Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 44

Morgunblaðið - 29.10.2016, Síða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 BAKSVIÐ Ingólfur Sigurðsson „Ég vil að liðið mitt sé með boltann allan leikinn,“ sagði Spánverjinn Pep Guardiola eftir að hafa stýrt þýsku meisturunum í Bayern München til sigurs gegn Arsenal í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. „Fólk segir að það sé ekki endilega mikilvægast í fótbolta að halda bolt- anum innan liðsins en fyrir mér þá er það mikilvægast. Fyrsta skrefið er að halda boltanum innan liðsins og þá er hægt að huga að næstu skrefum. Ef liðið þitt er með bolt- ann áttu möguleika á að skora og andstæðingurinn skorar ekki þegar þú ert með boltann.“ Svo einfalt er það. Eða hvað? Manchester City vann tíu af fyrstu tólf leikjum sínum í öllum keppnum á þessu tímabli en fyrsti tapleikurinn kom í tólfta leik þegar Tottenham sigraði það 2-0. Síðan hafa úrslitin látið á sér standa en þegar tæplega fjórðungur er búinn af ensku úrvalsdeildinni vermir Manchester City samt ennþá topp- sæti deildarinnar með 20 stig, á hagstæðari markamun en Arsenal og Liverpool. Maðurinn á bakvið léttleikandi og orkumikið Manchester City-liðið er hinn spænski Pep Guardiola sem tók við stjórnartaumunum fyrr í sumar eftir að hafa náð einstökum árangri með Bayern München í Þýskalandi og hjá uppeldisfélagi sínu, Barcelona á Spáni. Guardiola er óumdeilanlega meðal færustu þjálfara heimsins og er óhræddur að fara eigin leiðir, sem byggðar eru að stórum hluta á hugmynda- fræði hollensku goðsagnarinnar Johan Cruyff. Spánverjinn er þó sannarlega ekki allra, einhverjum finnst boltinn sem liðin hans leika leiðinlegur, jafnvel tilgerðarlegur, en aðrir líta á sköpunarverk hans sem hreina list. Guardiola vill að lið- ið sitt spili sig í gegnum andstæð- inginn og vinni boltann jafnharðan aftur er það missir hann. Múgæsing í Manchester Eftir að hafa unnið sjö titla á þremur árum í Þýskalandi skrifaði Guardiola undir samning við ljósbláa liðið í Manchester-borg. Spánverjinn hafði margoft verið orðaður við starfið eftir að Txiki Begiristain var ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester City árið 2012. Txiki er ekki aðeins góðvinur Pep heldur einnig sá sem réð hann til Barcelona sumarið 2008, þá ungan og óharðnaðan, tók hann fram yfir José Mourinho en hann hafði þá meðal annars unnið Meistaradeildina og ensku úrvals- deildina. Guardiola fór ekki leynt með þá staðreynd að væri það ekki fyrir tilstuðlan Txiki hefði hann lík- legast ekki gerst þjálfari City- liðsins. Stuðningsmenn City voru hæst- ánægðir þegar ljóst var að Guar- diola myndi stýra liðinu. Þrátt fyrir að hafa eytt fúlgu fjár undanfarin ár hefur liðið átt við ramman reip að draga í Meistaradeildinni og tvö tímabil eru síðan það lyfti Eng- landsmeistaratitlinum síðast, þá með Manuel Pellegrini við stjórn- völinn. Eftirvænting stuðnings- manna lýsti sér best þegar Guar- diola var formlega kynntur til starfa í sumar á götum Manchester. Það varð ekki þverfótað fyrir æstum áhangendum þegar Spánverjinn heilsaði í fyrsta skipti, kumpánlega upp á sviði með hljóðnema í hend- inni, og var spurður spjörunum úr um nýjasta verkefni sitt. „Ég mun reyna að vinna leiki og byggja upp sjálfstraust leikmanna. Ég vil að leikmenn mínir átti sig á því að þeir geti treyst mér. Það er fyrsta skrefið fyrir mér,“ sagði Spánverjinn á ágætri ensku en hann tók tungumálið föstum tökum þegar hann dvaldist í New York til að hlaða batteríin eftir glæst ár á Spáni. Fjölmiðlar veittu undirbúnings- tímabili Manchester City sér- staklega mikla athygli þetta sum- arið. Pep hefur orð á sér fyrir nýstárlegar aðferðir við að koma leikmönnum sínum í gott líkamlegt form en hann lætur þá hvorki hlaupa án bolta né stunda lyftinga- æfingar. Allt er gert með bolta á tánum. Of þungir leikmenn í skammarkrókinn Fyrsta verk Guardiola á undir- búningstímabilinu var að létta leik- menn sína, jafnvel þá sem litu út fyrir að mega vart vera léttari. Mat- aræðið var tekið í gegn og því þurfti tómatsósan að víkja fyrir hollari af- urðum í mötuneytinu þar sem eng- inn óþarfur sykur er leyfður. Engar pítsur eru á boðstólum eftir leiki. Hann vill að liðið sitt spili hátt upp á vellinum og pressi andstæðinginn í þeirri von að vinna boltann sem fyrst og til þess að framkvæma það þurfa leikmennirnir að vera léttir og snöggir. Slík hlaup krefjast mik- illar orku. Nokkrir leikmenn mættu til æf- inga í meiri holdum en góðu hófu gegnir. Þeirra á meðal Yaya Touré og Samir Nasri. Það veit ekki á gott vegna þess að undir stjórn Guar- diola æfa þeir sem eru of þungir ekki með aðalliðinu heldur á sér- æfingum undir stjórn þol- og styrktarþjálfara. Það er ekki gert vegna útlitsdýrkunar heldur trúir Guardiola því að of þungir leikmenn meiðist frekar en þeir í toppformi. Og engu skiptir hvort leikmennirnir eru stjörnur á borð við þá eða leik- menn á fyrstu metrum ferils síns. Hvorki Touré né Nasri náðu að heilla stjórann á undirbúnings- tímabilinu, Touré kemst varla í 18- manna leikmannahópinn og Nasri var lánaður til Sevilla. Mike Summerbee, sem lék með Manchester City frá 1965 til 1975, fylgist náið með félaginu og var spenntur að sjá hvernig sá spænski myndi ná til leikmannahóps síns. „Ég er búinn að horfa á þrjár, fjór- ar æfingar og tempóið er mjög mik- ið. Ég er virkilega hrifinn. Þeir pressa við hvert tækifæri. Ákafinn er mikill, þeir eru virkilega agres- sífir. Þegar æft er af slíkum ákafa er ekki spurning um árangur.“ Summerbee sagði einnig að Guar- diola væri mikið í mun að minnka meiðslatíðni í herbúðum liðsins. Í fyrra þurftu læknar og sjúkraþjálf- arar liðsins að meðhöndla 81 meiðsli. „Leikmenn teygja mun meira fyrir og eftir æfingar en áður til þess að sporna við meiðslum.“ Auk þess að koma leikmönnum í form fyrir langt tímabil vann Guar- diola hörðum höndum að innleið- ingu hugmyndafræði sinnar. Farið var yfir taktísk atriði á hverri æf- ingu og lagði þjálfarinn ríkulega áherslu á að leikmenn tileinkuðu sér hugmyndir hans fljótt og vel. „Ég hef lært meira á þessum þremur vikum en á öllum ferlinum,“ sagði Fabian Delph, miðjumaður enska landsliðsins, eftir þrjár vikur undir stjórn Guardiola. „Þetta eru stór orð en ég lýg engu. Leikkerfin sem hann kennir okkur eru ótrúleg og ákafinn á æfingum er nánast ógnvekjandi. Æfingarnar eru virki- lega erfiðar en engu að síður mjög góðar.“ Endurfæddur Sterling Óvissa um framtíð Joe Hart, sem staðið hefur á milli stanganna hjá City undanfarin sex tímabil, var mikið í umræðunni á Bretlands- eyjum í sumar. Enski landsliðs- markvörðurinn þótti ekki henta leikstíl Guardiola þar sem Spánverj- inn vill að markmaðurinn sinn geti tekið þátt í uppspili liðsins. Enginn efast um að Hart sé prýðilegur markmaður en sendingargeta hans verður seint talin hans helsti kost- ur. Eftir nokkurra vikna vangavelt- ur fór Joe Hart á láni til ítalska liðs- ins Torino en fáeinum dögum fyrr var Claudio Bravo keyptur fyrir 17 milljónir punda frá Barcelona. „Ég er hérna til þess að taka ákvarðanir. Ég geri mörg mistök,“ útskýrði Guardiola auðmjúkur fyrir blaðamönnum. „Ég átta mig á því að Hart er mikils metinn hjá félag- inu. Sumir munu eflaust vera sam- mála þessari ákvörðun en aðrir eru það ekki. Ég hef ekki alltaf rétt fyr- ir mér en ég er sá sem verður að taka ákvarðanir. Þess vegna réð fé- lagið mig sem þjálfara.“ Guardiola styrkti varnarleikinn með því að kaupa hinn 22 ára gamla John Stones frá Everton fyrir tæp- lega 50 milljónir punda. Stones hef- ur lengi þótt einn efnilegasti mið- vörður Englendinga en umfram allt er hann öryggið uppmálað með boltann á tánum og snjall í að spila honum fram á við. Stones hefur fall- ið eins og flís við rass að leikstíl Andstæðingurinn skorar ekki þegar þú ert með boltann  Pep Guardiola er með nýja liðið sitt, Manchester City, á toppi ensku úrvalsdeildarinnar AFP Mark Leikmenn Manchester City hafa fagnað ófáum mörkunum í haust og eru að líkindum hvergi nærri hættir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.