Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 36

Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Atburðir í þorskastríðunum voru dramatískir og mikið fréttaefni á sín- um tíma. Fólkið þyrsti í fréttir og dagblöðin voru ein helsta fréttalindin í þá daga. Það var mikið lagt undir á Morgunblaðinu að gera slíkum frétt- um góð skil. Ef einhver stóratburður varð var ekki horft í kostnaðinn held- ur pöntuð flugvél ef þurfti og menn sendir á staðinn. Þetta átti við um alla mikla fréttaatburði, t.d. náttúru- hamfarir og stórslys. Hér verður lýst ferð Morgunblaðs- manna til að afla frétta og mynda af stóratburðunum í mynni Seyðis- fjarðar fimmtudaginn 11. desember 1975. Þessi ferð var nú reyndar í skrautlegri kantinum. Hafa ber í huga að tæknin var skammt á veg komin á þessum árum. Ekki var búið að finna upp internetið og Morgun- blaðið hafði ekki yfir að ráða tæki til að símsenda myndir eins og seinna varð. Nokkru eftir ásiglinguna á varð- skipið Þór bárust fréttir af atburð- unum til ritstjórnar Morgunblaðsins. Var þá strax ákveðið að senda menn austur með flugvél. Til fararinnar völdust tveir blaðamenn, þ.e. höf- undur þessarar greinar og Þórleifur Ólafsson, svo og tveir ljósmyndarar, Sveinn Þormóðsson og Friðþjófur Helgason. Við vorum hálfgerðir stráklingar á þessum tíma utan Sveinn, sem var gamalreyndur ljósmyndari sem lengi hafði unnið á blaðinu. Við undir- bjuggum ferðina sjálfir ásamt þeim Birni heitnum Jóhannssyni frétta- stjóra og Matthíasi Johannessen rit- stjóra. Báðir voru þeir afar áhuga- samir um fréttir af þorskastríðinu eins og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem var mest i stjórnmálaskrifum í gamla daga. Hrollkalt í flugvélinni Lagt var í hann um þrjúleytið á tveggja hreyfla flugvél. Flugstjóri var Sigurgeir Sigurðsson. Við vorum rétt komnir í loftið þegar Sigurgeir flugstjóri uppgötvaði að hitakerfið í vélinni var bilað. „Þið verðið annað hvort að snúa við og lenda eða láta ykkur hafa fimmtán stiga frost til Eg- ilsstaða,“ sagði Sigurgeir. Ekki kom til greina að hætta við því þá var ferð- in til einskis farin. Þetta var ekki gæfuleg flugferð, skítkalt í vélinni, ókyrð í lofti og að auki var allt svo hrímað að ekki sást út úr vélinni. Sér- staklega var Sveini kalt því hann var bara í nælonskyrtu undir úlpunni. En við lentum á Egilsstöðum heilu og höldnu. Strax var brunað í kaup- félagið á staðnum og keyptar síðar nærbuxur og hlýir bolir á okkur alla áður en við lögð- um í hann niður á Seyðisfjörð í bíl. Reiknað hafði verið með því að Þór sigldi inn til Seyðasfjarðar en það varð ekki raun- in, heldur lá varðskipið í Loðmundar- firði, þar sem skemmdir voru kann- aðar. Nú þurfti að hafa snör handtök og útvega bát til að sigla með hópinn út í Loðmundarfjörð. Tókst að leigja vélbátinn Ottó Wathne til fararinnar en skipstjóri var Trausti heitinn Magnússon. Það var skítabræla þennan dag, norðaustan slampandi, eins og sjómenn segja, og hríðar- veður. Þegar komið var út í Loðmundar- fjörð lágu þar tvö varðskip, Þór og Ægir, sem kominn var á staðinn. Varðskipsmenn á Ægi voru svo vin- samlegir að lýsa upp Þór svo ljós- myndararnir næðu sem bestum myndum af skemmdunum. Ekki fengu Morgunblaðsmenn að fara um borð en viðtal fékkst við Hermann Sigurðsson stýrimann, sem lýsti at- burðum dagsins í gegnum talstöð. Við vorum í Loðmundarfirði um áttaleytið um kvöldið og tíminn orð- inn naumur. Ottó sigldi á fullri ferð til Seyðisfjarðar þar sem greinarhöf- undur og Friðþjófur urðu eftir en Sveinn og Þórleifur brunuðu upp á Egilsstaði þar sem Sigurgeir og flug- vélin biðu. Vel gekk að starta öðrum hreyfl- inum en illa gékk að koma bakborðs- hreyflinum í gang. Þegar það loksins tókst varð alveg rosalegur hávaði svo Sigurgeir varð að drepa á hreyflin- um. Þá kom í ljós að pústgreinin var laus frá. Nú voru góð ráð dýr því eng- inn var að vinna á vellinum. Sigurgeir fann grjót og gat barið pústgreinina á sinn stað. Síðan var farið í loftið og flugið suður gekk vel. Hitakerfið var enn bilað en mönnum leið betur því þeir voru betur klæddir en í ferðinni austur. Í Reykjavík gékk á með dimmum éljum og þurfti flugvélin að hringsóla nokkra stund áður en hægt var að lenda. Þá var klukkan farin að ganga tólf um kvöldið. Brunað var niður á Mogga í Aðalstræti og filmurnar framkallaðar með hraði. Blaðið fór seint í prentun Greinarhöfundur var búinn að semja fréttina á Seyðisfirði og sím- senda hana suður. Þetta tölublað Morgunblaðsins fór seint í prentun. En það sem skipti öllu máli var að blaðið hafði að geyma frásögn og myndir frá þessum örlagaríka at- burði í þorskastíðinu. Daginn eftir kom Þór inn til Seyðisfjarðar. Greinarhöfundur tók viðtöl m.a. við Helga Hallvarðsson skipherra og Friðþjófur tók myndir. Hann náði m.a. mynd af togvíra- klippunum frægu sem mikið höfðu verið í fréttum. Klippurnar höfðu fram að þessu verið leyndarmál. Þetta efni birtist í Morgunblaðinu daginn eftir. Íslendinga þyrsti í fréttir  Atburðir í þorskastríðunum voru dramatískir og mikið fréttaefni á sínum tíma  Morgunblaðið sendi fjóra menn til að afla frétta af ásiglingunni á Þór  Filmur og fréttir sóttar í Loðmundarfjörð Morgunblaðið/Friðþjófur Í brúnni Helgi Hallvarðsson skipherra á Þór heilsar að sið herforingja þegar skipið kom til Seyðisfjarðar. Morgunblaðið/Friðþjófur Leynivopnið á Þór Víraklippurnar víðfrægu klipptu á mörg trollin. Atburður Það er varla hægt að fara lengri leið til að afla frétta en þessa. Ásiglingin á Þór Reykjavík Egilsstaðir x Sveinn Þormóðsson Friðþjófur Helgason Þórleifur Ólafsson Á þorskastríðsárunum hafði Morg- unblaðið náið samstarf við BBC Ra- dio Humberside. „Þetta byrjaði þannig að BBC Radio Humberside hafði samband við stærsta dagblaðið á Íslandi, Morgunblaðið, og leitaði eftir frétt- um,“ segir hinn þjóðkunni rithöf- undur Árni Þórarinsson sem á þess- um tíma skrifaði erlendar fréttir í Morgunblaðið. Útvarpsstöðin var á Humberside-svæðinu þar sem út- gerðarbæirnir Hull og Grimsby eru og þar var eðlilega mestur áhugi á fréttum af þorskastríðinu. „Þetta leiddi til samstarfs sem stóð yfir um langan tíma og báðir aðilar höfðu gagn af. Þetta var eins konar „skúbbbandalag.“ Þeir létu okkur fá helstu fréttirnar sem þeir voru með og við létum þá hafa fréttir af því sem var að gerast á Íslandi. Sá fréttamaður sem var fremstur í flokki hét Mike Smart. Hann varð síðan fréttaritari okkar og við merktum honum fréttirnar. Mike þótti standa sig svo vel í þorska- stríðsfréttunum að hann var síðar færður á aðalstöðvar BBC,“ segir Árni. Það var mikil vinna fyrir blaða- menn Morgunblaðsins að þýða frétt- irnar á ensku og senda þær svo með telexi til Bretlands. Þeir þurftu að skrifa fréttirnar á pappírsstrimla sem síðan var rennt í gegnum telex- tækið þegar búið var að hringja í ákveðið símanúmer hjá útvarpsstöð- inni. „Þetta var svo gamaldags tækni að það þýðir ekki að útskýra hana frekar fyrir nútímafólki.“ Svo mikill var áhugi á fréttunum að blaðið sendi stundum blaðamenn til útlanda til að taka viðtöl. Þannig fór Árni Þórarinsson til London í september 1972 og tók viðtal við James Prior, sjávarútvegsráðherra Breta. Viðtalið birtist á forsíðunni og vakti að vonum mikla athygli enda boðaði hann að herskip yrðu send á Íslandsmið til að vernda togarana. „Að upplifa þorskastríðin sem blaðamaður var óskaplega spenn- andi og skemmtilegt en jafnframt ógnvænlegt. Maður gat alltaf búist við því að stórslys yrði á miðunum, svo hörð voru átökin,“ segir Árni. Morgunblaðið í „skúbb- bandalagi“ með BBC Árni Þórarinsson Hrein jógúrt Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt: Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.