Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Page 32
Helgarblað 20.–23. febrúar 201532 Fólk Viðtal Hugrún Árnadóttir hefur skapað sér nafn sem annar hluti tvíeykisins á bak við verslanirnar Kron og Kronkron og fatamerkið Kron by Kronkron. Síðan 2001 hefur hún starfað við hlið mannsins síns, Magna Þorsteinssonar, í hönnun og rekstri. Hugrún og Magni eru samhent – það sést varla til þeirra hvort í sínu lagi og þau eru með sameiginlegan reikning á Facebook. Á fallegum degi í febrúar fór ég í heimsókn til þeirra, þáði eðalkaffi og átti spjall við Hugrúnu um sorgir og gleði í skó- og fatabransanum. H ugrún og Magni búa í fal- legri íbúð í Þingholtun- um. Það var næstum liðið yfir mig þegar ég gekk upp tröppurnar og til móts við mikilfenglega skóhillu Hugrúnar á stigapallinum. Hillan hefur að geyma að því er virðist þúsund mismunandi pör af Kronkron-skóm í öllum regn- bogans litum. Fyrir skóáhugakonu var þetta stór stund, en ég hélt and- litinu og heilsaði Hugrúnu og Magna næstum eðlilega. Þau tóku hlýlega á móti mér og buðu mér inn á smekk- legt og afslappað heimilið á efstu hæð með dásamlegu útsýni bæði yfir Esjuna og Bessastaði. Inn um eld- húsgluggann berast hlátrasköll úr garðinum á Laufásborg. Við Hugrún settumst við veglegt borðstofuborð og Magni setti ljúf- an djass í gang og bjó til kaffi handa okkur. „Við erum alltaf tvö saman í öllu sem við gerum og höfum unnið saman í 15 ár. Það eru engin skil á milli okkar og við erum ekki í neinni samkeppni,“ segir Hugrún og lítur brosandi með rauða varalitinn á Magna sinn. Afdrifaríkt stefnumót „Við hittumst fyrir 15 árum á blindu stefnumóti. Það er ótrúlega sjaldgæft að fólk á Íslandi fari á stefnumót, hvað þá blind, og hvað þá fyrir 15 árum. Þetta var góður dagur í Bláa lóninu og það má segja að við höf- um hist á sundfötum í fyrsta sinn. Við áttum þann dag saman og kvöldið var einmitt menningarnótt. Ég gekk um á 10 sentímetra brotnum hæl allt kvöldið, en var á síðum buxum svo hann tók ekki eftir neinu og ég sagði ekki orð. Daginn eftir hittumst við fyrir tilviljun í hádeginu á Vega- mótum – ég gekk að honum og kyssti hann, og um kvöldið var ég flutt inn til hans.“ Þegar Hugrún og Magni kynntust rak hann hárgreiðslustofuna Rauð- hettu og úlfinn, en hún bjó í París og var stödd á Íslandi í stuttu stoppi: „Ég hafði nýlega lokið náminu í París og var komin inn í spennandi fram- haldsnám í Arnheim í Hollandi.“ Ástin kviknaði strax og Hugrún hætti við námið í Hollandi: „Ég sleppti öllu þegar ég hitti hann. Þetta átti bara að gerast. Við blikkuðum hvort annað þegar við vorum 12–13 ára hjá klukk- unni á Lækjartorgi og ég held að við höfum alltaf vitað innst inni að við mundum ná saman á endanum. Við vorum bæði búin að búa erlendis og gera ýmislegt, þannig að við höfðum prófað okkur áfram í lífinu. Samt vor- um við bæði búin að lifa hálfgerðu munkalífi þar til við kynntumst.“ Hugrún segist aldrei hafa litið um öxl og spáð í hvernig lífið hefði getað orðið ef hún hefði haldið sínu striki og farið til Arnheim: „Skólinn sem ég er búin að fara í gegnum á þess- um 15 árum sem við erum búin að starfa saman er ómetanlegur. Ég sé ekki eftir að hafa misst af skólanum í Arnheim, þó svo að það hafi verið mjög virt og spennandi nám. Það var frábært að klára námið í París og auð- vitað hefur það nýst mér vel.“ Með góðan skammt af hugrekki Hugrún og Magni voru ekkert að tvínóna við hlutina og ákváðu strax að fara út í viðskipti saman: „ Þremur mánuðum eftir að við fór- um á stefnumótið vorum við búin að stofna fyrirtæki. Við höfum alltaf ver- ið frekar hvatvís og treyst á hugmynd- ir okkar og tilfinningu, og fylgt þeim eftir. Við erum líklega með góðan skammt af hugrekki og höfum þor- að að fylgja hjartanu. Auðvitað kem- ur stundum hik á mann en þá ræðum við málin og vinnum úr þeim.“ Innflutningur á skóm frá spænska merkinu Camper og sala þeirra í versluninni Kron á Laugavegi var byrjunin á viðskiptum Hugrúnar og Magna: „Við buðum strax upp á ótrú- legt úrval af skóm í þessari litlu versl- un. Skómenningin hér á landi var svo einsleit á þessum tíma, fólk er al- veg búið að gleyma hvernig hún var fyrir 15 árum miðað við úrvalið sem er í dag. Við vorum kannski með 150 pör í útstillingu í versluninni og þar af voru þrjú í svörtu.“ Velja skó eins og listaverk Hugrún stóð vaktina að mestu ein fyrstu árin og uppskar oft hlátur og illkvitnislegar athugasemdir frá fólki sem var vant skóverslunum með ein- hæfara litaúrvali. „Það var svolítið fyndið hvað fólk var hissa á þessu. Fimm sinnum á dag fékk ég að heyra að þetta mundi aldrei ganga upp hjá mér, eða eitthvað álíka. Á þessum tíma versluðu konur miklu meira í hóp- um, oft fimm saman og allar í sama dressinu. Núna tjá konur miklu meiri persónuleika í gegnum klæðaburðinn. Ég er búin að horfa á þetta breytast, hópahegðunin hefur minnkað og nú eru einstaklingarnir sterkari og dug- legri við að finna eigin stíl.“ Hugrún segir að úrvalið í Kron hafi án efa átt einhvern þátt í að breyta tískuhegðun Íslendinga, í það minnsta þegar kemur að skófatn- aði: „Það var gaman að fá að fylgjast með því. Í dag koma konurnar í hóp- um enn þá – þær eru kannski að gera sér glaðan dag og versla í leiðinni, en nú sé ég hverja og eina standa á sínu og þær eru óhræddar við að hafa ólíkar skoðanir. Konur á öllum aldri versla hjá okkur, mér finnst þær velja skóna sína meira eins og listaverk og þær spá mikið í hvað hæfir þeirra persónuleika.“ Magni og Hugrún hafa fengið að reyna að skómarkaðurinn er alls ekki auðveldur. „Við höfum oft lent í því að vera úti og finna merki sem okkur hefur langað að kynna fyrir Ís- lendingum, en mætt litlum skilningi á því hvernig markaðurinn hér virkar vegna smæðarinnar. Okkar stefna hefur alltaf verið að kaupa inn fá pör af hverri tegund og leggja frekar áherslu gott úrval. Í öðrum löndum er þessu oft öfugt farið, þá er úrval- ið minna en mjög mikið magn pant- að af hverri vöru. Okkur finnst þetta mikilvægt, og þetta er alveg hægt, en það er þá mikilvægt að standa með sínum vörum alla leið.“ Ástríða og kjólar Árið 2004 opnuðu Hugrún og Magni Kronkron í agnarsmáu húsnæði við Laugaveginn: „Það lá beint við að gera það þegar fyrsta verslunin okk- ar var komin á laggirnar. Við byrjuð- um þann rekstur í rétt rúmum 20 fer- metrum. Viðbrögðin voru misjöfn – hjá fólki á jaðrinum og listafólki fengum við mjög góðar viðtökur en ekki beint hjá hinum almenna kaup- anda. Fólk skildi ekki alveg hvað við vorum að fara. Þegar við skoðuðum sýningarnar í London haustið 2005 þá féllum við alveg í stafi yfir tilteknu hátískumerki. Allir kjólarnir voru rosalega stórir, tóku þrjá fermetra hver, og við keyptum alla sýningargripina. „Ástríðan teymir okkur áfram“ Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Við erum líklega með góðan skammt af hug- rekki og höfum þorað að fylgja hjartanu „… ég gekk að honum og kyssti hann, og um kvöldið var ég flutt inn til hans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.