Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Láttu okkur ráða
Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is
Þarftu að ráða
matreiðslumann?
FRÉTTASKÝRING
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Eins og fram hefur komið hefur Fé-
lagsvísindastofnun Háskólans unnið
fjórar vikulegar kannanir í október á
fylgi stjórnmálaflokka fyrir Morgun-
blaðið. Sú nýbreytni við gerð kann-
ananna fyrir þessar kosningar að af-
staða er könnuð jafnt og þétt yfir alla
vikuna auðveldar að fylgjast með
breytingum sem verða dag frá degi í
kosningabaráttunni, þar sem alla
jafna berast jafn mörg svör á hverj-
um degi. Þetta gerir til að mynda
kleift að greina hvort tiltekin atvik í
kosningabaráttunni hafi áhrif á fylgi
framboða.
Hér til hliðar getur að líta fylgi
þeirra stjórmálaflokka sem ná munu
manni á þing væri um úrslit kosn-
inga að ræða, mælt daglega í októ-
ber. Fylgið er sýnt með línu og hver
flokkur auðkenndur með lit þannig
að auðvelt ætti að vera að rekja sig
eftir línunni.
Píratar gefa eftir
Af myndinni sést að fylgi Pírata
mældist í upphafi mánaðarins 22%.
Hæst mældist það 24% þann 15.
október, daginn fyrir tilkynningu
þeirra um fundarboð til stjórnarand-
stöðuflokka. Frá þeim degi lækkaði
fylgið nokkuð afgerandi, en hækkar
aftur í lok mælingatímans og loka-
mæling fylgis þeirra sýnir 21%.
Sjálfstæðisflokkur mældist með
22% fylgi í upphafi mánaðarins og
reis nokkuð fyrstu dagana á eftir og
náði 29% þann 4. október. Upp frá
því lækkaði fylgið nokkuð og féll nið-
ur í 19% dagana 16.-18. október en
reis á ný, um það leyti sem fyrr-
greindur fundur stjórnarandstöðu-
flokka var í umræðunni, og lokamæl-
ing þann 26. október sýndi 23% fylgi.
Vinstri grænir mældust með 24%
fylgi þann 1. október en það féll
nokkuð næstu daga á eftir og sveifl-
aðist nokkuð fyrstu vikuna. Hæst
mældist fylgið 20% ef undan er skil-
inn fyrsti dagurinn og var fylgi
flokksins 17% þann 26. október.
Leitnin upp á við hjá Framsókn
Framsóknarflokkur mældist með
7% fylgi á fyrsta degi mánaðarins og
jókst fylgið í 12% dagana 4. og 5.
október. Upp frá því féll það nokkuð
og 7. október mældist það 6%. Það
hefur síðan heldur aukist og mælist
11% í lok tímabilsins sem mælt var.
Í upphafi mánaðarins mældist
fylgi Viðreisnar 8%. Það jókst fram
eftir mánuðinum og mældist mest
14% þann 22. og 23. október. Fylgi
Viðreisnar mælist 10% á lokadegi
mælingarinnar.
Fylgi Bjartrar framtíðar hefur
sveiflast nokkuð í mánuðinum.
Fyrsta mælingin sýndi 4% fylgi sem
óx svo eftir því sem leið á mánuðinn
og var mest 9% um miðbik hans en
gaf svo eftir á ný. Fylgið óx svo aftur
er leið á og síðasta mæling sýndi 7%.
Samfylking mældist með 6% fylgi
í upphafi mánaðarins. Flokkurinn
náði svo 9% fylgi þann 6. október. En
frá 18. október féll það nokkuð og
varð lægst 5%. Lokamæling síðustu
könnunarinnar sýndi fylgi Samfylk-
ingarinnar í 6%.
Missterkir í kjördæmum
Þá er einnig forvitnilegt að sjá
þann mun sem er á milli kjördæma
þegar kemur að fylgi stjórmála-
flokka samkvæmt könnuninni. Hér
til hliðar á síðunni eru skífurit fyrir
hvert hinna sex kjördæma landsins,
sem sýna fylgi þeirra sjö framboða
sem könnunin sýnir að ná munu
manni inn á þing. Jafnframt eru nöfn
þeirra frambjóðenda í hverju kjör-
dæmi sem könnunin sýnir að ná
muni kjöri væri um úrslit kosninga
að ræða.
Þannig mælist Sjálfstæðisflokkur-
inn með mest fylgi í Suðurkjördæmi
eða 31%.
Mest fylgi við Pírata í könnuninni
er í Reykjavíkurkjördæmi norður,
eða 27%. Þá er fylgi Vinstri grænna
mest í Norðvesturkjördæmi, 22%.
Sömu sögu er að segja af Framsókn-
arflokki sem nýtur mests fylgis í
Norðvesturkjördæmi eða 21%. Fylgi
Viðreisnar virðist mest í Suðvestur-
kjördæmi, en könnunin sýnir að fylgi
flokksins í kjördæminu er 16%. Sam-
fylking nýtur mests fylgis í Reykja-
víkurkjördæmi norður en þar mælist
fylgið 10%. Að síðustu er svo að sjá
að fylgi Bjartrar framtíðar sé mest í
Suðvesturkjördæmi. Þar segjast 9%
svarenda í könnuninni ætla að kjósa
Bjarta framtíð.
Mikill munur
á fylginu milli
kjördæma
Fylgismælingar sýna að stjórnarflokk-
arnir virðast auka fylgi sitt síðustu daga
Fylgi flokka eftir kjördæmum
-samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar
Suðvesturkjördæmi
Norðausturkjördæmi
Suðurkjördæmi
Norðvesturkjördæmi
Viðreisn
Sjálfstæðisflokkurinn
Píratar
Vinstri græn
Björt framtíð
Samfylkingin
Annar flokkur
Framsóknarflokkurinn
Haraldur Benediktsson
Eva Pandora Baldursdóttir
Lilja Rafney Baldursdóttir
Bjarni Jónsson
Guðjón Brjánsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Elsa Lára Arnardóttir
Gylfi Ólafsson
Páll Magnússon
Ásmundur Friðriksson
Vilhjálmur Árnason
Unnur Brá Konráðsdóttir
Sigurður Ingi Jóhannesson
Ari Trausti Guðmundsson
Smári McCarthy
Oktavía Jónsdóttir
Jóna Sólveig Einarsdóttir
Páll Valur Björnsson
Steingrímur J. Sigfússon
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Njáll Trausti Friðbertsson
Valgerður Gunnarsdóttir
Sigmundur Davíð Gunnlaugss.
Þórunn Egilsdóttir
Logi Einarsson
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
Bjarni Benediktsson
Bryndís Haraldsdóttir
Jón Gunnarsson
Þorgerður Katrín Gunnarsd.
Jón Steindór Valdimarsson
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Ólafur Þór Gunnarsson
Jón Þór Ólafsson
Þórhildur SunnaÆvarsdóttir
Andri Þór Sturluson
Árni Páll Árnason
Eygló Þóra Harðardóttir
Óttarr Proppé
Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður
Ólöf Nordal
Brynjar Níelsson
Sigríður Andersen
Ásta Guðrún Helgadóttir
Gunnar Hrafn Jónsson
Viktor Orri Valgarðsson
Hanna Katrín Friðriksson
Pawel Bartoszek
Nichole Leigh Mosty
Svandís Svavarsdóttir
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Birgitta Jónsdóttir
Björn Leví Gunnarsson
Halldóra Mogensen
Katrín Jakobsdóttir
Steinunn Þóra Árnadóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Þorsteinn Víglundsson
Björt Ólafsdóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Karl Garðarsson
22%
27%
31%25%
23% 22%
23%
19%
20%
21%
19% 21%
21% 17%
13%16%
17% 18%
14%
10%
11%14%
17% 13%
7%
8%
8%9%
7% 10%
5%
7%
7%7%
6% 7%
4%
7%
6%5%
6% 6%
4% 6%
4%4%
5% 4%
Morgunblaðið/Eggert
Utan kjörfundar Fremur rólegt var í Perlunni gærkvöld þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram.
Daglegt fylgi stjórnmálaflokka í október
30%
25%
20%
15%
10%
5%
0%
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26.
Framsóknarflokkurinn SamfylkinginBjört framtíðSjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Píratar Viðreisn
H
ei
m
ild
:F
él
ag
sv
ís
in
da
st
of
nu
n
H
Í
ALÞINGISKOSNINGAR 2016