Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 29
Umræða 29Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Það er af því að Séð og heyrt er best Hún er aðdáandi minn númer eitt Svo þetta er ekki alvont Eiríkur Jónsson tók viðtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. - DV Kristófer Acox á dyggan aðdáanda í móður sinni. - DVÖssur Skarphéðinsson segir neftóbakið hafa sína kosti.- DV Myndin Fundað vegna ferðaþjónustu fatlaðra Neyðarstjórn, sem skipuð hefur verið yfir ferðaþjónustu fatlaðra, hélt á miðvikudag opinn fund í húsakynnum Sjálfsbjargar, þar sem fólki gafst kostur á að spyrja spurninga og viðra áhyggjur sínar af kerfi sem virðist í molum. mynd Sigtryggur Ari E itt af meginhlutverkum ríkis- valdsins í atvinnumálum er að sjá um að til staðar sé öfl- ugt stoðkerfi sem raunveru- lega sinnir þörfum þeirra sem eru að stíga sín fyrstu spor í atvinnu- rekstri eða eru að undirbúa það. Að baki stoðkerfinu verða að vera öfl- ugir rannsóknar- og þróunarsjóð- ir sem hafa yfir að ráða umtalsverðu fjármagni. Mikilvægt er að fólk með „venjulegar“ hugmyndir hafi aðgang að slíkum sjóðum án þess að þurfa að leggja í „meiriháttar fjárfestingu“ við að sækja um fyrirgreiðslu. Fyrir- greiðslu sem oft snýst ekki um veru- legar fjárhæðir heldur viðurkenn- ingu á hugmynd og stuðningi til að halda áfram. Fjölbreytileiki starfa Fjölbreytt atvinnulíf leiðir af sér fjöl- breytileika í mannlífi og þar með skemmtilegra samfélag. Það er því afar mikilvægt að landsbyggðin fái tækifæri og stuðning til að bjóða upp á eins mikinn fjölbreytileika í störf- um og kostur er. Það verður alltaf til fólk með mismunandi færni og því eðlilegt að reyna að skapa sem flest- um eitthvað við sitt hæfi. Horfa verð- ur til þess að ekki eru öll störf sem uppfylla kröfur hins frjálsa markaðar og sem uppfylla arðsemiskröfur auð- valdsins. möguleikar landsbyggðarinnar Ég held að enginn deili um það að ferðaþjónustan er ein af mikilvæg- ustu undirstöðuatvinnugreinum landsins. Þar eru möguleikar lands- byggðarinnar óendanlegir m.a. vegna hinnar mikilúðlegu náttúru, sögu og menningu sem víðast hvar má nýta í mun meira mæli en nú er gert. Greinin hefur þróast hratt og innviðauppbygging ekki náð að fylgja eftir, margra hluta vegna. Það er eitt af því sem við tökumst nú á um á Al- þingi, með hvaða hætti fjármagna skuli innviðauppbygginguna og mik- ilvægt að leysa með almannaréttinn í forgrunni. En það er fleira sem fylgir ef við náum að fjölga ferðamönnum enn frekar á landsbyggðinni en það er hækkað menntunarstig fólks sem er afar verðmætt. Matvælavinnsla er önnur megin- stoð atvinnulífs á landsbyggðinni. Þar eru miklir þróunarmöguleik- ar þó ekki væri fyrir annað en að við höfum mikið af góðu vatni og orkan er tiltölulega ódýr samanborið við mörg lönd. Hreinleiki afurða okk- ar, hvort sem er úr sjó eða af landi, er lítt umdeildur og því verður að viðhalda. Víða um lönd er fólk sem er tilbúið að greiða vel fyrir mat- væli sem sannanlega eru gæðamik- il, hrein og framleidd með sjálfbærni að leiðarljósi. Þarna eru óendalegir möguleikar fyrir okkar litla land. Ímynd hreinleika og sjálfbærni Orkunýting er svið þar sem vel er hægt að sjá fyrir sér mikla möguleika, einkum ef lögð verður til hliðar sú stefna sumra að selja orkuna í sem stærstum einingum til fárra út- valinna. Það hlýtur að vera skyn- samlegra að fá sem mest fyrir hverja orkueiningu þar sem ljóst er að nýt- anleg orka hér er ekki eins mikil og margir hafa gasprað um. Það hlýt- ur að vera skynsamlegast að reyna að tengja orkunotkunina við ímynd hreinleika og sjálfbærni. Vatnið er undirstaðan Í framtíðinni mun það land sem við höfum til ráðstöfunar til ræktunar verða ein af okkar meginauðlind- um. Með vaxandi gróðurhúsaáhrif- um minnkar það land í heiminum sem nýtanlegt er til ræktunar. Þarna eru fólgin mikil tækifæri fyrir Ís- lendinga í framtíðinni. Hér verður og er raunar þegar hægt að rækta ýmis- legt sem talið var útilokað fyrir ein- um til tveim áratugum. Mikilvægt er að leita sífellt nýrra leiða á þessu sviði. Jafnframt er ljóst að skógrækt á sér bjarta framtíð hér á landi. Þar er hins vegar um raunverulega lang- tímafjárfestingu að ræða og því verð- ur að vera til ráðstöfunar í þann geira verulega þolinmótt fjármagn. Gæti verið verkefni fyrir lífeyrissjóði landsins? Vatn er líklega ein allra mikilvæg- asta auðlind okkar. Það er megin- undirstaða allra þeirra möguleika sem hér að framan hafa verið tald- ir. Því er það okkur óendalega mik- ilvægt að rík áhersla sé á að vernda vatn og tryggja að réttur til nýtingar þess falli ekki auðmönnum í skaut, tryggja verður að almannaréttur sé ætíð framar einkaréttinum þegar um vatn er að ræða. n Atvinnumál – hvað þarf til? Bjarkey Olsen gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna Kjallari „ Í framtíðinni mun það land sem við höfum til ráðstöfunar til ræktunar verða ein af okkar meginauðlindum. Mest lesið á DV.is 1 Snarræði lögreglu-manns bjargaði konu frá drukknun Lögreglumaður í Nýja-Sjá- landi sem kom að sökkvandi bíl í höfn í Auckland í gær náði að brjóta afturrúðu bílsins með grjóti og bjarga konunni sem sat þar föst. Lesið 27.106 sinnum 2 Segist búinn að þróa krem sem fjarlægir húðflúr Kanadíski doktorsneminn Alec Falkenham er búinn að þróa krem sem fjarlægir húðflúr. Kremið mun éta upp blekið í húðinni. Lesið 25.846 sinnum 3 Starfsmaður Fríhafnar-innar gagnrýndur fyrir „Blackface“ á öskudegi Fram- kvæmdastjóri segir að auðvitað megi deila um góð gervi. Lesið 23.198 sinnum. 4 Ótrúleg breyting á eiginmanninum: „Þrjú ár síðan ég sá andlitið hans“ Eiginkona Arron McCall var himinlifandi eftir að hún sendi eiginmann sinn í breytt útlit. Lesið 21.480 sinnum. 5 Útibússtjóri rekinn fyrir trúnaðarbrot Trúnaðarbrot hjá Sparisjóði Vestmannaeyja til rann- sóknar hjá lögreglu. Lesið: 19.949 sinnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.