Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 90
90 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
VIÐTAL
Orri Páll Ormarsson
orri@mbl.is
Að morgni miðvikudagsins 21. febrúar 1945
hæfði tundurskeyti frá þýskum kafbáti Detti-
foss, skip Eimskipafélagsins, úti fyrir strönd-
um Írlands og sökk skipið á sjö mínútum. 45
manns voru um borð, 30 var bjargað úr sjónum
en 15 týndu lífi. Dettifoss var eitt af síðustu
skipunum sem þýskir kafbátar sökktu í seinni
heimsstyrjöldinni.
Meðal þeirra sem björguðust var tæplega
þrítug kona, Evgenía Jakobína Hallgrímsson
Bergin, en þegar skipverjar á björgunarbáti
komu að henni flaut hún á grúfu í sjónum og
var í fyrstu talin af. Var það mál manna að
bumban hefði líklega bjargað lífi hennar en Ev-
genía var barnshafandi. Nánar má lesa um at-
vikið hér til hliðar, en hvorki móður né barni
varð meint af volkinu og ól Evgenía heilbrigðan
son fjórum mánuðum síðar.
Evgenía settist síðar að í Bandaríkjunum, en
eiginmaður hennar, Samuel Bergin, var majór í
Bandaríkjaher og ólst sonurinn, John Guð-
mundur, þar upp að mestu.
Hann var staddur hér á landi á dögunum til
að fagna útgáfu nýrrar bókar, Ljósin á Detti-
fossi, eftir Davíð Loga Sigurðsson, en John
lagði höfundi til upplýsingar við skrifin. Auk
þess að herma af þessum voveiflega atburði
rekur Davíð Logi sögu afa síns, Davíðs Gísla-
sonar, sem var stýrimaður á Dettifossi og þótti
stíga af aðdáunarverðu fumleysi inn í atburða-
rásina eftir að tundurskeytið hæfði skipið.
Heimildum ber saman um að Davíð hafi bjarg-
að mörgum mannslífum en sjálfur varð hann
hafinu að bráð þennan örlagaríka morgun.
Þessi maður bjargaði lífi mínu!
Það er við hæfi að hefja viðtalið við leiði Dav-
íðs Gíslasonar í Fossvogskirkjugarði, en í sama
grafreit hvíla einnig eiginkona hans, tengdafað-
ir og ein fimm dætra sem Davíð dó frá. Þær
voru á aldursbilinu fjögurra til tólf ára. Til að
bæta gráu ofan á svart missti ekkja Davíðs,
Svava Jónsdóttir, föður sinn síðar sama ár, en
hann bjó hjá fjölskyldunni. Hún stóð því uppi
ein með fimm ungar dætur.
„Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að koma
hingað,“ segir John Guðmundur Bergin með
hægð, þar sem við stöndum yfir legstað Davíðs.
„Heimildum ber öllum saman og í mínum huga
leikur enginn vafi á því að þessi maður bjargaði
lífi móður minnar og þar með mínu eigin lífi. Án
hans væri ég ekki hér. Þetta vissi ég löngu áður
en Davíð Logi setti sig í samband við mig vegna
bókarinnar. Kynni okkar hafa á hinn bóginn
hjálpað mér að fylla upp í eyðurnar og ég er
Davíð Loga mjög þakklátur fyrir þessa bók.
Mun færri spurningum er ósvarað núna en áð-
ur en við kynntumst og þessi saga hefur bundið
okkur tryggðarböndum.“
Þess má geta að bókin kom út föstudaginn
14. október, á brúðkaupsdegi Evgeníu og
Samuels Bergin.
Ræddi atburðinn sjaldan
John kveðst frá fyrstu tíð hafa vitað að móð-
ur hans hefði verið bjargað frá drukknun með-
an hann var í móðurkviði. Lengi vel hafði hann
þó allar sínar upplýsingar frá föður sínum, sem
ekki var með í siglingunni sem hófst í Belfast
og átti að ljúka í Reykjavík. „Mamma og pabbi
höfðu verið í heimsókn í Bandaríkjunum og
pabbi hafði farið aftur til Reykjavíkur á undan
mömmu, sem varð eftir hjá systur sinni í New
York. Meiningin var að sigla heim gegnum Bel-
fast,“ útskýrir John.
Það var ekki bara Samuel sem beið eigin-
konu sinnar í Reykjavík heldur líka sonurinn
Samuel Michael, sem þá var tæplega ársgam-
all. Hann hafði orðið eftir hjá móðurömmu
sinni, Camillu Terese Thors.
John segir móður sína alla tíð hafa átt erfitt
með að ræða þessa erfiðu lífsreynslu. Hún hafi
augljóslega þjáðst af áfallastreituröskun en við
því hafi engin ráð verið á þeim tíma. Lífið hélt
bara áfram og þess var freistað að greiða úr
flækjunum með þögninni. Hann er sannfærður
um að móðir sín hafi aldrei komist að fullu yfir
þetta.
„Ég man að mömmu var alltaf illa við vatn og
fór til dæmis aldrei í sund enda þótt hún væri
vel synd. Árið 1958 fluttum við, vegna starfa
föður míns fyrir herinn, til Okinawa í Japan og
þá lét mamma sig hafa það að sigla þangað frá
Seattle. Þessi sigling var henni afar erfið og
ekki bætti úr skák að klósettið í káetunni okkar
stíflaðist á leiðinni og vatn flæddi yfir gólfið.
Mamma varð að vonum mjög skelkuð en sýndi
aðdáunarvert hugrekki. Það er engin leið að
gera sér grein fyrir því hvernig henni var inn-
anbrjósts,“ segir John.
Móðureðlið engu líkt
Fyrir utan að vera sjálf í bráðum lífsháska
þegar Dettifoss sökk bar Evgenía barn undir
belti. Móðureðlið er engu öðru eðli líkt og
ómögulegt að gera sér í hugarlund hvaða hugs-
anir hafa flogið gegnum huga hennar þessar
löngu mínútur eftir að ráðist var á skipið og
þangað til henni var bjargað. „Það eina sem er
víst er að móðir mín hefur gert allt sem í henn-
ar valdi stóð til að bjarga barninu sínu,“ segir
John.
Evgenía féll frá árið 2000 og eftir það gerði
John ekki ráð fyrir að Dettifoss ætti eftir að
leika frekara hlutverk í sínu lífi. Þá fékk hann
símtal frá bláókunnugum manni, Davíð Loga
Sigurðssyni, sem kveðst hafa fundið hann í
símaskránni í Bandaríkjunum. „Hann var
skráður undir nafninu John G. Bergin og ég var
ekki viss um að þetta væri réttur maður en sló
eigi að síður á þráðinn,“ segir Davíð Logi.
„Ég hélt fyrst að hann ætlaði að selja mér
tryggingar,“ rifjar John upp hlæjandi. „Annars
læt ég G. duga vestra enda eiga Bandaríkja-
menn yfirleitt í miklum vandræðum með að
skrifa nafnið Guðmundur; hafa iðulega e í stað
u í lokin.“
Samuel Bergin, faðir Johns, kom hingað til
lands þegar Bandaríkjamenn tóku við vörnum
landsins af Bretum árið 1942. Þau Evgenía
kynntust skömmu síðar enda þótt John sé ekki
kunnugt um með hvaða hætti þau kynni bar að.
Með þeim tókust ástir og ári síðar voru þau orð-
in hjón. Voru gefin saman í Landakotskirkju.
Frumburðurinn, Samuel Michael, fæddist 1944
og John Guðmundur ári síðar. Kathleen Ásta
kom svo í heiminn 1949.
Eini Íslendingurinn í hópnum
„Ég er eini Íslendingurinn í þessum hópi,“
upplýsir John sposkur á svip. „Samuel Michael
fæddist að vísu líka í Reykjavík en á þeim tíma
var Ísland undir dönsku krúnunni. Hann er því
Dani. Ég á sumsé danskan bróður og banda-
ríska systur, en Kathleen Ásta fæddist eftir að
við fluttum vestur.“
Strangar reglur giltu um hjónabönd banda-
rískra hermanna á þessum tíma og mátti
Samuel ekki ganga að eiga Evgeníu. Ráðahag-
urinn fór því ekki hátt og raunar fréttu for-
eldrar hans fyrst af honum þegar Samuel birt-
ist á tröppunum hjá þeim með Evgeníu upp á
arminn í heimsókninni síðla árs 1944. „Komið
þið sæl, mamma og pabbi. Þetta er konan mín!
P.S. Við eigum son á Íslandi og annað barn á
leiðinni.“
John skellir upp úr þegar hann rifjar þetta
upp.
Var alltaf mikill Íslendingur
Þess má geta að Samuel var einkabarn á
þessum tíma; hafði misst tvö systkini á unga
aldri vegna veikinda.
„Þeim leist strax vel á mömmu; raunar mjög
vel. Það var alltaf gott á milli þeirra,“ svarar
John spurður hvernig gömlu hjónunum hafi
orðið við.
Þegar stríðinu var lokið var Samuel kallaður
heim og fylgdu Evgenía og synirnir honum að
vonum. John flutti vestur um haf í forláta sauð-
skinnsskjóðu sem góðu heilli hefur varðveist.
Evgenía bjó ekki framar á Íslandi; mest í
Bandaríkjunum en um tíma í Frakklandi og
Japan vegna starfa eiginmanns síns.
„Mamma var samt alltaf mikill Íslendingur
og vildi að við börnin værum það líka. Henni
varð að ósk sinni; við erum öll ákaflega stolt af
uppruna okkar,“ segir John.
Hann rifjar upp að móðir hans hafi lengi
fengið Morgunblaðið sent vestur, upprúllað, og
hann hafi sjálfur spreytt sig á lestrinum sem
barn og unglingur. Aðallega íþróttasíðunum.
„Ég bý enn að þessum lestri, skil íslensku alveg
ágætlega. Sér í lagi ritað mál.“
Kært með systrunum
Evgenía var alla tíð í góðu sambandi við fjöl-
skyldu sína á Íslandi, ekki síst systur sínar
tvær, Margréti Þorbjörgu og Ástu Júlíu, en sú
fyrrnefnda bjó lengi í Bandaríkjunum. Maður
hennar var Pétur Johnson, starfsmaður Eim-
skipafélagsins vestra, og var löngum mikill
samgangur þar á milli.
Fjölskyldan bjó um skeið í Minneapolis í
Minnesota og voru Samuel og Evgenía þá virk í
Íslendingafélaginu Heklu. „Það kveikti alltaf í
mömmu að hitta hinar íslensku konurnar og
rifja upp gamla og góða tíma. Þá var glatt á
hjalla,“ segir John og bætir við móðir sín hafi
alla tíð talað ensku með þykkum íslenskum
hreim. „Okkur systkinunum fannst það aldrei
skrýtið, þekktum ekki annað, en vinir okkar
ráku iðulega upp stór augu þegar hún tók til
máls og spurðu hvaðan hún væri.“
Mikið er um fólk af norrænum uppruna í
Minnesota og kynntist John mörgum Íslend-
ingum. Það er engin tilviljun að ruðningslið rík-
Bjargaði lífi
móður sinnar
Ættstór John Guðmundi Bergin
er annt um sínar íslensku rætur.
Hann er langafabarn Thors
Jensens athafnamanns.
Minning Davíð Logi Sigurðsson, höfundur bókarinnar, og John Guðmundur Bergin við legstað
Davíðs Gíslasonar stýrimanns í Fossvogskirkjugarði. Davíð var afi Davíðs Loga.
Morgunblaðið/Ófeigur
John Guðmundur Hallgrímsson Bergin komst
í bráðan lífsháska í móðurkviði þegar Dettifossi
var sökkt skömmu eftir brottför frá Belfast í
febrúar 1945 Móður hans var bjargað meðvit-
undarlausri úr sjónum og var það mál manna að
bumban hefði haldið henni á floti John flutti
kornungur til Bandaríkjanna með foreldrum
sínum og hefur siglt víða síðan í starfi sínu sem
verkfræðingur; var til dæmis við vinnu í Hvíta
húsinu 11. september 2001