Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 92

Morgunblaðið - 15.09.2016, Page 92
Nýgift Brúðhjónin ljómuðu af hamingju og skáluðu að lokinni athöfn. Atli Vigfússon laxam@simnet.is Það var mikið um að vera hjá sauðfjárbændum í Suður-Þingeyjarsýslu um síðastliðna helgi en þá var víða réttað. Veðrið var ekki alltaf upp á það besta og það rigndi mikið á laugardeginum þeg- ar réttað var í Skógarétt í Reykjahverfi. Þetta beit þó ekki mjög á menn því veðrið var fremur hlýtt, en á þessum árstíma hafa bændur séð stórhríðar og telja allt betra en það, minnugir þess þegar fé fennti fyrir fjórum árum á þessu landsvæði. Í réttunum gerist margt skemmtilegt, enda margt fólk sem kemur til þess að hjálpa til við að draga féð, frændur og vinir. Margir voru í Skógarétt, enda hefur fé í Reykjahverfi fjölgað á síðustu árum. Í réttarhléi, þegar fólk ætlaði að fá sér kaffi, gekk séra Sólveig Halla Kristjáns- dóttir, prestur og sauðfjárbóndi á Þverá í Reykjahverfi, í fullum skrúða inn í réttina og vakti máls á því að góður dagur væri fyrir brúð- kaup. Þar gaf hún saman bændur á Litlu- Reykjum, þau Signýju Valdimarsdóttur og Val- þór Frey Þráinsson, en skrítinn svipur kom á marga réttargesti sem höfðu alls ekki átt von á brúðkaupi. Þetta þótti öllum skemmtilegt og það sem var gott var að rigningin minnkaði aðeins meðan á athöfninni stóð. Svaramenn voru þau Valdimar Gunnarsson, faðir brúðarinnar, og Est- her Björk Tryggvadóttir, móðir brúðgumans, en með foreldrum sínum voru börnin Valdimar Óli Valþórsson og Sigrún Stella Valþórsdóttir. Feður brúðhjónanna, þeir Valdimar Gunnarsson kenn- ari og Þráinn Ómar Sigtryggson bóndi á Litlu- Reykjum, voru forsöngvarar í laginu „Vel er mætt“ og sungu allir í réttinni saman. Áfram dregið að lokinni athöfn Brúðhjónunum var klappað mikið lof í lófa af réttargestum sem ekki hafði órað fyrir að þeir væru á leið í brúðkaup. Að lokinni athöfn rigndi yfir nýju hjónin árnaðaróskum og síðan var hald- ið áfram að draga. Valþór Freyr og Signý, hin nýgiftu hjón, sögðu að þetta hefði verið mjög skemmtilegur dagur í alla staði, en um kvöldið var kaffi og terta fyrir allra nánasta fólk heima á Litlu-Reykjum. Signý sagði að þetta hefði verið virkilega íslenskt og rigningin hefði bara sett góðan svip á athöfnina. Þetta er annað brúðkaupið á Litlu-Reykjum þetta sumarið, en í júní giftu sig bróðir Valþórs Freys, Hilmar Kári Þráinsson, og hans kona, Karen Ósk Halldórsdóttir, í garðinum á Litlu- Reykjum og var þar margt fólk samankomið. Hvað gerist næst í Skógarétt skal ósagt látið, en víst er að allir komu glaðir heim til þess að segja frá þessu óvanalega brúðkaupi. Brúðkaup kom öllum á óvart  Prestur í fullum skrúða birtist í Skógarétt og gaf saman bændahjón FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Konan bannaði honum að ferðast 2. Hafði verið látinn í einhverja daga 3. Fannst látinn í nágrenni Öskju 4. Jón Magnússon kvænist ástinni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Frændsystkinin Anna Gréta Sigurð- ardóttir píanóleikari og Sölvi Kol- beinsson saxófónleikari halda tón- leika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Þau hafa þekkst alla ævi en fóru fyrst að spila saman þegar þau byrjuðu í Tónlistarskóla FÍH fyrir fimm árum. Nú fyrst eru þau með sameiginlegt dúóverkefni þar sem áhersla er á samspil og sameiginlegan spuna. Þau leika frumsamda tónlist og útsetn- ingar sem þau hafa unnið að síðasta mánuð. Þau hafa bæði hlotið titilinn „Bjartasta vonin“ á Íslensku tónlist- arverðlaununum. Verkefni þeirra verður framlag Íslands á hinni árlegu kynningarhátíð „Nordic Jazz Co- mets“ sem haldin verður á vegum Nord Jazz í Umeå í október. Anna og Sölvi leika djass í Hannesarholti  Fríspunalistamenn frá Eistlandi, Skotlandi og Íslandi, ásamt nem- endum tónlistardeildar LHÍ, koma fram á þrennum tónleikum dagana 15.-17. september. Fram koma m.a. Anto Pett píanóleikari og Anne-Liis Poll söngkona sem bæði kenna við Tónlistarháskólann í Tallinn, Alistair MacDonald, prófessor í tónsmíðum við Konunglega tónlistarháskólann í Glasgow, Marta Hrafnsdóttir söng- kona, Liis Viira hörpuleikari og Berg- lind María Tóm- asdóttir flautuleik- ari. Tónleikarnir verða í Mengi í kvöld kl. 21, að Sölvhóli á morgun kl. 17:30 og í Sel- tjarnarneskirkju á laugardag kl. 13 og 16. Þriggja daga spuna- veisla hefst í kvöld Á föstudag Sunnan og suðvestan 3-8 m/s og skúrir, en úrkomulít- ið norðaustantil. Hiti 7-13 stig. Á laugardag Suðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt og bjart veður norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s og víða rigning, hvassast við suðvesturströndina. Hægari vindur norðaustantil. Lægir síðdegis, austan og suðaustan 3-8 í kvöld. Hiti 7-14 stig. VEÐUR Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er megn óánægja meðal margra eldri og reyndari leikmanna inn- an Badmintonsambandsins hvað varðar landsliðsmál og samskiptaleysi við stjórn BSÍ. Formaður sambandsins segir að eðlilegt sé að ósætti komi upp á tímum breytinga og segir kyn- slóðaskipti vera að eiga sér stað. Hann fagnar aðhaldi á stjórn sambandsins. »2 Skiptar skoðanir um stjórn BSÍ „Ég var mjög spennt að heyra að ég fengi þetta tækifæri og ég held að ég sé tilbúin að takast á við það,“ sagði framherjinn Berglind Björg Þorvalds- dóttir sem mun fylla skarð Hörpu Þorsteinsdóttur í leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM annað kvöld. »3 Tilbúin að takast á við þetta tækifæri „Ég vil meina að hún sé með flott- ustu undirhandarskot sem ég hef séð lengi í deildinni,“ segir Íris Ásta Pét- ursdóttir, handknattleikskona hjá Val, um Diönu Satkauskaite, einn af nýjustu liðsfélögum sínum. Satkaus- kaite er landsliðskona frá Litháen sem hóf leiktíðina vel með Valsliðinu í Olísdeild kvenna þegar liðið lagði Fylki í 1. umferðinni. »4 Flottustu undirhand- arskot sem ég hef séð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi er blandað bú þar sem er mjólkurframleiðsla, nautaeldi, hestabúskapur og sauðfjárrækt. Litlu-Reykir ehf. heitir fyrirtækið og að því standa þeir Hilmar Kári Þráinsson og Valþór Freyr Þráins- son og þeirra konur, Signý Valdimarsdóttir og Karen Ósk Halldórsdóttir. Einnig standa að búinu foreldrar bræðranna, þau Esther Björk Tryggvadóttir og Þráinn Ómar Sigtryggsson. Blandað bú er á Litlu-Reykjum MJÓLK, NAUT, HESTAR OG SAUÐFÉ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Réttarbrúðkaup Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir gaf brúðhjónin saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.