Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Page 31

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Page 31
Háborðsumrœður. Pátttakendur f.v.: Birthe Wernberg M0ller, Danmörk, Inger Mattsson, Finnland, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, ísland, Aud Blankholm, Noregur, Karin Olsson, Svíþjóð. Fundarstjórarnir Pálína Sigurjónsdóttir og Eva Holm Christensen. • Mat og þróun hjúkrunar Hjúkrunarfræðingar verða sífellt að meta og leitast við að þróa starf sitt. Til þess að þetta sé unnt er - nauðsynlegt að skráning sé í full- komnu lagi. • Rannsókna- og þróunarstarf Menntun hjúkrunarfræðinga og starfsreynsla er með þeim hætti að það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir takist á hendur rannsóknir á sviði hjúkrunar. Peir skulu ávallt gæta þess að kenningar þeirra komi að gagni og verði hagnýttar. , • Menntun k hjúkrunarfræðinga Við höfum náð markmiði með þemadögunum. Fyrirlestrar gáfu greinagóðar upplýsingar um þróun heilbrigðismála og breyt- ingar í samfélaginu. Skipst var á upplýsingum um menntun hjúkr- unarfræðinga í löndum okkar og afstöðu félaganna til menntunar í eigin landi og annarra. Rætt var um hlutverk hjúkrunarfræðinga og bent á atriði sem vaka þarf yfir og berjast fyrir að fá fram. Menntun hjúkrunarfræðinga skal tryggja þeim breiðan og traustan grunn til að byggja starf sitt á. Jafnframt skulu þeir ávallt eiga kost á framhaldsmenntun. Fundarsamþykkt Fulltrúar Samvinnu norrænna hjúkrunarfræðinga héldu fund í Reykjavík 10.-12. september 1985. Pema fundarins var: „menntun hjúkrunarfræðinga, starfssvið þeirra og ábyrgð, séð í ljósi þróunar heilbrigðismála á Norðurlöndum.“ Það er stefna Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (WHO) að menntun hjúkrunarfræðinga, hvar sem er í heiminum, skapi þeim breiðan og traustan grunn til að byggja starf sitt á. Hjúkrunar- fræðingar á Norðurlöndum styðja þessa stefnu heilshugar. Hjúkrunarfræðingar skulu eiga kost á framhaldsmenntun á starfs- sviði sínu. Hjúkrunarfræðingar eru heil- brigðisstétt og krafta þeirra á að nýta til hagsbóta fyrir heilsugæslu og þróun hennar í ríkara mæli en gert hefur verið fram til þessa. Stjórnarkjör o.fl. Ulrica Croné frá Svíþjóð var ein- róma endurkjörinn formaður SSN. 1. varaformaður Kirsten Stallknecht, Danmörku. 2. vara- formaður Aud Blankholm, Nor- egi. Meðstjórnendur: Toini Nousiain- en, Finnlandi og Sigþrúður Ingi- mundardóttir, íslandi. Stjórn SSN ákvað að styrk SSN, DKK 17.000.00 skuli nota til upp- lýsingaöflunar varðandi umræðu- efni þema-dagana á fulltrúafundi 1986. „Dokumentation i och av omvárdnad - teori och praktik." HJÚKRUN 3 ~4ás -61. árgangur 29

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.