Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 81
DÆGRADVÖL 81 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 19. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 23. sept Húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem prýða má heimilin með. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt það freisti að láta berast með straumnum skaltu íhuga hvað er í húfi hverju sinni. Að ná færni á sínu sviði gefur því aukinn ljóma. 20. apríl - 20. maí  Naut Hætta er á óhöppum í dag og farðu því varlega. Lyftu þér samt upp og fáðu þér orkuforða til framtíðarinnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vinsældir þínar í einkalífi og starfi eru miklar um þessar mundir og allir vilja hafa þig með. Láttu ekkert koma þér á óvart þegar leitað verður eftir stuðningi þínum við ákveðið mál. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þið hafið verið mjög upptekin og skipulögð en nú þurfið þið á hvíld að halda. En málið er ekki að allt sé auðvelt. Segðu ég geri það og þá er það ákveðið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Foreldrar þínir, yfirmenn eða aðrir yf- irboðarar geta gefið þér góð ráð varðandi vinnuna í dag. Þó færð mikinn innblástur í dag en hann er þó ekki nóg til þess að þú getur lifað á honum einum saman. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þeir eru margir sem líta til þín í von um að geta lært guðsótta og góða siði. Ekki það að þú viljir að fólk þjóni þér, held- ur hefurðu sýn sem þarfnast samvinnu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur boðið upp á alls konar mis- skilning ef ekki er kveðið skýrt að hlut- unum. Hægðu á og gefðu þér tíma til að undirbúa framkvæmdina. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn batnar þegar á líður. Skemmtanir, ferðalög og leikur við börnin munu setja svip sinn á líf þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Öðrum kann að virðast erfitt að fylgja þér eftir og finnast þú segja eitt í dag og annað á morgun. Einnig gæti rofað til í útgáfumálum. Síðar kemur betri tíð með blóm í haga. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ættir að nota daginn til að skipuleggja þig betur. Leyfðu léttleikanum að vera með í för og þá muntu komast létt í gengum þetta tímabil. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst þú hafa komið ár þinni vel fyrir borð og átt því að hafa eitt- hvað aflögu handa öðrum. Leyfðu þér að njóta þín. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér hættir til að reyna að troða þín- um skoðunum á aðra í dag. Hann nær augnablikssambandi við ljós lífs síns og áhrifin eru hreint út sagt undursamleg. Arnþór Helgason var á fimmtu-dag á leið til Parísar og Shanghai og skrifaði á Leir að „ég sit hér í háloftunum með þráðlaust net og farsíma og dáist að tækninni. Ég ætla því að kasta einni leirkúlu og athuga hvort hún hittir Ísland. Ég er farinn að nálgast Frakkland. Annað veit ég ekki. Flýg ég nú á vængjum víðum og vænti bráðum lendingar. Í bláum frakka sit nú síðum og sendi ykkur hendingar.“ Næsta dag sagði Pétur Stef- ánsson við sjálfan sig á Leirnum: „Nú detta einhverjir í það í kvöld“: Ég er laus úr glaumsins gný, geðraun og allri þykkju. Vaxinn er ég uppúr því að iðka slark og drykkju. Veit ég margt er manna böl, margir í glötun sveima. Meðan drekka ýmsir öl uni ég glaður heima. Sigrún Haraldsdóttir tók undir með honum: „Já, Pétur minn, þetta er að verða ósköp rólegt“: Voðalega víðri flík vef um líkamsmassann, bumbugreyið stóra strýk, stari á imbakassann. En var ekki ánaægð: „Nei, þetta er ömurleg vísa, – geri aðra!“ Heyra vil ég sound og suð, svitna, rjóð og hyper, töfruð fíla taumlaust stuð á tónleikum með Bieber. Og það er bjart yfir Fíu á Sandi sem endranær: „Það er nú ekki vandinn að lifa lífinu á eftirlaun- unum þó nokkuð langt sé að fara á Biebertónleika.“ Að baki er allt mitt basl og puð barlómurinn farinn. Núna vel ég stanslaust stuð og stefni í kvöld á barinn. Páll Imsland heilsaði Leirliði á leirdöprum degi. – „Hér er ein sillí limra að innihaldi, eins og þær ger- ast gjarnan í föðurlandi sínu. Hann sundreið á Sörla’ yfir Jórsá sem sameinast hvergi við Þjórsá, en komst svo í land þegar klárinn varð strand, en steyptist þá beint oní bjórsá.“ Er nema von að Ingólfur Ómar þakki fyrir sig: Góða heilsu gafstu mér og gáfur ærið snjallar. Drottinn minn ég þakka þér þessar gjafir allar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í háloftunum og síðan kom föstudagurinn Í klípu „OG EF ÞÚ GEISPAR GOLUNNI OG MISSIR AF GJALDDAGA ÁBYRGJUMST VIÐ AÐ LÍKIÐ AF ÞÉR MUNI FINNAST INNAN 90 VIRKRA DAGA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞESSU VAR FRESTAÐ. HANN ER MEÐ HAUSVERK.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ...að sjá raunverulegt gildi hans. HÉRNA ER ÉG, PIKKFASTUR Í ÞESSU TRÉ... GRETTIR! KAKÓ! MEÐ SYKURPÚÐA?! VIÐ ÞURFUM AÐ KOMAST YFIR MÁLVERK! EN FRÆG VERK ERU Í STRANGRI GÆSLU! VERK EFTIR FRÆGA MÁLARA ERU GRÍÐARLEGA VERÐMÆT! RÉTT ER ÞAÐ... ...EN FRÆGIR MÁLARAR ERU ÞAÐ EKKI! EKKI HÆTTA! Víkverji á bíl og kann afskaplegavel við hann. Hann skýlir honum frá dyntóttum veðurbrigðum sem ganga reglulega yfir eyjuna Ísland, hvar hann býr, og gerir honum kleift að syngja hástöfum með góðum en hallærislegum dægurlögum sem læð- ast í útvarpið þegar vel liggur á. Víkverji er að sama skapi ekki mik- ið fyrir hjólreiðar en fagnar því þó að aðrir hafi val um að hjóla um borgina, kjósi þeir það. En stundum gengur þó fram af Víkverja af hve miklu of- forsi borgaryfirvöld setja niður hjóla- stígana á kostnað viðhalds helstu um- ferðaræða. Það mætti því með sanni segja að Víkverji sé, að þessu sinni, sérlegur vinur einkabílsins. x x x Víkverji var á leið til vinnu í gær-morgun, einu sinni sem oftar. Hann æddi af stað á bílnum með út- varpið í botni og morgungleðina kyrfilega í farteskinu en það entist ekki lengi. Þegar hann var kominn steinsnar frá heimili sínu inn eftir Sæbrautinni rekst hann á rammann vegg annarra bifreiða sem sátu pikk- fastar á götunni. Í ljós kom að það voru vegaframkvæmdir hjá Sprengi- sandi — kl. 8.30 á háannatíma. Víkverji hugsaði með sér hvernig þetta gæti bara verið, að einhver ein- hvers staðar hefði ákveðið að hefja viðhald helstu umferðaræðar borgar- innar á virkum morgni milli átta og níu, þegar sirka allir eru á ferðinni. En það var fátt um svör. x x x Með sínu eftirtektarverða jafn-aðargeði hækkaði Víkverji bara í útvarpinu og reyndi að hafa gaman af þessari hálftíma seinkun. Hann reyndi að hugga sig við það að þá væri loksins verið að stoppa í hol- urnar á veginum, lagfæra hyldjúpar rásirnar svo hægt væri að keyra í regni og annað í þá áttina. En á sama tíma hvarflaði að honum lítil samsæriskenning; er vinum einkabílsins gert svo erfitt fyrir bara til að sannfæra þá um ágæti hjólsins? Á sama tíma þaut þekktur starfs- maður borgarbúa og vinur hjólsins fram úr bílnum með vindinn í hárinu og bros á vör. víkverji@mbl.is Víkverji Aflið yður eigi þeirrar fæðu sem eyðist heldur þeirrar fæðu sem varir til eilífs lífs og Mannssonurinn mun gefa yður. Því að faðirinn, sjálfur Guð, hefur veitt honum vald sitt. (Jóh. 6:27)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.