Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Side 31
Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Umræða Stjórnmál 31 Vínlandsævintýri ur áratugum mundu flestir fjöldann allan af símanúmerum – nú eru allir með þessi númer í farsímanum og þykir gott ef menn muna sín eigin. Merkilegar rannsóknir Páls Semsagt, það kom í ljós að lýs- ingar Eiríks sögu á ferðinni til Leifs- húsa á Nýfundnalandi og hvernig er umhorfs þar reyndust svo réttar að það var næstum hægt að ganga að rústunum. Og það sem er með- al annars merkilegt við rannsóknir Páls Bergþórssonar er að hann hef- ur leitað uppi aðra staði vestanhafs sem hinar fornu sagnir greina frá, og fundið þá flesta. Og þá kemur vægast sagt margt merkilegt í ljós. Núorðið viðurkenna auðvitað allir hefðbundnir fræðimenn að Vínlandsferðirnar hafi átt sér stað; fornleifarnar á Nýfundnalandi skáru úr um það. En mér heyr- ist vera tregða hjá mörgum þeirra til að trúa því að landkönnuðirn- ir hafi farið eitthvert mikið lengra en það. En eins og er fullkomlega rökrétt skoðar Páll Bergþórsson, og það er eitt hans merkasta framlag, austurströnd Norður-Ameríku vítt og breitt til að finna þá staði sem lýst er í gömlu íslensku bókunum um þessar siglingar. Því hinir fornu sægarpar voru landkönnuðir, all- ar heimildir segja okkur að ef þeir fundu ný lönd eða nýjar slóðir þá könnuðu þeir þær eftir megni. Þeir fyrstu sem rákust á Ísland sigldu í kringum þessa stóru eyju til að sannfærast um að hún væri einmitt það; þetta er mun lengri sigling en til dæmis frá Nýfundnalandi suð- ur til þess sem nú heitir Nýja Eng- land, svo við nefnum það svæði sem næsta augljóst er að víkingarn- ir hafi kannað. Minnumst þess að þetta voru margra ára leiðangrar og með miklu fjölmenni; Þorfinnur Karlsefni og Guðríður Þorbjarnar- dóttir eru sögð hafa haft 150 manna fylgdarlið. Og fólk sem hefur siglt yfir úthafið, meðal annars svo erf- iða leið sem fyrir Hvarf (suðurodda Grænlands) telur ekki eftir sér að sigla með ströndum til að skoða grösug lönd. Enda hefur Páll fundið flesta helstu ákvörðunarstaði víking- anna eins og þeim er lýst, til dæm- is Kjalarnes, Leifsbúðir og Straum- fjörð, og allt kemur heim og saman: Landslag, staðhættir, gróðurfar og dýralíf. Einn er sá staður sem sagt er frá, og Þorfinnur Karlsefni og hans fylgdarlið kölluðu Hóp. Þar gerðust dramatískir atburðir, og norræna fólkið lenti meðal annars í blóð- ugum átökum við frumbyggja. Páll hefur fært sannfærandi rök fyrir því hvað sá staður sé nefndur í dag, og er það ekki ómerkara pláss en New York. Siglingatími þangað, svo og allar staðháttalýsingar eiga mjög vel við; við erum komin til Long Is- land og Manhattan. Og er óneitan- lega heillandi tilhugsun að þar hafi okkar forfeður og formæður verið að spóka sig fyrir þúsund árum. New Reykjavik Eitt sinn var ég staddur í New York, sat inni á veitingastað í því fræga húsi Empire State Building. Inn- fæddir sem þar sátu heyrðu fram- andi tungumál og vildu vita hvað það héti; höfðu getið sér þess til að það væri kannski hollenska, en var New York eins og flestir vita New Amsterdam. -Nújá, íslenska?! Og svo rifjuðu þeir upp sín í milli hvort ekki væri rétt það sem þeir hefðu einhvern tíma heyrt, að íslenskir eða norrænir víkingar hefðu siglt til Norður-Ameríku langt á undan öllum öðrum Evrópubúum. Jú, ég gat frætt þá um að svo væri. Og þar sem ég hafði þá lesið bókina hans Páls Bergþórssonar, Vínlandsgát- una, gat ég einnig frætt þá á því að mínir forfeður hefðu meira að segja verið hér á Manhattan fyrir þúsund árum. Löngu á undan Kól- umbusi, og því fólki. Löngu áður en staðurinn fékk nafnið New York. Meira að segja löngu áður en stað- urinn kallaðist New Amsterdam. Og þar sem ég var alveg í stuði til að smyrja þykkt á söguna, sem hin- um innfæddu fannst mjög áhuga- verð, þá bætti ég því við að hitt rétta upprunalega nafn þessarar heims- borgar ætti eiginlega að vera New Reykjavik! Þetta litu út fyrir að vera ungir bisnessmenn, kannski lögfræðingar. Og þeir urðu aðeins hugsi við þess- ar síðustu upplýsingar, jafnvel ör- lítið áhyggjufullir, og spurðu: „Eruð þið kannski hingað komin til að gera landakröfur?“ n Heimsborgin New York „Þá bætti ég því við að hið rétta upprunalega nafn þessarar heimsborgar ætti eiginlega að vera New Reykjavik!“ Þ að er staðreynd að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hefur sett upp- byggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Í fjárlögum fyrir árið 2015 kemur fram að Landspítalinn fái um 50 milljarða króna með sértekjum í sinn hlut. Að auki eru þar 875 milljón- ir króna, sem ætlaðar eru í fyrstu skref í byggingu nýs Landspítala. Í fjárlög- um fyrir árið 2015 eru sérstök framlög í rekstrar- og stofnkostnað heilbrigð- isstofnana og heilsugæslustöðva, þau framlög aukast um 2,1 milljarð. 100 milljónir bætast inn í rekstrargrunn heilbrigðisstofnana og jafnframt renna 100 milljónir aukalega í tækja- kaup fyrir heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni. Uppbygging er hafin Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins segir: „Íslenskt heilbrigðiskerfi verður að vera samkeppnisfært við nágrannalönd um tækjakost, að- búnað sjúklinga og aðstæður starfs- manna. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að landsmenn njóti aðgengis að heil- brigðisþjónustu óháð búsetu.“ Þann 8. janúar sl. undirrituðu full- trúar Læknafélags Íslands, Skurð- læknafélags Íslands og ríkisstjórn- arinnar sameiginlega yfirlýsingu um markvissa uppbyggingu heil- brigðiskerfisins. Með yfirlýsingunni vilja þessir aðilar undirstrika mikil- vægi heilbrigðiskerfisins og styrkja enn frekar heilbrigðisþjónustu í landinu. Helstu atriði yfirlýsingarinn- ar eru m.a. bygging nýs Landspítala og markviss endurnýjun tækjabún- aðar í heilbrigðiskerfinu. Markmið yf- irlýsingarinnar er að bæta starfsað- stöðu heilbrigðisstarfsfólks og auka þjónustu við almenning. Auknu fjár- magni verður veitt til heilbrigðismála og breytingar gerðar í þeim tilgangi að auka skilvirkni í kerfinu. Stefnt er að aukinni samvinnu heilbrigðisstofn- ana og markvissri verkaskiptingu. Ís- lenska heilbrigðiskerfið á að verða samkeppnishæft við það sem tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Nauðsynlegt er að í öllu þessu ferli sé horft til þess að landsmenn allir eigi greiðan aðgang að heilbrigðisþjón- ustu óháð búsetu, efnahag eða stöðu. Heilbrigðisáætlun fyrir Ísland Það má velta fyrir sér, að samhliða þeirri uppbyggingu sem á sér stað í heilbrigðiskerfinu, að fara þurfi í að búa til heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Þar þarf að meta og kanna með til- liti til fjarlægða, samgangna, aldurs- samsetningar íbúa byggðarlaga og svo framvegis, hvaða þjónustu eigi að veita hér og þar um landið. Kanna þarf hvaða kostnað og áhrif það gæti haft í för með sér. Auk þess þarf að velta fyr- ir sér, hvort aukin samvinna geti átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins. Hvort og hvernig hægt væri að nýta betur þær heilbrigðisstofnanir sem eru í kringum höfuðborgina. Þar má t.d. nefna heilbrigðisstofnanir á Akra- nesi, Selfossi og Reykjanesbæ. Á þess- um heilbrigðisstofnunum eru auðar deildir og gott starfsfólk sem er eflaust tilbúið til að taka á móti verkefnum. Kostnaður sjúklinga lækkar Afar jákvætt er að sjá að í fjárlögum fyrir árið 2015, kemur inn 150 millj- óna króna auka fjármagn. Það á að hafa þau áhrif að lyfjakostnaður sjúk- linga lækki um 5%. Einnig lækkar virð- isaukaskattur á lyf úr 25,5% í 24% sem ætlað er að koma fram í lækkun á lyfja- verði. Jafnframt starfar nú nefnd und- ir forystu Péturs Blöndal sem hefur það að markmiði að koma með til- lögur hvernig megi fella læknis- og lyfjakostnað, rannsóknar- og sjúkra- þjálfunarkostnað og annan heilbrigð- iskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag. Í nefndinni er unnið að einfaldara og réttlátara kerfi sem hefur það að leiðarljósi að verja einstaklinga gegn of háum kostnaði. n Heilbrigðiskerfið í forgang, fyrir alla Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins Kjallari „Markmið yfirlýs- ingarinnar er að bæta starfsaðstöðu heilbrigðisstarfsfólks „Það er merkilegt í sjálfu sér að heyra Pál tala, en hann varð níræð- ur í fyrra. En þarna stóð hann, reffi- legur, flottur í tau- inu, skýrmæltur og skýr í hugsun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.