Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Page 8

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Page 8
kom sér vel þegar ég kom til Ullev- ál. Á þessum tíma 1927 var ennþá notaður gamli franski spítalinn í Vestmannaeyjum, þá þurfti að bera allt vatn sem notað var í spítalanum úr brunni við eitt horn spítalans. Varð að draga það upp með handafli. Þá var ekki annað neysluvatn en rigningavatn í Eyjum, sem safnað var af hús- þökum og leitt í brunna. Heitt vatn, til að baða sjúklinga, var fengið á þennan hátt. Þvottahúsið var hinumegin við allstórt hlað (port) þangað bárum við vatn úr brunninum og hituðum það í kola- kyntum þvottapotti, því næst bárum við það sjóðheitt í opnum fötum yfir hlaðið inn í spítalann í baðkarið. Sóttum síðan kalt vatn í brunninn og blönduðum hæfi- lega. Þessi sami pottur var einnig notaður sem sótthreinsunarofn. Vírgrind var sett með umbúð- unum í pottinn og passa varð að hafa hæfilegt bil frá vatnsborði að grindinni. Pottinum vandlega lok- að og kynt undir í 1-2 tíma. Þá 6 mánuði sem ég var þarna voru gerðir margir uppskurðir og aldrei kom fyrir að ígerð kœmi í sár. Frá Vestmannaeyjum fór ég til Noregs. 20. desember 1927 byrj- aði eg að vinna á Ullevál sjúkra- húsi í Osló. Bókleg kennsla var jafnhliða verklega náminu. Ég fylgdist með þriðjaárs nemum. Var fyrst 6 mánuði á kirurgi, 6 vikur á fæðingadeild og 6 mánuði á medicin. Á námsárum mínum hafði ég ekki verið á geðveikra- spítala, en þriðjaárs nemar hlust- uðu á allmarga fyrirlestra um geð- veiki, sem mér þóttu mjög áhuga- verðir. Um það bil er ég lauk námi á Ulle- vál var verið að opna Nýja spítal- ann á Kleppi, og sótti ég með hálfum huga um stöðu sem að- stoðarhjúkrunarkona. Vann ég þar frá l.'júlí 1929 til 15. janúar 1930. - Hvert lá svo leiðin? Til Danmerkur. Ég hafði fengið pláss við Statshospitalet i Vord- ingborg, til frekara náms í geð- hjúkrun. Þar vann ég í þrjú ár, tvö þau síðustu sem deildarhjúkrun- arkona. - Hvenær komstu svo til starfa hér heima? í janúar 1933 var auglýst eftir yfir- hjúkrunarkonu við Nýja spítalann á Kleppi. Eftir miklar vangavelt- ur, sótti ég um stöðuna, sem ég gegndi svo í 31 ár, frá 1. febrúar 1933 til 31. desember 1963. Reyndar var ég í námsleyfi í Bandaríkjunum og Kanada 1951- 1952 og í skemmri ferðum til Norðurlandanna, Bretlands og Þýskalands. Aðallega í sumar- leyfum. Einnigfékkég ársleyfi,án launa, og fór til Kanada 1960- 1961. Þegar ég hóf störf við Klepps- spítalann, voru deildirnar aðeins fjórar með rúmlega 100 sjúk- lingum. Gamli spítalinn var rek- inn áfram sem sjálfstæð stofnun, með eigin yfirlækni og yfir- hjúkrunarkonu fram til 1. janúar 1940, að reksturinn var sameinað- ur. Hjúkrunarkonur voru þá að- eins sjö, 4 deildarhjúkrunarkon- ur, 1 á næturvakt og 2 til að leysa af á frídögum. Þá var mikill órói á deildunum, því öll belti og spenni- treyjur höfðu fyrir nokkru verið fjarlægð. hver hefir ekki þörf fyrir að hlaupa um, eftir að hafa verið bundinn niður í rúmið? En smá- saman komst ró á og mikil breyt- ing varð við tilkomu „nýju“ geð- lyfjanna 1945. - Hvernig var vinnutilhögun þegar þú hófst störfá Kléppi? Vinnuvikan var 60 stundir, eins og á öðrum spítölum, unnir 10 tímar á dag, tvískipt vakt og einn frí- dagur í viku. Seinna breytti ég því þannig að tveir samfelldir frídagar færðust fram um 1 dag í hverri viku, og þrír dagar til jöfnunar þegar kom að helgi. Fyrst reyndi ég þetta fyrirkomulag fyrir hjúkr- unarkonurnar og það mæltist vel fyrir. Seinna óskaði annað starfs- fólk eftir sömu tilhögun. En það tókst nú ekki betur til en svo að einn starfsmaðurinn taldi sig ekki fá tilskilinn frítíma og stefndi mér fyrir bæjarþing Reykjavíkur - 48 stunda vinnuvika kom löngu seinna. Þegar röntgenhjúkrunarkonur fengu 10 daga vetrarfrí, fengu hjúkrunarkonur sem höfðu unnið 2 ár á Kleppi það einnig að tilstuðl- an yfirlæknis dr. Helga Tómasson- ar, sem áleit þær hafa allra manna mesta þörf fyrir það vegna mikils andlegs álags. - Hvernig voru aðstœður og laun hjúkrunarkvenna á Kleppi? Eftir nútíma mælikvarða er ekki hægt að segja að þær hafi verið góðar. Við bjuggum á efstu hæð spítalans þar sem heyra mátti háv- aða frá deildunum. Herbergin voru lítil og húsbúnaður fábrot- inn. En það var góð stemning og heimilislegt þegar við sátum á kveldin í sameiginlegri dagstofu. Það var því mikil bragarbót þegar byggð voru á spítalalóðinni (á ,,Skaftinu“) 6 parhús með tveimur tveggja herbergja íbúðum og tvö sambýlishús, sex herbergja, með sameiginlegri dagstofu. Bjuggu hjúkrunarnemar í öðru sambýlis- húsinu, en aðstoðarhjúkrunar- konur í hinu. Þær fyrstu fluttu inn 1947, en þá hafði fjölgað bæði deildum og hjúkrunarkonum. Margar þeirra unnu alla sína starfsæfi á Kleppi, og ein þeirra sem kom heim eftir stríðið, Helga Albertsdóttir, vinnur þar ennþá. Það hlýjar mér um hjartarætur er ég hugsa til þessa ágæta fólks, fag- lærðs og ófaglærðs, sem ég vann með á þessum árum. Launamálin voru þá vandamál, ekki síður en nú á dögum. Ólærðir starfsmenn fengu sömu laun og deildarhjúkrunarkonan, sem þeir 6 HJÚKRUN >--</fa-61. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.