Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2016, Síða 14

Læknablaðið - 01.11.2016, Síða 14
486 LÆKNAblaðið 2016/102 lista og ekki kom fram marktækur munur á milli þeirra sem höfðu garnarauf og hinna. Við teljum því óhætt að draga þá ályktun að þrátt fyrir að algengt sé að breytingar verði á líkamsstarfsemi eftir aðgerð sé það ekki í þeim mæli að það valdi fólki ama í daglegu lífi. Niðurstöður okkar úr starfræna listanum sýndu að hátt hlutfall sjúklinga með innri garnapoka lýsti einhverjum hægðaleka. Í er- lendri rannsókn sem mat starfræna útkomu innri garnapoka með- al 191 sjúklinga með sáraristilbólgu kom í ljós að 68% sjúklinga hafði hægðir 8 sinnum á dag en 29% þeirra sjaldnar en 6 sinnum á dag. Auk þess lýstu 6,5% sjúklinganna viðvarandi hægðaleka en tíðni hægðaleka var hærri á næturnar, eða 39%.20 Önnur rann- sókn meðal finnskra sjúklinga sýndi fram á hægðaleka að nóttu til í 32% tilvika.21 Okkar hlutfall er töluvert hærra miðað við fyrr- greindar rannsóknir. Hluti ástæðunnar gæti verið að ekki voru notaðir sömu spurningalistar. Starfræni listinn okkar er ítarlegur og var hannaður aðallega til að meta fylgikvilla aðgerðar frekar en ávinning og spyr því nákvæmlega út í fyrrgreinda þætti. Um þriðjungur lýsti breytingum á þvaglátum. Það er erfitt að bera þessar niðurstöður saman við erlendar rannsóknir þar sem fæstar þeirra fjalla sérstaklega um breytingar á þvaglátum. R A N N S Ó K N Fjörutíu prósent okkar sjúklinga lýsti breytingum á kynlífi til hins verra. Niðurstöðum erlendra rannsókna varðandi áhrif á kynlíf (sexual function) ber ekki alltaf saman en ljóst er að áhrifin geta verið bæði neikvæð og jákvæð. Rannsókn meðal 59 sjúklinga með sáraristilbólgu sem fóru í innri garnapokaaðgerð mat sér- staklega áhrif aðgerðar á kynlíf þeirra. Samkvæmt niðurstöðum hafði aðgerð ekki marktæk áhrif á kynlíf karlmanna en bætti kyn- líf kvenna svo um munaði.22 Niðurstöður japanskrar rannsóknar bendir hins vegar til þess að aðgerðir sem þessi geti haft töluverð neikvæð áhrif á kynlíf sjúklinga eftir aðgerð. Nítján af 60 sjúkling- um (31%) lýstu neikvæðum áhrifum á kynlíf, 24% karlmanna og 38% kvenna.23 Þessar niðurstöður samræmast frekar niðurstöðum okkar. Engin kona í rannsókn okkar lýsti því að kynlíf væri betra eftir aðgerðina. Það að rannsóknarniðurstöður varðandi kynlíf séu svo ólíkar vekur spurningar um hvort spurningalistar þess efnis séu nógu góðir. Rannsóknir hafa staðfest að lífsgæði sjúklinga með virkan sjúk- dóm eru minni en meðal almenns þýðis. Lífsgæði sjúklinga sem svara lyfjameðferð samsvara hins vegar almennu þýði.24 Þátttak- endur í rannsókn okkar, bæði konur og karlar, höfðu lífsgæði í sam- ræmi við almennt bandarískt þýði samkvæmt SF-36v2-spurninga- Tafla II. EORTC-niðurstöður (miðgildi (interquartile range)). Tölugildin sem gefin eru eru milli 0 og 100. Fyrir lífsgæði í almenna lífsgæða- og virkniskalanum þýðir hærra gildi meiri lífsgæði. Fyrir einkennaskalana þýðir hærra gildi verri/meiri einkenni. Í þessari töflu eru niðurstöður birtar fyrir hópinn í heild og eftir kyni og tegund aðgerðar. Virkniskali Allir (n=80) KVK (n=36) KK (n=44) Garnarauf (n=44) Án garna raufar (n=36) Líkamsímynd 88 (50-100) 88 (67-100) 88 (44-100) 88 (44-100) 88 (67-100) Kvíði 67 (67-100) 67 (67-100) 67 (33-100) 67 (67-100) 67 (33-100) Þyngd 100 (100) 100 (67-100) 67 (67-100) 67 (67-100) 100 (67-100) Kynlíf kk 33 (0-67) x 33 (0-67) 33 (17-33) 33 (0-67) Kynlíf kvk 67 (33-75) 67 (33-75) x 67 (67-100) 67 (33-67) Einkennaskali Tíðni þvagláta 17 (0-33) 17 (0-33) 17 (0-33) 17 (0-33) 17 (0-33) Blóð og slím í hægðum 0 (0) 0 (0-17) 0 (0-8) 0 (0) 8 (0-21) Tíðni hægðalosunar 17 (0-50) 33 (0-67) 17 (0-42) 0 (0-17) 50 (33-67) Þvagleki 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Sársauki við þvaglát 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Kviðverkir 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 33 (0-33) Verkir í rasskinnum 0 (0-33) 17 (0-33) 0 (0-33) 0 (0) 33 (0-33) Kviðþensla 0 (0-33) 33 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 33 (0-33) Þurr munnur 0 (0-33) 0 (0-42) 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) Hárlos 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Bragðskyn 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) Vindlosun 33 (0-33) 33 (0-67) 33 (0-33) 33 (33-67) 0 (0) Hægðaleki 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) Húðeymsli 33 (0-33) 33 (33-67) 33 (0-33) 33 (33) 33 (0-33) Blygðun 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 0 (0-33) 33 (0-33) Umönnun garnaraufar 0 (0) 0 (0) 0 (0) 0 (0) X Risvandamál 0 (0-33) x 0 (0-33) 33 (0-50) 0 (0-33) Verkir við samfarir 0 (0-33) 0 (0-33) x 33 (0-67) 0 (0-25) KVK=kvenkyn; KK=karlkyn; EORTC = European Organization for Research and Treatment of Cancer. x = á ekki við.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.