Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 48
Hillary Clin-ton varðfyrir áfalli 11. september s.l. á þeim degi þegar hún og landar henn- ar minntust þess að 15 ár voru frá voðaverkunum árið 2001. Hillary varð völt á fótum og svo nánast meðvitundarlaus þegar henni var komið inn í bifreið, eftir að hafa orðið ómótt á at- höfninni. En sá þáttur var ekki áfallið. Það fólst í leyndarhyggj- unni sem þykir umlykja hana og stuðningsmannahópinn. Reynt var með öllum ráðum að leyna atvikinu en það mistókst fyrir hreina tilviljun. Í framhaldinu voru lengi gefnar villandi upp- lýsingar um það sem gerst hafði. Hillary er öflugur stjórn- málamaður. Veikasti blettur hennar er að almenningur treystir henni illa og grunar um græsku. Kveður svo rammt að þessu, að hún ætti litla von um að vera kosin forseti, væri Do- nald Trump ekki andstæðing- urinn. Hillary mátti illa við því að vera staðin að verki. Það ýtti undir tvær kenningar í senn: Að fáu væri að treysta og „samsæriskenningu“ um van- heilsu hennar. Áhrifamiklir stjórnmálamenn hafa fyrr og síðar reynt að leyna líkamlegum veikleikum, hvort sem þeir eru skammtíma ann- markar eða varanlegir. Slíkt var mun auðveldara áður fyrr. Nú eru uppi kröfur um gagnsæi. Allir stjórnmálamenn segjast stjórnast af gagnsæi. Varla nokkur meinar neitt með því. Gagnsæið birtist því miður í því að stjórnmálamenn af öllum stærðum geipa um hvað eina sem fæstum kemur við á sam- félagsmiðlum. Er það komið út í gagnslausar og leiðigjarnar öfgar. En því sem reynt var að leyna áður er erfiðara að leyna nú. Margt kemur til. Fyrst má geta aftur um „samfélagsmiðla“. Þá eru það tölvupóstar sem margur fer óvarlega með og óvandaðir leka eða einhverjir hakka sig inn í. Fréttahaukar vaka yfir hverju spori helstu valdamanna heims og hafa meiri aðgang að þeim en áður var, a.m.k. í lýðræðisríkj- unum. Og loks eru það símarnir. Það er ekki aðeins hægt að hlera þá. Nú hafa allir símar breyst í myndavélar. Og það var verkur- inn í veikindamáli Hillary. Hefði „einhver“ ekki náð örstuttu myndbandi af henni að staulast með kippum að bifreið og síðan falla fram fyrir sig og vera grip- in, hefði Hillary og aðstoðarlið hennar neitað öllum „gróusög- um“ um veikindi til eilífðarnóns. Og komist upp með það. John F. Kennedy hafði öllum Bandaríkjaforsetum fremur ímynd æsku og hreysti. En fyrir löngu er ljóst orðið að hann var þjakaður af verkjum og misnot- aði sterk lyf í þeim mæli sem enginn forseti kæmist upp með að gera nú. Vinsamleg pressa sá að auki um að þagga niður „slúður“ um yfir- gengilegt kvennafar forsetans. Franklin D. Roosevelt var lamaður og stóð iðulega í ræðu- púlti í þungum og þunglama- legum spelkum sem þó sáust vart. Lömunin sjálf var ekki leyndarmál. En aldrei sást þegar forsetanum var komið á staðinn, til hans í hjólastól eða þegar menn báru hann um. Slíka niður- lægingu vildi hann forðast og honum tókst það. Það tækist ekki í dag. Winston Churchill er óumdeil- anlega mikilmenni í sögunni. Þegar hann var 78 ára gamall hélt hann kvöldverðarboð í Downingstræti fyrir forsætis- ráðherra Ítalíu. Churchill lék við hvern sinn fingur í boðinu og flutti snjalla borðræðu, svo sem vænta mátti. En í lok fagnaðar- ins dró skyndilega af honum. Gestirnir voru að ganga frá borðum, en hann sat eftir. Tengdasonur hans, sem var meðal gesta ásamt Mary dóttur Churchills, sá að ekki væri allt með felldu og kallaði til trún- aðarmann. Gestunum var komið úr húsi, eins snarlega og fært var og án þess að nokkurn grun- aði neitt. Forsætisráðherranum var komið í rúm og læknir sá hann ekki fyrr en morguninn eft- ir. Þá var ljóst að Churchill var með byrjaðan blóðtappa sem ágerðist. Hann var ekki fluttur á sjúkrahús heldur á sveitarsetur sitt Chartwell og þar var honum hjúkrað. Moran líflæknir sagðist telja að stórmennið ætti aðeins fáa daga eftir ólifaða. Blaðakóngar Bretlands, lávarðarnir Camrose, Beaverbrook og Bracken, voru kallaðir á setrið. Þar var borin upp við þá sú ósvífna ósk að þeir myndu setjast á „þessa frétt“ og múlbinda breska blaða- mannastétt. Það kom nokkuð á óvart þegar þeir samþykktu beiðnina og ekki síður hitt að þeim skyldi takast verkið. Þeir tóku fram að slíkt myndu þeir aðeins gera þar sem einstæður maður ætti í hlut. Ekkert spurð- ist út um að Winston Churchill lægi sennilega fyrir dauðanum. Öllum að óvörum tók gamla baráttutröllið óvænta stefnu og eftir fáeinar vikur var ljóst að hann myndi hafa það af, þótt máttfarinn væri. Churchill lifði í 12 ár og gegndi embætti for- sætisráðherra í tvö ár eftir að hann fékk slag. Allan þann tíma spurðist ekkert út um áfallið. Hillary er enginn Churchill, en hvað sem um hana er sagt að öðru leyti, þá er hún bæði bar- áttuglöð og seig. Það er því allt of fljótt að af- skrifa hana. Gagnsæismenn eru flestir uppfullir af leyndarhyggju} Áfall Clintons og eftirköstin 48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen É g átti spjall við breskan sjón- varpsmann í matsal fjölmiðla- fólks á Ólympíumótinu í Ríó, Paralympics. Hann, eins og aðr- ir sem maður rekst á, minntist á frammistöðu karlalandsliðsins í fótbolta í sum- ar. Ég benti honum á þá athyglisverðu stað- reynd að karlalandslið í þremur boltagreinum hefðu komist í lokakeppni Evrópumóts síðustu þrjú skipti í fótbolta, körfubolta og handbolta. Auk þess sem kvennalandsliðið í fótbolta er svo gott sem komið á þriðja Evrópumótið í röð. Honum þótti þetta skiljanlega áhugavert í ljósi höfðatölunnar okkar frægu. En ef til vill hefði ég betur látið þetta ógert því ég hafði þar með plantað þeirri hugmynd hjá honum að við værum stórkostleg íþróttaþjóð. Hann fékk ef til vill aðeins ranga mynd af okkar árangri í sögulegu samhengi. Næst barst nefnilega tal okkar að nýafstöðnum Ólympíu- leikum. Ég hafði reynt að vera eins kurteis og frekast var unnt við Bretann. Lét ógert að minnast á að það hefði komið í hlut Íslendinga að fleygja hinu ofmetna fótboltalandsliði þeirra út af Evrópumótinu. Í þessu gríðarlega mikla tillits- semiskasti mínu minntist ég einnig á að Bretar hefðu unnið til gríðarlega margra verðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann var ánægður með árangurinn en þurfti þá að asn- ast til að spyrja hversu mörg verðlaun við Íslendingar, þessi mikla íþróttaþjóð sem ég hafði gefið í skyn að við værum, hefðum unnið á leikunum í Ríó? Hann spurði sem sagt ekki hvort við hefðum unnið til verðlauna heldur hversu mörg þau voru. Bretar með sín 67 verðlaun í Ríó eru auðvitað orðnir ofdekr- aðir og hafa misst alla tilfinningu fyrir því hversu erfitt er að vinna til verðlauna á Ólymp- íuleikum. Mér svelgdist aðeins á heilsufæðinu mínu og muldraði eitthvað um fern verðlaun. Fannst honum aldeilis prýðilegt hjá okkur að hafa náð í fern verðlaun í Ríó. Ég neyddist til að útskýra að ólympíuverðlaun okkar væru fern í allri sögu leikanna. Þóttu honum þessi tíðindi vera stórmerkileg og ekki minnkaði undrunin þegar ég gat nefnt þau, stað og stund, hver átti í hlut og í hvaða grein. Hann nefndi þá þann möguleika að okkur hefði ábyggilega gengið vel á Vetrarólympíu- leikum. Hversu mörg verðlaun hafið þið unnið á þeim leikum? Ég svaraði því til að við hefðum aldrei unnið þar til verðlauna. Þegar hér var komið var hakan farin að síga nokkuð á þessum breska sessunaut mínum. Þjóð sem er með ís í nafni sínu hlyti að geta eitthvað á Vetrarólymp- íuleikum eins og hann sagði. Ég reyndi að útskýra að veð- urfarið á Íslandi leyfir ekki endilega miklar æfingar í brekkunum en ákvað að hafa þær útskýringar í styttri kantinum. Þá spurði hann; hversu mörg verðlaun hafið þið unnið á Paralympics? „Gerðu það, ekki segja að þar séu heldur engin verðlaun.“ Á þeirri stund var ég afskaplega þakk- látur fyrir öll afrek Kristínar Rósar Hákonardóttur. Kristján Jónsson Pistill Rataði í ógöngur vegna rembings BAKSVIÐ Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Stjórnun fiskveiða er í brenni-depli á vestnorræna svæð-inu um þessar mundir. Bæðií Færeyjum og á Grænlandi er verið að undirbúa breytingar á nú- verandi kerfi með það að markmiði að bæta nýtingu á sjávarafla og fá meiri tekjur í ríkiskassann. Þessi mál voru til umræðu á ráð- stefnu sem Norræna Atlants- samstarfið, NORA, stóð nýlega fyrir í Narsarsuaq á Grænlandi. Þar fjöll- uðu sérfræðingar og embættismenn frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi um þessi mál og skiptust á skoð- unum. Færeyingar eru um þessar mundir að undirbúa nýtt fyrir- komulag á úthlutun aflaheimilda. Í tengslum við það hafa í sumar verið gerðar tilraunir með uppboð á afla- heimildum. Þessi færeyska endurskoðun á sér nokkurn aðdraganda: Öllum samningnum um veiðiréttindi og veiðikvóta var í byrjun ársins 2008 sagt upp með 10 ára uppsagnarfresti og þeir samningar falla því úr gildi um áramótin 2017/ 2018. Það má því segja að tíminn sé orðinn nokkuð naumur, en í byrjun þessa árs var sett á stofn sérfræðinganefnd sem var falið að koma með tillögur um nýtt veiðistjórnunarkerfi. Nefndin á að skila tillögum 1. október og er áætlað að færeyska landsstjórnin leggi frumvarp um breytt kerfi, byggt á tillögum nefndarinnar, fyrir lögþingið í mars á næsta ári. Nýja kerfið á að taka gildi 1. janúar 2018. Hans Ellefsen, ráðgjafi í fær- eyska sjávarútvegsráðuneytinu, er varaformaður sérfræðinganefndar- innar. Hann sagði á ráðstefnunni á Grænlandi að meðal markmiða með nýju kerfi væri að auka verðgildi sjávarfangs og tryggja að allur afli kæmi í land. Einnig að nýta lögmál hins frjálsa markaðar til að útdeila veiðiréttindum í stað þess að embætt- ismenn og stjórnmálamenn útdeildu þeim gæðum. Með því móti ætti bæði að finnast „rétt“ verð á veiðiheimild- irnar og bestu fyrirtækin til að nýta þær. Búist er við að nefndin leggi til að aflaheimildir verði boðnar upp með svipuðum hætti og gert var í sumar. Ellefsen sagði að ýmsar út- færslur gætu komið til greina, t.d. að bjóða upp 10% af aflaheimildum á hverju ári til 10 ára eða jafnvel leng- ur. Færeyska efnahagsráðið áætlar, þótt þær tölur séu afar umdeildar, að þessi veiðiheimildasala gæti skilað um hálfum milljarði danskra króna í færeyska landsjóðinn árlega. Í átt að sjálfbærni Grænlendingar eru einnig að skoða sína fiskveiðilöggjöf og lög um auðlindagjald og er stefnt að því að leggja lagafrumvörp fyrir græn- lenska þingið haustið 2017. Mark- miðið er einkum sagt vera að setja lagaramma um sjávarútveginn, sem stuðli að auknum tekjum fyrir græn- lenskt samfélag, sjálfbærum veiðum, fullvinnslu afla og sem geri þarlend- um fyrirtækjum kleift að endurnýja skip og verksmiðjur án þess að opin- berir styrkir komi til. Fram kom í máli Emanuels Ros- ing, deildarstjóra í grænlenska sjávarútvegsráðuneytinu, að hags- munaaðilar í sjávarútvegi vildu m.a. gera þróunarsamninga um til- raunaveiðar og einnig að opnað yrði fyrir erlenda fjárfestingu í rækju- veiðum. Grænlensk stjórnvöld innheimta veiðigjöld með nokkuð flóknum hætti. Sérstök nefnd er að endur- skoða þessi gjöld og álagningu þeirra. Hilmar Ögmundsson, ráðgjafi í grænlenska fjármálaráðuneytinu, stýrir þeirri vinnu. Fiskveiðimál í norð- vestri í brennidepli Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson Ráðstefna Á fjölmennri ráðstefnu um sjávarútvegsmál í Narsarsuaq á Grænlandi var rætt um stjórn fiskveiða og innheimtu veiðigjalda. „Við höfum ekki áhuga á að vera að- eins hrá- vörufram- leiðendur á fiski sem fer síðan til frekari vinnslu í Asíu og Austur- Evrópu, sagði Simon Simonsen, varabæjarstjóri í Kujalleq, í er- indi á ráðstefnunni í Nars- arsuaq. „Við viljum að fiskveiðistjórn- un stuðli að því að fleiri störf verði til og þannig fækki þeim sem þurfa að reiða sig á op- inbera framfærslu. Leiðin áfram fyrir landið okkar er að fleiri taki þátt í atvinnulífinu í stað þess að vera upp á náð og mis- kunn hins opinbera komin. Þetta er nauðsynlegt ef við eig- um að færast í átt að sjálfbæru hagkerfi og sjálfstæðu Græn- landi“. Fleiri störf þarf í sjávar- útvegi GRÆNLAND Simon Simonsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.