Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 34

Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 34
ÞORSKASTRÍÐIN Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þess var minnst í sumar að 1. júní síðastliðinn voru 40 ár liðin síðan Ís- lendingar og Bretar undirrituðu samkomulag í Ósló sem í reynd fól í sér að bresk stjórnvöld viðurkenndu rétt Íslands til yfirráða yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni sem tekið hafði gildi 15. október 1975. Þar með lauk með fullum sigri baráttu Ís- lendinga fyrir yfirráðum yfir fiski- miðunum við landið, baráttu sem staðið hafði yfir í áratugi. Útfærsla landhelginnar var gerð í fjórum áföngum; í 4 mílur 1950 til 1952, í 12 mílur 1956, í 50 mílur 1972 og 200 mílur 1975. Breski togaraflot- inn hafði veitt hér við land í áratugi og því voru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir útgerðarfyrir- tækin þar í landi. Bretar voru mjög ósáttir við útfærslu landhelginnar og sendu herskip og dráttarbáta til að vernda togarana fyrir aðgerðum ís- lenskra varðskipa. Sigldu Bretar margsinnis á varðskipin okkar og löskuðu þau enda var það markmið Breta að gera þau ófær um að sinna hlutverki sínu. Alls munu þau vera 54 skiptin sem bresk herskip og dráttarbátar og íslensk varðskip rákust saman, að því er talið er. En þrautseigja starfsmanna Land- helgisgæslunnar og Íslendinga allra hafði sigur að lokum. Svo mikil var reiði Íslendinga í garð Breta að í febrúar 1976 var stjórnmála- sambandi slitið við Breta. Óvænt atlaga í landhelginni Hér verður rifjaður upp örlaga- ríkur atburður sem varð í mynni Seyðisfjarðar fimmtudaginn 11. des- ember 1975. Á næstu síðu er svo lýs- ing á því hvernig Morgunblaðið afl- aði frétta af þessum atburði. Fullt tilefni er til þessarar upprifjunar á kosningadaginn, þar sem nokkrir stjórnmálaflokkar hafa á stefnu- skránni að ganga í ESB, sem óhjá- kvæmilega myndi leiða til þess stjórn fiskimiðanna færðist þangað. Ef svo fer hefur verið til lítils barist í þorskastríðunum þremur. Það var laust eftir hádegi hinn 11. desember sem þrír dráttarbátar, Lloydsman, Star Aquarius og Star Polaris, gerðu árás á varðskipið Þór, sem var að koma út frá Seyðisfirði, þar sem það hafði verið að grennsl- ast eftir duflum sem þar höfðu fund- ist á reki. Dráttarbátarnir voru að- eins rúmlega eina mílu frá landi og því langt inni í landhelgi Íslands. Taug var á Star Aquarius og Lloyds- man og sigldu báðir dráttarbátarnir á Þór, Star Aquarius fyrst en Lloydsman síðan tvisvar. Eftir fyrri ásiglingu Lloydsman skaut Þór við- vörunarskoti en þegar dráttarbátur- inn sinnti ekki viðvöruninni og lagði aftur til atlögu við Þór skaut varð- skipið kúluskoti á Lloydsman og fór kúlan í bóg dráttarbátsins. Þar með lauk viðureigninni og dráttar- bátarnir héldu til hafs í kjölfar Star Polaris, sem þegar í upphafi fór á haf út. Þór hélt í var í Loðmundar- firði, þar sem skemmdir voru kann- aðar, en varðskipið var stórlaskað eftir árásina. Þótti mesta mildi að dráttarbátarnir hefðu ekki sökkt varðskipinu, en einn varðskips- maður slasaðist á hendi við atgang- inn. Helgi heitinn Hallvarðsson var skipherra á Þór og hann lýsti skemmdum þannig í viðtali við Morgunblaðið: „Í stuttu máli má segja að dæld kom í ljósavélarrúm og kom leki að því. Dæld kom á aðal- vélarúm á móts við portið. Bak- borðsblásari í aðalvélasal er óvirkur enda í skorsteini bakborðsmegin en hann skemmdist við áreksturinn. Brot kom á strompinn þrjá metra yf- ir þyrluþilfari og dæld í hann og nær hún þrjátíu sentimetra inn í hann og kaplar fóru í sundur. Nítján metra kafli á aðalþilfari bakborðsmegin er allur brotinn og boginn og ná skemmdirnar mest 4½ metra inn á pallinn. Þá hefur þyrlupallurinn all- ur gengið til á stjórnborða, 23-24 þverbönd skemmdust. Bátskrani laskaðist að ofan og undirstöður hans bognuðu. Verulegar skemmdir urðu á klefa þar sem kútar fyrir sjálfvirkt slökkviliðskerfi eru. Loft- bitar þar eru bognir og er úthlið klefans rifin frá við loftið en kerfið er þó líklega virkt.“ Erfiðustu dagarnir Um atburðina sagði Helgi í sam- talinu: „Þessir tíu síðustu dagar hafa verið þeir erfiðustu og viðburðarík- ustu sem ég hef átt í þau 29 ár sem ég hef verið við gæzlustörf, fjórir árekstrar og þrjár klippingar. Bret- arnir eru nú mun grófari en þeir voru í síðasta þorskastríði og hafa verið að færa sig upp á skaftið og há- markið var árás dráttarbátanna á okkur. Ef þessu heldur áfram hlýtur það að enda með stórslysi.“ Árás dráttarbátanna á Þór olli gífurlegri reiði á Íslandi og kærði ríkisstjórnin framferðið til fastaráðs NATO og öryggisráðs SÞ. Gróf árás á varðskipið Þór  Þrír breskir dráttarbátar sigldu á Þór í mynni Seyðisfjarðar 1975  Mildi að varðskipið sökk ekki við atlöguna  Miklar skemmdir urðu á Þór  Gríðarleg reiði í þjóðfélaginu í kjölfar atburðarins Ljósmynd/Friðgeir Olgeirsson Stórhætta Stefni dráttarbátsins Lloydsman er hér komið að brúnni á varðskipinu Þór. Ógnvænleg sjón. Ljósmynd/Baldur Sveinsson Atlagan Fyrri ásigling Lloydsman á Þór náðist á mynd. Hún sýnir vel hinn mikla stærðarmun á skipunum. Stórfrétt Forsíða Morgunblaðsins daginn eftir atburðina eystra. Morgunblaðið/Friðþjófur Skemmdirnar Þór stórlaskaður í Loðmundarfirði eftir ásiglinguna.  Sjá bls. 36 34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Það var ekki aðeins framferði breska heimsveldisins á Íslands- miðum sem vakti reiði almenn- ings hér heldur líka viðbögðin í Bretlandi. Eftir árásina á Þór sendi Mike Smart fréttaritari Morgunblaðs- ins í Hull frétt með viðbrögðum sem sýnir vel óskammfeilni Bret- anna. Austin Laing, framkvæmastjóri breskra togaraeigenda sagði m.a: „Sú tilfinning hneykslunar sem vakin er af því er vopnað íslenzkt varðskip andstætt öllum mann- úðarsjónarmiðum skýtur að óvopnuðu brezku skipi sem er í vari frá níu vindstiga roki og framfylgir réttindum, sem óum- deilanleg eru, er ekki eins mikil og sú ótrúlega flónska íslenzku ríkisstjórnarinnar að leyfa varð- skipi að haga sér enn einu sinni með svo hættulegum og ögrandi glannaskap.“ James Johnson, þingmaður frá Hull, kallaði aðgerðir varðskips- ins villimannalegar og grimmileg- ar. Sagði hann rökrétt að breski flotinn myndi endurgjalda skot Þórs með því að skjóta á varð- skipin. Ákvörðunarvaldið væri auðvitað í höndum yfirmanna breska flotans. Dave Hawley, ritari samtaka togaraskipstjóra í Grimsby, sagði: „Vissulega finnst mér þetta skelfilegt. Og ég undrast að skip- herrann á Þór skuli hafa misst svo stjórn á sér að hann grípur til byssunnar.“ Óskammfeilin viðbrögð í Bretlandi við árásinni á Þór Mótmæli Almenningur á Íslandi tók framferði Breta ekki þegjandi. Lögregla reynir hér að hemja fólk við breska sendiráðið við Laufásveg. „Aðgerðir varðskipsins villi- mannlegar og grimmilegar“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.