Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Með erindi þessu vil ég ítreka þá áskorun mína til kín- verska sendiráðsins, sem ég setti fram í blaðagrein í Morgun- blaðinu fyrir þremur árum, að það selji hús sitt að Víðimel 29, sem hefur nú staðið autt í fimm ár. Hefur greinarhöf- undur undanfarna áratugi búið að Reynimel 28, en hliðar húsanna snúa saman, og haft nú í rúm 40 ár þá vafasömu ánægju að hafa daglega fyrir aug- unum vanhirðuna á garði sendi- ráðsins og nú á sjálfu húsinu, sem er tilefni þessarar ítrekuðu áskor- unar. Húsið að Víðimel 29 var byggt árið 1945, steinað með silfurbergi og hrafntinnu og með koparþaki og taldist til betri bygginga í bæn- um, eins og húsin tvö við hliðina á í austurátt, en þau hús voru ný- lega endursteinuð og reyndar fleiri í nágrenninu og eru um- hverfinu til sóma. Árið 1973 keypti kínverska alþýðulýðveldið Víðimel 29. Bjó sendiherrann fyrst á efri hæðinni, en á þeirri neðri var skrifstofa sendiráðsins. Nokkr- um árum seinna var koparinn á þakinu málaður og jafnframt málað yfir steiningu hússins, sem kín- verskir verkamenn sáu um. Þá voru smíðaðir járnrimlar fyrir alla glugga, en afgangur efnisins settur út í beð í garð- inum, sem fljótt hvarf í gras og arfa og lá þar næstu áratugina. Vanhirðan á garðinum og sóða- skapurinn hefur alla tíð verið starfsmönnum sendiráðsins á hverjum tíma til vansæmdar svo eftir er tekið. Frá upphafi var ein- göngu látið nægja að slá garðinn í mesta lagi tvisvar á sumrin. Í fyrra var hann sleginn einu sinni í byrjun hausts, en þá brást sendi- ráðsmönnunum úthaldið og skildu eftir 12 fulla svarta ruslapoka í garðinum, þar sem þeir eru enn og verða væntanlega næstu árin. Í sumar var garðurinn aldrei sleg- inn og getur lengi vont versnað. Er nú svo komið að búið er í gegnum árin að fleygja inn í garð- inn allra handa rusli, svo sem vörubretti, plastkeilu sem dæmi og er ekki til að laga ástandið á garð- inum. Finnst manni undarlegt að í öll þessi ár hafi aldrei verið feng- inn garðyrkjumaður til að sjá um garðinn, eins og flest önnur sendi- ráð gera, sem hafa séð sóma sinn í því að hafa snyrtilegt kringum sig, enda er sendiráð andlit þjóðar sinnar út á við í viðkomandi landi. Hef ég gegnum árin iðulega séð fólk, einkum útlendinga, stansa á göngu sinni og benda inn í sendi- ráðsgarðinn og hrista höfuðið af hneykslan yfir umhverfissóða- skapnum, sem getur ekki verið góð landkynning fyrir Kínverja, sérstaklega ef þeir hafa áhuga á að reka einhverja starfsemi hér á landi í framtíðinni. Þá skal hér nefnt að margir hafa reynt að ná sambandi við sendiráðið í ýmsum erindagjörðum, svo sem vegna áhuga á kaupum á húsinu eða til að fá leyfi til að eitra fyrir kerfl- inum sem var farinn að dreifa sér í næstu garða eða til að láta vita að þakgluggi á húsinu hefði rifnað upp með tilheyrandi hávaða- skellum og vatnselg inn í ris húss- ins. Aldrei var erindum svarað, en hvort það stafaði af því að kín- verskir sendiráðsmenn telja það fyrir neðan sína virðingu að svara Íslendingum eða ástæðan er ein- hver önnur er ekki vitað. Fyrir fimm árum flutti kín- verska sendiráðið í nýtt og stórt húsnæði þar sem Sjóklæðagerðin var áður til húsa, nú Bríetartún 1. Húsið Víðimelur 29 hefur síðan staðið autt, án þess að vart verði við mannaferðir í húsinu. Hefur maður haft á tilfinningunni að eig- andinn hafi alveg gleymt því og þannig verði það væntanlega áfram að óbreyttu. Ekki má líta á hús í grónu íbúðarhverfi eins og einhvern hlut sem eigandinn er hættur að nota og hefur sett í geymslu, en ætlar kannski að nota einhvern tímann í framtíðinni, ef svo ber undir. Hér mætti húseig- andinn einu sinni taka tillit til okk- ar nágrannanna eftir alla þessa áratugi og láta sig hverfa og gréti það enginn. Húsið sjálft mun með sama framhaldi halda áfram að grotna niður og ástand garðsins er orðið skelfilegt, eins og menn geta séð með eigin augum, t.d. hylur brot- inn trjástofn undan snjóþyngsl- unum í vetur stóran hluta grasflat- arins, þar sem sjálfsprottinn trjágróður er farinn að koma upp og svalatröppurnar sem liggja út í garðinn eru þaktar mosaslepju. Ítreka ég þá áskorun mína að kín- verska sendiráðið sjái sig um hönd og selji húsið sem það hefur enga þörf fyrir lengur og þá helst ein- hverjum Íslendingi sem hefði bæði áhuga á og mikla fjárhagslega getu til að koma húsinu í upp- haflegt stand og jafnframt hirða um garðinn. Búi þar helst sjálfur en breyti því ekki í enn eitt gisti- húsið, sem er svo önnur saga. Sér maður strax fyrir sér húsalínuna með húsunum þremur milli Furu- mels og Espimels, þegar húsið að Víðimel 29 hefur verið tekið í gegn að utan sem innan og þá garð- urinn einnig. Þannig verði líf í húsinu og það lýst upp, en sé ekki þetta myrkrabæli eins og það hef- ur verið síðastliðin fimm ár við þessi fjölmennu gatnamót Víðimels og Furumels nú þegar vetur fer í hönd og börnin byrjuð að streyma í skólana snemma á morgnana. Ítrekuð áskorun til kínverska sendiráðsins Eftir Jónas Haraldsson »Húsið sjálft mun með sama framhaldi halda áfram að grotna niður og ástand garðs- ins er orðið skelfilegt, eins og menn geta séð með eigin augum. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Í tilefni af grein Hauks Ingibergssonar í Mbl 12. september sl., sem hann nefndi „Uppfærum lífeyris- kerfi eldri borgara 1.1.2017“, leyfi ég mér að gagnrýna fram- setningu hans og upp- gjöf gagnvart því að ná fram leiðréttingu á greiðslum frá lífeyris- sjóðum til þeirra sem þær greiðslur ættu að eiga án skerðingar og greiðslum almannatrygginga, sem áttu að tryggja lágmarksframfærslu einstaklinga til að geta lifað, sam- kvæmt lögum frá 1946. Hvað er uppfært lífeyriskerfi? Að mínu mati eignaupptaka rík- isins, mismunandi skerðingar og of- urskattur á vinnu til lífsbjargar. Það er núverandi kerfi og breytist nær ekkert með nýrri löggjöf. Vinstri stjórnin skerti kjör ör- yrkja og eldri borgara miskunn- arlaust og kom á skerðingum, langt umfram alla aðra, þannig að eldri borgarar voru skertir miðað við stöðuna í dag um 150.000 á mánuði. Núverandi stjórn bætti stöðuna aðeins, afnám skerðingar á grunnlíf- eyri allra, sem er um 30 til 40 þús- und á mánuði, og setti á frí- tekjumark sem hækkaði úr 45 þúsund í um 110 þúsund kr. á mán- uði. Á flokksþingi Framsóknar- flokksins 2013 var samþykkt að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1. júlí 2009, yrði aft- urkölluð og að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði hækkaður vegna kjara- skerðingar þeirra eftir hrun. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var samþykkt að sú kjaraskerðing, sem eldri borgarar og ör- yrkjar urðu fyrir 1. júlí 2009 yrði tafarlaust aft- urkölluð og að leiðrétta ætti kjaragliðnun krepputímans. Í kosn- ingabréfi Bjarna Bene- diktssonar fyrir kosn- ingar var sagt: „Við ætlum að afnema tekjutengingu ellilíf- eyris.“ Núverandi stjórn- arflokkar lofuðu þannig fyrir kosn- ingar 2013 að kjör eldri borgara og öryrkja yrðu að lágmarki 350 þús- und á mánuði fyrir utan skatt, en hér á landi er fátækt skattlögð eða allt umfram 145 þúsund á mánuði. Skattar á þá betur settu voru lækk- aðir, en skattleysismörkin látin halda sér! Formaður LEB, sem jafnframt er framkvæmdastjóri samtakanna, upplýsir að samtökin hafi samþykkt þær breytingar á almannatrygg- ingalöggjöfinni, sem eru núna til umfjöllunar, þrátt fyrir að fjölmenn- asta félag samtakanna, FEB í Rvík, hefði hafnað tillögunum og boðað til útifundar við Austurvöll, þar sem fjölmenni mætti og hafnaði þeirri smánarlagfæringu sem boðuð er. Þess var krafist að staðið væri við kosningaloforð stjórnarflokkanna. Hverjar eru bætur frumvarpsins? Þeir sem njóta aðeins líftrygg- ingar frá Tryggingastofnun, sem er um 170 til 220 þús. á mánuði, hækka ekki um krónu – jafnvel lækka. Hækkunin verður að hámarki 30 þúsund á mánuði fyrir þá sem njóta lífeyrisgreiðslna, stiglækkandi frá 220 þúsund að 500 þúsund á mán- uði, en jafnframt er grunnlífeyrir aflagður, sem sparar þá útgjöld rík- issjóðs! 110 þúsund króna frí- tekjumark, lækkað í 35 þúsund á mánuði fyrir þá sem hafa unnið sér til lífsbjargar fyrir þá upphæð og greitt skatt af! Formaður LEB vitnar til Öldr- unarráðs, sem fagnar breytingum á frumvarpinu, og til samstarfs- nefndar félagsmálaráðherra um málefni aldraðra, sem hann á sjálfur sæti í. Samstarfsnefndin setti ný- lega fram tillögur til ráðherra í 11 liðum sem snúa að „einföldun al- mannatryggingakerfisins, heilsuefl- ingu og aukinni virkni aldraðra, rétti aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfræðis“ o.s.frv. Það er auðvelt að sitja í nefnd ráðherra og skrifa fallegar setningar, þegar engir fjár- munir eru lagðir fram til fram- kvæmda, en allt hækkar sem á að greiða fyrir, til að auka fátækt og smán þeirra sem minnst hafa. Þetta ráð, samstarfsnefndin með formanni og framkvæmdastjóra LEB, hefur engu áorkað gagnvart þeim hrikalega órétti sem um 20 þúsund öryrkjar og 10 til 15 þúsund eldri borgarar eru beittir – að ætla þeim að lifa af sem einstaklingar með um 200 þús. á mánuði, þegar opinberar stofnanir segja að til lág- marksframfærslu einstaklings þurfi 300-350 þúsund krónur á mánuði. Um 40 þúsund eldri borgarar gera þá réttmætu kröfu að lífeyr- issjóðsgreiðslur sem einstaklingar hafa áunnið sér með greiðslum af eigin launum séu ekki skertar af ríkinu til Tryggingastofnunar með ólögum, sem fyrir löngu hefði átt að mæta með lögsókn til að sækja lög- varða eign einstaklinga í lífeyr- issjóðum. Formanni LEB hefði verið meiri sómi að því að beita sér fyrir þeirri lögsókn, fremur en að mæla með samþykkt á uppfærðu lífeyriskerfi. Uppgjöf formanns LEB Eftir Halldór Gunnarsson Halldór Gunnarsson »Um 40 þúsund eldri borgarar gera þá réttmætu kröfu að líf- eyrissjóðsgreiðslur séu ekki skertar af ríkinu til Tryggingastofnunar með ólögum. Höfundur er fyrrverandi sóknar- prestur í Holti og formaður kjararáðs EB í Rangárvallasýslu. Ámorgun 16. september gefur Íslandspóstur út þrjár frímerkjaraðir og eina smáörk. Efni frímerkjanna er tileinkað RÚV sjónvarpi 50 ára, lífríki hafsbotnsins við landið og villtum gróðri. Smáörkin er tileinkuð því að 80 ár eru frá því að franska rannsóknaskipið Pourquoi-Pas? fórst á skerinu Hnokka út af Álftanesi á Mýrum í Borgarfirði. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.