Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 91

Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 91
MENNING 91 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 Í bók sinni Ljósin á Dettifossi lýsir Davíð Logi Sigurðsson björgun Evgeníu Hall- grímsson Bergin með þessum orðum: Eftir að Dettifoss er sokkinn lóna skip- brotsmenn í bátnum og á flekanum á slys- staðnum, reyna að vera í fylgd og svipast um eftir öðrum sem fóru í sjóinn og kynnu að vera enn ofansjávar. Þeir sem komust í björgunarbátinn sjá tvær konur fljótandi í brakinu og taka stefnuna í átt að annarri þeirra og er það Evgenía. Á meðan henni er bjargað upp í bátinn hverfur hin og finnst aldrei. Þannig getur ákvörðun sem tekin er í skyndingu skipt sköpum um hvort fólk lifir eða deyr. Evgenía liggur á grúfu í sjónum og menn í björgunarbátnum telja fullvíst að hún sé látin þegar að henni er komið. Svo reynist þó ekki vera þegar tekist hefur að ná henni upp í bátinn. Hún er meðvitundarlaus, hefur farið úr öðrum axl- arliðnum, en Ólafi Tómassyni stýrimanni, sem kann skil á hjálp í viðlögum, og fé- lögum hans úr áhöfninni tekst að blása í hana lífi. Þeir gleðjast þegar ofurlítil froðubóla birtist milli vara Evgeníu, vita þá að með henni leynist líf. Evgenía hafði ekki verið í björgunarbelti en virðist hafa flotið á þunga sínum og á því líf sitt í reynd að þakka barninu sem hún ber undir belti. Það er alltént trú Ólafs og hinna sem henni bjarga. Seinna meir man Evgenía eftir því einu að hafa farið niður í klefa sinn til að sækja sér björgunarbelti en ekki fundið. Hún hafði verið í klefa með Guðrúnu Jóns- dóttur, sem lá alklædd alla nóttina. Evge- nía var ekki klædd þegar sprengingin varð, lá sofandi í rúmi sínu en hrökk upp og hraðaði sér upp og að báti þeim sem hún átti að koma að. Þar áttaði hún sig á því að hún var björgunarbeltislaus og fór því aftur niður í klefa til að sækja beltið. Belt- ið fann Evgenía hins vegar ekki en tók ör- fá augnablik í að klæða sig í nokkrar spjarir til viðbótar og gekk svo fram hjá Guðrúnu á fyrsta farrými á leið sinni upp – Guðrún var þá að reyna að fara í gúmmíbúning. Evgenía hélt áfram upp á þilfar. Hún sá Guðrúnu ekki framar. Uppi á þilfarinu sá hún að björgunarbáturinn var laus frá skipinu. Þær Berta Zoëga – sem var að- eins í náttkjól, björgunarbeltislaus eins og Evgenía – voru í tröppunum upp í brúna þegar skipið sökk. Fann Evgenía hvernig hún sogaðist niður með skipinu þegar það sökk og missti þá meðvitund og vissi ekki af sér fyrr en henni hafði verið bjargað í bátinn. Það að Evgenía og barn hennar fá að lifa er kraftaverki líkast, sér í lagi þegar haft er í huga að hún var enn á skipinu þegar það sökk, sogaðist svo niður með því. Hvers vegna henni var bjargað á þenn- an ótrúlega hátt, en ekki til dæmis Bertu Zoëga sem var með Evgeníu þegar skipið sökk, geta heimildirnar ekki sagt okkur. Þegar öllu er á botninn hvolft vitum við ekkert og skiljum ekki neitt um þá krafta sem ráða í heimi hér. Augnablikið Breskur hermaður á einu fylgiskipa Dettifoss tók þessa mynd af skipinu þar sem það var að sökkva. Myndin birtist í bók Þórs Whitehead, Ísland í hers höndum, 2002. isins kallast Vikings og hefur nú ættleitt víkingaklappið sem íslenska landsliðið í knatt- spyrnu gerði heimsfrægt í sumar. Stórt bros færist yfir andlit Johns þegar þetta berst í tal og hann lyftir höndum og gerir sig líklegan til að henda í eitt „húh!“. Situr þó á sér. Langafabarn Thors Jensen Svo sem glöggir lesendur hafa ugglaust gert sér grein fyrir nú þegar er John af frægri ís- lenskri ætt, en langafi hans var athafnamað- urinn Thor Jensen. Amma Johns, Camilla Ter- ese Thors, var gift Guðmundi Hallgrímssyni, héraðslækni á Siglufirði, og var Evgenía eitt sex barna þeirra. Guðmundur var látinn þegar John fæddist en Camillu ömmu sinni kynntist hann ágæt- lega, en hún mun hafa verið í miklu uppáhaldi hjá Thor Jensen. Sjálfur lést Thor þegar John var tveggja ára, árið 1947. Ömmubræðrum sínum, Ólafi forsætisráðherra og Thor, sendiherra í Banda- ríkjunum, kynntist John einnig. „Eðli málsins sam- kvæmt þekkti ég Thor bet- ur. Hann bjó svo lengi vestra. Ég var við útförina hans. Thor naut mikillar virðingar í Bandaríkjunum og var í lykilhlut- verki þegar Atlantshafsbandalagið og Samein- uðu þjóðirnar voru sett á laggirnar. Það eru sennilega færri sem vita að hann var líka fram- úrskarandi dansari en það get ég staðfest.“ Hann brosir. John segir bræðurna báða hafa verið heillandi menn. Ekki endilega háa í loftinu en með einstaklega sterka nærveru. John hefur komið nokkuð reglulega til Ís- lands gegnum tíðina og er í góðu sambandi við margt af frændfólki sínu hér við nyrstu voga. „Ég hef ekkert nema gott um mitt fólk hér á Ís- landi að segja. Það tekur mér alltaf opnum örmum og ber mig á höndum sér,“ segir John, sem dvelst einmitt á heimili frænku sinnar í þessari heimsókn. Fjölþjóðleg fjölskylda John er fráskilinn en í sambúð og á eina dótt- ur, Camillu Ellen, 31 árs. Camilla er í höfuðið á ömmu Johns en Ellen í höfuðið á móðurömmu stúlkunnar, sem var dönsk. Sú lifði viðburða- ríka ævi; var handtekin í Kaupmannahöfn í stríðinu og flutt í útrýmingarbúðir nasista. Lifði þær raunir af. Camilla Ellen á skoskan kærasta sem hún kynntist á Spáni, meðan hún bjó þar og starfaði. Þau búa nú í Bandaríkj- unum og er Skotinn farinn að tala enskuna með amerískum hreim. Sannarlega fjölþjóðleg fjöl- skylda. John er verkfræðingur að mennt og vann all- an sinn starfsferil við það fag. Hann var lengi hjá Bechtel, sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum, og kom að marg- víslegum verkefnum, svo sem hótelbyggingum og gerð skólpkerfa, auk þess sem hann tók þátt í uppbyggingu neðanjarðarlestarkerfisins í Washington. Rekinn heim úr vinnunni Síðar réðst hann til starfa hjá hinu opinbera, fyrst í Maryland en þaðan lá leiðin til Wash- ington, þar sem John starfaði meira að segja í tvö ár í Hvíta húsinu um aldamótin. Fyrst í tíð Bills Clinton og síðan í tíð George W. Bush. Verkefni hans þar sneru að öryggismálum. John var staddur í Hvíta húsinu að morgni þess ör- lagaríka dags 11. september 2001. „Ég var niðursokkinn í vinnu mína og hafði ekki frétt nokkurn skapaðan hlut þegar bankað var á hurðina hjá mér og mér gefin fyrirmæli um að yfirgefa húsið þegar í stað, þar sem bæði World Trade Center og Pentagon hefðu orðið fyrir hryðjuverkaárás. Ég bjó í grenndinni, á Capitol Hill, og gekk heim. Það voru langar og undarlegar mínútur, eins og raunar næstu dagar á eftir.“ Góður matur í Lettlandi Síðustu ár starfsævi sinnar ferðaðist John vítt og breitt um heiminn og sinnti verkefnum á vegum Bandaríkjastjórnar, meðal annars í Líb- eríu, Egyptalandi, Frakklandi, á Ítalíu, Kúbu og Lettlandi. Hann var staðsettur í Riga og kunni afskaplega vel við land og þjóð; að ekki sé talað um matinn, sem minnti hann mjög á ís- lenska matinn. John settist í helgan stein fyrir þremur árum og býr nú í bænum Hendersonville í Norður- Karólínu. „Vel fer á því,“ segir hann brosandi, „en ættarnafn föðurömmu minnar var einmitt Henderson.“ Hann ferðast mikið og dvaldist nýlega um tíma á lítilli eyju fyrir utan Belís. Segir hana paradís á jörð. Já, John Guðmundur Hallgrímsson Bergin hefur sannarlega átt viðburðaríka ævi. Ævi sem litlu munaði að aldrei yrði. Morgunblaðið/Ófeigur Hjón Evgenía og Samuel Bergin í áttræðisafmæli Thors Jensen árið 1943. Bergin var bandarískur hermaður. Á sjó Davíð Gíslason, stýrimaður á Dettifossi, varð Ægi að bráð. »Ég man að mömmuvar alltaf illa við vatn og fór til dæmis aldrei í sund enda þótt hún væri vel synd. BROT ÚR BÓKINNI LJÓSIN Á DETTIFOSSI Fann hvernig hún sog- aðist niður með skipinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.