Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Kanarí Flug og hótel | 21. nóv. | 9 nætur Frábært verð frá:69.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í íbúð/herbergi á besta stað á Ensku ströndinni*. Verð án Vildarpunkta: 79.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS *þú bókar þig í ferð á vegum VITA og færð að vita þremur dögum fyrir brottför á hvaða hóteli þú lendir. Nánar á vita.is. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Fréttamenn okkar verða á staðn- um og leita viðbragða formanna flokkanna við fyrstu tölum um leið og þær berast,“ segir Sunna Ósk Logadóttir, frétta- stjóri mbl.is, og vísar í máli sínu til kosn- ingavöku vefsins þar sem ítarleg og öflug umfjöllun verður um alþingiskosningarnar í allan dag og allt þar til endanleg úrslit liggja fyrir. Fylgst verður með gangi mála frá því að kjörstaðir eru opnaðir og allt til enda. Á mbl.is verða birtar tölur um leið og þær verða gefnar út af yfirkjörstjórnum, við- brögð frambjóðenda og fylgst með kosningavökum stjórnmálaflokk- anna. Tölur, Twitter og komment Von er á fyrstu tölum strax og kjörstöðum hefur verið lokað eða upp úr klukkan 22 í kvöld. „Á forsíðu mbl.is geta lesendur nálgast nýjustu tölur sem birtar verða í aðgengilegri grafík og að sjálfsögðu viðbrögð stjórnmála- skýrenda, frambjóðenda og ann- arra - allt þetta og miklu meira til á kosningavöku mbl.is,“ segir Sunna Ósk og heldur áfram: „Einnig verðum við með beina textalýsingu á forsíðu mbl.is þar sem hægt er að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni á ein- faldan hátt. Skemmtilegustu kommentin, sniðugustu Twitter- færslurnar og allt hitt verður þar að finna.“ khj@mbl.is Öflug umfjöllun á mbl.is  Fyrstu tölur, við- brögð og stemningin á kosningavökum Morgunblaðið/Ómar Helgi Bjarnason Agnes Bragadóttir Börkur Gunnarsson Formenn stjórnmálaflokkanna meta stöðuna með mismunandi hætti. Þeir formenn sem ná mönnum á þing, samkvæmt skoðanakönnunum, voru beðnir um mat á því um hvað væri kosið í dag og hvað væri í húfi. Bjarni: Vöxtur eða vinstristjórn „Valið í kosningunum er skýrt. Það snýst um hvort við kjósum hag- sæld eða óvissu. Hvort við höldum áfram með þá efnahagsstefnu sem hefur skilað okkur svo miklu, eða hvort þeim árangri verður stefnt í bráða hættu,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Á þessum rúmum þremur árum náðum við að snúa taflinu á Íslandi við, rufum vítahring stöðnunar og komum efnahagslífinu í gang. Ár- angurinn blasir við öllum. Fyrir vikið erum við Íslendingar komnir í óska- stöðu svo eftir er tekið um allan heim. En þá má heldur ekki glutra henni niður. Ef hér tekur við vinstri- stjórn með Pírata sem hryggjar- stykkið, þá blasir við óvissuástand og óstöðugleiki, sem er hið síðasta sem Íslendingar þurfa á að halda. Við megum ekki setja árangurinn í uppnám og kalla yfir okkur koll- steypur. Það er komið að úrslita- stund og valið stendur milli vaxtar eða vinstristjórnar.“ Birgitta: Tveir valkostir „Kjósendur standa frammi fyrir tveimur valkostum; annars vegar ör- yggi og stöðugleika með flokkum sem hafa nú þegar sýnt fram á að geti unnið saman, en hinsvegar stjórnleysi og óöryggi með flokkum sem eru margklofnir undir stjórn Sjálfstæðisflokksins“, segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pí- rata. „Það verður að hefjast handa við að endurreisa heilbrigðiskerfið. Til þess að það sé hægt þá þarf að breyta fiskveiðikerfinu í takt við það sem Færeyingar gerðu til að arður- inn skili sér í miklu meira mæli í sameiginlega sjóði þjóðarinnar. Við viljum færa valdið til fólksins og það þarf að taka á spillingunni sem hefur fengið að grassera hérlendis í allt of miklum mæli og er ástæða þess að við erum að kjósa fyrr. Nýja stjórn- arskráin skiptir mjög miklu máli. Það er grundvallaratriði að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar árið 2012.“ Katrín: Innviðir byggðir upp „Frá mínum bæjardyrum séð er kosið um þá forgangsröðun núver- andi ríkisstjórnar að létta skattbyrði af tekjuhæstu hópunum, og þar af leiðandi hefur hún vanrækt að byggja upp nauðsynlega innviði í efnhagsbatanum sem orðið hefur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. „VG hefur lagt fram aðra sýn sem snýst um jöfn tækifæri, óháð efnahag og búsetu.“ „Það skiptir máli fyrir ungt fólk að innviðirnir séu í lagi. Fyrir venjulegt fólk búa mikil verðmæti í velferðinni og skiptir miklu máli fyrir lífskjör fólks. Það er í húfi að Ísland verði áfram staður sem fólk vill búa á og lifa.“ Sigurður Ingi: Öflugt atvinnulíf „Aðalatriði morgundagsins snýst um það hvort við viljum áfram trausta efnahagsstjórn á Íslandi, öfl- ugt atvinnulíf, stöðugleika sem við höfum ekki séð fyrr, en höfum nú haft í yfir þrjátíu mánuði,“ segir Sig- urður Ingi Jóhannsson, forsætisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins. „Eða veljum við afturhvarf til til- raunarinnar með vinstristjórn, aðild að Evrópusambandinu, sem klífur þjóðina í herðar niður? Um það snú- ast kosningarnar á morgun.“ Óttarr: Heiðarleiki „Þessar kosningar snúast um heiðarleika og skynsemi,“ segir Ótt- arr Proppé, formaður Bjartrar fram- tíðar. „Fólk upplifir að sumir hafi meiri tækifæri en aðrir, að sumir hafi betri aðgang að samfélaginu en aðrir og því þarf að breyta. Við kjós- um um að blása nýju lífi í grotnandi innviði í heilbrigðiskerfinu, mennta- kerfinu, samgöngunum o.s.frv., um áherslu á umhverfi og mannréttindi. Við höfum tækifæri til að hafna með- virkni, lélegum vinnubrögðum og frændhygli. Við erum enn að glíma við eftirköst hruns sem var afleiðing fúsks og óheiðarleika. Við kjósum um að tryggja að það endurtaki sig ekki.“ Oddný: Kosið um breytingar „Það verður kosið um breytingar. Hvort hægt verður að leggja áherslu á velferð og félagslegan stöðugleika til jafns við þann efnahagslega, og réttláta skiptingu þjóðarkökunnar, og hverfa frá frændhygli og spill- ingu,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. „Fyrir okkur er það í húfi að það verði raddir inni á þingi sem tala fyr- ir jafnaðarstefnunni sem hefur skap- að mesta velferðarríki í heimi. Það er mikið í húfi fyrir íslenskt samfélag að þeim röddum verði ekki ýtt út.“ Benedikt: Tækifærið er núna „Nú er tækifæri til að innleiða nýj- ar, frjálslyndar hugmyndir og kerf- isbreytingar og lækna sárin úr hrun- inu, ekki bara efnahagshruninu heldur líka siðferðishruninu sem varð 2008,“ segir Benedikt Jóhann- esson, formaður Viðreisnar. „Það er ekki víst að þetta tækifæri komi aft- ur á næstunni. Við finnum það á ferðum okkar um landið að í útflutn- ingsfyrirtækjunum er enginn stöðugleiki. Gengið er að styrkjast, þannig að menn fá færri krónur fyrir hvern seldan fisk. Sjómennirnir fá minna í launaumslagið í hverjum túr, það er ekki sá stöðugleiki sem við sækjumst eftir. Þess vegna viljum við festa gengi krónunnar. Við vilj- um taka upp ný vinnubrögð og ná sátt í samfélaginu um grundvallar- mál.“ Stjórnin vill stöðugleika - andstaðan boðar breytingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Í sjónvarpssal Foringjar stærstu stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í alþingiskosningunum í dag luku kosninga- baráttunni með kappræðum í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Þeir kynntu baráttumál sín og skiptust á skoðunum um þau. ALÞINGISKOSNINGAR 2016  Katrín Jakobsdóttir segir að nota eigi efnahagsbata til að byggja upp innviði  Forsætisráðherra segir að valið sé um trausta efnahagsstjórn eða vinstristjórn Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Liðlega eitt hundrað manns missa vinnuna um næstu áramót hjá lyfja- verksmiðju Actavis í Hafnarfirði, en alls áætlar fyrirtækið að segja upp liðlega 250 manns á næstu mánuð- um. Í skriflegu svari frá Actavis við fyrirspurnum Morgunblaðsins kemur fram að þeir liðlega 100 starfsmenn lyfjaverksmiðjunnar sem hætta störfum um áramótin fái uppsagnarbréf í desembermánuði, en enn hafi engum starfsmanni verksmiðjunnar verið sagt upp. Líkt og greint var frá um mitt ár í fyrra er áætlað að lyfjaverksmiðjan hætti starfsemi um mitt næsta ár, en þar starfa nú tæplega 250 manns, sem allir munu missa vinnu sína. Fram kemur í svari Actavis að þeir sem fái uppsagnarbréfi í desem- ber muni „fá uppsagnarfrest greidd- an, til samræmis við gildandi ráðn- ingarsamning, án þess að til vinnuframlags þeirra komi“. Fyrirtækið svarar spurningunni um hvenær uppsögnum þessara 250 starfsmanna verður lokið á eftirfar- andi hátt: „Tímalínur varðandi áætl- uð starfslok eru mismunandi eftir eðli starfa og verkefnum hvers og eins. Þeim ætti að ljúka næsta vor eða sumar, allt eftir því hversu vel tekst til að flytja framleiðsluna á aðra framleiðslustaði, sem er flókið og langt ferli.“ Jafnframt kemur fram að eftir að starfsmenn lyfjaverksmiðjunnar hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu verði eftir starfandi hjá Medis, dótt- urfélaginu sem selur lyf og lyfjahug- vit, rúmlega 350. Loks segir í svari Actavis við fyrirspurnum Morgun- blaðsins að Actavis hafi, til að að- stoða starfsmenn lyfjaverksmiðj- unnar við að takast á við þessar breytingar, lagt mikla áherslu á að styðja frekari menntun og þjálfun starfsmanna til að gera þá betur í stakk búna til að sækja sér önnur störf til framtíðar. 100 missa vinnuna um áramót hjá Actavis  Fyrirtækið mun segja upp um 250 manns í lyfjaverksmiðjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.