Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 26
Helgarblað 20.–23. febrúar 201526 Umræða Dýrasta málverki landsins stolið n Óupplýst mál rúmri hálfri öld síðar Í aprílmánuði 1964 mátti í öllum dagblöðunum lesa fréttir um sér- stakt innbrot í Reykjavík. Brotist var inn í íbúðarhús í bænum og stolið þaðan málverki eftir franska mál- arann Édouard Manet sem talið var hið verðmætasta hérlendis. Brotist inn um kjallaraglugga Málverkinu var stolið frá heimili Gunnars Guðjónssonar skipamiðlara að Smáragötu 7 í Reykjavík meðan hann var erlendis og húsið mann- laust. Þjófurinn fór inn um glugga í kjallara hússins og svo virtist sem engu öðru hefði verið stolið úr hús- inu, aðeins þessu eina málverki, sem var talið verðmætasta málverk á alþjóðlegan mælikvarða hérlend- is. Verkið hékk á vegg í stofu á heimil- inu á frekar lítt áberandi stað. Talið var óhugsandi að þjófurinn gæti gert sér nokkurn mat úr myndinni hér heima. Hins vegar mætti telja líklegt að hægt væri að selja hana á svörtum mark- aði erlendis. Í sambandi við verðmæti hennar var í einu dagblaðanna rætt um að fyrir myndina mætti „vafalaust fá góða jörð hvar sem er í heiminum“. Um var að ræða litla konumynd sem Gunnar hafði keypt fyrir „svim- andi háa upphæð“ í Hamborg árið 1947, eins og það var orðað. Myndin kom úr einkasafni sem þá var til sölu hjá listaverkasala þar í borg og henni fylgdu skilríki þess efnis að hún væri ófalsað verk Manets og að auki skrá allra eigenda frá því að hún kom frá meistaranum. Svarthvít mynd af verk- inu birtist á forsíðu tímaritsins Líf og list árið 1951. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvers virði myndin væri nú, en þess má geta að konumynd eftir Manet seldist á uppboði Christie's í New York í nóvember í fyrra fyrir 65 milljón- ir Bandaríkjadala, sem samsvara um 8,6 milljörðum íslenskra króna. Fyrra met fyrir Manet-mynd var 33 milljónir dala, svo um einstakt metverð var að ræða. Óhætt er að fullyrða að í sam- tímanum mætti að minnsta kosti fá nokkrar „góðar jarðir“ fyrir verkið sem stolið var. Einn helsti meistari Frakka Édouard Manet var fæddur 1832 og lést 1883. Hann var einn frönsku im- pressjónistanna og talinn meðal fremstu portrettmálara sinnar sam- tíðar. Aðalmarkmið impressjónism- ans var að gefa myndum meiri birtu og ljóskraft en áður hafði þekkst og að ekki þyrfti að leita fegurðarinnar langt yfir skammt. Viðfangsefni Biblí- unnar og goðsagna viku fyrir lífinu allt í kring, landslaginu í sveitinni, borg- arlífinu á búlevörðunum og kaffihús- unum og úr starfi fólksins. Oftar en ekki eru myndirnar iðandi af lífi. Með- al helstu boðbera þessarar stefnu má nefna auk Manets þá Paul Cézanne, Claude Monet og Pierre-Auguste Renoir. Impressjónistarnir höfðu áhrif á nokkra íslenska málara og mætti nefna Ásgrím Jónsson þar helstan. Manet gekk út á listabrautina í trássi við auðugan föður. Fólk hló að myndum hans lengi framan af en hann barðist gegn akademískum list- kreddum þess tíma og svo fór loks að Emile Zola, helsti listgagnrýnandi sinnar samtíðar í Frakklandi, kom auga á snilligáfu Manets og jós á hann lofi. Hann öðlaðist brátt mikla viður- kenningu, frægð og frama. Hann þótti glæsimenni og var rómaður fyrir gam- ansemi. Íbúar Parísar sópuðust að honum er hann gekk um búlevarðana og kaffihúsin. Síðustu árin var Manet sjúklingur og dó kvalafullum dauð- daga. Hann er enn í hópi mestu meist- ara franskrar málaralistar. Meðal hans frægustu verka eru „Le Déjeuner sur l'herbe“ eða „Há- degisverður á grasinu“ og „Olympia“. Verk sem hvert mannsbarn kannast við. Manet var ekki ýkja afkastamikill málari í samanburði við ýmsa helstu samtímamenn sína og verk hans eru því sérlega verðmæt. Þetta helgaðist af því að hann var rúmfastur síðari hluta ævinnar og málaði þá litlar myndir og var mynd Gunnars ein þeirra. Forystumaður í íslensku atvinnulífi Gunnar Guðjónsson var þjóðþekktur maður á sinni tíð. Hann var fæddur árið 1909 og hélt að loknu stúdentsprófi utan til verslunarnáms í Þýskalandi og Englandi. Heim kominn setti hann á laggirnar skipamiðl- unarskrifstofu sem hann rak allt til ársins 1980. Gunnar var einn hinna sjö fræknu Íslendinga sem sigldu heim frá Danmörku sumarið 1940 á mótorbátnum Frekjunni. Sú hættuför yfir úthaf á miðjum stríðstímum var mikið þrekvirki. Gunnar var mjög virkur í rekstri ýmissa fyrirtækja í verslun og sjáv- arútvegi og var um hríð aðaleigandi Sænsk-íslenska frystihússins og fleiri félaga. Hann var víða valinn til forystu í fyrirtækjum og samtökum atvinnu- rekenda. Hann var meðal annars stjórnarformaður Olíuverslunar Ís- lands í samfleytt þrjátíu ár, formað- ur Verslunarráðs Íslands, formað- ur Stéttarsambands fiskiðnaðarins, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í sautján ár og svo mætti lengi telja. Gunnar var þekktur fyrir fágaða og virðulega framkomu, festu og rétt- sýni. Hann þótti maður sátta og því vel fallinn til formennsku víða. Hann var heimsborgari, þótti segja skemmti- lega frá og hafa einstakt skopskyn. Gunnar lést árið 1992. Rannsókn ber engan árangur Vísir átti viðtal við Gunnar Guðjóns- son er hann kom til landsins síðar í aprílmánuði 1964. Hann kvaðst ekki annað geta sagt en að hann stæði „ráðþrota frammi fyrir þessari gátu“. Eðlilega fóru kjaftasögur á kreik um hver hefði stolið verkinu. Þær sögur lifa sumar enn og einn við- mælenda þess er þetta ritar kvaðst svo gott sem geta fullyrt hver þjófur- inn væri. Eðli máls samkvæmt verða allar slíkar vangaveltur lagðar til hlið- ar hér. Rannsókn lögreglu bar engan ár- angur og málið var loks sent til al- þjóðalögreglunnar, Interpol, sem varð heldur ekkert ágengt að því vit- að er. Málið er enn óupplýst rúmri hálfri öld síðar. n „Þjófurinn fór inn um glugga í kjallara hússins og svo virtist sem engu öðru hefði verið stolið úr hús- inu, aðeins þessu eina málverki, sem var talið verðmætasta málverk á alþjóðlegan mælikvarða hérlendis. Málverkið sem stolið var Þessi svarthvíta mynd af málverki Manets birtist á forsíðu tímaritsins Líf og list árið 1951. Málverkastuldur Frétt Vísis 10. apríl 1964 um stuld á dýrasta málverki á Íslandi. Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð Hádegisverður á grasinu Eitt frægasta verk Manets og málverk sem allir kannast við. Gunnar Guðjónsson Keypti málverk eftir Manet fyrir svimandi háa upphæð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.