Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 58
Niflungahringur Wagners – hluti af íslenskum menningararfi Fyrir tuttugu árum var stofnað Richard Wagner-félag á Ís- landi. Undirrituð var einn af stofnendum og formaður félagsins frá upphafi. Stofnunin átti þann helstan aðdrag- anda að árið 1994 var sett á svið stytt gerð Niflungahrings Wag- ners af Listahátíð í Reykjavík í samvinnu við Þjóðleik- húsið, Íslensku óperuna og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Sýningin kom þannig til að undirrituð sat í stjórn Listahátíðar árið 1992 og var á leið á Wagnerhátíðina í Bayreuth. Val- garður Egilsson var þá nýtekinn við formennsku og bað hana að kanna möguleika á að fá Wagneróperu til landsins: „Náðu fyrir okkur í Wagneróperu“ voru orð hans. Undirrituð fékk viðtal við Wolfgang Wagner, stjórnanda Wagnerhátíð- arinnar og barnabarn Richards, og hann tók málaleituninni um Wagneróperu á Íslandi vel. Í fram- haldi kom hann til landsins í janúar 1993 til að skoða aðstæður. Lítill Hringur á lýðveldisafmælinu Hugmyndin um að sviðsetja stytta gerð Niflungahrings, sem Wolfgang Wagner setti fram í jan- úar 1993, kom mjög á óvart. Flestir hefðu talið að Wagnerleikhúsið í Bayreuth myndi setja sig upp á móti slíkum hugmyndum, enda hafði þetta ekki verið gert áður. Wolfgang Wagner hafði verið sagt frá því að Wagneruppsetning yrði stærsti viðburður hátíðarinnar 1994, þegar haldið yrði 50 ára afmæli lýð- veldisins. Honum fannst tilefnið og tengsl Niflungahringsins við ís- lenskar bókmenntir kalla á að það yrði einmitt Hringurinn sem yrði fyrir valinu en þó með þeim for- merkjum sem hann taldi okkur ráða við miðað við tíma og aðstæður. Hann lagði línurnar hvernig staðið skyldi að styttingunni, valin skyldu atriði úr Hringnum og þau tengd saman með töluðum texta, þannig að alltaf væri ljóst að ekki væri um samfellda sýningu að ræða. Búist hafði verið við að stytta útgáfan kæmi frá Bayreuth en á endanum voru megindrög hennar gerð hér heima. Íslenska styttingin vakti svo mikla ánægju í Bayreuth að Wolf- gang gaf strax grænt ljós á það að fara á næsta reit, sem var að velja listamenn til uppfærslunnar. Hann lagði mikið upp úr því að við réðum íslenska listamenn að svo miklu leyti sem unnt væri, því hann taldi mikils- vert að sjá hvernig þeir tækjust á við þetta þetta stórvirki, sem átti sér svo djúpar ræt- ur í íslensku menning- arlífi. Sjálfur hafði hann listræna yfirum- sjón og var til ráð- gjafar um alla lista- menn sem komu að sýningunni. Svo gæfu- lega tókst til að Þor- steinn Gylfason fékkst til að skrifa taltextana sem tengdu atriðin og þau Þórhildur Þorleifs- dóttir og Sigurjón Jóhannsson sáu um leikstjórn og leikmynd. Sautján íslenskir söngvarar tóku þátt í sýn- ingunni og þrír erlendir gestasöngv- arar. Hringnum skilað þangað sem rætur hans liggja Frumsýningin var 27. maí og var þessi eins kvölds langi Niflunga- hringur sýndur 5 sinnum fyrir fullu húsi við mikla hrifningu. Atburð- urinn vakti athygli langt út fyrir landsteinana, ekki síst fyrir aðkomu Wagnerhátíðarinnar í Bayreuth að henni og komu fjölmargir erlendir gestir gagngert til að sjá sýninguna auk margra blaðamanna og gagn- rýnenda sem fjölluðu um sýninguna eftir á, flestir á mjög lofsamlegum nótum. Ritstjóri Opera Now, Graeme Kay, komst svo að orði: „Þegar íslenskt óperusamfélag til- kynnti áform um uppsetningu Nifl- ungahrings, sem hluta af afmæl- ishaldi vegna 50 ára lýðveldis landsins, varð enginn undrandi, a.m.k. ekki utanlands, Wagner hafði jú við gerð Hringsins látið greipar sópa í 13. aldar bókmenntum lands- ins, Íslendingasögunum, Eddu- kvæðunum, Völsungasögu og Snorra-Eddu. Að koma með Wag- ner til Íslands jafngilti því að skila Hringnum aftur þangað sem rætur hans liggja.“ Meiri Wagner Þessi sviðsetning Niflungahrings- ins á einu kvöldi var hin fyrsta í heiminum sem undirritaðri er kunn- ugt um, áður er aðeins vitað um styttingar í konsertuppfærslum. Tíu árum síðan tókst aftur samstarf Listahátíðar við Þjóðleikhús og Sin- Eftir Selmu Guðmundsdóttur » Íslendingum rennur blóðið til skyldunnar að takast á við Wagner en um leið að hlúa að ný- sköpun listgreinarinnar. Selma Guðmundsdóttir Lepage Frá uppsetningu Lepage á Valkyrjunni í Metropolitan-óperunni. 58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Talandi um hina gömlu, góðu flokka, Al- þýðuflokkinn og Al- þýðubandalagið minn- ist ég þess ekki að liðsmenn þeirra í borg- arstjórn eða á Alþingi hafi haft á móti stað- setningu Reykjavík- urflugvallar í Vatns- mýrinni eða amast mikið við honum, og viljað hann burt hið fyrsta, eins og núverandi stjórnvöld í borginni, enda var þetta skynsamt fólk, sem gerði sér fulla grein fyrir nauðsyn þess og brýna þörf að hafa flugvöllinn þar sem hann er. Þá voru fjármálamógúlarnir heldur ekki að skipta sér af stjórnmálum eða borg- armálefnum í jafn ríkum mæli og nú tíðkast, vaðandi yfir allt og alla í krafti auðsins, kaupandi lóðir úti um borg og bý til að reisa þar hótel á hótel ofan og flæmandi allar almenn- ar verslanir burt úr miðbænum. Í þeirra augum og borgaryfirvalda á miðbærinn að vera fyrir ferðafólkið frekar en okkur íbúana. Það fer heldur varla að verða pláss fyrir okkur neins staðar lengur með þessu áframhaldi. Og nú skal flugvöllurinn fara, hvað sem hver segir. Flugvellir eiga ekki að vera inni í miðri borg er oft sagt. Það hefði átt að segja það við Bretana, þegar þeir tóku útengjar Reynistaðarbýlisins í Skerjafirði til þess að búa til þennan flugvöll á fyr- ir 75 árum. Þá hefðu þeir reynt að finna einhvern annan stað fyrir hann strax, en nú vill svo til, að þeim fannst þetta hentugasti staðurinn fyrir þennan flugvöll, og hann hefur nýst okkur ágætlega í þann tíma, og þjónað öllum vel, sem um hann hafa farið, í fyrstu bæði innanlands- og utanlandsflugi, en síðan innanlands- flugi og flugi til Grænlands og Fær- eyja. Þarna hefur líka verið góð að- staða fyrir kennslu- og æfingaflug, svo að sé ekki talað um sjúkraflugið, sem er bráðnauðsynlegt alla vega séð, að sé hér innan borgarmark- anna, enda veit ég ekki, hvað menn eru að hugsa að ætla að reisa þarna í nágrenninu þetta stór- eflis þjóðar- og há- skólasjúkrahús, og vilja ekki gera mönnum kleift að geta komið dauðsjúkum sjúkling- um utan af landi fljótt og örugglega undir læknishendur, sem verður ekki hægt, ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni, og neyð- arbrautin lokuð. Hvað hávaðann af flugvellinum snertir, þá segi ég þetta: Þeir, sem þola engin umhverfishljóð af neinu tagi, hvort heldur flugvélaþyt eða kirkjuklukknahljóm, ættu að búsetja sig einhvers staðar annars staðar en í borg. Ekki hefur neinn kvartað, sem býr eða starfar í næsta ná- grenni flugvallarins, enda má öllu venjast svo að gott þyki. Þeir, sem óttast hættur af flugumferð, ættu að leita sérfræðingsaðstoðar, enda eiga þeir að vita, að það kemst enginn maður hættulaust í gegnum lífið. Hætturnar leynast alls staðar. Mað- ur þarf ekki nema fara út í umferð- ina til þess. Þeir, sem halda því fram að flug- vellir séu hvergi inni í miðjum borg- um hafa greinilega ekki ferðast mik- ið um heiminn, segi ég nú, því að Kastrup-flugvöllur er inni í miðju íbúðahverfi. Sama er að segja um Arlanda-flugvöll í Stokkhólmi og aðra flugvelli í nágrannalöndunum. Þegar farið er út úr flugvallarbygg- ingunni á Kennedy-flugvelli í New York, þá er maður kominn beint út í hringiðu stórborgarinnar, svo að það fólk sem sér allt svart og rautt við staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, hefur ekki ferðast víða eða tekið eft- ir staðsetningu flugvalla í öðrum borgum, segi ég. Svo er verið að mæðast yfir því, að fólki fari fækkandi á landsbyggðinni. Þá spyr ég: Er það nokkur furða, þegar sífellt er verið að minnka þjónustuna við það, og á nú að taka flugvöllinn alveg í burtu líka, helstu samgönguæðina við miðstöð þjón- ustunnar í næsta nágrenni við hann, og það getur heldur ekki verið öruggt að komast eins og skot undir læknishendur verði það dauðsjúkt og þurfi að komast á Landspítalann? Ég skil blessað landsbyggðarfólkið vel og að það vilji heldur vera hérna í borginni í örygginu heldur en búa úti á landi, þar sem það veit ekkert, hvort því tekst að komast undir læknishendur nógu fljótt og örugg- lega. Þess vegna er þjóðaröryggi að hafa flugvöllinn þar sem hann er. Nú stendur svo á að í stól borg- arstjóra situr læknir sem ætti að hafa skilning á þessu. Það væri kannski til ráða til þess að hann sannfærðist um nauðsyn neyð- arbrautarinnar, sem nú er búið að loka illu heilli, að hann yrði settur í leyfi sem borgarstjóri og látinn vera læknir einhver staðar fyrir vestan, norðan eða austan og kljást við það vandamál að koma dauðsjúku fólki undir læknishendur í Reykjavík í ill- viðrum á veturna og athuga, hvort hann þyrfti ekki einhvern tíma að beita borgarstjóravaldi sínu til að láta opna neyðarbrautina til þess arna. Valsmenn mega svo skammast sín fyrir tilætlunarsemi sína í þessum efnum enda eru sjónarmið þeirra ekki í anda sr. Friðriks, þess mikla mannvinar, ef þeir vilja fórna mannslífum fyrir gróðasjónarmið sín. Það er ekki kristin hugsun. Fjarri því. Sem ég er að skrifa þetta, þá heyri ég í litlu flugvélunum hér fyrir utan gluggann hjá mér. Ég segi það sama og Ögmundur Jónasson, að ég mun sakna þeirra vorboða og sum- arhljóða úr Vesturbænum, hverfi Reykjavíkurflugvöllur með öllu. Ég mótmæli líka þeim illa gerningi. Hið eilífa stríð um Reykjavíkurflugvöll Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur » Þarna hefur líka ver- ið góð aðstaða fyrir kennslu- og æfingaflug, svo að sé ekki talað um sjúkraflugið sem er bráðnauðsynlegt, alla vega séð, að sé hér inn- an borgarmarkanna. Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. Við erum ekki öll eins þótt yfir okkur sé til eitt orð – öryrkjar. Við erum fjölbreyttur hópur langveikra og fatlaðra manneskja en oftast eru sagðar af okkur fjórar sögur sem miðlað er til almenn- ings í gegnum fjöl- miðla. Hin fyrsta er sagan af snillingnum eða hetjunni en sagan af hinum hættulega er líka algeng, einkum í myndmiðlum. Umfjöllun um vísinda- og læknisfræðilegar uppgötvanir tengdar líkama okkar og sál hefur einnig aukist á síðasta áratug en ég held að langalgengasta umfjöllunin í fjölmiðlum sé um peninga eða skort á peningum hjá þessum hópi. Engin ein saga er betri en önnur og engin ein þeirra skilgreinir okkur frekar en önnur. Orðið öryrki hefur hins vegar smám saman fengið á sig svo nei- kvætt yfirbragð að það nánast kallar á félagslega skömm (e. stigma) að til- heyra þessum hópi. Því þurfum við að breyta. En það er ef til vill ekki að ósekju. Heilbrigði er oftast talið hið eðlilega ástand og það er tengt færni og af- köstum en sjúkdómar jafnan taldir afbrigðilegur veruleiki sem gerir manneskjuna óvirka og háða öðrum. Þetta var í raun inntak orðræðunnar sem Þor- steinn Víglundsson hóf fyrir nokkru þegar hann benti á mikla fjölgun ör- yrkja og þann mikla kostnað sem af hlytist fyrir samfélagið þegar svo og svo hátt hlutfall væri ekki á vinnumark- aði. Og hann er ekki sá fyrsti, enn er ógleymd skýrslan sem Tryggvi Þór Herbertsson skrif- aði fyrir ríkisvaldið um fjölgun öryrkja á Íslandi. Kosningar – að hafa samnings- rétt Þá komum við að samningum og samningsrétti, nokkuð sem öryrkjar hafa ekki. Taumhaldið er stjórn- valda, hvort sem það eru upphæðir launa, skerðingar, frítekjumörk eða afturvirkar launahækkanir – sem við fengum ekki. En það hafa þó náðst mikilvægir áfangar í baráttunni eins og þegar hætt var að tengja lífeyri við tekjur maka og þegar samið var um aldurstengda örorkuuppbót. Því trúi ég því að við getum samið við ríki og sveitarfélög. Ég vil ítreka að við erum ekki eins- leitur hópur, hópur öryrkja. Við eig- um eins og áður sagði það eitt sam- eiginlegt að glíma við veikindi eða fötlun sem hamlar okkur á vinnu- markaði; eða réttara sagt stundum hamlar og beinlínis hafnar vinnu- markaðurinn okkur. Þá getum við velt því fyrir okkur hvort vinnumark- aðurinn líti á heilbrigði sem hið eðli- lega ástand fólks. Ef svo er þá er ekkert skrítið að öryrkjum skuli fjölga. Fæst erum við hetjur eða hættuleg en við upplifum okkur stundum sem byrði vegna umtalsins og viðhorfsins til okkar sem birtist í orðræðunni. En á næstunni verðum við kjósendur, á milli 15-16 þúsund talsins, og við ætl- um að nýta atkvæði okkar mjög vel. Á næstu mánuðum munum við fylgj- ast mjög vel með nýjum hugmyndum verðandi alþingismanna um örorku- lífeyriskerfið og hvernig megi bæta það, öllum til hagsbóta, lífeyr- isþegum, ríkisvaldinu, lífeyrissjóðum og vinnumarkaðnum. Við leggjum vitaskuld í púkkið því við viljum vera sýnileg og virk í samfélaginu. En hvaða stjórnmálamenn getum við kosið til að verða hetjurnar okkar? Hverjar verða hetjurnar okkar? Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Unnur H. Jóhannsdóttir »En á næstunni verð- um við kjósendur, á milli 15-16 þúsund tals- ins, og við ætlum að nýta atkvæði okkar mjög vel. Höfundur er kennari, blaðamaður og diploma í fötlunarfræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.