Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 80
80 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
✝ Kristín Guð-björg Bene-
diktsdóttir, alltaf
kölluð Dídí, fæddist
í Bolungarvík 16.
september 1941.
Hún lést á
Hjúkrunar-
heimilinu Bergi í
Bolungarvík 15.
október 2016.
Foreldrar Dídíar
voru Fjóla Magnús-
dóttir, f. 1921, d. 1970, og Bene-
dikt Vagn Guðmundsson, f.
1915, d. 1971. Dídí var næstelst
tíu systkina, hin voru Ingigerð-
ur Maggý Benediktsdóttir, f.
1939, d. 1960, Bára Benedikts-
dóttir, f. 1942, Ingunn Guð-
munda Benediktsdóttir, f. 1944,
d. 1944, Haraldur Guðmunds
Benediktsson, f. 1946, Víðir
Benediktsson, f. 1948, Lárus
Haukur Benediktsson, f. 1949,
Jóhanna Freyja Benediktsdótt-
ir, f. 1952, Ásrún Benedikts-
dóttir, f. 1954, d. 1975, Benedikt
Steinn Benediktsson, f. 1956.
Dídí giftist Stefáni Helga
og búa þau í Reykjavík. Börn
þeirra eru Stefán Darri, Sig-
urlaug Sara og Ernir.
4) Fjalar Vagn Stefánsson, f.
26. nóvember 1973, í sambúð
með Rögnu Dam, f. 3. mars
1976, þau búa í Færeyjum. Börn
þeirra eru Stefanía Friða,
Andrias og Edith.
5) Dagný Ása Stefánsdóttir, f.
18. júní 1978, í sambúð með
Guðbjarna Karlssyni, f. 21. júlí
1972, þau búa í Bolungarvík.
Sonur Dagnýjar er Kristinn
Hallur Arnarsson. Guðbjarni á
fimm börn og eitt barnabarn.
Fyrir átti Stefán Sigríði Jak-
obínu. Dídí og Stefán skildu ár-
ið 1994.
Dídí vann fyrstu árin á
sjúkraskýli Bolungarvíkur,
vann svo í fiski í Bolungarvík
þar til hún flutti suður til
Reykjavíkur þar sem hún vann
við verslunarstörf. Hún flutti
síðar á Hellissand þar sem hún
vann við fiskvinnslu þar til hún
flutti aftur suður. Hún vann síð-
ustu árin á Landspítalanum sem
aðstoðarkona ljósmæðra á fæð-
ingargangi. Þegar hún komst á
eftirlaun flutti hún aftur á
æskuslóðirnar til Bolungar-
víkur árið 2008.
Útför Dídíar fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag,
29. október 2016, kl. 14.
Bjarnasyni árið
1965 og saman áttu
þau fimm börn, þau
eru:
1) Elvar Stefáns-
son, f. 5. ágúst
1961, hann er
kvæntur Elínu
Þóru Stefánsdótt-
ur, f. 19. september
1965, og eiga þau
heima í Bolungar-
vík. Þau eiga syn-
ina Auðun Jóhann og Emil Una.
Fyrir átti Elvar dótturina Fjólu
Katrínu, barnabarnabörnin eru
fimm.
2) Arnar Bjarni, f. 15. júní
1963 kvæntur Heiðu Jónu
Hauksdóttur, f. 25. desember
1964, þau búa í Kópavogi. Arn-
ar á fimm börn, fyrst soninn
Kristin Ísak en börn Arnars og
Heiðu eru Hanna Steina, Helga
Rut, Stefán Haukur og Styrmir
Máni. Barnabarnabörnin eru
sex.
3) Ingigerður Maggý Stefáns-
dóttir, f. 1. júní 1966, hún er gift
Þór Björnssyni, f. 2. mars 1967,
Elsku besta móðir mín, hetj-
an mín og fyrirmynd er látin.
Það er erfitt að kveðja og stutt í
tárin. Minningarnar hrannast
upp og veita yl á erfiðum stund-
um. Ég ólst upp frjáls í
áhyggjulausu umhverfi í faðmi
foreldra og systkina þar sem
leikvöllurinn var Bolungarvík á
milli fjalls og fjöru. Þorpið mitt
var endalaus uppspretta leikja
og upplifana. Minningarnar eru
margar úr æsku.
Mamma var dugnaðarforkur
til vinnu og byrjaði ung að
vinna í fiskvinnslu í Bolungar-
vík og lét stóran hluta launa
sinna til móður sinnar til að
létta undir með rekstri heimilis-
ins. Aðeins 17 ára fór hún að
vinna á Sjúkraskýlinu í Bolung-
arvík og var strax gerð að for-
stöðukonu og gegndi því starfi í
tvö ár.
Eftir það fór hún á síldina á
Siglufirði þar sem hún kynntist
föður mínum. Hún bjó í Bolung-
arvík í 40 ár, fluttist þá suður
og var þar meira og minna í 27
ár. Foreldrar mínir skildu 1994.
Börnin mín eiga margar minn-
ingar með ömmu sinni í Kópa-
vogi.
Þegar mamma komst á eft-
irlaun lét hún loksins langþráð-
an draum rætast og flutti aftur
á æskuslóðirnar í Bolungarvík
þar sem hún keypti sér hús með
garði sem hún ræktaði af natni.
Mamma var mikið náttúrubarn,
elskaði alla útiveru, fór í göngu-
túra, hjólaði og synti daglega á
meðan hún hafði þrek til. Eftir
að hún flutti til Bolungarvíkur
fórum við fjölskyldan oft og iðu-
lega í heimsókn til hennar og
fannst börnunum mínum gott
að heimsækja hana þar og upp-
lifa lífið í litla þorpinu.
Í mars 2015 greindist
mamma með sjúkdóminn MND,
hún var þá lengi búin að leita
skýringa á því þróttleysi sem
hafði hrjáð hana. Síðustu árin
eyddum við mamma miklum
tíma saman þar sem við rædd-
um saman, hlógum, grétum og
ekki síst í sumar og í haust. Ég
er óendanlega þakklát fyrir
þessar stundir sem við áttum
saman, þær ylja á erfiðum
stundum. Í sumar fórum við
systkinin með mömmu á
draumastaðinn hennar að
Gardavatni á Ítalíu og eyddum
þar saman viku þar sem við
hlógum mikið og sköpuðum með
henni dýrmætar minningar.
Mamma trúði því að þegar
hún yfirgæfi þetta líf tæki við
annað líf og betra í „Drauma-
landinu“ þar sem engir sjúk-
dómar þekktust. Ég trúi því að
nú gangi hún þar um frjáls og
hamingjusöm og að ég hitti
hana þar þegar minn tími kem-
ur.
Ég man þig – elsku mamma
ég man þig alla tíð.
Við þraut svo þunga og ramma
þú þögul háðir stríð.
Sem hetja í kvöl og kvíða
þú krýnd varst sigri þeim
sem á sér veröld víða
og vænni en þennan heim.
En þín ég sífellt sakna
uns svefninn lokar brá.
Og hjá þér vil ég vakna
í veröld Drottins þá.
Því jarðlífs skeiðið skamma
er skjótt á enda hér.
Og alltaf á ég, mamma,
minn einkavin í þér.
Ég veit það verður gaman,
það verður heilög stund,
að sitja aftur saman
sem sátum við í Grund.
Þá gróa sorgarsárin
og söknuðurinn flýr.
Þá þorna tregatárin,
og tindrar dagur nýr.
Þá ljómar Drottins dagur
með dýrð og helgan frið,
svo tær og töfrafagur
um tveggja heima svið.
Þá hverfur raunin ramma
sem risti hold og blóð,
þá geng ég með þér mamma,
um morgunbjarta slóð.
Þá geng ég með þér mamma,
um morgunbjarta slóð.
(Rúnar Kristjánsson.)
Ingigerður M. Stefánsdóttir.
Kristín Guðbjörg
Benediktsdóttir
Mikið erum við
þakklát fyrir að
hafa átt Mumma
að. Mummi var
einstakur maður. Hann bjó yfir
miklu jafnaðargeði og hafði ein-
stakt lag á börnum og dýrum.
Það var eins og þau skynjuðu
það öryggi og þann kærleika
sem hann bjó yfir. Ekki ein-
ungis barnabörnin skriðu upp í
fangið á honum heldur einnig
börn sem höfðu aldrei séð hann
áður. Þá var stutt í glettnina
hjá Mumma og lét hann oft
gamminn geisa, sérstaklega
þegar hann var innan um
barnabörnin. Mummi sýndi
okkur öllum gífurlega mikla
þolinmæði, kærleika og stuðn-
ing í einu og öllu. Níska var
ekki til í orðabók Mumma.
Mummi var einstaklega gjaf-
mildur og örlátur maður. Fyrir
um þremur árum þegar Mummi
bjó enn heima en var orðinn
veikur af alzheimer og park-
inson þá kíktum við í heimsókn
til hans. Peggý, kona hans, var
þá ekki heima. Mummi var að
reyna að klæða sig í sokka og
sagðist vera að klæða sig því að
Peggý ætti afmæli og hann
væri að fara í skartgripaverslun
til þess að kaupa handa henni
Guðmundur Torfa-
son Magnússon
✝ GuðmundurTorfason
Magnússon fæddist
7. september 1938.
Hann lést 15. októ-
ber 2016. Útför
hans fór fram 24.
október 2016.
skartgrip. Í fyrsta
lagi kom okkur á
óvart að hann væri
meðvitaður um að
Peggý ætti afmæli
þennan dag því
minnið hans var
orðið takmarkað.
Eins kom okkur
spánskt fyrir sjónir
að maður sem
varla gat hreyft sig
ætlaði að leggja
það á sig að fara á stúfana og
kaupa afmælisgjöf handa eig-
inkonunni. Það endaði með því
að við keyrðum hann og studd-
um út í skartgripaverslun þar
sem hann valdi gullhálsmen
handa Peggý. Þetta var Mummi
í hnotskurn.
Við kveðjum Mumma með
kærleik og söknuði og vonum
að honum líði vel þar sem hann
er staddur nú. Milljón knús og
kossar, elsku pabbi, afi og
tengdapabbi.
Ágúst, Lilja, Írena,
Sandra og Ísabella.
Minn góði vinur, Mummi,
hefur nú yfirgefið okkur. Ég vil
nota þetta tækifæri til að þakka
honum og fjölskyldu hans fyrir
frábæran kunningsskap til
margra ára.
Við hjónin, Óskar og Sóley,
höfum margs að minnast eftir
öll þau ár sem við vorum saman
og þá sérstaklega í sambandi
við golfíþróttina og ýmis ferða-
lög sem við fórum saman í og
voru þau Mummi og hans
dásamlega eiginkona, Petrína,
sem gerðu þessar ferðir okkar
saman svo ógleymanlegar. Allt-
af var Mummi okkar svo ljúfur
og kátur og aldrei man ég eftir
að hann hafi verið annað en já-
kvæður og munum við sakna
hans mjög mikið.
Margar ferðir fórum við
saman til Kanarí og nutum sól-
ar og spiluðum golf saman.
Einnig fórum við margar ferðir
saman til Vestmannaeyja og
nokkrar ferðir í kringum landið
og spiluðum golf á flestum golf-
völlum landsins.
En eftirminnislegasta ferð
okkar saman var þegar við
ferðuðumst saman til Flórída
og tókum okkur ferð með
skemmtiferðaskipi og heimsótt-
um sex eyjar í Karíbahafinu og
spiluðum golf á öllum eyjunum.
Gerðum við þetta svona í
stað þess að taka rútu sem
skipið útvegaði til að sjá það
markverðasta á eyjunum og
reyndist þetta sennilega ódýr-
ara en að fara með rútunni og
þá hefðum við misst af því að
spila golf sem var okkur öllum
svo mikið áhugamál. En ég held
að samferðafólk okkar á skipinu
hafi litið okkur hornauga þegar
það sá að við vorum að fara
með golfsettin okkar í land en
þau hafa ekki áttað sig á því að
við fengum leigubílstjórana til
að sýna okkur það markverð-
asta á leið til skips aftur.
Elsku Mummi minn, við
hjónin, Óskar og Sóley, munum
sakna þín mikið en kynnum
okkar hjóna af þér og þinni ást-
kæru eiginkonu, Petrínu, ásamt
fjölskyldu ykkar, munum við
ekki gleyma. Við huggum okkur
við það að við munum sjá og
hitta þig, Mummi minn, seinna.
Kveðja,
Óskar og Sóley.
Þegar ég heyrði af andláti
Mumma T. varð mér hugsað til
okkar fyrstu kynna. Leiðir okk-
ar lágu saman þegar golfvöll-
urinn hjá Villunni uppi í Mos-
fellsdal var í deiglunni. Ég
hafði tekið að mér að stofna
golfklúbb í sambandi við völl-
inn, en var ekki sjálfur golfari
og það vantaði „golfara“ til að
vera í forsvari fyrir félagslega
þáttinn í starfsemi golfklúbbs-
ins.
Þá voru nokkrir golfarar
þegar komnir að starfseminni
og var Guðmundur þar fram-
arlega í flokki og tilbúinn að
taka að sér að vera í for-
mennsku fyrir klúbbinn, sem
fékk nafnið Golfklúbbur Bakka-
kots.
Það var mikið lán að Guð-
mundur tók þetta að sér því
hann naut virðingar í hópnum
fyrir utan það að vera afskap-
lega ljúfur félagi og hafði lag á
að fá menn með sér.
Nú er fallinn frá drengur
góður og ég veit að hann naut
þess að vera í faðmi dalsins
sem er innan seilingar frá höf-
uðborginni en Guðmundur taldi
ekki eftir sér að skreppa upp í
dal þó í Hafnarfirði byggi.
Ég minnist þess hvað það
var alltaf mikill léttleiki í kring-
um þá mágana Mumma og
Stebba og ekki má gleyma
Petrínu, konu Guðmundar, sem
átti sinn þátt í að Golfklúbbur
Bakkakots komst á laggirnar
og má geta þess að það var um-
talsverð starfsemi í „kvenna-
golfinu“.
Það er margs að sakna í for-
tíðinni sem yljar manni í nútíð-
inni og sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur til Petrínu og
fjölskyldu frá mér og konu
minni, Eygló.
Magnús Steinarsson.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Móðir okkar,
HÓLMFRÍÐUR KRISTÍN JENSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri þriðjudaginn
18. október. Jarðarförin hefur farið fram.
.
Jens, Tómas og Áslaug.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
RAGNHILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR,
andaðist laugardaginn 22. október á
hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför hennar fer
fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðju-
daginn 1. nóvember kl. 15.
.
Ásgeir Einarsson, Bryndís Hrafnkelsdóttir,
Ingólfur Einarsson, Karólína Hreiðarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EIRÍKUR SVAVAR EIRÍKSSON,
fv. flugumsjónarmaður,
Boðahlein 5, Garðabæ,
lést 22. október 2016 á Vífilsstöðum.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 3. nóvember 2016 kl. 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Gigtarfélag Íslands.
.
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Jens Dirk Lubker,
Steinunn Eiríksdóttir, Þorsteinn Lárusson,
Þóra Eiríksdóttir, Jan Steen Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
föður okkar,
INGÓLFS LÁRUSSONAR,
fv. bónda, Gröf, Eyjafjarðarsveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri.
.
Synir hins látna og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs föður míns og afa,
RAGNARS ÁRNASONAR
mælingaverkfræðings,
Æsufelli 4.
.
Guðný Ragnarsdóttir,
Ragnar Árni Ólafsson.