Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Side 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.11.1985, Side 36
Hjúkrunarleyfi í Bandaríkjunum Próf í ensku og hjúkrun fyrir erlenda hjúkrunar- fræðinga, sem vilja fá hjúkrunarleyfi í Bandaríkj- unum, svokölluð CGFNS-próf (Commission on Graduates of Foreign Nursing Schools). „CGFNS-prófið er haldið tvisvar á ári í 5 borgum í Bandaríkjunum og einnig í 26 öðrum löndum. Prófið stendur í einn dag og er bæði í hjúkrun og ensku, eins og áður er nefnt. Sækja verður um þátttöku með góðum fyrirvara og borga prófgjald ($ 95,00). íslenskir hjúkrunarfræðingar þurfa að fara utan til að taka prófið (t.d. til Englands eða Danmerkur), þar sem ekki er ennþá unnt að taka það hér heima. Rétt er þó að benda þeim á, að ef 10 eða fleiri sækja um að taka það, má búast við að heimild fáist til að halda prófið á íslandi.“ Prófdagar 1986 verða: 2. apríI og 1. október. Umsóknir sendist til: Commission on Graduates of Foreign Nursing Schools (CGFNS) 3624, Market Strett, Philadel- phia, Pennsylvania 19104, USA. Skrifstofa HFÍ veitir ennfremur nánari upplýsingar. Námsheimsóknir til Bretlands árið 1986 Royal College of Nursing hefur sent Hjúkrunarfé- lagi íslands skipulagsáætlun á námsheimsóknum til þeirra árið 1986. Vegna endurskipulagningar í breska heilbrigðiskerfinu, sem einkum hefur komið niður á mönnun spítalanna, verður að taka tillit til aukins álags á hjúkrunarfræðinga. Því er lögð fram ákveðin áætlun um skipulag, sem haft verður fyrir þá sem hug hafa á námsheimsóknum. Farið er fram á að hjúkrunarfræðingar miði náms- heimsóknir sínar við þær dagsetningar sem gefnar eru upp. Dagsetningar: 17.-21. febrúar 14.-18. apríl 19.-23. maí 6.-10. október 10.-14. nóvember 8.-12. desember Fjöldi þátttakenda er 30. Alþjóðlegi sumarskólinn starfarfrá 15. júlí-15. ágúst. Umsóknir eru aðeins teknar gildar frá hjúkrunar- félagi viðkomandi hjúkrunarfræðinga, á eyðu- blööum er varða ICN - Nursing Abroad program. Þátttökugjald fyrir vikuheimsókn (innifelur skipu- lagskostnað, óendurkræft) £ 25.00. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu Hjúkrunarfélags íslands, Þingholtsstræti 30, Reykjavík. Fræðslustarf Hjúkrunarfélags íslands Námskeið á vegum HFÍ á vorönn 1986. 24.-25. janúar Hjúkrun aldraðra -öryggisþarfir-einmanaleiki 27. jan.,-7. febr. Stjórnun 10.-21. febrúar 10.—21. mars 14.-25. apríl 20.-30. maí Þroskasálarfræði Kennslufræði Stjórnun, framhaldsnámskeið Samtalstækni og ráðgjöf Skráning fer fram og frekari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu HFl'. Námskeið í heilsugæslu á Hawaii Dagana 5.-30. maí 1986 verður haldið námskeið í heilsugæslu á Honolulu Hawaii, fyrir starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni. Nánari upplýsingar á skrifstofu HF(. Styrkur OBN Styrkur Samvinnu norrænna hjúkrunarfræð- inga (SSN)1986. Umsóknum skal skilað fyrir 15. desember 1985. Stjórn SSN hefur ákveðið að styrk SSN, Dkr. 17.000 eigi að nota til upplýsingaöflunar varðandi umræðuefni þema-dagana á fulltrúa- fundi SSN 1986. Gagnasöfnun og skráning í hjúkrun- og heilbrigðisþjónustu, fræðilega og í framkvæmd. Fulltrúafundurinn verður haldinn í september 1986 í Noregi. Styrkþegi þarf að taka að sér öflun gagna og heim- ilda til undirbúnings fyrir þátttakendur fulltrúafund- arins í samráði við viðkomandi hjúkrunarfélag, ásamt því að stjórna og taka saman niðurstöður umræðna á fulltrúafundinum. Skýrslugerðinni á að vera lokið fyrir 1. maí 1986 og skrifleg niðurstaða á dönsku, norsku eða sænsku, þarf að berast Hjúkrunarfélagi (slands fyrir 1. júní. SSN og HF( áskilja sér rétt til að birta skýrsluna eða hluta hennar í tímaritum félganna. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu HFÍ. Þeim á að skila fyrir 15. desember 1985. Skrifstofa félagsins veitir jafnframt nánari upplýs- ingar.

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.