Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Fallegir kjólar Túnikur Bolir Peysur Buxur O.fl. Mikið úrval Ný sending Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin bmvalla.is PIPA R\TBW A • SÍA • 163855 Nýttu þér ráðgjöf landslagsarkitekta okkar. Þeir aðstoða þig við efnisval og hjálpa þér að útfæra hugmyndir þínar um fallegan garð. Frí ráðgjöf landslagsarkitekta Bókaðu tíma í síma 412 5050 Kláraðu innkeyrsluna fyrir haustið Við aðstoðum þig að velja rétta efnið í innkeyrsluna. „Við höfum ekki fundið fyrir neinu nema góðri umgengni og góðri stemmingu hingað til í ár,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, skála- vörður hjá Ferðafélagi Íslands. En eins og þekkt er orðið þá var mikið vesen á svipuðum tíma í fyrra hjá Ferðafélaginu. Nú er sá tími kominn að félagið tekur af vatn, lokar og læsir skálum við Einifell, í Hvítárnesi, Þver- brekknamúla og í Þjófadölum og víðar. En það þýðir ekki endilega að fólk hætti að sækja á þessa staði og því er hætta á innbrotum í skál- ana eins og gerðist í fyrra. En þess má geta að þótt skál- arnir séu ekki opnir almenningi eru neyðaropnanir í öllum þeirra. Fólk sem kemst inn í anddyri þeirra kemst í neyðarstöð. En ætti auðvit- að ekki að brjóta sér leið inn í þá nema í neyð. Mörg innbrot í skálana í fyrra Félagið lenti í því í fyrra að fólk hafði brotist inní Baldursskála og gluggar voru skildir eftir opnir og það olli talsverðu tjóni. Það voru vatns- og snjóskemmdir og kostaði félagið mikið að bjarga skálanum. „Við komumst yfir það tjón. Núna er þetta bara viðhald út af álagi,“ segir Stefán Jökull Jakobs- son skálavörður. „Það er búið að vera mikið álag í sumar, á öllum gönguleiðum.“ En er þetta ekki að gera ykkur brjáluð að enginn fylgir nokkrum reglum á hálendinu? „Nei, það er ekkert að gera okk- ur brjáluð, en auðvitað finna allir skálaverðir fyrir því að sumir vilja ekki koma til móts við það hvernig við viljum hafa hlutina.“ Menningarmunurinn sem skálaverðir mæta er mikill En gott og vel með óhlýðna Ís- lendinga, eruð þið ekki líka að lenda í miklum menningarmun, fólk frá svæðum þar sem ekki er skilningur á okkar siðum og þótt það meini vel þá þverbrýtur það reglur? „Auðvitað finnur maður reglu- lega fyrir menningarmun. Indverj- ar, Kínverjar og margir aðrir lifa í menningarheimi þar sem til dæmis er bannað að setja klósettpappír í klósettin. Það er auðvitað þvert á það sem hér er. Svo er hvimleitt þegar maður sér fótspor á klósett- setunum. En það er ákveðinn menningarmunur sem þarf að fást við. Á endanum er spurningin: er- um það við sem erum skrýtin að vera með svona upphækkuð klósett í stað þess að vera með gat í gólf- inu, eða fólkið sem er skrýtið?“ seg- ir Stefán Jökull. borkur@mbl.is Morgunblaðið/RAX Vinsældir Hálendið er fallegt. Sumir segja að það sé hin sanna perla landsins. Innbrot og um- gengnin slæm  Í hverjum skála er neyðarsími þannig að sum innbrotin eru réttlætanleg Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent frá sér rökstutt álit þess efnis að íslensk löggjöf um innflutning á vörum úr eggjum og mjólk frá öðr- um EES-ríkjum sé ekki í samræmi við EES-samninginn. Geti innflutn- ingstakmarkanirnar valdið innflytj- endum erfiðleikum við að koma vörum sínum á markað. ESA og EFTA-dómstóllinn hafa áður komist að sambærilegri niður- stöðu varðandi innflutning á hráu kjöti. Í tilkynningu frá ESA segir að ís- lensk löggjöf feli í sér innflutnings- takmarkanir á hráum eggjum og vörum úr þeim, sem og ógeril- sneyddri mjólk og mjólkurvörum. Innflytjendur verði samkvæmt gild- andi lögum að sækja um leyfi og leggja fram margvísleg gögn til Mat- vælastofnunar. ESA telji að þessar kröfur stangist á við tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um eft- irlit með dýraheilbrigði. Segir ESA að vörur úr eggjum og mjólk sem viðskipti séu með innan Evrópska efnahagsvæðisins lúti ná- kvæmum reglum um heilbrigðis- eftirlit í framleiðsluríkinu. Eftirlit í viðtökuríki sé hins vegar takmarkað við stikkprufur. Yfirgripsmikið regluverk ESB, sem sé hluti af EES- samningnum, sé sérstaklega hannað til að draga úr áhættu og minnka lík- ur á að sjúkdómsvaldar berist milli landa. Víðtækt kerfi varúðarráðstaf- ana sé við lýði ef hætta skapist á út- breiðslu sjúkdómsfaraldurs. EFTA-dómstóllinn komst á síð- asta ári að þeirri niðurstöðu að sam- bærilegar kröfur íslenska ríkisins varðandi innflutning á hráu kjöti brytu gegn tilskipun ESB. ESA rekur einnig samningsbrota- mál gegn Íslandi vegna innflutnings á hráu kjöti. Hefur ESA óskað eftir viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í kjölfar niðurstöðu EFTA-dómstóls- ins en engar breytingar hafa enn verið gerðar á lögum eða reglu- gerðum. Í tilkynningu sem Félag atvinnu- rekenda sendi frá sér í gær er niður- stöðu ESA fagnað. Ekki sé eftir neinu að bíða að fella þessar inn- flutningshömlur úr gildi, rétt eins og bann við innflutningi á fersku kjöti. Hömlur andstæð- ar EES-samningi  Rökstutt álit ESA um landbúnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.