Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 2

Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Kanarí Flug og hótel | 21. nóv. | 9 nætur Frábært verð frá:69.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í íbúð/herbergi á besta stað á Ensku ströndinni*. Verð án Vildarpunkta: 79.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS *þú bókar þig í ferð á vegum VITA og færð að vita þremur dögum fyrir brottför á hvaða hóteli þú lendir. Nánar á vita.is. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Fréttamenn okkar verða á staðn- um og leita viðbragða formanna flokkanna við fyrstu tölum um leið og þær berast,“ segir Sunna Ósk Logadóttir, frétta- stjóri mbl.is, og vísar í máli sínu til kosn- ingavöku vefsins þar sem ítarleg og öflug umfjöllun verður um alþingiskosningarnar í allan dag og allt þar til endanleg úrslit liggja fyrir. Fylgst verður með gangi mála frá því að kjörstaðir eru opnaðir og allt til enda. Á mbl.is verða birtar tölur um leið og þær verða gefnar út af yfirkjörstjórnum, við- brögð frambjóðenda og fylgst með kosningavökum stjórnmálaflokk- anna. Tölur, Twitter og komment Von er á fyrstu tölum strax og kjörstöðum hefur verið lokað eða upp úr klukkan 22 í kvöld. „Á forsíðu mbl.is geta lesendur nálgast nýjustu tölur sem birtar verða í aðgengilegri grafík og að sjálfsögðu viðbrögð stjórnmála- skýrenda, frambjóðenda og ann- arra - allt þetta og miklu meira til á kosningavöku mbl.is,“ segir Sunna Ósk og heldur áfram: „Einnig verðum við með beina textalýsingu á forsíðu mbl.is þar sem hægt er að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni á ein- faldan hátt. Skemmtilegustu kommentin, sniðugustu Twitter- færslurnar og allt hitt verður þar að finna.“ khj@mbl.is Öflug umfjöllun á mbl.is  Fyrstu tölur, við- brögð og stemningin á kosningavökum Morgunblaðið/Ómar Helgi Bjarnason Agnes Bragadóttir Börkur Gunnarsson Formenn stjórnmálaflokkanna meta stöðuna með mismunandi hætti. Þeir formenn sem ná mönnum á þing, samkvæmt skoðanakönnunum, voru beðnir um mat á því um hvað væri kosið í dag og hvað væri í húfi. Bjarni: Vöxtur eða vinstristjórn „Valið í kosningunum er skýrt. Það snýst um hvort við kjósum hag- sæld eða óvissu. Hvort við höldum áfram með þá efnahagsstefnu sem hefur skilað okkur svo miklu, eða hvort þeim árangri verður stefnt í bráða hættu,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Á þessum rúmum þremur árum náðum við að snúa taflinu á Íslandi við, rufum vítahring stöðnunar og komum efnahagslífinu í gang. Ár- angurinn blasir við öllum. Fyrir vikið erum við Íslendingar komnir í óska- stöðu svo eftir er tekið um allan heim. En þá má heldur ekki glutra henni niður. Ef hér tekur við vinstri- stjórn með Pírata sem hryggjar- stykkið, þá blasir við óvissuástand og óstöðugleiki, sem er hið síðasta sem Íslendingar þurfa á að halda. Við megum ekki setja árangurinn í uppnám og kalla yfir okkur koll- steypur. Það er komið að úrslita- stund og valið stendur milli vaxtar eða vinstristjórnar.“ Birgitta: Tveir valkostir „Kjósendur standa frammi fyrir tveimur valkostum; annars vegar ör- yggi og stöðugleika með flokkum sem hafa nú þegar sýnt fram á að geti unnið saman, en hinsvegar stjórnleysi og óöryggi með flokkum sem eru margklofnir undir stjórn Sjálfstæðisflokksins“, segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pí- rata. „Það verður að hefjast handa við að endurreisa heilbrigðiskerfið. Til þess að það sé hægt þá þarf að breyta fiskveiðikerfinu í takt við það sem Færeyingar gerðu til að arður- inn skili sér í miklu meira mæli í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Við viljum færa valdið til fólksins og það þarf að taka á spillingunni sem hefur fengið að grassera hérlendis í allt of miklum mæli og er ástæða þess að við erum að kjósa fyrr. Nýja stjórn- arskráin skiptir mjög miklu máli. Það er grundvallaratriði að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar árið 2012.“ Katrín: Innviðir byggðir upp „Frá mínum bæjardyrum séð er kosið um þá forgangsröðun núver- andi ríkisstjórnar að létta skattbyrði af tekjuhæstu hópunum, og þar af leiðandi hefur hún vanrækt að byggja upp nauðsynlega innviði í efnhagsbatanum sem orðið hefur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. „VG hefur lagt fram aðra sýn sem snýst um jöfn tækifæri, óháð efnahag og búsetu.“ „Það skiptir máli fyrir ungt fólk að innviðirnir séu í lagi. Fyrir venjulegt fólk búa mikil verðmæti í velferðinni og skiptir miklu máli fyrir lífskjör fólks. Það er í húfi að Ísland verði áfram staður sem fólk vill búa á og lifa.“ Sigurður Ingi: Öflugt atvinnulíf „Aðalatriði morgundagsins snýst um það hvort við viljum áfram trausta efnahagsstjórn á Íslandi, öfl- ugt atvinnulíf, stöðugleika sem við höfum ekki séð fyrr, en höfum nú haft í yfir þrjátíu mánuði,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson, forsætisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins. „Eða veljum við afturhvarf til til- raunarinnar með vinstristjórn, aðild að Evrópusambandinu, sem klífur þjóðina í herðar niður? Um það snú- ast kosningarnar á morgun.“ Óttarr: Heiðarleiki „Þessar kosningar snúast um heiðarleika og skynsemi,“ segir Ótt- arr Proppé, formaður Bjartrar fram- tíðar. „Fólk upplifir að sumir hafi meiri tækifæri en aðrir, að sumir hafi betri aðgang að samfélaginu en aðrir og því þarf að breyta. Við kjós- um um að blása nýju lífi í grotnandi innviði í heilbrigðiskerfinu, mennta- kerfinu, samgöngunum o.s.frv., um áherslu á umhverfi og mannréttindi. Við höfum tækifæri til að hafna með- virkni, lélegum vinnubrögðum og frændhygli. Við erum enn að glíma við eftirköst hruns sem var afleiðing fúsks og óheiðarleika. Við kjósum um að tryggja að það endurtaki sig ekki.“ Oddný: Kosið um breytingar „Það verður kosið um breytingar. Hvort hægt verður að leggja áherslu á velferð og félagslegan stöðugleika til jafns við þann efnahagslega, og réttláta skiptingu þjóðarkökunnar, og hverfa frá frændhygli og spill- ingu,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Fyrir okkur er það í húfi að það verði raddir inni á þingi sem tala fyr- ir jafnaðarstefnunni sem hefur skap- að mesta velferðarríki í heimi. Það er mikið í húfi fyrir íslenskt samfélag að þeim röddum verði ekki ýtt út.“ Benedikt: Tækifærið er núna „Nú er tækifæri til að innleiða nýj- ar, frjálslyndar hugmyndir og kerf- isbreytingar og lækna sárin úr hrun- inu, ekki bara efnahagshruninu heldur líka siðferðishruninu sem varð 2008,“ segir Benedikt Jóhann- esson, formaður Viðreisnar. „Það er ekki víst að þetta tækifæri komi aft- ur á næstunni. Við finnum það á ferðum okkar um landið að í útflutn- ingsfyrirtækjunum er enginn stöðugleiki. Gengið er að styrkjast, þannig að menn fá færri krónur fyrir hvern seldan fisk. Sjómennirnir fá minna í launaumslagið í hverjum túr, það er ekki sá stöðugleiki sem við sækjumst eftir. Þess vegna viljum við festa gengi krónunnar. Við vilj- um taka upp ný vinnubrögð og ná sátt í samfélaginu um grundvallar- mál.“ Stjórnin vill stöðugleika - andstaðan boðar breytingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Í sjónvarpssal Foringjar stærstu stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í alþingiskosningunum í dag luku kosninga- baráttunni með kappræðum í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Þeir kynntu baráttumál sín og skiptust á skoðunum um þau. ALÞINGISKOSNINGAR 2016  Katrín Jakobsdóttir segir að nota eigi efnahagsbata til að byggja upp innviði  Forsætisráðherra segir að valið sé um trausta efnahagsstjórn eða vinstristjórn Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Liðlega eitt hundrað manns missa vinnuna um næstu áramót hjá lyfja- verksmiðju Actavis í Hafnarfirði, en alls áætlar fyrirtækið að segja upp liðlega 250 manns á næstu mánuð- um. Í skriflegu svari frá Actavis við fyrirspurnum Morgunblaðsins kemur fram að þeir liðlega 100 starfsmenn lyfjaverksmiðjunnar sem hætta störfum um áramótin fái uppsagnarbréf í desembermánuði, en enn hafi engum starfsmanni verksmiðjunnar verið sagt upp. Líkt og greint var frá um mitt ár í fyrra er áætlað að lyfjaverksmiðjan hætti starfsemi um mitt næsta ár, en þar starfa nú tæplega 250 manns, sem allir munu missa vinnu sína. Fram kemur í svari Actavis að þeir sem fái uppsagnarbréfi í desem- ber muni „fá uppsagnarfrest greidd- an, til samræmis við gildandi ráðn- ingarsamning, án þess að til vinnuframlags þeirra komi“. Fyrirtækið svarar spurningunni um hvenær uppsögnum þessara 250 starfsmanna verður lokið á eftirfar- andi hátt: „Tímalínur varðandi áætl- uð starfslok eru mismunandi eftir eðli starfa og verkefnum hvers og eins. Þeim ætti að ljúka næsta vor eða sumar, allt eftir því hversu vel tekst til að flytja framleiðsluna á aðra framleiðslustaði, sem er flókið og langt ferli.“ Jafnframt kemur fram að eftir að starfsmenn lyfjaverksmiðjunnar hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu verði eftir starfandi hjá Medis, dótt- urfélaginu sem selur lyf og lyfjahug- vit, rúmlega 350. Loks segir í svari Actavis við fyrirspurnum Morgun- blaðsins að Actavis hafi, til að að- stoða starfsmenn lyfjaverksmiðj- unnar við að takast á við þessar breytingar, lagt mikla áherslu á að styðja frekari menntun og þjálfun starfsmanna til að gera þá betur í stakk búna til að sækja sér önnur störf til framtíðar. 100 missa vinnuna um áramót hjá Actavis  Fyrirtækið mun segja upp um 250 manns í lyfjaverksmiðjunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.