 8. október 1973. Eiginmaður hennar er Alexander Örn Arnarson. Son- ur þeirra er Davíð Ísar en börn Alexanders, stjúpbörn Ír- isar, eru Kristján Örn og Vikt- oría Dröfn. 4) Helena Rós Elsku pabbi, ég trúi varla að ég sé að skrifa minningargrein til þín, það er eins og það hafi verið í gær sem við komum öll austur til að vera með þér á af- mælinu þínu 12. júlí síðastliðinn og áttum við góðar stundir saman sem ég er svo þakklát fyrir að eiga í minningabank- anum í dag. Það er ótrúlegt hvernig lífið getur tekið u-beygju á einu augabragði sem kennir manni vonandi að staldra meira við, njóta stundanna og búa til fleiri minningar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka eru ferðirnar með þér á vöru- bílnum þegar þú varst að keyra staura og kefli niður á firði í vinnu þinni hjá Rarik. Þú ne- staðir okkur upp með prins og appelsíni og var það hápunktur ferðarinnar. Mér er líka minnistætt þegar ég, þú og mamma fórum á tor- færukeppni í Vík í Mýrdal og gistum í tjaldi í brjáluðu veðri og endaði ferðin á því að tjald- inu var hent í tunnuna á leið okkar út af tjaldsvæðinu þar sem það hafði rifnað í þrígang í rokinu. Okkur fannst alltaf gaman að rifja þessa ferð upp og hlæja að þessu þó svo okkur hafi kannski ekki verið eins skemmt þegar á þessu öllu stóð. Minningarnar eru ótal marg- ar og hjálpa manni að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Ég elska þig og sakna þín sárt. Hvíldu í friði, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Betri pabba er vart hægt að finna. Appelsín og prins alla leið. Þín Helena Rós. Elskulegi mágur minn Hrafnkell Hilmar Kristjánsson lést þann 1. september á gjör- gæsludeild á Landspítalanum í Fossvogi. Ég minnist hans í fáeinum orðum. Hann var ljúfur mágur og tók alltaf opnum örmum á móti mér. Síðustu árin dvaldi ég hjá þeim hjónum bæði á sumrin og veturna, með mér kom alltaf hundurinn minn, hún Gola. Oft talaði hann um það hvort við systur ætluðum að stofna dýra- garð, en fyrir á heimilinu var heimiliskötturinn hún Snælda og Tótó, nú og ekki má gleyma páfagaukunum. Við brölluðum ýmislegt á Ár- tröðinni á Egilsstöðum, t.d. stigum við villtan dans bæði úti á palli sem og inni. Hann var mjög spaugsamur, kom með alltaf með svör við öllu. Hann var dugnaðarforkur, það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, alltaf tilbúinn að hjálpa. Börn þeirra hjóna eru mér eins og mínar dætur enda ólust þau upp í næsta húsi á Egils- stöðum. Ég bið Guð að vernda hann og minninguna um hann geymi ég í mínu hjarta. Ég votta fjöl- skyldu hans mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning hans. Rut Sigurgeirsdóttir. Hrafnkell Hilmar Kristjánsson ✝ Jón Stef-ánsson fæddist að Hlíð í Lóni 12. september 1919. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu á Höfn 22. júlí 2016. Foreldrar hans voru Stefán Jóns- son, bóndi og hreppstjóri, og Kristín Jónsdóttir kona hans. Jón ólst upp á miklu menn- ingarheimili í stórum hópi systkina og varð snemma atorkumaður til allra starfa, góður smiður á tré og járn. Jón eignaðist fyrsta nýja Wil- lys-jeppann sem kom í sveitina 1946 og ári seinna keypti hann vörubíl sem átti auðveld- ara með að hafa að baki jök- og Sigursteinn Örn. Fyrir átti Jón dótturina Þórhildi Maríu. 3) Páll Ásgeir, f. 11. júlí 1968. Sambýliskona hans er Sólveig María Hauksdóttir og börn þeirra eru Inga Sóley, Eva Ósk og Reynir Þór. Fyrir átti Páll soninn Val Frey með Bjarnveigu Steinunni Steins- dóttur. Börn Rögnu frá fyrra hjónabandi eru: i) Áslaug Inga Eiríksdóttir, f. 21. júlí 1950. Hennar maður er Óskar Þor- leifsson og á hann eina dóttur, Helgu, og ii) Guðmundur Gunnar Eiríksson, f. 4. desem- ber 1951. Kona hans er Sigrún Snorradóttir og synir þeirra eru Eiríkur og Arnar Jón. Jón tók við búi foreldra sinna og byggði þar allt upp og ræktaði tugi hektara lands á fáum árum en saman gerðu þau hjónin jörðina Hlíð að stórbýli sem hann unni mjög. Útför Jóns fór fram frá Hafnarkirkju 30. júlí 2016. ulsá en venjulegir bílar, árið 1956 keypti hann Cervolet-vörubíl. Með þessum tækj- um vann hann mikið í vega- og brúargerð auk þess sem hann var bóndi frá unga aldri. Hann kvænt- ist Rögnu Sigríði Gunnarsdóttir frá Vík í Lóni 1. júní 1963. Börn þeirra eru: 1) Kristín Laufey, f. 21. júní 1963, sam- býlismaður hennar er Bjarni Bjarnason og eiga þau tvö börn; Hörpu Dagbjörtu og Einar Birki. 2) Svava Herdís, f. 11. janúar 1967, hennar maður er Jón Þór Sig- ursteinsson. Börn þeirra eru Magnús Smári, Stefán Reynir Þú ert horfin hljóð ég sakna hvergi lengur skjól að fá ein ég sofna ein ég vakna enginn strýkur vota brá. Höndin sem mér hlýju veitti hjartað sem mér ástúð gaf bros sem líf mitt blómum skreytti burtu hvarf í tímans haf. Langt að baki ljósir dagar lífsins sporum fækkar enn gullin blóm og grænir hagar gefast munu okkur senn. Ennþá vakir innsta þráin eftir liðin gleðidag falla lauf og fölnar bráin fagurt komið sólarlag Nú ertu farinn í ferðina miklu til nýrra verkefna samt veit ég að þú ert á gömlum slóð- um, þú sagðist vera að fara heim að smala, það kom engum að óvart Fjallið hefur komið á móti þér á miðri leið og þið fallist í faðma þar sem þú áttir flest sporin Þakka þér öll árin okkar, elsku vinur. Þín Ragna. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku afi, við þökkum þér samfylgdina frá fyrstu tíð. þínir vinir, Einar og Harpa. Jón Stefánsson Elsku mamma. Fyrir aðeins nokkrum mánuðum hringdir þú í mig og sagðir mér að læknirinn hefði hringt í þig vegna blóðprufu sem sýndi að ekki var allt eðlilegt. Eftir þetta símtal fórum við margoft til læknis, í ýmsar prufur og myndatökur. Loksins þremur mánuðum seinna fengum við nið- urstöðu í málið. Hún var ekki sú sem við vildum heyra en samt var mikill léttir að þessari enda- lausu bið var lokið. Nú gátum við farið að vinna að verkefninu. Þetta var ekki lítið verkefni sem lagt var á herðar þínar, krabba- mein á 4. stigi, en þú ótrúlega kona. Eftir nokkur tár sá maður hörkuna koma í svipinn þinn og þú sagðir: „Guðbjörg, þetta er bara verkefni og það þýðir ekk- ert annað en að takast á við það með reisn“. Og þú heldur betur stóðst við það. Mættir í lyfjameðferð með eldrauðan varalit og eyrnalokka, neglurnar lakkaðar og alltaf brosandi, gafst af þér hlýju, spjallaðir og áttir þínar fínustu stundir þarna. Eftir þína fjórðu lyfjameðferð fékkstu alvarlega sýkingu í munn og háls sem gerði það að verkum að þú áttir erfitt með að borða og kyngja, þar til það var orðið ómögulegt. Þú fékkst næringu í æð, síðar kom sýking í kvið og þá kom hvellurinn. Á tveimur sólar- hringum varstu hrifsuð úr fangi okkar. Á skömmum tíma breytt- ist allt og nú þurfum við sem eft- ir erum að læra að lifa án þín, elsku mamma. Alla mína ævi hef ég getað leitað til þín, með alla mína sigra og sorgir. Sú stund sem ber Þorbjörg Halldóra Gunnarsdóttir ✝ Þorbjörg Hall-dóra Gunn- arsdóttir fæddist 19. desember 1959. Hún lést 29. ágúst 2016. Útför Þor- bjargar fór fram 8. september 2016. hæst er fæðing hans Loga Þórs, þegar þú varst við hlið mér allan tím- ann og sú fyrsta sem fékkst að halda á þessum ömmu- prins. Þú varst svo montin af þessari stund sem við átt- um saman og svo ofboðslega stolt af mér. Það er mér einnig minnis- stætt þegar ég var unglingur. Ég fékk ótrúlega oft að heyra það frá vinkonum mínum að ég ætti algjörlega bestu mömmuna. Stundum var ég nú ekki sam- mála en í dag átta ég mig á því hvað þær meintu. Þú tókst öllum mínum vinkon- um opnum örmum, varðst meira að segja trúnaðarvinkona þeirra og áttir það til að grípa fram fyr- ir hendurnar á foreldrum þeirra. Þú varst æði. Hress og kát og alltaf svo ótrúlega flott, fín og fé- lagslynd. Þó svo að þú hafir oft haft hátt og elskað að hafa fólk í kringum þig þá varstu með ein- dæmum heimakær. Þú elskaðir þær stundir sem þú fékkst frið heima hjá þér, kveiktir á sjón- varpinu og prjónaðir. Þér þótti samt svo innilega vænt um þær stundir þegar við systkinin kom- um, hentum okkur í sófann hjá þér og vorum bara hjá þér í þögninni. Þar áttum við okkar bestu stundir saman, mamma, sérstaklega núna síðustu mán- uði. Elsku mamma. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín. Takk fyrir stuðning- inn, gleðina, fjörið og ástina sem þú hefur gefið mér síðustu 36 ár. Ég elska þig og sakna þín alveg ógurlega en eins og ég hef sagt við Emmu Lísu og Loga Þór þá býrð þú í hjarta okkar og við getum ávallt talað við þig og þú munt leiða okkur áfram í gegn- um lífið. Þar til næst, elsku ástin mín. Guðbjörg Magnúsdóttir. Hún Obba mín hefur nú kvatt þetta líf eftir stutta en harða og hetjulega baráttu við krabba- mein. Nú er hún ekki heima þeg- ar ég kem í bæinn, svarar ekki símanum þegar ég hringi og hún kemur ekki til mín í Gamla fjós- ið. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku Obba mín. Stundum dag- legt samband og stundum liðu vikur á milli þess að við vorum í sambandi eftir því hvar við vor- um staddar í lífshlaupi okkar en allaf sömu vinkonurnar. Það verður vinna að læra að vera án þín. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir vin, þakklát fyrir sumarið sem ég átti með þér í fyrra hér í sveitinni minni, ferðina okkar til London í haust, áramótin síðustu og öll 35 árin okkar. Líf okkar hefur verið svo samfléttað, Obba – Heiða – vin- átta að það verður erfitt þegar vantar eitt bandið í fléttuna en nú verður hún byggð á fallegum minningum um þig. Elsku Gunn- ar, Guðbjörg, Andri, Linda og Berglind, börnin sem hún var svo stolt af og aðrir ástvinir, megi æðri máttur vera með okk- ur. Minning um frábæra konu lifir í hjörtum okkar. Heiða Björg Scheving. Lífið er því miður ekki alltaf sanngjarnt eða réttlátt. Í dag kveðjum við elsku Obbu okkar sem kvaddi þennan heim alltof fljótt, aðeins 56 ára gömul, eftir stutta, erfiða og snarpa baráttu við krabbamein. Við eigum góðar minningar sem munu lifa áfram með okkur og afkomendum hennar og það er virkilega erfitt að kveðja. Sár- astur er missirinn fyrir eftirlif- andi móður sem nú fylgir dóttur sinni til grafar og börn Obbu og barnabörn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir allt og allt í gegn- um árin, elsku Obba. Sigurður, Rannveig og Sævar Ingi. Ég kynntist Hreiðari tengda- föður mínum fljót- lega eftir að ég varð skotinn í dótt- ur hans og fór að sniglast um heimili hans og Dóru tengda- mömmu. Það voru góð kynni frá upphafi og hreint ekki sjálfgefið að menntaskólapésa, sem dúkk- ar upp einn daginn, sé strax svo vel tekið – sem einum af fjöl- skyldunni. Hreiðar var ákafur bíla- áhugamaður, vann þá á verk- stæðinu Þórshamri og gerði talsvert af því að grafa upp bíla sem þörfnuðust ýmissa lagfær- inga og hann kom í stand fyrir dætur sínar. Þær komust á bíl- prófsaldur hver á fætur annarri þegar þarna var komið sögu. Við Adda fengum að njóta þessa. Hún og Hemma áttu saman hinn stórmerkilega, dyntótta og reimdrifna Daf sem Hreiðar var stoltur af. Við tók- um saman í gegn lítinn Datsun sem var ökutækið okkar Öddu í nokkur ár. Þá eyddum við Hreiðar Steingrímsson ✝ Hreiðar Stein-grímsson fædd- ist 17. desember 1942. Hann lést 28. ágúst 2016. Útför Hreiðars fór fram 7. september 2016. ófáum frístundum í viðgerðastarf. Hreiðar kunni öll trixin í bókinni og ég bý enn að mörgu sem hann kenndi mér í bíla- brasi. Löngu seinna söðlaði Hreiðar algjörlega um og fór að vinna á endurhæfingar- deildinni á Krist- nesi, hlúði þar að tækjum en mest að lasburða fólki. Ný verkefni leysti hann með glæsi- brag og var dáður í starfi. Árin sem ég fékk með hléum að búa í Norðurbyggðinni með Öddu og fjölskyldu hennar eru með bestu árum lífs míns. Það á ég ekki síst að þakka Hreiðari og Dóru. Við Adda eignuðumst Styrmi í Reykjavík og eftir að við blessunarlega fluttum til Akur- eyrar aftur bættust Bjarmi og Embla í hópinn. Krakkarnir gátu ekki óskað sér betri afa sem var mátulega stríðinn en líka fullur af hlýju og tíma. Stundirnar sem þau öll áttu á löngu aldursbili í hjólhýsinu í Vaglaskógi með afa og ömmu eru ómetanlegar. Við verðum að merkja á kort öll nýju örnefnin sem til urðu á gönguferðum um skóginn: Stigastígur, Miklagil, Litla mikla gil, Tígulsteinabrú og Tígulsteinagil svo fátt eitt sé nefnt. Hreiðar var hjálpsemin upp- máluð alla tíð. Þegar eitthvað stóð til var hann mættur í máln- ingargalla með vinnuvettlinga eða það sem við átti. Oft finnst mér einkenni á þeim sem hefur einhverja dyggð svo ríkulega til að bera, eins og hjálpsemi, að hann eigi erfitt með að þiggja hana frá öðrum. Hreiðari fannst ekki auðvelt að biðja um hjálp eða þiggja hana. Eftir að hann veiktist af krabbameininu kom þetta í ljós en ástæðan var líka önnur: Hann neitaði að láta veikindin skilgreina sig. Það tókst honum vel. Jafnvel eftir að þau voru orðin augljós. Þótt stuttar göngur væru afrek und- ir það síðasta þá lét hann engan fara með vitið úr húsinu og fylgdi öllum til dyra. Aðdáun- arvert og lærdómur fyrir marga sem glíma við minni vanda. Ég er afar þakklátur fyrir að fá að kynnast því hvernig Hreiðar tókst á við veikindi sín og ég veit að sú lærdómsríka reynsla á eftir að fylgja mér alla þá daga sem mér falla í skaut. Mér eru sérstaklega kærir fáeinir bíltúrar sem við náðum saman á síðustu tveimur árum – sá lengsti í Holuhraun í tveimur atrennum síðasta haust. Þá naut sín fjallakarlinn, sagnamaðurinn og fróðleiks- brunnurinn sem var svo gaman að hafa að samferðamanni. Takk fyrir allt, elsku tengda- pabbi. Þórgnýr Dýrfjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.