Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 51
FRÉTTIR 51Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Talið er að kosningarnar til öldunga- deildar Bandaríkjaþings 8. nóvem- ber verði miklu tvísýnni en forseta- kjörið sem fer fram sama dag. Síðustu fylgiskannanir benda til þess að repúblikanar missi meirihlutann sem þeir fengu í öldungadeildinni fyrir tveimur árum og meirihluti þeirra í fulltrúadeildinni minnki. Kosið verður um öll 435 sæti full- trúadeildarinnar og 34 af 100 sætum öldungadeildarinnar. Repúblikanar eru núna með 24 af öldungadeildar- sætunum sem barist er um og demó- kratar tíu. Þurfa að ná fjórum sætum af repúblikönum Repúblikanar eru núna með 54 sæti í öldungadeildinni og demókrat- ar 44, en tveir óflokksbundnir þing- menn hafa fylgt demókrötum að málum. Til að fella meirihlutann þurfa demókratar því að ná a.m.k. fjórum sætum af repúblikönum ef Hillary Clinton verður kjörin forseti. Fái repúblikanar helming þingsæt- anna, eða 50, en Hillary Clinton for- setaembættið verður varaforseta- efni hennar, Tim Kaine, með oddaatkvæði í öldungadeildinni vegna þess að varaforseti Bandaríkj- anna er jafnframt forseti deildarinn- ar. Fréttaveitan Reuters hefur eftir nokkrum aðstoðarmönnum öldunga- deildarþingmanna í báðum stóru flokkunum að miklar líkur séu á því að repúblikanar missi meirihluta sinn í deildinni. Einn repúblikan- anna taldi jafnvel öruggt að demó- krötum tækist að fella meirihlutann og skírskotaði til nýlegrar fylgis- könnunar sem bendir til þess að repúblikanar missi sex sæti í öld- ungadeildinni: sæti Pennsylvaníu, Illinois, Wisconsin, New Hampshire, Norður-Karólínu og Missouri. Ann- ar af aðstoðarmönnum þingmanna repúblikana var bjartsýnni á að flokkurinn héldi meirihlutanum en viðurkenndi að staða hans væri erfið vegna óvinsælda Donalds Trump, forsetaefnis flokksins. „Ef við höld- um ekki meirihlutanum verður það vegna Donalds Trump,“ sagði hann. Talið er að alls geti níu sæti í deild- inni færst á milli flokka í kosning- unum. Cook Political Report, vefrit um stjórnmál, spáir því að repúblik- anar missi fimm til sjö sætanna. Fái demókratar meirihluta í þing- deildinni hefur það mikla þýðingu fyrir þá vegna þess að hún hefur m.a. það hlutverk að staðfesta tilnefning- ar forsetans í mikilvæg embætti, m.a. í hæstarétt Bandaríkjanna. Al- þjóðlegir samningar sem forseti landsins undirritar öðlast ekki gildi nema öldungadeildin fullgildi þá. Repúblikanar með traustari meirihluta í fulltrúadeildinni Ólíklegra er að demókrötum tak- ist að fella meirihluta repúblikana í fulltrúadeild þingsins sem er með alls 435 atkvæðisbæra þingmenn. Til þess þurfa demókratar að bæta við sig 30 sætum í deildinni en ef marka má síðustu kannanir er líklegast að flokkurinn nái 15 til 18 sætum af repúblikönum. Talið er að demókrat- ar geti í mesta lagi gert sér vonir um að bæta við sig 20 til 22 sætum í deildinni, að sögn Chads Pergram, fréttaskýranda Fox News. Talið er líklegast að demókratar bæti við sig sætum í Colorado, Illinois, New Jersey og Flórída en repú- blikanar taki af þeim sæti í Nebraska. Líkur á að repúblikanar missi meirihluta  Stefnir í að demókratar bæti við sig fimm til sjö sætum í öldungadeildinni Kannanir benda til þess að 9 af 34 sætum deildarinnar geti færst á milli flokka í þingkosningunum Tvísýn barátta um öldungadeildina Heimild: RealClearPolitics *Báðir óháðu þingmennirnir í deildinni hafa fylgt demókrötum að málum. Öldungadeildin Missouri Demókratar Óflokksbundnir* Repúblikanar Demókratar með verulegt forskot Wisconsin Russ Feingold fyrrv. öldunga- deildarþm. Ron Johnson öldunga- deildarþm. Illinois Tammy Duckworth fulltrúadeildarþm. Mark Kirk öldunga- deildarþm. Jason Kander ríkisritari Missouri Roy Blunt öldunga- deildarþm. Flórída Norður-Karólína Nevada Catherine Cortez Masto fyrrv. yfirsak- sóknari Nevada Joe Heck fulltrúa- deildarþm. New Hampshire Maggie Hassan ríkisstjóri Kelly Ayotte öldunga- deildarþm. Pennsylvanía Katie McGinty fyrrv. skrifstofu- stjóri ríkisstjóra Pat Toomey öldunga- deildarþm. Deborah Ross fyrrv. þingmaður í ríkisþinginu Richard Burr öldunga- deildarþm. Patrick Murphy fulltrúadeildarþm. Marco Rubio öldunga- deildarþm. Repúblikanar missa meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings ef þeir tapa fjórum þingsætum eða fleiri í kosningunum 8. nóvember 2 34 30 10 24 100 sæti Sæti repúblikana Sæti demókrata Indiana Evan Bayh fyrrv. öldunga- deildarþm. Todd Young fulltrúa- deildarþm. Sækist eftir endurkjöri Kosið verður um 34 sæti Donald Trump sagði á kosningafundi í fyrradag að stefna Hillary Clinton væri svo slæm að ástæða væri til að aflýsa forsetakosningunum 8. nóvember og lýsa hann sjálfkjörinn forseta. „Ég hugsa bara upphátt núna, en við ættum bara að aflýsa kosningunum og láta Trump fá embættið,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio, einu ríkjanna sem talin eru geta ráðið úrslitum í kosningunum. Hillary Clinton er að meðaltali með 4,4 prósentu- stiga forskot á Donald Trump í síðustu skoðana- könnunum sem ná til alls landsins. Hún er einnig með forskot í flestum af lykilríkjunum sem talin eru geta ráðið úrslitum. Sam- kvæmt könnun á vef Politico telja þó um 70% repúblikana að fylgi Don- alds Trump sé í raun meira í lykilríkj- unum en kannanirnar gefi til kynna vegna þess að sumir kjósendur vilji ekki viðurkenna að þeir ætli að kjósa þennan umdeilda auðkýfing í forseta- embættið. Nýleg könnun Reuters bendir samt til þess að 41% repúblikana telji að Hillary Clinton vinni for- setakosningarnar en 40% spái Trump sigri. Mánuði áð- ur töldu 58% repúblikana að forsetaefni þeirra færi með sigur af hólmi. Viðtöl The New York Times við stuðningsmenn Donalds Trump á kosningafundum hans síðustu daga benda til þess að þeir séu ekki eins sigurvissir og áður. Sumir þeirra sögðu að óeirðir gætu blossað upp í land- inu biði Trump ósigur fyrir Hillary Clinton. Einn þeirra spáði „öðru byltingarstríði“ og skírskotaði til frelsis- stríðs Bandaríkjanna 1775-1783. „Fólkið mun marséra að ríkisþinghúsunum,“ hefur The New York Times eftir honum. „Fólk mun gera allt sem þarf til að koma henni úr embættinu vegna þess að hún á ekki að gegna því.“ Trump segir að hann ætti að vera sjálfkjörinn FORSETAEFNI REPÚBLIKANA SEGIR STEFNU CLINTON SVO SLÆMA AÐ AFLÝSA ÆTTI KOSNINGUNUM Donald Trump Hópar uppreisnarmanna í Aleppo í Sýrlandi hófu í gær sókn gegn stjórnarher landsins til að reyna að binda enda á þriggja mánaða um- sátur um yfirráðasvæði þeirra í austurhluta borgarinnar. Á meðal hópanna sem taka þátt í sókninni eru liðsmenn tveggja hreyfinga ísl- amista, Ahrar al-Sham og Fateh al- Sham. A.m.k. fimmtán óbreyttir borgarar, þeirra á meðal tvö börn, biðu bana í árásum uppreisnar- hópanna á vesturhluta Aleppo. Hundruð manna hafa látið lífið í loftárásum stjórnarhersins og Rússa á austurhluta borgarinnar. Her Rússlands óskaði í gær eftir leyfi Vladimírs Pútíns forseta til að hefja árásirnar að nýju eftir tíu daga hlé, en Pútín sagði að það væri ekki tímabært. SÝRLAND Uppreisnarhópar hefja sókn í Aleppo AFP Átök Uppreisnarmenn í Aleppo. Rodrigo Duterte, forseti Filipps- eyja, hefur getið sér orð fyrir að vera mjög orðljótur maður en hann segist nú hafa lofað Guði að hætta að blóta eða viðhafa ljótt orðbragð. Duterte sagði þegar hann kom til heimaborgar sinnar, Davao, eftir ferð til Japans að Guð hefði talað til hans í flugvélinni. „Ég heyrði rödd sem sagði mér að hætta að blóta, annars myndi vélin hrapa, þannig að ég lofaði að hætta því,“ sagði forsetinn á flugvellinum í Davao. Duterte hefur meðal annars kall- að Barack Obama Bandaríkja- forseta „hóru- son“ sem hann vonaði að „færi til helvítis“. Ástæðan var sú að Obama hafði gagnrýnt aftök- ur án dóms og laga á þúsundum meintra eitur- lyfjasala og fíkni- efnaneytenda á Filippseyjum, þeirra á meðal börn- um sem urðu á vegi dauðasveit- anna. FILIPPSEYJAR Kveðst hafa lofað Guði að hætta að blóta Rodrigo Duterte forseti. Við önnumst sölu á versluninni Ice boost and Burgers í Mosfellsbæ Verslunin hefur verið starfrækt í áraraðir og notið mikilla vinsælda, mjög góð velta. Gott tækifæri í verslunarrekstri. Sanngjarnt verð. Lækjargötu 2, 2. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.