Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 58

Morgunblaðið - 29.10.2016, Side 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 SÓLTÚN KYNNIR öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR Um íbúðirnar Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2 að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum. íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu í nágrenninu. Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu samband við okkur og bókaðu fund. Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is Po RT hö nn un Til sölu fyrir 60 ára og eldri í Sóltúni 1-3, Reykjavík. Verð frá kr. 39.800.000. íbúðirnar verða afhentar vorið 2017 Guðmundur Kjartansson ogEinar Hjalti Jensson erufulltrúar Íslands í efstaflokki Skákþings Norður- landa sem stendur yfir þessa dagana í Sastamala í Finnlandi. Mótið fer fram í þrem flokkum þar af tveimur öldungaflokkkum, 50 ára og eldri og 65 ára eldri. Í síðarnefnda flokknum tefla tveir Íslendingar, Gunnar Finnlaugsson og Sigurður H. Jóns- son. Í efsta flokki tefla 10 skákmenn og er Norðmaðurinn Jon Ludwig Ham- mer stigahæstur. Guðmundur Kjart- ansson gerir nú atlögu að 2.500 elo- stiga „múrnum „ en með því upp- fyllir hann þau skilyrði sem til þarf til að hljóta útnefningu FIDE sem stórmeistari. Hann tapaði fyrir Sví- anum Blomqvist í 6. umferð og er um miðjan hóp keppenda. Staðan efstu manna þegar þrjár umferðir eru eftir: 1. Erik Blomqvist 5 v. (af 6 ) 2.-3. Jon Ludwig Hammer og Martin Percivaldi 4½ v. 4. Axel Smith 4 v. 5.-6. Guðmundur Kjartansson og Mikla Kartunen 3 v. Besta skák Guðmundar kom í 4. umferð: NM 2016: Johan Salomon – Guðmundur Kjartansson Vængtafl 1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be7 5. 0-0 0-0 6. b3 c5 7. Bb2 Rc6 8. e3 d4 9. exd4 cxd4 10. He1 He8 11. Re5?! Í þessari byrjun sem vel mætti kalla Benony-vörn með skiptum lit- um er sennilega affararsælast að fara sér hægt, 11. d3 var traustara. 11. … Rxe5 12. Hxe5 Rd7 13. He1 e5 14. Ba3 a5 15. d3 Bxa3 16. Rxa3 Rc5 17. Bd5 Bf5 18. Df3 Dd7 19. Had1 Smá leikbrella sem svartur fellur ekki fyrir, 19. .. Bg4? er vitanlega svarað með 20. Bxf7+! o.s.frv. 19. … He7 20. Hd2 Bg4 21. Dg2 Kh8 22. f3 Be6 23. Bxe6 Hxe6 24. Rc2 f5 25. b4 Þessi leikur skilar ekki neinu en það er erfitt að finna einhverja áætl- un. 25. … axb4 26. Rxb4 b5 27. Hc2 e4 28. fxe4 fxe4 29. cxb5 Dxb5 30. Hec1 He5! Heldur spennunni í stöðunni. Einnig var hægt að leika 30. … Rxd3 en eftir 31. a4! Dxb4 32. Hc8+ He8 33. Hxa8 Hxa8 34. Dxe4 á hvítur góða möguleika á jafntefli. 31. Hc4 Hae8 32. dxe4 Hxe4 Gengur beint til verks , 33. Hxc5 strandar á 33. … He1+ og vinnur en nú gat hvítur varist með 33. Df1! þar sem drottningin valdar d3-reitinn. 33. Df2 d3! 34. Hxe4 Eða 34. dxc5 Dxc5 35. Hxc5 d2 o.s.frv. 34. … Rxe4 35. Dd4 d2 36. Hf1 36. … Rxg3! Lagleg lokaflétta. 37. hxg3 Dxf1+ 39. Kxf1 He1+ 40. Kf2 d1(D) – og hvítur gafst upp. Magnús Carlsen vann Nakamura á netinu Heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Sergei Karkain hefst í New York 11. nóvember nk. Banda- ríkjamenn höfðu vonast eftir að mót- stöðumaður Norðmannsins yrði annaðhvort Hikaru Nakamura eða Fabiano Caruana en það fór á annan veg og í áskorendakeppninni í vor sigraði Rússinn/Úkraínumaðurinn Sergei Karjakin. Magnús hitaði upp fyrir stóra slaginn með hraðskákeinvígi við Nakamura sem fram fór sl. fimmtu- dag. Fyrirkomulagið var með óvenjulegum hætti; þeir voru báðir í mynd en sátu ekki augliti til aug- litis heldur fyrir framan tölvu á hót- elherbergi og tefldu á netinu alls 25 skákir. Í fyrsta hluta voru tefldar hraðskákir 5 2 og vann Magnús 5½:3½. Hann hafði einnig betur í næsta kafla, 5:2, en þá voru tefldar hraðskákir, 3 2. Í „bullet“ skák- unum“, 1 1, voru m.a. tefldar þrjár „Fischer-random“ skákir. Þar náði Nakamura sér loksins á strik og vann 5:4. Lokaniðurstaðan var samt öruggur sigur Magnúsar, 14½:10½. Hitað upp fyrir heimsmeistaraeinvígi Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Jón L. Árnason. „Ópið“ – Guðmundur Kjartansson bregður á leik á brú í Noregi í ágúst 2014. Ágæti kjósandi. Nú þegar kosningar til Alþingis nálgast þá er ljóst að stjórn- málamenn lofa öllu fögru til þess að við kjósum þá og þeirra flokk. Á þessum tíma- mótum er fróðlegt að líta til þess sem stjórn- arflokkarnir Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa áorkað síð- an í júní 2013. Þær tölur sem stuðst er við hér á eftir er fengnar frá Hag- stofu Íslands, fjármálaráðuneyti og Vinnumálastofnun. Skoðum þetta betur: Verðbólgan var 3,3% í júní 2013 en er í dag 1,8%. Þá hefur verðbólga verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans frá febrúar 2014. Þetta hefur leitt af sér mikla eigna- myndun fyrir heimilin, þar með talið það unga fólk sem tekist hefur að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Þannig hafa eignir þess hækkað en lánin nánast staðið í stað. Aukin verðbólga gæti eytt þeirri eignamyndun. Skuldir heimila og ríkissjóðs Skuldir heimilanna í júní 2013 voru 104,3% af vergri þjóðarfram- leiðslu en eru í dag 81,2% miðað við sama mælikvarða. Skuldir ríkissjóðs voru í júní 2013 104,3% af vergri þjóðarframleiðslu en eru í dag 50,9 % miðað við sama mælikvarða. Skuldir ríkissjóðs hafa á þessu tímabili lækkað um 1.168 milljarða. Lækkun lána leiðir til lægri vaxtagreiðslna sem aftur leiðir til þess að ríkissjóður er betur í stakk búinn til þess að ráðast í fram- kvæmdir eins og byggingu nýs spít- ala. Kaupmáttur launa hefur frá því í júní 2013 aukist um 20,6%. Hér er um mestu aukningu kaupmáttar launa á síðustu áratugum að ræða. Atvinnuleysi – skuldaleiðrétt- ing Atvinnuleysi var 6,4% í júní 2013 en er í dag 1,9%. Í Portúgal, Spáni, Ítalíu og Grikklandi er atvinnuleysi ungs fólks yfir 25%. Það vita þeir sem hafa verið atvinnulausir að það er fátt ömurlegra en að vera án at- vinnu og vera upp á aðra kominn með fæði og húsnæði. Það er staðreynd að skuldaleiðrétting nú- verandi ríkisstjórnar mun leiða til 150 millj- arða lækkunar á hús- næðislánum lands- manna. Þetta var kosningaloforð Fram- sóknarflokksins sem enginn trúði að staðið yrði við. En líkt og í Ice- save-málinu stóð sá flokkur í lapp- irnar og skilaði þessu loforði í hús. Samningar við kröfuhafa bankanna Samningar við kröfuhafa bank- anna leiddu til þess að um 660 millj- arðar koma í ríkissjóð í formi stöð- ugleikaframlags og annarra greiðslna. Fram hjá þessu verður ekki litið. Þetta bætir hag ríkissjóðs gríðarlega. Öðrum flokkum hafði ekki hugkvæmst þessi leið. Jöfnuður í íslensku samfélagi Við Íslendingar búum í samfélagi sem tekur mið af velferðarmódeli Norðurlanda. Það hefur hingað til verið talið með því besta í heimi. Samkvæmt nýjustu tölum frá hag- stofu Evrópusambandsins, Eurosat, er ekkert Evrópuríki sem býr við jafn mikinn tekjujöfnuð og Ísland. Við kjósendur vil ég segja þetta. Það má ýmislegt segja um þá rík- isstjórnarflokka sem hafa verið við völd sl. 3 ár en þessar staðreyndir hér að ofan tala sínu máli. Fagur- galar eru nú á hverju horni. En söngur þeirra getur verið falskur. Miklu betra er að líta til þess sem gert hefur verið og meta þau verk sem unnin hafa verið við mjög erf- iðar aðstæður. Verkin tala Eftir Guðna Á. Haraldsson Guðni Á. Haraldsson »Kaupmáttur launa hefur frá því í júní 2013 aukist um 20,6%. Hér er um mestu aukn- ingu kaupmáttar launa á síðustu áratugum að ræða. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.