Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 94
94 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Þorgrímur Andri Einarsson er
óvenjulegur listamaður fyrir margra
hluta sakir. Hann er 36 ára gamall
en hafði varla snert pensil fyrr en
um þrítugt. Hann er með tónlistar-
gráðu frá Konunglega tónlistarhá-
skólanum í Haag, eftir stutt stopp í
hljóðverkfræðinámi í London, en
hefur aldrei lært myndlist með form-
legum hætti. Hann lifir í dag af
myndlistinni, og það án þess að fá
krónu í styrk úr listasjóðum.
Í dag verður opnuð í Gallerí Fold
þriðja einkasýning Þorgríms. Sýn-
ingin ber yfirskriftina Land og loft
og stendur í tvær vikur.
Vinur rétti honum pensil
„Maður lærir ýmsilegt upp úr
bókum og á netinu og á því að stúd-
era aðra listamenn,“ segir Þor-
grímur þegar hann er spurður
hvernig honum tókst að ná svona
góðu valdi á listforminu. Hann minn-
ist þess ekki að hafa þótt sérstaklega
hæfileikaríkt barn í myndmennt-
artímum eða haft mikið gaman af að
teikna. Segir Þorgrímur að það hafi
verið fyrir fullkomna slysni að hann
uppgötvaði myndlistaráhugann. „Í
háskólanáminu umgekkst ég marga
listamenn úr ýmsum áttum og svo
gerðist það að einn listmálarinn fé-
lagi minn bókstaflega ýtti mér að
striga, rétti mér pensil og sagði mér
að prufa. Þarna kviknaði á einhverri
peru, og mér fannst útkoman af
þessari frumraun minni ákaflega góð
– þó hún hafi auðvitað verið allt ann-
að en falleg þegar ég lít til baka í
dag.“
Eitt af því sem hreif Þorgrím við
málaralistina er að hann fann þar
leið til að rækta tengingu sína við
náttúruna. „Mér hefur alltaf liðið
best úti í náttúrunni og fæ þar mik-
inn innblástur. Með því að mála gat
ég fengið nýja útrás fyrir þessar til-
finningar,“ segir Þorgrímur sem
málar, ásamt öðru, mikið af dýra- og
landslagsmyndum. „Ef ég mögulega
get mála ég á vettvangi til að fanga
ljósið eins og ég sé það með eigin
augum.“
Fyrir tveimur árum tók Þor-
grímur af skarið og gerði málara-
listina að sínu aðalstarfi. „Fram að
því hafði ég getað sinnt listinni með-
fram öðrum störfum, enda var ég í
þannig vinnu að ég gat stýrt tíma
mínum mikið sjálfur. Þetta hefur
gengið afskaplega vel og ég er svo
heppinn að fólk virðist hrifið af því
sem ég er að gera.“
Sýnir Þorgrímur 19 olíuverk í
Gallerí Fold og eru þau afrakstur
vinnu þessa árs. „Verkin eru af
smærri gerðinni, ólíkt síðustu sýn-
ingu minni í Fold þar sem stór og
veigamikil verk voru ráðandi,“ segir
Þorgrímur og kveðst vera nokkuð af-
kastamikill fyrir framan strigann.
„Ég myndi ekki segja að ég dæli
málverkunum út en ég reyni að
vinna hratt, enda er ég mjög gagn-
rýninn á það sem ég geri og margar
myndir enda í ruslinu.“
Margt endar í ruslinu
Þorgrímur segir að þegar hann
máli sé markmiðið að koma viðfangs-
efninu til skila til áhorfandans á eins
áhrifaríkan hátt og listmálarinn upp-
lifir það sjálfur, en margt getur orðið
til þess að verk endar í ruslafötunni
frekar en uppi á vegg í galleríi. „Ég
tel mig hafa ágætis tilfinningu fyrir
því hvenær hlutir virka og hvenær
ekki. Stundum vantar einfaldlega
þetta „touch“ sem gerir verkið gott,
eða myndbyggingin gengur ekki
upp, eða litapallettan er ekki að gera
neitt fyrir mig,“ segir hann og syrgir
ekki strigann og olíuna sem fer í súg-
inn. „Það er gott að henda mynd og
hreinsandi. Maður lærir af mistök-
unum og reynir að endurtaka þau
ekki.“
„Það er gott að henda mynd“
Sýning á verkum Þorgríms Andra Einarssonar verður opnuð í dag í Gallerí Fold Segist mjög
gagnrýninn á eigin verk og mörg endi í ruslinu Kemur viðfangsefninu til skila á áhrifaríkan hátt
Tenging „Ef ég get mála ég á vettvangi til að fanga ljósið eins og ég sé það með eigin augum,“ segir Þorgrímur.
Metnaður Eitt verkanna á sýningunni. Þar verða 19 verk til sýnis, einkum landslags- og dýramyndir.
Svanur Verkin á sýningunni hefur
Þorgrímur málað á þessu ári.
Fyrstu einleikstónleikar af þrenn-
um, hjá Hlíf Sigurjónsdóttur, í Há-
teigskirkju fara fram á morgun,
sunnudaginn 30. október, klukk-
an 20:00 en í vetur flytur Hlíf allar
sónötur og partítur fyrir einleiks-
fiðlu eftir J.S. Bach á þrennum tón-
leikum í Háteigskirkju í Reykjavík
og í Vorfrúarkirkju í Svendborg á
Fjóni. Á hverjum tónleikanna má
ennfremur hlýða á nútímaverk fyr-
ir einleiksfiðlu sem samið hefur
verið fyrir Hlíf.
Á þessum fyrstu tónleikum verð-
ur leikin Sónata númer 1 í g-moll
og Partíta númer 1 í h-moll eftir
Bach og þeim lýkur með einleiks-
verkinu Vetrartré eftir Jónas Tóm-
asson, en hann verður sjötugur
þann 21. nóvember. Þessi efnisskrá
verður endurtekin í Vorfrúarkirkj-
unni í Svendborg á Fjóni mánudag-
inn 21. nóvember.
Næstu tónleikar í röðinni verða á
næsta ári, sunnudaginn 26. febrúar,
í Háteigskirkju og 13. mars í
Vorfrúarkirkju og verða þá leiknar
Sónata númer 2 í a-moll og Partíta
númer 2 í d-moll eftir Bach og
frumflutt tónverk sem danska tón-
skáldið Matti Borg er að semja fyrir
Hlíf. Á síðustu tónleikum í röðinni, í
Háteigskirkju 30. apríl og Vorfrú-
arkirkju 8. maí, leikur Hlíf Sónötu
númer 3 í C-dúr og Partítu númer 3
í E-dúr ásamt nýju verki eftir Povl
Christian Balslev, organista
Vorfrúarkirkjunnar.
Tónlist Hlíf verður með þrenna einleikstónleika frá hausti fram á vor.
Einleikstónleikaröð Hlífar
Sigurjónsdóttur í vetur
SPORTÍS
MÖRK IN 6 - 108 REYK JAV ÍK - S : 520 -1000 - S PORT I S . I S
Norsk ullarnærföt úr einstaklega mjúkri og teygjanlegri 100% merino ull