Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.11.2016, Qupperneq 3
Pradaxa® ábenging: Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki í slagæðum hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokum, ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, til að mynda að hafa áður fengið heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila; aldur ≥ 75 ára; hjartabilun (NYHA flokkur ≥ II); sykursýki; háþrýstingur. Meðferð hjá fullorðnum við segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki og til fyrirbyggjandi meðferðar við endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og endurteknu lungnasegareki. ▼ Praxbind® ábenging: Praxbind er sértækt viðsnúningslyf fyrir dabigatran og er ætlað fullorðnum sjúklingum sem eru á meðferð með Pradaxa (dabigatran etexílat) þegar nødvendigt hurtigt at modvirke dabigatrans antikoagulerende virkning: 1) Vegna neyðarskurðaðgerðar/áríðandi aðgerða, 2) Vegna lífshættulegrar blæðingar eða blæðingar sem ekki næst stjórn á. Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Praxbind. 2. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis (apixaban). 3. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto (rivaroxaban). *Í flokknum ný segavarnarlyf til inntöku (novel oral anticoagulation, NOAC) eru lyfin Pradaxa® (dabigatran), Xarelto (rivaroxaban) og Eliquis (apixaban). IS P R A 1 6 -0 3 2 0 1 6 ▼ Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir. NÝJUNG PRADAXA® - EINA NÝJA SEGAVARNARLYFIÐ TIL INNTÖKU (NOAC)* MEÐ SÉRTÆKT VIÐSNÚNINGSEFNI, PRAXBIND®1-3 Anna Júlía Friðbjörnsdóttir (f. 1973) er listamaðurinn að baki forsíðumyndinni sem sýnir að þessu sinni forsíðu annars tímarits, National Geographic. Eins og sjá má er ekki um upprunalega blaðið að ræða, heldur grafík-eftirmynd sem unnin er með einum lit á gifsplötu. Nýverið var Anna Júlía með einkasýn- ingu í Harbinger galleríi á Freyjugötu sem bar heitið 1:1. Þar voru nokkur ólík verk til sýnis í heildstæðri innsetn- ingu en uppistaðan var verkaröð 7 gifsafsteypa með svokallaðri intaglio ætingu: Áfangastaðir í purpuralit (2016). Hvert verk er í raunstærð dæmi- gerðrar tímaritaútgáfu. Heildarmynd sýningarinnar var leynt og ljóst tilvísun í yfirstandandi hörmungar sem spretta af flótta fólks undan stríðsátökum yfir Miðjarðarhaf. Valdar forsíðumyndir af ferðamannastöðum við Miðjarðarhaf, hótelhandklæði á stöpli, vídeóverk af hvítum fjörusandi og uppstilling með kuðungum eru í hrópandi mótsögn við stöðugar fréttir af neyð fólks sem hættir lífi sínu til að ná þessum sömu ströndum. Mót- sögnin er ítrekuð með hinum sérstaka purpuralit sem minnir á storknað blóð. Á sýningunni mátti sjá kuðunga af Muricidae-ætt sem finnast við strendur Miðjarðarhafs. Þeir eru skrautlegir og fjölbreyttir að lit og byggingu. Sæsnigill þessi nýttist í fornöld til þess að framleiða hinn einstaka purpuralit, en heimildir eru um notkun hans frá 16. öld f. Kr. Lítið magn fékkst með mikilli fyrirhöfn og því varð liturinn eftir- sóttur og táknmynd auðs og valds. Titill sýningar Önnu Júlíu, 1:1, vísar til samnings sem Evrópusam- bandið setti fram sem viðbragðs- áætlun við straumi flóttamanna. Þar er mælst til þess að senda fólk sem kemur með ólöglegum hætti inn í Evrópu til baka en taka þess í stað einstaklinga úr flóttamanna- búðum; einn þaðan á móti hverjum sem sendur er heim. Hugmyndin, sem mjög hefur verið gagnrýnd, er að sporna gegn sjóflutningum glæpamanna sem nýta sér eymd flóttafólksins og hvetja til þess að það fari í gegnum búðirnar. Sýning Önnu Júlíu dregur á látlausan hátt fram forréttindastöðu okkar Vesturlanda- búa gagnvart hinu hjálparlausa og alsnauða fólki sem flýr stríð í heimalandi sínu. Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2016/102 475 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Á aðalfundi í september urðu breytingar á stjórn Læknafélags Íslands einsog lög gera ráð fyrir. Samkvæmt lögum eru í stjórn 9 manns: for- maður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og 5 með- stjórnendur, og einn þeirra er skipaður af Félagi almennra lækna. Formaður, ritari, varaformaður og gjaldkeri eru kosnir til tveggja ára í senn. Ann- að árið skal kjósa formann og gjaldkera og var það síðast gert 2015 þegar Þorbjörn Jónsson var endurkjörinn formaður og Björn Gunnarsson, sem verið hafði meðstjórnandi í stjórninni var kjörinn gjaldkeri. Hitt árið skal kjósa ritara og varafor- mann og var það gert á aðalfundinum núna. Orri Þór Ormarsson var endurkjörinn varaformaður og Magdalena Ásgeirsdóttir endurkjörin ritari. Fjórir meðstjórnendur eru kosnir til eins árs í senn. Í stjórn LÍ starfsárið 2016-2017 eru Þorbjörn Jónsson formaður, Orri Þór Ormarsson varafor- maður, Björn Gunnarsson gjaldkeri, Magdalena Ásgeirsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Arna Guðmundsdóttir, Hjalti Már Þórisson, Jóhanna Ósk Jensdóttir og Þórarinn Ingólfsson. Af hálfu Félags almennra lækna situr Agnar H. Andrésson í stjórn LÍ. Ný í stjórn þetta starfsár eru því Agnar, Hjalti Már og Jóhanna Ósk. Á aðalfundinum voru samþykktar breytingar á lögum LÍ sem fela í sér að framvegis verður stjórn LÍ kosin af öllum félagsmönnum í rafrænni kosn- ingu eins og fram kemur í pistli formanns aftar í blaðinu. Á fundinum var jafnframt samþykkt að hækka árgjald félagsins frá og með næstu áramót- um, og verður það 110.000 kr. Ný stjórn Læknafélags Íslands Á myndinni eru frá vinstri: heimilislæknarnir Magdalena Ásgeirsdóttir, Þórarinn Ingólfsson og Jóhanna Ósk Jensdóttir, Agnar H. Andr­ ésson almennur læknir, Arna Guðmundsdóttir lyflæknir, Hjalti Már Þórisson röntgenlæknir og Þorbjörn Jónsson ónæmislæknir. Hér vantar varaformanninn Orra Þór Ormarsson barnalækni og gjaldkerann Björn Gunnarsson svæfingalækni. Mynd Sigdís.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.