Morgunblaðið - 29.10.2016, Page 91
MENNING 91
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Í bók sinni Ljósin á Dettifossi lýsir Davíð
Logi Sigurðsson björgun Evgeníu Hall-
grímsson Bergin með þessum orðum:
Eftir að Dettifoss er sokkinn lóna skip-
brotsmenn í bátnum og á flekanum á slys-
staðnum, reyna að vera í fylgd og svipast
um eftir öðrum sem fóru í sjóinn og kynnu
að vera enn ofansjávar. Þeir sem komust í
björgunarbátinn sjá tvær konur fljótandi í
brakinu og taka stefnuna í átt að annarri
þeirra og er það Evgenía.
Á meðan henni er bjargað upp í bátinn
hverfur hin og finnst aldrei.
Þannig getur ákvörðun sem tekin er í
skyndingu skipt sköpum um hvort fólk lifir
eða deyr.
Evgenía liggur á grúfu í sjónum og
menn í björgunarbátnum telja fullvíst að
hún sé látin þegar að henni er komið. Svo
reynist þó ekki vera þegar tekist hefur að
ná henni upp í bátinn. Hún er
meðvitundarlaus, hefur farið úr öðrum axl-
arliðnum, en Ólafi Tómassyni stýrimanni,
sem kann skil á hjálp í viðlögum, og fé-
lögum hans úr áhöfninni tekst að blása í
hana lífi. Þeir gleðjast þegar ofurlítil
froðubóla birtist milli vara Evgeníu, vita
þá að með henni leynist líf. Evgenía hafði
ekki verið í björgunarbelti en virðist hafa
flotið á þunga sínum og á því líf sitt í
reynd að þakka barninu sem hún ber undir
belti. Það er alltént trú Ólafs og hinna
sem henni bjarga.
Seinna meir man Evgenía eftir því einu
að hafa farið niður í klefa sinn til að
sækja sér björgunarbelti en ekki fundið.
Hún hafði verið í klefa með Guðrúnu Jóns-
dóttur, sem lá alklædd alla nóttina. Evge-
nía var ekki klædd þegar sprengingin varð,
lá sofandi í rúmi sínu en hrökk upp og
hraðaði sér upp og að báti þeim sem hún
átti að koma að. Þar áttaði hún sig á því
að hún var björgunarbeltislaus og fór því
aftur niður í klefa til að sækja beltið. Belt-
ið fann Evgenía hins vegar ekki en tók ör-
fá augnablik í að klæða sig í nokkrar
spjarir til viðbótar og gekk svo fram hjá
Guðrúnu á fyrsta farrými á leið sinni upp
– Guðrún var þá að reyna að fara í
gúmmíbúning.
Evgenía hélt áfram upp á þilfar. Hún sá
Guðrúnu ekki framar. Uppi á þilfarinu sá
hún að björgunarbáturinn var laus frá
skipinu. Þær Berta Zoëga – sem var að-
eins í náttkjól, björgunarbeltislaus eins og
Evgenía – voru í tröppunum upp í brúna
þegar skipið sökk. Fann Evgenía hvernig
hún sogaðist niður með skipinu þegar það
sökk og missti þá meðvitund og vissi ekki
af sér fyrr en henni hafði verið bjargað í
bátinn.
Það að Evgenía og barn hennar fá að
lifa er kraftaverki líkast, sér í lagi þegar
haft er í huga að hún var enn á skipinu
þegar það sökk, sogaðist svo niður með
því. Hvers vegna henni var bjargað á þenn-
an ótrúlega hátt, en ekki til dæmis Bertu
Zoëga sem var með Evgeníu þegar skipið
sökk, geta heimildirnar ekki sagt okkur.
Þegar öllu er á botninn hvolft vitum við
ekkert og skiljum ekki neitt um þá krafta
sem ráða í heimi hér.
Augnablikið Breskur hermaður á einu fylgiskipa Dettifoss tók þessa mynd af skipinu þar sem það
var að sökkva. Myndin birtist í bók Þórs Whitehead, Ísland í hers höndum, 2002.
isins kallast Vikings og hefur nú ættleitt
víkingaklappið sem íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu gerði heimsfrægt í sumar. Stórt bros
færist yfir andlit Johns þegar þetta berst í tal
og hann lyftir höndum og gerir sig líklegan til
að henda í eitt „húh!“. Situr þó á sér.
Langafabarn Thors Jensen
Svo sem glöggir lesendur hafa ugglaust gert
sér grein fyrir nú þegar er John af frægri ís-
lenskri ætt, en langafi hans var athafnamað-
urinn Thor Jensen. Amma Johns, Camilla Ter-
ese Thors, var gift Guðmundi Hallgrímssyni,
héraðslækni á Siglufirði, og var Evgenía eitt
sex barna þeirra.
Guðmundur var látinn þegar John fæddist
en Camillu ömmu sinni kynntist hann ágæt-
lega, en hún mun hafa verið í miklu uppáhaldi
hjá Thor Jensen. Sjálfur lést Thor þegar John
var tveggja ára, árið 1947.
Ömmubræðrum sínum,
Ólafi forsætisráðherra og
Thor, sendiherra í Banda-
ríkjunum, kynntist John
einnig. „Eðli málsins sam-
kvæmt þekkti ég Thor bet-
ur. Hann bjó svo lengi
vestra. Ég var við útförina
hans. Thor naut mikillar
virðingar í Bandaríkjunum og var í lykilhlut-
verki þegar Atlantshafsbandalagið og Samein-
uðu þjóðirnar voru sett á laggirnar. Það eru
sennilega færri sem vita að hann var líka fram-
úrskarandi dansari en það get ég staðfest.“
Hann brosir.
John segir bræðurna báða hafa verið
heillandi menn. Ekki endilega háa í loftinu en
með einstaklega sterka nærveru.
John hefur komið nokkuð reglulega til Ís-
lands gegnum tíðina og er í góðu sambandi við
margt af frændfólki sínu hér við nyrstu voga.
„Ég hef ekkert nema gott um mitt fólk hér á Ís-
landi að segja. Það tekur mér alltaf opnum
örmum og ber mig á höndum sér,“ segir John,
sem dvelst einmitt á heimili frænku sinnar í
þessari heimsókn.
Fjölþjóðleg fjölskylda
John er fráskilinn en í sambúð og á eina dótt-
ur, Camillu Ellen, 31 árs. Camilla er í höfuðið á
ömmu Johns en Ellen í höfuðið á móðurömmu
stúlkunnar, sem var dönsk. Sú lifði viðburða-
ríka ævi; var handtekin í Kaupmannahöfn í
stríðinu og flutt í útrýmingarbúðir nasista.
Lifði þær raunir af. Camilla Ellen á skoskan
kærasta sem hún kynntist á Spáni, meðan hún
bjó þar og starfaði. Þau búa nú í Bandaríkj-
unum og er Skotinn farinn að tala enskuna með
amerískum hreim. Sannarlega fjölþjóðleg fjöl-
skylda.
John er verkfræðingur að mennt og vann all-
an sinn starfsferil við það fag. Hann var lengi
hjá Bechtel, sem er stærsta fyrirtæki sinnar
tegundar í Bandaríkjunum, og kom að marg-
víslegum verkefnum, svo sem hótelbyggingum
og gerð skólpkerfa, auk þess sem hann tók þátt
í uppbyggingu neðanjarðarlestarkerfisins í
Washington.
Rekinn heim úr vinnunni
Síðar réðst hann til starfa hjá hinu opinbera,
fyrst í Maryland en þaðan lá leiðin til Wash-
ington, þar sem John starfaði meira að segja í
tvö ár í Hvíta húsinu um aldamótin. Fyrst í tíð
Bills Clinton og síðan í tíð George W. Bush.
Verkefni hans þar sneru að
öryggismálum.
John var staddur í Hvíta
húsinu að morgni þess ör-
lagaríka dags 11. september
2001.
„Ég var niðursokkinn í
vinnu mína og hafði ekki frétt
nokkurn skapaðan hlut þegar
bankað var á hurðina hjá mér
og mér gefin fyrirmæli um að yfirgefa húsið
þegar í stað, þar sem bæði World Trade Center
og Pentagon hefðu orðið fyrir hryðjuverkaárás.
Ég bjó í grenndinni, á Capitol Hill, og gekk
heim. Það voru langar og undarlegar mínútur,
eins og raunar næstu dagar á eftir.“
Góður matur í Lettlandi
Síðustu ár starfsævi sinnar ferðaðist John
vítt og breitt um heiminn og sinnti verkefnum á
vegum Bandaríkjastjórnar, meðal annars í Líb-
eríu, Egyptalandi, Frakklandi, á Ítalíu, Kúbu
og Lettlandi. Hann var staðsettur í Riga og
kunni afskaplega vel við land og þjóð; að ekki sé
talað um matinn, sem minnti hann mjög á ís-
lenska matinn.
John settist í helgan stein fyrir þremur árum
og býr nú í bænum Hendersonville í Norður-
Karólínu. „Vel fer á því,“ segir hann brosandi,
„en ættarnafn föðurömmu minnar var einmitt
Henderson.“
Hann ferðast mikið og dvaldist nýlega um
tíma á lítilli eyju fyrir utan Belís. Segir hana
paradís á jörð.
Já, John Guðmundur Hallgrímsson Bergin
hefur sannarlega átt viðburðaríka ævi. Ævi
sem litlu munaði að aldrei yrði.
Morgunblaðið/Ófeigur
Hjón Evgenía og Samuel Bergin í áttræðisafmæli Thors
Jensen árið 1943. Bergin var bandarískur hermaður.
Á sjó Davíð Gíslason, stýrimaður á
Dettifossi, varð Ægi að bráð.
»Ég man að mömmuvar alltaf illa við
vatn og fór til dæmis
aldrei í sund enda þótt
hún væri vel synd.
BROT ÚR BÓKINNI LJÓSIN Á DETTIFOSSI
Fann hvernig hún sog-
aðist niður með skipinu