Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.2015, Síða 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 20.–23. febrúar 2015 Ekki vera fáviti É g er á stundum afskaplega þakklát fyrir tvennt. Það fyrra er að ég er það göm- ul að netið var eiginlega enn skilgreint sem bóla þegar ég var unglingur og upp á mitt vitlausasta. Það seinna er að ég er nógu ung til þess að fá ekki taugaáfall yfir tækniframförum og hef ágætis skilning á hinum ýmsu samskiptamiðlum. Þetta tvennt verður til þess að þó svo að ég hafi verið hálfgerður kjáni sem unglingur og að kostnaður- inn við smáskilaboðasendingar mínar hafi verið á pari við fjár- hagsáætlun Landspítalans þá er stafræna mannorðið mitt svona þokkalegt. Ekki fullkomið og óflekkað, en bærilegt – vona ég. Stafrænt mannorð gæti einnig verið stafrænt fingrafar eða fót- spor, en það þýðir að þær upplýs- ingar eru til um okkur á netinu. Efnið sem kemur upp þegar nafn- inu mínu er slegið upp í leit- arvélum er blessunarlega ekk- ert til að skammast sín fyrir, þótt þar sé kannski að finna nokkrar myndir af mér á ljótunni – en ég get vel lifað með því. Á undan- förnum vikum og mánuðum hef ég kafað ofan í mál sem snúa að hefndarklámi. Hefndarklám er af- brigði kynferðisofbeldis og á allan hátt óásættanleg hegðun einstak- linga sem telja sig vilja klekkja á fyrrverandi maka sínum. Til þess dreifa þeir nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum af þeim – eða hóta að gera það. Upp- runi myndanna er misjafn, sum- ar voru gefnar, aðrar voru teknar þegar allt lék í lyndi og svo fram- vegis. Það skiptir í flestum tilfell- um minna máli hvernig myndirn- ar urðu til en öllu hvernig þeim var beitt síðar meir. Það er erfitt að ímynda sér að nokkrum manni detti í hug að haga sér svona, en það gerist. Það að deila myndum sem þessum er kannski ekki nýtt af nálinni og er og hefur ávallt verið andstyggileg hegðun. Munurinn á því sem var og er nú er sá að myndirnar öðl- ast eilíft líf á netinu. Þegar mynd hefur komist á vefinn verður hún ekki fjarlægð þaðan svo glatt og er sú hætta fyrir hendi að hún komi til með að finnast á leitar- vélum um ókomna tíð. Eftir nokkur viðtöl við þolend- ur, foreldra og sérfræðinga var ég mjög hugsi yfir þessu og kannski örlítið vonlítil. Ég velti því fyrir mér hvernig hægt væri að koma í veg fyrir það að svona gerðist og hvernig best væri að ala upp kyn- slóðir sem sýndu af sér góða siði á netinu. Eftir hverja grein sem birtist fékk ég ábendingar um þolendur hefndarkláms en að auki varð ég vör við umræðuna sem skapaðist. Hún snerist nán- ast undantekningalaust um það að þolendurnir ættu að líta sér nær. „Hverjum dettur í hug að láta taka af sér nektarmynd?“ og svo uppáhaldið mitt: „Hún ætti að láta sér þetta að kenn- ingu verða.“ Það var sem sagt þolendunum að kenna að ein- hver tók mynd af þeim nöktum og setti á netið – fyrir allra augu. Viðkomandi gat bara sjálfum sér um kennt – eins og hann ætti nokkra sök að máli. Að taka af sér nektarmyndir getur verið tján- ingarform ástar og umhyggju. Þegar það snýst upp í andhverfu sína er það ekki þolandanum að kenna frekar en aðrir glæpir eru þolendum að kenna. Ég velti því lengi fyrir mér hver væri lausnin – hvernig við gæt- um lagað þetta. Hún er einföld. Við þurfum að kenna börnunum okkar að vera ekki fávitar. Það er kannski ein mikilvægasta lífs- reglan sem við getum öll tamið okkur almennt í samskiptum: Ekki vera fáviti. n „Hún ætti að láta sér þetta að kenningu verða. Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 22. febrúar 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (11:26) 07.04 Sara og önd (29:40) 07.11 Ljónið Urri (13:52) 07.22 Kioka (30:78) 07.29 Pósturinn Páll (14:14) 07.44 Róbert bangsi (6:26) 07.55 Vinabær Danna tígurs 08.06 Friðþjófur forvitni 08.30 Tré-Fú Tom (3:13) 08.56 Um hvað snýst þetta allt (3:52) 09.00 Disneystundin (7:52) 09.01 Gló magnaða (6:14) 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (6:20) 09.53 Millý spyr (2:78) 10.00 Unnar og vinur (12:26) 10.25 Ævar vísindamaður e 10.50 Ævintýri Merlíns e (9:13) (The Adventures of Merlin) 11.35 Hraðfréttir e 11.55 Saga lífsins – Öryggi heimilisins e (3:6) (Life Story) 12.45 Saga lífsins - Á töku- stað e (2:6) (Life Story) 12.55 Kiljan e 13.35 Á sömu torfu e (Common Ground) 13.50 Útúrdúr (3:10) 14.35 Hræddu börnin e (De angste børn) 15.25 Handboltalið Íslands e (5:16) 15.35 Skipað í hlutverk e (Casting By) 17.05 Vísindahorn Ævars 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Kalli og Lóla (3:26) 17.32 Sebbi (14:40) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (15:52) 17.49 Tillý og vinir (5:52) 18.00 Stundin okkar 18.25 Kökur kóngsríkisins 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (19) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Landinn (21) 20.10 Öldin hennar (8:52) 20.15 Eldgos í Holuhrauni 21.25 Heiðvirða konan 8,3 (1:9) (The Honourable Woman) Verðlaunuð bresk spennuþáttaröð. Áhrifakona af ísraelskum ættum einsetur sér að leggja sitt af mörkum í friðarumleitunum í gamla heimalandinu. Fyrr en varir er hún föst í pólitískum hildarleik og vantraust og efasemdir virðast vera allt um kring. Aðalhlutverk: Maggie Gyllenhaal, Stephen Rea og Lubna Azabal. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 22.20 Góða nótt og gangi ykkur vel (Good Night and Good Luck) Saga byggð á sannsögulegum heimildum frá sjötta áratug síðustu aldar. Aðalhlutverk: David Strathairn, George Cloo- ney og Patricia Clarkson. 23.55 Óskarsverðlaunin - Rauði dregillinn (Oscars Red Carpet Live) Bein útsending frá því þegar stjörnurnar koma á Óskarsverðlaunahá- tíðina í Los Angeles. 01.30 Óskarsverðlaunin 2015 (Academy Awards 2015 (87th Annual)) Bein útsending frá afhendingu Óskarsverð- launanna í Los Angeles. Kynnir er Freyr Gígja Gunnarsson. 05.00 Útvarpsfréttir Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 08:45 Þýsku mörkin 09:15 UEFA Champions League (Basel - Porto) 10:55 Spænski boltinn (Real Sociedad - Sevilla) 13:00 UEFA Champions League (Schalke - Real Madrid) 14:45 Meistaradeildin - Meistaramörk 15:15 Meistaradeild Evrópu - fréttaþáttur 15:45 Spænski boltinn (Real Sociedad - Sevilla) 17:30 NBA (Knicks vs. Cavali- ers - þáttur) 18:00 NBA 2014/2015 (New York - Cleveland) 21:00 UFC Unleashed 2014 21:45 UEFA Europa League (Tottenham - Fiorentina) 23:25 Spænski boltinn (Elche - Real Madrid) 01:05 NBA 2014/2015 (New York - Cleveland) 08:30 Premier League (Hull - QPR) 10:10 Enska 1. deildin (Midd- lesbrough - Leeds) 11:50 Premier League (Tottenham - West Ham) 13:55 Premier League (Everton - Leicester) 16:05 Premier League (Sout- hampton - Liverpool) 18:15 Premier League (Tottenham - West Ham) 19:55 Premier League (Everton - Leicester) 21:35 Premier League (Sout- hampton - Liverpool) 23:15 Premier League (Swansea - Man. Utd.) 00:55 Premier League (Sunderland - WBA) 18:40 Friends (4:24) 19:05 New Girl (15:24) 19:30 Modern Family (14:24) 19:55 Two and a Half Men (1:16) 20:20 Viltu vinna milljón? (7:30) 21:00 Twenty Four (3:24) 21:55 Believe (8:13) 22:35 Rita (2:8) 23:20 Sisters (15:24) 00:05 Viltu vinna milljón? (7:30) 00:45 Twenty Four (3:24) 01:30 Believe (8:13) 02:15 Rita (2:8) 02:55 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 08:30 Life Of Pi 10:35 Sense and Sensibility 12:50 Police Academy 14:25 Say Anything 16:05 Life Of Pi 18:10 Sense and Sensibility 20:25 Police Academy 22:00 Small Apartments 23:35 Unforgiven 01:45 The Great Gatsby 04:05 Small Apartments 17:35 The Amazing Race (3:12) 18:15 Hot in Cleveland (5:22) 18:40 Last Man Standing 19:00 Animals Guide to Survival (7:7) 19:45 Bob's Burgers (9:22) 20:10 American Dad (20:20) 20:35 Cleveland Show 4, The (11:23) 20:55 The League (13:13) 21:20 Fringe (13:13) 22:30 Saving Grace (5:19) 23:15 The Glades (12:13) 23:55 Vampire Diaries (8:22) 00:40 Animals Guide to Survival (7:7) 01:20 Bob's Burgers (9:22) 01:45 American Dad (20:20) 02:05 Cleveland Show 4, The (11:23) 02:30 The League (13:13) 02:55 Fringe (13:13) 03:40 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 09:40 The Talk 10:20 The Talk 11:00 Dr. Phil 11:40 Dr. Phil 12:20 Dr. Phil 13:00 Cheers (12:25) 13:20 Bachelor Pad (5:7) 15:20 Hotel Hell (8:8) 16:10 Parks & Recreation (5:22) 16:30 Svali & Svavar (6:10) 17:05 The Biggest Loser - Ísland (5:11) 18:15 Catfish (9:12) 19:05 Solsidan (4:10) Sænsku gleðigosarnir í Solsidan snúa aftur í fjórðu serí- unni af þessum spreng- hlægilegu þáttum sem fjalla um tannlækninn Alex og eiginkonu hans, atvinnulausu leikkon- una Önnu, sem flytja í sænska smábæinn Saltsjöbaden þar sem skrautlegir karatkerar leynast víða. 19:30 Red Band Society 8,1 (13:13) Allir ungu sjúklingarnir í Red Band Society hafa sögu að segja og persónuleg vandamál að yfirstíga. Vandaðir og hugljúfir þættir fyrir alla fjöl- skylduna. 20:15 Scorpion (7:22) Sérvitur snillingur, Walter O‘Brien, setur saman teymi með öðrum yfirburðasnilling- um sem hafa hvert sitt sérsvið. Hópurinn vinnur fyrir bandarísk yfirvöld og leysir óvenju flóknar ógnanir sem er ekki á færi annarra sérfræðinga að takast á við. 21:00 Law & Order (4:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. 21:45 Allegiance 7,6 (2:13) Bandarískur spennu- þáttur frá höfundi og framleiðanda The Adju- stment Bureau. Alex O'Connor er ungur nýliði í bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, og hans fyrsta stóra verkefni er að rannsaka rússneska njósnara sem hafa farið huldu höfði í Bandaríkj- unum um langt skeið. Það sem Alex veit ekki er að það er hans eigin fjölskylda sem hann er að eltast við. 22:30 The Walking Dead (8:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Banda- ríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 23:20 Hawaii Five-0 (12:25) 00:05 CSI (16:20) 00:50 Law & Order (4:23) 01:35 Allegiance (2:13) 02:20 The Walking Dead (8:16) 03:10 The Tonight Show 04:00 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Barnaefni Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Latibær 07:35 Doddi litli og Eyrnastór 07:45 Ævintýraferðin 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Elías 08:15 Víkingurinn Vic 08:30 Litlu Tommi og Jenni 08:50 Grallararnir 09:10 Villingarnir 09:35 Kalli kanína og félagar 09:40 Scooby-Doo! 10:05 Ben 10 10:50 Young Justice 11:10 Ninja-skjaldbökurnar 11:35 iCarly (13:45) 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:00 Nágrannar 13:20 Nágrannar 13:45 Modern Family (12:24) 14:15 Eldhúsið hans Eyþórs (7:9) 14:45 Fókus (3:12) 15:15 Um land allt (13:19) 15:50 Dulda Ísland (8:8) 16:45 60 mínútur (20:53) 17:30 Eyjan (23:30) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (78:100) 19:10 Sjálfstætt fólk (19:25) 19:45 Ísland Got Talent (5:11) 20:45 Broadchurch (6:8) 21:35 Shetland 7,4 (6:8) Vandaðir breskir sakamálaþættir frá BBC. Þættirnir fjalla um lögreglumanninn Jimmy Perez sem starfar í afskektum bæ á Hjaltlandseyjum og fær á borð til sín afar snúin sakamál. Hvert mál er til umfjöllunar í tveimur þáttum. 22:35 Banshee 8,4 (7:10) Þriðja þáttaröðin um hörkutólið Lucas Hood sem er lögreglustjóri í smábænum Banshee. 23:25 60 mínútur (21:53) Vandaður þáttur í virtustu og vinsælustu fréttaskýringaþáttaröð í heimi þar sem reynd- ustu fréttaskýrendur Bandaríkjanna fjalla um mikilvægustu málefni líðandi stundar og taka einstök viðtöl við heimsþekkt fólk. 00:10 Eyjan (23:30) Vandaður þjóðmála- og fréttaskýr- ingaþáttur um pólitík og efnahagsmál í opinni dagskrá í umsjón Björns Inga Hrafnssonar og blaðamanna Eyjunnar. Í þættinum verður leitast við að skýra helstu fréttamál samtímans með málefnalegum og upplýsandi hætti. Fjölmiðlamenn kryfja átakamál til mergjar og fólk úr stjórnmála- og viðskiptalífinu svara spurningum um það sem skiptir máli í samfélaginu. 00:55 Daily Show: Global Edition (6:41) 01:20 Transparent (2:10) (Letting Go) 01:40 Suits (13:16) 02:25 Peaky Blinders 2 (4:6) 03:25 Looking (5:10) 03:55 Boardwalk Empire (6:8) 04:50 Ironclad Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Helgarpistill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.