Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 81

Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 81
MINNINGAR 81 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 ✝ Ólöf LáraÁgústsdóttir fæddist 16. janúar 1935 í Hafnarfirði. Hún lést á heimili sínu 6. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Ágúst Eyj- ólfsson bakara- meistari, f. 28.9. 1912, d. 27.11. 2001, og Þórheiður Jó- hannsdóttir húsfreyja, f. 7.7. 1914, d. 30.8. 1935. Ólöf Lára átti eina systur, Hönnu Þórey Ágústsdóttur, f. 31.5. 1936, gift Gunnlaugi Lárussyni, f. 15.5. 1936, og eiga þau fjögur börn, þau eru Eyjólfur, Elfar, Þórheið- ur og Gunnhildur. Árið 1955 gift- ist Ólöf Lára Sigurði Helgasyni, f. 2.3. 1930, d. 23.10. 2008. Þau skildu. Sonur þeirra er Ágúst mæðraskólanum að Staðarfelli 1953 til 1954. Ólöf var við ýmis störf í Stykkishólmi eftir það. Hún fluttist 1964 í Laugagerðis- skóla og var þar til 1970 þegar fjölskyldan flytur til Reykjavíkur. Í Reykjavík starfaði hún meðal annars hjá Námsgagnastofnun. Lengst af starfaði Ólöf Lára þó hjá ríkisskattstjóra, eða allt þar til hún lét af störfum 2005, þá 69 ára að aldri. Ólöf Lára hafði mik- inn áhuga á íþróttum og keppti hún meðal annars í badminton og stundaði dans lengi vel. Hún hafði einnig mikinn áhuga á að fylgjast með íþróttum. Það virtist ekki skipta máli hvaða íþrótta- grein hún fylgdist með en hún sýndi frjálsum íþróttum ein- stakan áhuga. Ólöf Lára helgaði barnabörnum sínum líf sitt og hafði mikla unun af því að um- gangast þau og styðja þau í öllum þeim verkefnum sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau voru ómiss- andi hluti af lífi hennar og hún þeirra allt til síðasta dags. Útför Ólafar Láru fór fram í kyrrþey 14. október 2016 að hennar ósk. Heiðar, f. 27.6. 1954, kvæntur Margréti Haraldsdóttur, f. 26.9. 1955. Börn: a) Ólöf Lára, f. 7.8. 1981, sambýlis- maður Árni Jóhann- es Hallgrímsson og eiga þau soninn Ágúst Viðar, f. 24.10. 2008; b) Guð- björg, f. 21.9. 1984, sambýlismaður Ey- þór Ingi Ólafsson og eiga þau dæturnar Elísubeth Ólöfu, f. 2.10. 2012 og Móeiði Söru, f. 29.12. 2015 og c) Ágúst Örn, f. 9.9. 1992, unnusta Erna Björk Einarsdóttir. Ólöf Lára bjó í Reykjavík til þrettán ára aldurs og flutti þá til Stykkishólms og hóf strax störf í bakaríinu hjá föður sínum og var Stykkishólmur henni ætíð hjart- fólginn. Hún stundaði nám í hús- Elsku amma, besta vinkona mín. Oft hef ég leyft huga mínum að fara að þeim degi sem ég myndi missa þig úr mínu lífi og var til- hugsunin ein afar erfið. Ekki grunaði mig að tilfinningin við að missa þig yrði svona sár og erfið. Ég á erfitt með að trúa að ég muni ekki hitta þig aftur, að ég fái ekki símtal frá þér oft í viku, að ég muni ekki kíkja til þín í kaffi og spjall og allt sem við vorum vanar að gera. Ég á ótalmargar og góðar minningar frá okkar stundum. Allt frá því að ég fæddist helgaðir þú líf þitt okkur barnabörnunum. Við vorum líf þitt og yndi og þú sömuleiðis okkar. Helgarnar heima hjá þér eru mér afar minn- isstæðar, þá fékk ég að gista og vera í ömmudekri. Þú fórst með okkur á kaffihús, í bæjarrölt, sóttir okkur á æfingar, í vinnu og, já, í miðbæinn um helgar. Já, amma, þú gerðir allt fyrir okkur alveg sama hver beiðnin var og fyrir það er ég þér þakklát, þakk- látari en orð fá lýst. Á fullorðins- árum breyttist samband okkar, ég fór að leita til þín með ýmis vandamál sem þú aðstoðaðir mig við að leysa. Ég gat leitað til þín með allt, gat treyst þér fyrir öllu, þú varst besta vinkona mín. Þú varst alltaf með allt á hreinu, viss- ir allt um vini mína og hafðir mik- inn áhuga á þeim og þótti þeim mjög vænt um þig. Ég hef alltaf talið mig einstaklega heppna að fengið að hafa þig svona náið í lífi mínu og er þakklát fyrir allar okkar stundir. Ég er þakklát fyrir að við heyrðumst í síma og hitt- umst oft í viku. Þú varst alltaf svo stolt af öllu sem við barnabörnin þín gerðum og fundum við vel fyr- ir því. Eftir að ég eignaðist Ágúst Viðar hélst þú áfram þínu striki og gerðir hvað þú gast fyrir hann. Fyrir honum ertu ekki bara langamma, heldur vinur sem hann mun aldrei gleyma. Þú hafð- ir einstaka unun af því að gefa og gleðja aðra og voru jólin í miklu uppáhaldi hjá þér. Eins komst þú fram við maka okkar systkinanna eins og þína eigin og varst góður vinur þeirra og eru þau þér afa þakklát fyrir. Í veikindum þínum undanfarna mánuði gátum við systkinin sýnt þakklæti okkar með því að hugsa um þig. Ég er þakklát fyrir að hafa getað aðstoðað þig með allt sem þú þurftir á að halda, ég er þakklát fyrir að hafa verið svona mikið hjá þér undanfarna mánuði og ég kann svo sannarlega að meta þann tíma sem við áttum, hann var notalegur og einlægur. Ég er þakklát fyrir að þú þáðir hjálpina og sóttist eftir henni. Með þessu gátum við sýnt þér hverju uppeldi þitt, stuðningur þinn í gegnum árin og ást þín á okkur hefur skilað. Ég er sú sem ég er að miklu leyti vegna þín. Þér voru falin afar erfið verkefni í lífinu en þau leystir þú af mikilli hetjudáð án þess að kvarta. Þú ert hetjan mín. Margar af mínum bestu stund- um eru með þér og það sem situr mér efst í huga er þakklæti til þín, þú ert mín fyrirmynd og ég vona að ég fái þann heiður að verða eins amma og þú, það er mitt markmið. Ég veit þú heldur áfram að fylgjast með mér og leiða mig áfram í gegnum lífið. Ég kveð þig með miklum sökn- uði og mun varðveita minningu þína. Ég elska þig og mun þér aldrei gleyma. Þín Ólöf Lára. Elsku amma mín. Það er ótrúlega erfitt að þurfa að kveðja sínu bestu vinkonu. Þú varst mér svo mikið, við gengum í gegnum allt, sama hvað á bjátaði. Ég leitaði til þín með allt í mínu lífi, bæði í gleði og sorg. Það er erfitt fyrir mig að hugsa fram á við að manneskja sem ég talaði við á hverjum degi, oft þrisvar á dag, sé farin en ég veit að þú ert á góðum stað. Þú varst með stærsta hjarta sem ég veit um, betri manneskju er vart að finna. Þú hugsaðir svo mikið og vel um okkur systkinin og helgaðir líf þitt okkur. Svo komu langömmu- börnin og ekki hugsaðir þú síður um þau, ég er svo þakklát og glöð yfir að þau fengu að hitta þig og kynnast þér. Ég man þau ófáu skipti sem við fórum á kaffihús og þá sérstaklega þegar ég var í fæð- ingarorlofi. Elísabeth Ólöf talaði alltaf um að fara á kaffihús með ömmu Ólöfu og henni Móeiði fannst það sko ekki leiðinlegt, hún ljómaði öll. Við munum alltaf varðveita þann tíma sem við átt- um með þér, elsku amma mín, og það góða sem þú færðir okkur. Ég á svo margar minningar með þér, bæði frá því að ég var lítil og síðustu dagarnir þínir hjá okkur. Þegar ég var lítil kom ég til þín nánast hverja helgi og gisti hjá þér, við stoppuðum alltaf og keyptum nammi svo við gætum haft það huggulegt um kvöldið. Þegar ég var heima hjá þér þá fékk ég oftar en ekki að klæða mig upp í fötin þín og setja á mig varalit og halda fyrir þig tísku- sýningu, það sem mér fannst það gaman. Sú minning sem situr of- arlega í huga mér á okkar ófáu huggulegu kvöldum er sú þegar ég fékk að heyra söguna af Rauð- hettu og úlfinum fyrir svefninn, hana mun ég varðveita alla mína ævi og mun ég segja mínum stelpum söguna af Rauðhettu. Ekki get ég gleymt þeim morgn- um þegar við vöknuðum og mitt fyrsta verk var að hlaupa niður í bakarí til að ná í heitar skonsur. Sú minning sem ristir djúpt eru ferðirnar okkar út fyrir Reykjavík, þær ferðir fer ég enn þá þann dag í dag. Á sumrin man ég eftir nestisferðunum, dagur- inn byrjaði í búðinni og keyptum við nesti svo keyrðum við út fyrir bæinn, fundum góða laut og feng- um okkur smá bita og spjölluðum um lífið og tilveruna. Oftast voru Þingvellir fyrir valinu og er sá staður mér alltaf ofarlega í huga, elsku amma mín. Erfiðast finnst mér að hugsa um jólin. Þú hélst svo mikið upp á jólin og þau voru svo yndisleg með þér. Um leið og desember kom voru alltaf tíðar ferðir í búðir og á kaffihús, þér fannst það svo gaman og varst alltaf til. Það er erfitt að hugsa til þess að vera án þín öll ókomin jól. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa haft þig í mínu lífi og eiga allar þessar minningar um þig, þetta er svo lítill hluti af þeim. Þú varst mér svo mikið og þetta er svo erfitt, ég mun varðveita minningu þína svo lengi sem ég lifi. Elsku fallega og góðhjartaða amma mín, góða nótt og sofðu rótt. Guð geymi þig. Elska þig alltaf Þín Guðbjörg. Elsku amma og langamma, okkur langar að kveðja þig með þessu fallega ljóði sem lýsir þér á allan hátt. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Ólöf Lára, Guðbjörg, Ágúst Örn, Ágúst Viðar, Elísabeth Ólöf og Móeiður Sara. Með nokkrum orðum viljum við minnast vinkonu okkar, Ólaf- ar Láru Ágústsdóttur. Ólöf kom inn í tilveru stórfjölskyldunnar fyrir 40 árum þegar einkasonur hennar, Ágúst Heiðar, Gústi stýrimaður, varpaði akkerum hjá Grétu okkar og þau fallegu hjón hófu sambúð. Öll okkar kynni af Ólöfu Láru voru indæl. Ólöf var óaðskiljanlegur hluti allra fjöl- skylduboða, stórra og smárra, og var þar til staðar með sinni hóg- væru framkomu. Börnin okkar kölluðu hana „Ólöfu ömmu“ og lét hún sér það vel líka. Ólöf hafði næmt auga fyrir spaugilegum hliðum lífsins og var stutt í skemmtisögurnar og hláturinn. Það var gaman að sjá hvað andlit- ið ljómaði þegar talið barst að Stykkishólmi, Hólminum, og því sem á þeim fallega stað gerðist. Hún var Hólmari þótt fædd væri í Reykjavík. Ekki fór á milli mála að um- hyggja Ólafar fyrir sínu fólki var endalaus og án skilyrða. Engin veikindi hennar komu í veg fyrir það. Samband hennar og Gústa bar með sér fallega móðurum- hyggju. Ást hennar á barna- börnunum og síðar langömmu- börnunum var augljós. Það var svo aðdáunarvert að sjá æðruleysi Ólafar og baráttu- vilja þegar hún tókst á við illvígan sjúkdóm og sigraðist á honum. Á vinnustað sínum í hringiðu og erli skattkerfisins var Ólöf vel liðin bæði af vinnufélögum og þeim sem nutu þjónustu hennar. Hún var trú sínum vinnustað og svo sannarlega „company minded“ og jákvæð í garð verkefna sinna. Hún var góð kona, sönn og heil- steypt. Ólöf Lára var stór hluti af okk- ar lífi og við minnumst hennar með söknuði. Guðríður H. Haraldsdóttir og Steinþór Haraldsson. Ólöf Lára Ágústsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma. Þú varst besti vinur minn. Mér fannst rosalega gaman að vera alltaf með þér. Þú varst alltaf svo góð við mig og mér fannst svo gaman að fá gjafir frá þér. Þú varst mjög falleg og ég elska þig og sakna mjög mikið. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég mun aldrei gleyma þér. Þinn Ágúst Viðar. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is KYNNINGAR VERÐ Verið velkomin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, EINBJARGAR HÖNNU JÓNASDÓTTUR, Jörfa. Sérstakar þakkir til kirkjukórs Kolbeins- staðakirkju og félaga úr Samkór Mýramanna. . Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Kr. Sigurðsson, Jónas Jóhannesson, Margrét S. Ragnarsdóttir, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Halla Eygló Sveinsdóttir, Anna Jóhannesdóttir, Birgir F. Erlendsson, ömmubörn og langömmubörn. Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURBERGS BALDURSSONAR, Helluvaði 11, 110 Reykjavík. . Lára Leósdóttir, Ástvaldur Leó Sigurbergsson, Carla Foran, Sandra Sigurbergsdóttir, Reynir Þ. Viðarsson, Oddný Ósk Sigurbergsdóttir, Sigurður Björnsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS HAUKS BALDVINSSONAR, Sólgarði, Fnjóskadal, Bestu þakkir fær starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri og Kristnesspítala fyrir hlýja og góða umönnun. . Sigrún Jónsdóttir, Sólrún María Ólafsdóttir, Qussay Odeh, Hafdís Ólafsdóttir, Jóhann Hansen, Dagný Ólafsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.